Tíminn - 04.05.1950, Page 3

Tíminn - 04.05.1950, Page 3
96. blað TÍMINN, fimmtudaginn 4. maí 1950 3 íslendingai bættir Níræður: Séra Þorvaldur Jakobsson frá Sauðlauksdal Elzti prestvígður maður hér á landi, séra Þorvaldur Jakobsson frá Sauðlauksdal, er níræður í dag. Séra Þorvaldur er fæddur á Staðarbakka í Miðfirði. Foreldrar hans voru séra Jakob Finnbogason, síðast prestur í Steinnesi, og mið- kona hans, Þuríður Þorvalds dóttir, prófasts og sálma- skálds í Holti undir Eyjafjöll- um, Böðvarssonar. Eru ættir foreldra séra Þorvalds Jak- obssonar alkunnar, einkum móðurættin, sem er Högna- ætt (Högna prófasts, „presta föður“) og Bólstaðarhlíðar- ætt. Frændgarður sá, hinn mikli, bæði á liðnum og líð- andi tíma, sem umlykur séra Þorvald, er skipaður fjclda nafnkunnra manna. Séra Þorvaldur er heitinn eltir afa sínum. Er hann hið eina barnabarn hans, sém nú er á lífi. í þessum mánuði eru liöin 192 ár, síðan er Þorvald- ui prófastur í Holti fæddist. Eiu því náin tengsl vor við lóngu horfna tíma, þar sem enn er á lífi meðal vor dótt- ursonur manns, er fæddist laust eftir miðja 18. öld. En uin leið megum vér minnast þess, að skjótlega koma nýj- ar kynslóðir til sögu, þvi að nú er einnig tekinn að vaxa upp sjötti ættliður frá séra Þorvaldi Böðvarssyni. Æviatriði séra Þorvalds Jakobssonar verða ekki rak- in hér ítarlega, heldur aðeins getið hinna helztu, i stuttu máli. Móðir hans lézt, er hann var sex ára, en föður sinn niissti hann sjö árum síðar. Stúdentsprófi lauk hann 1881, en embættisprófi við prestaskólann tveimur árum siðar. Hann var vígður til Staðarprestakalls í Grunna- vík 16. sept. 1883, fékk Briáns læk árið eftir, en Sauðlauks- dal 1896, og þar gegndi hann þjónustu, unz hann lét af prestsskap 1920. Gerðist hann þá kennari við gagn- fræðaskólann í Flensborg í Hafnarfirði og gegndi því starfi um 13 ára skeið (1921 —34). Heima í héraði.fyrir vestan voru séra Þorvaldi fal in mörg trúnaðarstörf. Amts- ráðsmaður var hann um skeið, meðan sú skipan hélzt, sýslunefndarmaður um þriðj ung aldar, lengi í hrepps- nefnd, frumkvöðull að stofn- un pöntunarfélags o. s. frv. Var hann jafnan forvígismað ur allra framfaramála í hér- aði. Það tímabil, er séra Þorvald ur gegndi prestsstörfum, er nú þegar.langt að baki; þeir, sem nú eru innan við fertugt, muna það lítt eða ekki. Marg ir munu þeir og vera, þótt eldri séu, sem ekki gera sér ljóst, hversu mikilvægt það var fyrir byggðir lands vors á þeim tímum, er gáfaðir og vel menntir prestar tóku sér þar bólfestu, gerðust leiðtog- ar í andlegum og veraldleg- um efnum. lifðu við svipuð kjör og sóknarbörn þeirra, en höfðu í kyrrþey pað mark fyrir augum í starfi sínu að hefja líf síns fólks til hærra vegs, efla trú og dyggðir, framtak og menningu, og létu eigi æðrast, þótt hægur væri skriðurinn í framfara- áttina. Séra Þorvaldur Jak- obsson var einn meðal hinna gáfuðu og traustu manna í prestastétt á kvöldi fyrri ald- ar og morgni vorrar aldar, er helguðu þjóð sinni beztu starfsár sín á þann veg, sem nú var vikið að. Á þeim ár- um, meðan þjóð vor enn fús á að „hlýða klerki í kór og stól“, eins og hana einnig hungraði eftir fræðslu og menntun, þá barst vítt um land orðstír mætra klerka, allt eins fyrir því, þótt þeir væru kyrrlátir menn og laus- ir við yfirlæti í ytri háttum. Ég, sem þetta rita, átti mína æskudvöl svo fjarri séra Þor- valdi, að þar skildu margir firðir og fjallgarðar, og marg ar byggðir voru á milli. En tíigi að síður er mér í glöggu minni, að ég heyrði hans þá oft getið og ávallt á sama veg, sem eins hinna mætustu klerka, er fólk hafði spurnir ai’. Síðan hefi ég kynnzt ýms um, er verið hafa sóknarbörn og sýslungar séra Þorvalds, og loks hefi ég um tvö und- anfarin ár átt því láni að fagna að kynnast honum sjálfum persónulega. Hefi ég þann veg fengið sannreynt, að eins og almannarómur nyrðra og vestra var samur við sig í dómum um séra Þor- vald, eins hefir hann í því efni verið sannleikans meg- in. Hefir mér verið það mik- ið gleðiefni að fá nú á efri árum mínum staðfest .