Tíminn - 03.05.1950, Side 4
4
TÍMINN, miðvikudaginn 3. maí 1950
95. blað
Erlendar og innlendar
skrúðjurtir
Eftir GUÐMUND DAVÍDSSON
Vist er það vel til fallið, að
skreyta Austurvöll á sumrin,
með blómjurtum, sem ræktað
ar eru meðfram gangsttigum
vallarins. Gróðursetningu
jurtanna verður að endur-
taka á hverju ári, því að ræt-
ur þeirra lifa ekki í jarðveg-
inum yfir veturinn.
Mætti þetta verða til þess
að örva menn, sem eiga lóðir
kringum hús sin í bænum, til
að prýða þær með blómjurt-
um, betur en gert er, þar sem
svo hagar til, og góð skilyrði
eru fyrir hendi.
Blómjurtir, sem eru gróð-
ursettar á Austurvelli,eru all
ar útlendar. En hversvegna
er gengið framhjá íslenzkum
jurtum? Hvaða ástæða er til
að láta þær rýma sæti fyrir
hinum erlenda gróðri? Ég
geri ekki ráð fyrir að það sé
vegna lítilsvirðingar manna á
íslenzkum blómjurtum, held
ur muni það stafa af því, að
þær þykja ekki eins skraut-
legar, ekki eins áberandi, eða
nógu „fínar“ og hinar er-
lendu tegundir. Hvarvetna á
ísienzkri jörð, þar sem jurtir
eru gróðursettar til prýði,
ætti að láta íslenzkar blóm-
jurtir skipa heiðursess. Inn-
lendar villiblómajurtir geta
að visu ekki jafnast á við hin
ar erlendu með sterku lit-
skrúði, eða glæsilegu útliti,
en þær Jiafa þolað íslenzka
veðráttu frá ómunatíð og
skreytt bæði úthaga og rækt
aða jörð, um land allt, þar'
sem einhver gróður gat á
annað borð þrifist. Þær má
skoða sem drotningar ís-
lenzka jurtagróðursins. Ættu
menn að virða þær sam-
kvæmt því.
Lítilsvirðing fyrir ýmsum
íslenzkum blómjurtum virðist
oft áberandi hjá fólki og lýs.
ir ekki yfirleitt velvild þess á
jurtagróðri landsins. Ætti
hann þó helzt að njóta vernd
ar og umhyggju almennings.
■Mætti benda á ótal dæmi því
til sönnunar. Algengt er t.d.
að fullorðið fólk snuðrar eft-
ir blómjurtum, sem eiga að
njóta vaxtarfrelsis úti á víða
vangi, slítur þær upp, að því
er virðist, einungis til þess að
kreista þær til dauða í lófa
sínum og kastar þeim svo frá
sér eins og hverju öðru
skrani. Lautir og brekkur ná-
lægt þjóðvegum, skreyttar
allskonar villijurtum, nota
vegfarendur oft sem áninga-
staði og hvildarstaði, verða
jafnan fyrir þungum búsyfj-
um, að þessu leyti. Viðskiln-
aður við slíka bletti er oft
hörmulegur. Kastar þó tólf-
unum þegar allskonar rusl
og sorp er þar skilið eftir, til
viðbótar því spelli, sem unn-
ið er á gröðrinum. í annan
stað er það algengt að full-
orðið fólk hvetur börn til að
slíta upp blómjurtir úti á
víðavangi, jafnóðum og þær
springa út á vorin. Börnun-
um er þó oft gefið í skyn að
þannig eiga þau að láta sér
þýkja vænt um blómgrasið.
Ég hefi oft séð 6—9 ára börn
- slíta upp jurtir reita þær í
sundur, tætlu fyrir tætlu og
kasta þeim svo. Hvers má
vænta af sömu börnum, þeg-
ar þau verða fullorðnír menn
og fara fyrir alvöru að skifta
við hlómjurtaríkin i náttúru
landsins. Komi skemmdar-
fýsnin líka niður á dýralifinu
eins og oft vill verða, getur
hún orðið til mikils tjóns fyr
ir land og lýð.
í sambandi við erlenda
skrýðjurtarækt á Austurvelli
hefði eflaust verið auðvelt að
venja þangað íslenzkar villi-
býflugur, til að safna sér hun
angi, sem hlýtur að Vjera
gnægð af í blómunum. Þetta
hefir ekki verið gert, en gat
þó orðið til þess að minna
fólkið á, að það væri komið
þarna i námd við íslenxka
náttúru.
