Tíminn - 04.05.1950, Side 4
4
TÍMÍNN, fimmtudaginn 4. maí 1950
96. blað
Þjóðfélagið og stéttasamtökin
Útvarpsræða Steingríms Steinþórssonar
forsætisráðherra 1. maí síðastliðinn
Sú hefir venjan verið hér
á umliðnum árum, að fé-
lagsmálaráðherrann mælti
nokkur orð í útvarp á hátíðis
degi verkamanna, hinn fyrsta
maí, og verður svo einnig að
þessu sinni. Er mér ljúft að
flytja þessari voldugu félags-
málahreyfingu kveðjur og
árnaðaróskir þennan dag.
Síðustu hundruð árin, en
þó einkum þann helming
tuttugustu aldarinnar, sem
nú er liðinn, mætti með rétti
kalla öld stéttarsamtakanna.
Þjóðfélagsstéttimar hafa
greinst meira og meira sund-
ur með hinni auknu verka-
skiptingu og öðlast sívaxandi
áhrif á vettvangi atvinnu- og
stj órnmálalífs þjóðanna. En
jafnframt því, sem þær hafa
aðgreinst, hefir hver stétt um
sig skipað sér fastar saman
og loks hafa þær til þess að
styrkja enn betur aðstöðu
sina, myndað heildarsamtök,
sem standa vörð um heidar-
hagsmuni allra stéttarfélag-
anna.
Sá tími, sem Stefán G.
Stefánson kvað um hina þjóð
kunnu vísu:
Löngum var ég læknir minn,
lögfræðingur, prestur,
smiður, kóngur, kennarinn,
kerra, plógur, hestur.
er nú löngu liðinn og í stað-
inn kominn stórfeldasta
verkaskipting og öflugustu
samtök hins vinnandi fólks,
sem sagan kann frá að greina.
Enginn ber lengur brigður
á, að verkalýðssamtökin
hafa unnið verkalýðnum mik
ið gagn. Þau hafa hækkað
laun hans, bætt vinnuaðbúö
hans, og barist fyrir og kom-
ið fram margskonar þjóð-
félagslegiun umbótum verka-
fólkinu til handa.
Enda er það alkunna, að
áður en samtök verkamanna
efldust, svo að þau gætu veru
lega látið til sín taka til þess
að bæta hag þeirra, voru hin
ar lægst launuðu stéttir víða
um heim þjakaðar og beittar
margskonar áþján, svo að
stórfeldrar umbóta var þörf
á því sviði.
í þeim löndum, þar sem
verkafólkið hefir átt þvi láni
að fagna að hinar tvær grein
ar samtaka hans hans, stétt-
arsamtökin og stjórnmála-
samtökin, hafa haft með sér
náið samstarf, hefir tekist að
skapa skilning meðal verka-
manna á hinni þjóðfélags
legu þýðingu stéttarsamtaka
þeirra. Þar sem aftur á móti
verkalýðshreyfingin hefir
klofnað í tvo andstæða
flokka ber enn allmjög á á-
byrgðarleysi og hneigð til að
meta meira ímyndaðan stund
arhagnað stéttarsamtakanna
en að starfið sé nægilega al-
hliða að umbótamálum, er
snerta hag verkamanna með
lengri framtíð fyrir augum.
Frjáls verkalýðssamtök eru
gieggst merki lýðræðis þjóð-
félags.
Þar sem verkamenn og aðr
ar launastéttir hafa rétt til
að skipa sér í félög, sem á
jafnréttis — og samnings-
grundvelli semja um kaup og
kjör meðlima sinna, ríkir lýð
ræði. Að sjálfsögðu kostar á-
vallt meiri og minni baráttu
að ná settu marki i þessum
efnum, þ.ví gegn þeim standa
frjáls samtök. vinnuveitenda,
sem lita á vinnuaflið fyrst og
fremst sem einn lið tilkostn-
aðarins við rekstur atvinnu-.
tækja sinna.
Meðan báðir þessir aðilar,
verkamenn og vinnuveitend-
ur, gæta þess að fara ekki út
fyrir ákveðin takmörk í deil-
um sínum fær þetta skipulag
staðist og orðið þjóðarheild-
inni til blessunar. En verði
annarhvor aðilinn svo sterk-
ur að hann beri hinfl ofur-
liði, er jafnvægi þjóðfélags-
ins raskað og af þeirri rösk-
un getur leitt öngþveiti, sem
að lokum má búast við, að
endi með stéttareinræði á ann
anhvorn veginn.