„aug- liti til auglitis“, sannindi þess, er ég i æsku sá „svo sem í skuggsjá í óljósri mynd“. Séra Þorvaldur hlaut menntun sína á kyrrðartím- um fyrri aldar. Á efri árum settist hann í kennarastól meðal hinnar ungu kynslóð- ar og gegndi þar starfi við mikinn orðstír, nokkuð á annan tug ára. Síðari árin hefir hann dvalið hér í bæn- um hjá börnum sínum, á Öldugötu 55, og að sjálfsögðu dregið sig í hlé frá störfum utan heimilis. En „andinn (Framhald á 7. síðu.) Með Hvassafelli til Ítalíu: íslenzk páskahátíð á Miðjarðarhaftnu Þó að flestir íslendingar 1 yngri kynslóðarinnar kjósi helzt að halda páskahátíðina upp um fjöll og fyrnindi heima á sögueynni og njóta þess. er mjöllin skefst und- an skíðaröndunum, þá eru það samt ekki svo fáir land- ar, sem halda páskana hátið lega undir suðrænni sól, með al annars í löndum við Mið- jarðarhafið. Hitt verður að teljast óvenjulegt, þegar pásk arnir eru haldnir hátíðlegir á ísL heimili suður á Mið- jarðarhafinu bláa. En þann- ig var það að þessu sinni á Hvassafelli. Páskarnir voru haldnir á Miðjarðarhafi og voru þó eins íslenzkir og pásk ar geta verið,þó haldnir væru undir suðrænni sól. Þar var i flest það sem einkennir ís- , lenzkt páskahald, steikt lambakjöt, sætsúpa, súkku- laði, pönnukökur og jóla- kaka. Ilmur af páskabakstri. Páskarnir um borð í Hvassa felli hefði því eins vel getað verið páskar á hvaða stóru íslenzku myndarheimili sem væri, við sjó eða í sveit. Það var venjuleg íslenzk páska- hátið og meira að segja páska undirbúningurinn í eldhúsinu hjá þeim Hermanni bryta og Magnúsi matsveini hefði eins vel .getað verið hjá einhverri myndarhúsmóðurinni i landi eins og um borð í skip#á Mið jarðarhafinu. Bökunarlyktina lagði langt fram á þilfar, svo þeim, sem leið áttu fram hjá eldhúsdyrunum, blandaðist ekki hugur um, að nú var ver ið að baka til páskanna, eins og líka hárrétt var. Helgidagur eins og í ís- lenzkri sveit. Það er eins á skipi og á ís- lenzku sveitaheimili, að þó að dagurinn sé helgur, verða menn samt að gegna.skyldu- störfunum, þeir, sem stjórna ferð skipsins á stjórnpalli og í vélarúminu, og eins þeir sem vinna að matartilbún- ingi og framleiðslu, að ó- gleymdum loftskeytamannin- um. En páskar eru alltaf pásk ar og lika hjá þeim, sem eru við skyldustörf sín úti á höf- unum. Og hátíðisdagana ganga menn til starfa sinna í hátiðaskapi og bjóða hver öðrum gleðilega hátíð. Páskamorgun kyrr og fagur á bláum haf- fletinum. . Páskamorgun var kyrr og fagur á Miðjarðarhafinu. Að vísu var dálítill andvari, sem gerði sólarhitann bærilegri. Miðjarðarhafið freiddi frá stafni Hvassafells og skemmdi bláan og tæran hafflötin og setti á hann hvíta froðu og græna slikju aftur af skip- inu,svo langt sem augað eygði. Það er oft sagt að Miðjarðar- hafið sé blátt og mikið gert úr' bláma þess. Margir halda að þetta sé hjátrú og ímyund un. En þeir sem sigldu eftir því þennan friðsama páska dagsmorgun þurfa ekki að vera í neinum vafa um það að Miðjarðarhafið er blátt, en ekki grænt eins og sjórinn heima við ísland. Þar sem skipið brýtur bláman og freið ir aftur með skipssíðunni A siglingu um Miðjarðarhaf- ið skein sólin heitt, enda hef- ir stýrimaðurinn farið úr skyrtunni, þar sem hann gætir stefnunnar á vaktinni. kemur grænn litur í ljós í geislabroti sólarinnar, þar sem sést í gegnum froðuna. Þar er litur sjávarins að heiman Skyrhræringur og blóð- mör