Enn er eitt, sem vel mætti
stofna til hér í Reykjavík.Það
er að koma á fót ræktuðu ís-
lensku jurtasafni á einhverj
um hentugum stað i bænum,
eða í grend við hann, og safna
þangað sem flestum islenzk-
um jurtategundum til rækt-
unar. Er hér verkefni fyrir
skólafólk, að hefja undirbún
ing að þessu máli og koma því
í framkvæmd. Er kominn
tími til að leggja niður þann
sið, íSem lengi hefir tíðkast,
að safna jurtum til ferging-
ar, og nota þær síðan við nám
i skólum. Á einni viku gæti
nemandi lært meira af lif-
andi blómjurtum úti í nátt-
úrunni en á heilu ári og af
þurkuðu jurtasafni inni í hús
um.
Jurtasöfnun til fergingar
getur haft þann ókost, að út-
rýmt verði einstökum jurtum
með öllu. Margar tegundir af
íslenzkum jurtum vaxa ekki
nema á örfáum stöðum á land
inu, sumar jafnvel ekki nema
á einum eða tveimur stöðum,
og þá fá eintök á stað. Hætt
er því við, að þær verði al.
dauða, því að safnarinn er
hirðulaus og miskunarlaus
gagnvart náttúrulífinu, og
skeytir engu þó að hann
hrifsi í hönd sér síðasta jurta
díntakið, sem til er á land-
inu. Að þessu leyti — og á
mörgum öðrum sviðum, er
náttúrulíf landsins i hers
höndum og gert réttlaust.
Sumstaðar erlendis banna
sveitabændui grasasöfnurum
jurtatinslu á iörðum sínum í
því skyni að vernda fágætar
jurtir, sem kynnu að vaxa þar
Sveitabændur hér á landi
ættu að fara að þeirra dæmi.
Guðm. Davíðsson
Fasteignasölu-
miðstöðin
Lækjargötu 10 B. Sími 6530
Annast sölu fasteigna,
skipa, bifreiða o. fl. Enn-
fremur alls konar trygging-
ar, svo sem brunatryggingar,
innbús-, líftryggingar o. fl. 1
umboðA Jón Finnbogasonar
hjá SJóvátryggingarfélagi ís-
lands h. f. Vlðtalstimi alla
virka daga kl. 10—5, aðra
tíma eftir samkomulagL
REYKJAVÍKURMÓTIÐ:
K.R. vann Víking 5:1
Fram vann Val 1:0
Reykjavíkurmótið í knatt-
spyrnu í meistaraflokki hófst
23. apríl með leik milli K.R.
og Víkings. Mótið var sett
með viðhöfn. Fyrst gengu lið-
in, sem þátt tóku í mátinu,
fylktu liði, undir íslenzkum
fána, inn á- völlinn. Þá setti
Sveinn Zoega mótið með
stuttri ræðu. Lúðrasveit
Reykjavíkur lék nokkur. lög
fyrir leikinn og eins í hálf-
leik. Síðan hófst fyrsti knatt
spyrnuleikur ársins.
Leikur K.R. og Víkings.
Veður var mjög hagstætt
til keppni, er leikurinn fór
fram, enda var hann all-
sæmilegur. Fyrri hálfleikur
var mjög jafn og bæði liðin
sýndu góð tilþrif og betri en
maður hefir átt að venjast í
fyrstu leikjum undanfarinna
ára. Tvö mörk voru skoruð í
þessum hálfleik. Það fyrra
skoraði Gunnar Guðmanns-
son fyrir K.R., er 30 mínútur
voru af leik, en Bjarni Guðna
son jafnaði, fyrir Víking, rétt
fyrir hálfleikslok.
í byrjun seinni hálfleiks
fengu bæði liðin góða mögu-
leika til að skora, sérstak
lega Víkingur, er fékk þrjú
afargóð tækifæri en misnot.
aði þau öll. Er líða tók á hálf
leikinn náði K.R. algjörlega
yfirhöndinni, sem orsakað-
ist af mun betra úthaldi.
Tókst þeim að skora 4 mörk.