Af þessu er ljóst, að frjáls
verkalýðssamtök fá einungis
þrifist meðal lýðræðisþjóða,
og einnig, að á samtökum
verkalýðsins hvílir mikil á-
byrgð — já miklu meiri á-
byrgð en menn almennt gera
sér fulla grein fyrir. Eftir því,
sem stéttarsamtökin verða öfl
ugri og ná meiri og almenn-
ari viðurkenningu meðal þjóð
arinnar kemur greinilega í
ljós að stéttarfélög hafa til-
tölulega betri aðstöðu til að
hækka laun sín, en stórar og
fjölmennar stéttir. Það hefir
og þráfaldlega komið fyrir,
að mjög fámenn stéttarfélög
hafa valdið vinnustöðvun um
lengri tíma meðal fjölda
annarra manna, sem ekki
áttu í neinni vinnudeilu, og
aðeins höfðu tjón af deilunni.
Ef slíkt kemur fyrir hvað eft
annað verður það ekki til að
styrkja stéttarsamtökin, held
ur til að veikja þau. Þetta
hafa menn séð víða erlendis
og af þeirri ástæðu tekið upp
heildarsamninga fyrir skyld-
ar starfsgreinar, þannig að
um kjör þeirra allrar er sam
ið í einu. Augljós dæmi um
þetta efni mætti nefna þó
nokkur frá síðustu árum einn
ig hér á landi.
Það er því augljóst, að eitt
af því, sem stefna ber að hér
á landi, er að teknar verði
upp heildarsamningar milli
skyldra starfsgreina, þar sem
ákveðnu hlutfalli er haldiö í
launagreiðslum milli starfs-
greinanna innbyrðis, en verk
fallsréttinum sé aðeins beitt
sem nauðvörn í vinnudeilu
allrar heildarinnar, sem i
hlut á hverju sinni. Með þeim
hætti mundi verða meira at-
vinnuöryggi í þjóðfélaginu en
nú er, þegar hvert smáfélag
svo að kalla getur fyrirvara-
laust stöðvað þýðingarmikla
starfsemi i ' þjóðfélaginu
hvernær sem er.
Hverjum þeim, sem reynir
að líta hlutlaust á þróun al-
þjóðmála, eins og hún blas-
ir við, hlýtur að verða það
ljóst, að stéttasamtök hinna
frjálsu þjóða standa nú mjög
svo á merkilegum tímamót-
um. Þeim hefir víðast tekist
að tryggja meðlimum sinum
það hátt kaup, að það nægir
til sómasamlegrar framfærslu
ef vinna er stöðug, og þeim
hefir tekist að bæta á marg-
víslegan annan hátt kjör
þeirra og aðbúnað. Vinnutimi
hefir verið styttur og á hin
sívaxandi vélanotkun á öll-
um sviðum að sjálfsögðu með
al annars sinn mikla þátt í
að það hefir verið hægt, án
þess að afköst minnkuðu.
Það er því að vonum, að á
hátíðisdegi verkamanna 1.
se forustumönnum þessarar
merku félagsmálahreyfingar
tíðrætt um þá sigra, sem unn
ist hafa á «ndanförnum bar
áttu árum. Hitt hefir mörg-
um virtist — og þá frekast
þeim, er utan við samtök
þessi standa, að oft hafi full
einhliða verið barist fyrir
hækkun launa, en ekki eins
tekið tillit til annarra kjara-
bóta verkafólki til handa, sem
engu minni þýðingu hafi til
þess að tryggja verkafólkinu
sæmileg kjör.
Mér virðist því margt benda
til þess að félögum verka-
manna þurfi framvegis að
beita hinum mikla samtaka-
mætti, sem þau háða yfir að
fleiri verkefnum. — Og þess
sé ekki síst þörf vegna hinna
frjálsu félagssamtaka sjálfra.
Fari svo, að stéttarfélögin
knýi fram þjóðnýtingu á ýms
um veigamestu atvinnugrein
um þjóðfélagsins, þá má bú-
ast við að það verði til þess
að ríkisvaldið taki öll mál-
efnin í sínar hendur og skipi
þeim með löggjöf, þar á með
al einnig iaunakjör þeirra
sem við hin þjóðnýttu fyrir-
tæki vinna. Það er athyglis-
vert hvernig sifellt ber meira
og meira á því i lýðfrjálsum
löndum, þar sem ýmsar stór-
ar atvinnugreinar eru nú þeg
ar þjóðnýttar, svo sem t. d. í
Bretlandi og Frakklandi, að
ríkisvaldiö hefir orðið að grípa
til herliðs hvað eftir annað
til að vinna ýmis nauðsynleg
verk, sem leggjast niður í
verkföllum, eða ríkisvaldið
beitir áhrifum sínum til þess
að vinna gegn launahækkun
um, vegna þess að hin þjóð-
nýttu fyrirtæki fá ekki undir
þeim risið. Og hið athyglis-
verðasta er, að það er einmitt
stjórnir, sem verkalýðssamtök
in sjálf styðja, sem þetta
hafa orðið að gera. Slík þró-
un stefnir að því, að ríkisvald
ið taki í sínar hendur allan
rekstur og frá þeirri stundu
mundi tilvist frjálsra félags-
samtaka í því landi að mestu
vera úr sögunni, jafnt verka
lýðssamtaka sem annarra.