undir suðrænni sól. Þeir, sem búnir eru að venja sig á það að borða á hverjum morgni skyrhræring með slátri undir suðrænni sól á siglingu um Miðjarðarhaf- ið, eins og Hvassafellsmenn, láta enga hátíð koma sér til að breyta út af þeim vana sín um. Og páskalegri morgun- mat er heldur ekki hægt að kjósa sér á íslenzku heimili suður í Miðjarðarhafi. Súrt skyrið og slátrið er hressandi í sólarhitanum og færir líf og kraft alla leið út í fingur- góma. Útvarpið að heiman. Á páskadaginn fóru marg- ir í sólbað á frívaktinni og voru berir ofan að belti við útvinnu á skipinu, eftir því sem óhætt var talið vegna sól brunans. Ingólfur loftskeyta- maður hafði viðbúnað til að hlusta á útvarpið til útlanda, sem útvarpað er á sunnudög- um. Útvarpið heyrðist mjög illa, vegna truflana frá öðr- um stöðvum. Ætluðu menn að njóta útvarpsins er setið var undir borðum við páska- kafffið, en lítil not urðu að útvarpinu. Páskaræða bisk- upsins heyrðist ekki nema að litlu leyti, en fréttirar heyrð ust að mestu, þó að gengi á truflunum. Mikill og ill tið- indi þótti mönnum bruninn mikli í fiskþurrkunarstöðinni. Ánægulegt þótti mönnum það út af fyrir sig, að komin skyldi vera út bók um land- búnaðarvélar á íslandi, en hitt hefðu fleir kosið að fá fréttir nokkrar af aflabrögð- um og skepnuliöldum. Einkennileg deila um keisarans skegg. En þegar minnst er á út- varpiö til útlanda verður jekki hjá því komist að minn- Jast á annað sem því er skylt, og það eru fréttasendingar , loftskeytastöðvarinnar heima | til islenzkra skipa á stutt- 'bylgjum. Hafa fréttir þann- | ig verið sendar daglega til íslenzkra sjómanna á höfum úti um alllangt skeið og þessi starfsemi átt miklum vinsældum að fagna á flotan um að vonum. Nú var þess- um fréttasendingum skyndi- lega hætt nýlega og er full- |yrt, að það sé vegna ósam- komulags milli símans og út varpsins um það, hver standa eigi straum af lítilfjörlegum kostnaði, sem þessu er sam- fara. Ef þetta er satt, þá er hér á ferðinni mál, sem er hlægilegt og ömurlegt í senn. Virðist það litlu máli skipta hvor aðilinn greiði þennan smávægilega kostnað, þar sem bæði fyrirtækin eru ríkis fyrirtæki og haldið uppi af öllum almenningi í landinu. Það má segja að þar sé deilt um keisarans skegg. En nóg um það, þó að þessi mál (Framhald á 7. síðu.) - * * W . - % , Hermann bryti tekur brauðin út úr ofninum og kemst að raun um að baksturinn hefir tekist vel. Áskorun til útvarpsráðs Það leikur ekki á tveim tungum, að söngur og tónlist, og ekki sízt kórsöngur, er eitthvert vinsælasta útvarps- efni, sem útvarpið á völ á. Veit ég, að margir hlust- endur hlakka til að hlýða á kórsöng í útvarp, einkum þeir, er .sjaldan eða aldrei eiga þess kost, að sækja söng skémmtanir. Nú hefir einn kunnasti og vinsælasti karlakór landsins, Karlakór Reykjavíkur. aug- lýst 4 samsöngva (conserta) í Reykjavík, undir stjórn hins duglega og þekkta söngstjóra síns, Sigurðar Þórðarsonar, tónskálds. — Og ekki spillir það, að einsöngvarar eru hinn afarvinsæli og þrótt- mikli barytonsöngvari, Guð- mundur Jónsson, og hinn 'ungi, efnilegi tenórsöngvari, Magnús Jónsson. — Það eru því vinsamleg og eindregin tilmæli mín til háttvirts út- varpsráðs, að það veiti hlust- endum þá ánægju, að ein- hverjum samsöng . nefnds kórs, t. d. hinum síðasta, verði útvarpað. — Mér er persónulega kunn- ugt, að söngskrá kórsins nú, er sérstaklega fjörleg og skemmtileg og mun, að mínu áliti, falla útvarpshlustend- um mjög vel í geð. Vona ég fastlega, að háttvirt útvarps- ráð taki þessi tilmæli mín til vinsamlegrar athugunar, — og kveð það í trausti þess, — með vinsemd og virðingu. Akranesi, 28.4. 1950. Friðrik Hjartar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.