Fyrsta skoraði Gunnar, ann-
að Sigurður Bergsson, þriðja
Ari Gíslason og síðasta mark-
ið skoraði Steinar Þorsteins.
son úr vítaspyrnu. Lið K.R.
var heilsteypt og má segja
að hvergi sé „gat“ á því.
Bezti maður liðsins var ný-
liðinn Sigurður Bergsson,
einnig voru Gunnar, Stein-
ar og Bergur markmaður
ágætir. Hjá Víking var Helgi
Eysteinsson beztur, en Gunn
laugur og Bjarni áttu einnig
ágætan leik. Dómari var Þrá-
inn Sigurðsson.
Leikur Fram og Vals.
Erfitt er að dæma um getu
þessara liða eftir þessum
leik, því veður var mjög óhag
stætt til keppni, rok og slyddu
bylur, sem orsakaði að erf.
itt var að greina knöttinn
bæði fyrir leikmenn og áhorf
endur. Bæði liðin virtust þó
reyna að leika saman eftir
því sem ástæður leyfðu. Fram
liðið var öllu heilsteyptara og
dugnaður og kraftur ein-
kenndu liðið eins og undan-
farin sumur. Varnarleik-
mennirnir og framverðirnir
voru beztu menn liðsins, einn
ig v@ru Ríkharður og Óskar
sæmilegir í framlínunni.
Þrátt fyrir að Válur tap»
aði þessum leik fengu þeir
fleiri tækifæri til að skora,
en tókst þó aldrei að setja
mark og var það hreinúm
klaufaskap að kenna stund-
um. Liðið var allsæmilegt en
nokkuð misjafnt. Beztir voru
Sigurður Ólafsson, Sveinn,
Halldór og Ellert. Einnig virð
ist nýliðinn Gunnar Gunn-
arsson, er lék á hægra kanti,
mjög efnilegur, en hefir þó
enn of miklar tilhneigingar
til einleiks.Mark Fram í ieikn
um skoraði Magnús Ágústs-
son. Dómari var Þorlákur
Þórðarson. H. S.
SVBITABÚI hefir sent mér
eftirfarandi bréf um innflutning
bóka:
„Undanfarið hafa ýmsir minnst
á hinn tilfinnanlega skort er-
lendra bóka og tímarita í hér-
lendum bókabúöum. Nú síðast Þor
valdur Garðar Kristjánsson í er-
indi sínd „Um daginn og veginn“
17. f. m., sem vonandi flestir hafa
heyrt, er láta sig þessi mál nokkru
s'kipta. Erindið var hið athyglis-
verðasta og prýðilega rökstutt svo
að vart verður betur gert. En þörf
er á að halda málinu vakandi, og
ættu því fleiri að láta til sín heyra
um þetta mál en enn hafa gert.
Vil ég víkja að nokkrum atriðum,
sem þetta snerta, þótt tæplega
verði komist hjá endurtekningum.
Varla þarf að taka fram, að ég
ræði þetta ekki frá sjónarmiði vís-
indamanna né annarra þeirra, sem
á sérfræðiritum þurfa að halda,
heldur aðeins frá sjónarmiði al-
mennra lesenda og þá einkum í
dreifbýlinu.
Á KREPPUÁRUNUM eftir 1930,
sem sízt er ástæða til að gylla,
var vissulega ekki auðveldara að
afla gjaldeyris, en verið hefir til
þessa. En á þessum árum var hægt
að fá svo til hvaða bók, sem fá-
anleg var á erlendum bókamarkaði.
Fengist ekki tiltekin bók hér á
landi, var auðvelt að panta hana,
t. d. gegnum bókaverzlun hér. Þá
leið urðu margir þeirra einmitt að
fara, sem bjuggu úti á landi, og
voru bókapantanir venjulega af-
greiddar greiðlega. Meira að segja
sjálft ríkisvaldið gerði sitt til að
greiða fyrir innflutningi blaða
og tímarita, þar sem það lét virðu-
lega ríkisstofnun annast innflutn-
ing á slíku fyrir þá, er þess ósk-
uðu, auk þess, sem bóksalar fluttu
inn og hafði svo lengi verið.