Þróun í þessa átt í ýmsum
löndum hefir leitt til þess, að
samtök hinna sameinuðu
þjóða hafa talið sig knúin til
að láta mál þetta til sín taka.
Vorið 1947 beindi Alþjóöa-
samband verkamanna og
ameríska verkalýðssamband-
ið þeim tilmælum til fjárhags
og félagsmálaráðs Sameinuðu
þjóðanna, að það tæki til með
ferðar félagafrelsi verka-
manna og atvinnurekenda.
Ráðið ákvað að vísa málinu
til Alþjóðavinnumálaskrif-
(Framhald á 7. síðu.)
REFUR BÓNDI á hérna vísna-
þátt, sem við birtum fyrri hlut-
ann af í dag.
„NÚ ER ORÐIÐ alllangt síðan
ég hefi sent yklcur línu í baðstof-
una, og þar sem nú liður að lok-
um þessa vetrar, datt mér í hug
að senda ykkur nokkrar stökur,
sem að visu eru ekki allar eftir
mig. Mun ég tilgreina höfund
hverrar vísu ef mér er kunnugt
um hann, svo að öruggt sé. Eg
vil geta þess, að ég kann mikið og
hefi jafnvel skráð töluvert af stök-
um, og sumar þeirra munu jafn-
vel fáum kunnar. Er mér þökk á
því að fá vitneskju um höfunda
sumra þeirra og treystl öllum góð-
vinum ferskeytlunnar til fræðslu
í því efni, þar sem mín litla vizka
nær ekki til.
FYRST KEM EG þá með tvær
vísur eftir Jakob nokkurn Jóns-
son, er lengi var í Ólafsvík á Snæ-
fellsnesi og dó þar fyrir alllöngu
síðan. Tilefni fyrri vísunnai; var
það, að tveir menn urðu saup-
sáttir, og urðu út úr því stefnufar-
ir og sektir. Þá kvað Jakob:
Grindur sálna gnötruðu,
grenntust mála varnir.
Kveikt var bál svo bráðnuðu
báðir stálkjaftarnir.
í brúðkaupsveizlu einni kvað
Jakob svo til brúðhjónanna:
Gæfan hlynni að hal og snót,
harma linni röstin.
Aldrei vinni á þeim hót,
angurs skinna-köstin.
Fleiri vísur kann ég eftir sama
höfund en sendi ekki fleiri að
þessu sinni.
Þú átt að læra listir þrjár,
lesa, prjóna og spinna.
Um höfund þessarar vísu veit ég
eigi, en hún mun vera all göm-
ul.
EIGI ER MÉR heldur kimnugt
um höfund eftirfarandi stöku, svo
öruggt sé.
Mig vill fergja mæða og slys
má því herkju bera.
Eg er erginn innvortis
og eiri hvergi að vera.
STÖKUR ÞÆR, er næst koma
hér á eftir, munu báðar vera norð-
lenzkar, en höfundar ókunnir.
f
Tjáir ei syrgja drengi dauða
dæmin votta fom og ný.
Seint er að byrgja brunninn auffa
þá barnið er dottið ofan í.
Ágjarn halur falar flest
feigur talar gifur.
Lyginn maður brýnir bezt,
bítur stolinn hnífur.
KONU EINA gamla er ég þekkti
mjög vel heyrði ég oft fara með
eftirfarandi stöku:
Mitt áfjáða rauna-ról
römmum háð er fyrnum.
Göngu-bráðum bita tól.
brautin stráð er þyrnum.
Kona þessi var mjög hagorff,
og máski sé vísan eftir hana. Mik-
illi rímleikni lýsir þessi visa, sem
er norðlenzk og kveðin um eða
fyrir 1839. Um hvern eða eftir
hvern vísan er get ég ekki vitað með
vissu, en svo lítur út, sem sá er
vísan er kveðin um, hafi fengizt
við lækningar. Vísan er svon:
EFTIRFARANDI VÍSU heyrði
ég, þegar ég var á barnsaldri og
man það, að móðir mín, sem nú
er löngu dáin, raulaði hana o. fl.
þegar hún sat undir mér.
Fyrst þú ert kominn á fjórða ár
fara áttu að vinna.
Tryggur vitur, trúrækinn,
tendrar vísdómsloga.
Hygginn ritar heilræðin,
hryggra vitjar læknirinn".
Hér látum við staðar numið i
dag.
Starkuður gamli.
Þökkum innilega samúð og vinarhug vegna veik-
inda, andláts og jarðarfarar
HJARTAR HANSSONAR
Grjóteyri
Sérstakar þakkir skólastjórahjónunum á Hvann-
eyri fyrir margskonar heiður er þau sýndu hinum
látna. Ennfremur þökkum við nágrönnum og öðrum
mikla hjálp.
Guð blessi ykkur öll.
Börn og tengdabörn
STÚ LKU
vantar á Hótel Borg. — Uppl. í skrifstofqnni.
AUGLYSINGAStm TtMAMS ER «1300