Tíminn - 13.04.1950, Side 6

Tíminn - 13.04.1950, Side 6
6 TÍMINN, fimmtudaginn 13. apríl 1950 80. blað TJARNARBÍÖ Brezka stórmyndln Quartct Fjórar sögur eftir W. Somerset Maugham. a) Glettni örlaganna. b) Hveitikorn þekktu þitt. c) Flugdrekinn. d) Kona ofurstans. Formáli fluttur af höfundinum. Mai Zetterling Susan Shaw Cecil Parker Þessi óvenjulega ágætismynd hefir hlotið miklar vinsældir hvarvetna, sem hún hefir verið sýnd. — Sýnd kl. 5 og 9. AUKAMYND: Ljómandi fallegar litmyndir úr Reykjavík eftir Óvald Knudsen. Talaður textl. ---------- | Mcðal mannæta og villldýra (Africa Screams) Sprenghlægileg og mjög spenn- andi ný amerísk kvikmynd. — Aðalhlutverkin leika vinsælustu grínleikarar, sem nú eru uppi: Bud Abbott, Lou Costello. Ennfremur ljónatemjarinn Clyde Beatty, og hnefaleika- heimsmeistararnir og bræðurnir Max og Buddy Baer. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Erlent yfirlit (Framhald af 5. síðu.) landa, þar sem kommúnistar ráða. Bandaríkjastjórn virðist treysta því, að Rússar verði fúsari til sam- komulags eftir að þeim sé oröið ljóst, að þeir nái ekki neinum frek ari árangri með þeirri útþenslu- s;efnu, sem þeir fyigja nú. Þeir muni þá sannfærast um, að 'samn- ingaleiðin sé þeim fyrir beztu engu síður en lýðræðisþjóðunum. Á þessu stigi verður engu um það spáð, hve langan tima þaö tekur forustumenn Rússa að sann- færast um þetta. Meðan þeir gera það ekki, þurfa lýðræðisþjóðirnar á íyllstu varúð að halda og standa vel saman. Því betri, sem sam- heldni þeirtra er, því líklegra er það, að Rússar komist að áðurgreindri niðurstöðu. WILLYS JEEP (lándbúnaðar) sérlega vel með farinn, fæst í skiptum fyrir nýja Chevrolet sendiferðabifreið. Nýr auka- mótor og ýmsir nýir varahlut ir geta fylgt jeppanum. Afgreiðsla blaðsins vísar á. — Telpukjólar — á 8—14 ára. Verð kr. 150.00. Sendum gegn póstkröfu. Saumastofan Uppsölum. Sími 2744. 'ÚtbfeíliÍ Tímahh Sl Ý J A B í □ AllÉ í þes8u fina---------- (Stiting. Pretty) Ein af allra skemmtilegustu gamanmyndum, sem gerðar hafa verið 1 Ameríku á siðustu árum. — Aðalhlutverk: Clifton Webb Maureen O’Hara Robert Yoúng AUKAMYND: Ferð með Gullfaxa frá Rvík til London, tekin af Kjartani Ó. Bjarnasyni. (Litmynd.) Sýnd kl. 5, 7 og 9. j Æskuástir tón- snillingsins (Hjertets Komplekser) Efnismikil og hrifandi ítölsk músiicmynd. — Aðalhlutverk: MarieUa Lotti Sýnd kl. 7 og 9. Vininiir (A boy a girl and a dog) Sýnd kl. 5. 3AMLA Bí□ Páska- skrnðgangan (Easter Parade) Ný Metro-Goldwyn Mayer dans og söngvamynd í eðlilegum lit- um. Söngvarnir eftir Irving Berlin. Aðalhlutverk leika: Fred Astaire Judy Garland Peter Lawford Ann Miller Sýnd kl, 5, 7 og 9. Aukamynd á 9-sýningu: Á FERÐ OG FLUGI MEÐ LOFTLEIÐUM. BÆJARBÍD HAFNARFIRÐI „Humorcsque“ Stórfengleg og áhrifamik- il ný amerísk músíkmynd. Tónlist eftir Mendelssohn, Tschaikowsky o. m. fl. Aðalhlutverk: Joan Grawford, John Garfield, Oscar Levant. Sýnd kl. 9. Litli og Stóri og smyglararnir Sprenghlægileg og spenn- andi gamanmynd. Sýnd kl. 7. — Sími 9184. ———, Slml 81936. Seiðmærin á Atlantis Sérstæð amerísk mynd, byggð á franskri skáldsögu, er segir frá mönnum, er leituðu Atlantls Aðalhlutverk: Maria Montez Dean Pierre Amount Sýnd kl. 5, 7 og 9. TRIPDLI-BÍÖ Leðurblakan (Die Fledermaus) Hin óviðjafnanlega og gullrall- ega þýzka litmynd, gerð eftir frægustu óperettu allra tíma, Die Fledermaus, leikin af þýzk- um úrvalsleikurum. Sýnd kl. 7 og 9 Jumbo og ég Og Kóngsdottirin, sem vildi ekki hlæja. Tvær bráðskemmtilegar rússn- eskar barnamyndii Sýnd kl. 5. — Sími 1182. 