NÚ ER ÖLDIN ÖNNUR. Aðrir
geta dæmt um það betur en ég,
1 hvernig það er í bæjunum, en úti
á landi má heita útiiokað að fá
nokkra erlenda bók, og hefir svo
raimar verið allt frá byrjun síð-
ustu styrjaldar. í dreifbýlinu munu
fáir hafa notið góðs af innflutn-
ingi bóka á stríðsárunum. Svo að
þeir, sem hafa þurft að sæta því
að panta bækur fyrirfram, eru því
búnir að búa við þetta ástand ær-
ið lengi. Var þess vænst, að úr því
rættist að stríðinu loknu, að svo
miklu leyti, sem bækur væru fá-
anlegar erlendis. En sem kunnugt
er, virðast bóksalar nú eiga erf-
itt með að taka tillit til óska ein-
stakra manna, jafn vel um hve
litla pöntun sem er að ræða.
ER ÞÁ FURÐA, þó mörgum finn
ist ástand þetta með öllu óvið-
unandi? Menn segja ef til vill, að
slíkt geti ekki varað lengi, og
lagist bráðlega af sjálfu sér. En
það skyldi þó ekki vera að þeir,
sem gátu fengið sig til að takmarka
innflutning bóka — ráðstöfunar
sem ekki þótti forsvaranleg nokkr-
um árum fyrr, þegar fullt eins örð-
ugt var þó að afla gjaldeyris —
að þeir séu liklegir til að halda
fram sömu stefnu enn um sinn.
Það virðist því full ástæða til að
gefa framgangi þessara mála nán-
ari gætur hér eftir, og vinna að
því að fá þessu breytt.
ATHUGUM ÞETTA ofurlítið
nánar. Það liggur í augum uppi,
eins og Þ. G. K. minntist á í er-
indi sínu, að hið ritaða orð er
eitt helzta tækið, sem ber uppi
menninguna. Þess vegna eru líka
með frjálsum menningarþjóðum
lagðar sem minnstar hömlur á
þennan menningarmiðil, og svo hef
ir það verið um bókmenntaþjóð
eins og oss, um langan aldur. Það
mun einnig viðurkennt að til þess
að þjóðleg menning dafni og þró-
ist, hvar í landi sem er, en þó
einkum með smáþjóð, sé nauðsyn-
legt að hafa aðgang að menning-
arlífi nágrannaþjóðanna, því æðrf
mertning þrffst ekki einangtuð,
og líku máli er að gegna um nú-
tíma alþýðumenningu. Er auðvelt
að rökstyðja það, en er svo al-
kunnugt, að þess gerist ekki þörf.
EF TIL VILL kynni annars ein-
hver að halda því fram, að þjóð-
legar bókmenntir séu bezt metnar
af þeim, er lesa þær eingöngu. Ef
það skyldi nú samt reynast svo,
að ýmislegt í íslenzkum bókmennt
um stæðist samanburð við hlið-
stæðar bókmenntir erlendar, mundu
þá þeir, er erlendar bókmenntlr
lesa, vera líklegir til að meta minna
hinar íslenzku eftir en áður? En
auðvitað er það ekki aðalatriði í
þessu máli, heldur hitt, að öðlast
víðari sjóndeildarhring.
fTÚVERANDI ÁSTAND, hvað
snertir innflutning bóka, er, sem
sagt, óviðunandi. Fyrir fjölmarga
er það svo, að takmörkunin á bók-
innflutningnum verkar ekki aðeins
sem takmörkun á bókakaupum
einstaklinga, að sínu leyti eins og á
ýmsum skömmtunarvörum, heldur
sem algert bann. En að fara hrein
lega að skammta bækurnar, dettur
líklega fáum í hug. Liggur í augum
uppi sá reginmunur á þeim og
almennum efnivörum, til afnota
fyrir hvern einstakling, og sýnir
það glöggt, hvilik fjarstæða það er
að hindra innflutning bóka á sama
hátt og þær“.
Eg vildi gjarnan fara nokkrum
orðum um pappírsinnflutning og
útgáfustarfsemi við tækifæri.
Starkaður gamli.
Ég þakka öllum nær og f jær, er auðsýndu samúð og
hjálp við andlát og jarðarför
ÖSSURAR GUÐBJARTSSONAR
frá Kollsvík
Sérstakar þakkir til gamalla sveitunga.
Sigurvin Össurarson
fiERIST ASKUIFFMK H AB
TfMANVM. - ÁSKRIFTASÍMI 2323.