1 o I» 11 1» o o I» »» o 1» »» Happdrætti hiíssjóðs Frarasóknarmanna Eignist vonina í eigulegum hlut! Greiðið fyrir sölu happdrættismiðanna! Margt smátt gerir eitt stórt! Dregið verður í happdrættinu 15. apríl n. k. gFrestið ekki lengur, að gerast i áskrifendur TÍMANS WILLY CORSARY: 79. dagur Gestur í heimahúsum ætlaði aftur að búa í mötuneytum. Þetta var undarlegt hlutskipti. Árum saman hafði hún vísað á bug öllu, sem hana langaði til að njóta, og huggað sig við, að seinna gæti hún veitt sér þetta. Hún hafði forðazt þá karlmenn, sem henni virtust líklegir til þess að festa á sér ást, því að hún vissi, hve sárt það yrði, er þeir kæmust um síðir að raun um, að hún vildi ekki bndast þeim. Hún gat ekki hugsað til þess, að hún yrði öðrum til miska og vekti óvild í sinn garð. Og henni fannst ekki ráð, nema í tíma væri tekði. Hún hafði aðeins hlustað á ástarjátningar þeirra manna, sem hún vissi, að voru fljótir að verða hrifnir og fljótir að gleyma eða vildu aðeins njóta stundaránægju. Hún skynj- aði það ósjálfrátt, hvenær hugur fylgdi máli og hvaða ást- arjátningar voru aðeins innantóm orð, sem brátt féllu í gleymsku. Hún hafði aðeins hætt sér út í ævintýri með mönnum. sem leituðu stundarkynna á flótta undan tóm- leika lífsins. [ Felix Elsting hafði verið einn af þeim. Felix var skemmti- legur kvennamaður — laus við tortryggni og beiskju. Hún hafði átt unaðslega daga með honum. Og eftir á hafði hún haft enn meiri ánægju af þessum kynnum. Að vísu ekki sem kona, heldur sem rithöfundur. Hún hugsaði um stund um þann undarlega leik, sem hann hafði leikið. Henni hafði undir eins dottið í hug, að frásögn hans af eiginkonunni væri tilvalinn söguþráður. Þegar hann var einu sinni búinn að nefna ínu, hafði honum gerzt mjög tíð- rætt um hana. Á hverju, sem tal þeirra hófst, þá barst það alltaf að henni. Henni datt oft i hug, þegar hún sat hjá honum á klettunum við sjóinn, hversu afbrýðisöm hún yrði, ef hún elskaði hann í raun og veru. En þá hefði hann ekki heldur verið svona margorður um ínu. Hann þekkti konur of vel, var of glöggskyggn og skiln- ingsfullur til þess. En þega rhún komst að því, að ína var ekki kona hans, vaknaði áhugi hennar fyrst til fulls. Hún var sannfærð um, að hann skrökvaði, þótt hún gæti ekki fært nein fullgild rök, þeirri ályktun til stuðnings. Fyrst og fremst var hann ekki því líkur, að hann væri sístarfandi forstjóri stórs fyrirtækis og hefði þar auga með öllu, og í öðru lagi var það næstá ótrúleg saga, að hann ætti eiginkonu, er ekki þætti vænt um hann. Fyrst í stað hafði hún hugsað: Lífið er duttlungafullt og víxlspor þess eru fleiri og undarlegri en nokkur rithöfund- ur getur látið sér detta í hug. En grunur hennar dvínaði ekki. Kannske vildi hún líka gjarna trúa því, að hann skrökvaði* Það gerði þetta ævin- týri enn skemmtilegra. En vissu öðlaðist hún fyrst, er fundum þeirra Kristjáns Elstings bar saman. Hann gat varla verið sonur Felixar Elsting. Upp frá þeim degi gaf hún ímyndunarafli sínu lausan tauminn, eins og hennar var vani, þegar hún komst í snert- ingu við undarleg fyrirbæri lífsins. Hún breytti persónum og atburðum, skapaði nýtt svið, þar sem þetta fólk lifði og hrærðist, dulbúið af henni. Og loks hafði hún skrifað sögu- •uppkastið, sem hún óskaði nú, að hefði ónýtt. . . . Hún vissi, hvers vegna hún hafði misst tökin á þessu söguefni. Það var af því, að hún hafði glatað voninni í sínu eigin hjarta. Hún hafði hrakið konuna í sögunni út í dauð- ann, eins og hún gæti með því frelsað sjálfa sig. Hún hafði látið þær skipta um hlutverk, sig og sögupersónuna, og nú fannst henni, að hún hefði engan rétt haft til sliks ger- ræðis. Það var eins og hún hefði látið annan deyja í sinn stað. Hún reis upp. Munnurinn var skrælþurr, og hana lang- aði í te. Hún hlaut að eiga tepakka í eldhúsinu. Þegar hún kom fram í ganginn, sá hún, að bréf lá á gólfinu. Hún tók það upp. Útgefandi hennar hafði breytt utanáskriftinni. Rithöndin var barnaleg. Hún leit aftan á bréfið. Bréfritarinn var kona, sem hún kannaðist ekki við. Hún lét vatn í ketil, kveikti á gasinu og settist á eldhús- borðið. Hún ætlaði að lesa bréfið þar, svo að hún gæti fylgzt méð því, hvenær vatnið syði. Bréfið var svolátandi: Leiden, 4. september .... Kæra frú Nansen! Yður kann að virðast það nærgöngult af mér að skrifa yður. En ég er einlægur aðdáandi yðar og bóka yðar. Þegar

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.