Tíminn - 09.05.1950, Blaðsíða 6
6
TÍMINN, þriðjudaginn 9. maí 1950
100. blað
TJARNARBID
I
Ballett-kvöld
[ Heimsfrægir rússneskir ballett-
[ ar og ballettinn úr RauCu skón- í
! um. Tónlist eftir Tchaikowski
! og J. Strauss. Bjarni Guðmunds
! son blaðafulltrúi flytur formáls
| orð og skýringar.
Sýnd kl. 9.
Raiisiiaraienii
Amerísk músik- og gaman-
mynd.
Aðalhlutverk:
Jack Haley
Harriet Hillard
Ozzie Nelson og hljómsveit hans
leikur.
Sýnd kl. 5 og 7
N Y J A B I □
Ástarbréf
skáldsins
Mjög sérkennileg og spenn-
andi ný amerísk mynd.
Aðalhlutverk:
Susan Hayward
Robert Cummungs
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
TRIPDLI-BID
Fanginn í Zenda
(The Prisoner of Zenda)
Amerísk stórmynd gerð eftir
hinni frægu skáldsögu Anthony
Hope, sem komið hefir út í ísl.
þýðingu. Myndin er mjög vel
leikin og spennindi. Aðalhlutv.:
Roland Colman
Madeleine Carroll
Douglas Fairbanks Jr.
David Niven
Mary Astor
Reymond Massey
C. Aubrey Smitli
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
„Ár vaS alda“
(One Million B. C.)
Mjög spennandi og sérkennileg
amerísk kvikmynd, er gerist
milljón árum fyrir Kristburð á
tímum mammútdýrsins og risa-
eðlunnar. — Danskur texti.
Aðalhlutverk:
Victor Mature
Carole Landis
Lon Chaney
Sýnd kl. 5, 7 og 9
Litli og Stóri í
hragningnm
, j- Sýnd kl. 3.
Sala hefst kl. 11 f. h.
Sti
ÞJÓDLEIKHÚSID
í
í dag kl. 8:
íslandshluhkan
eftir
Halldór Kiljan Laxness
U p p s e 11.
★
Á morgun kl. 8.
Nýársnóttin
eftir
Indriða Einarsson.
U p p s e 11
★
Fimmtud. kl. 8
TSýársnóttin
★
Aðgöngumiðasalan opin dag-
lega frá kl. 13,15—20.
Sala aðgöngumiða hefst
tveim dögum fyrir sýningar-
dag.
Pantaðir aðgöngumiðar
sækist fyrsta söludag hverr-
ar sýningar.
i-
Nýja fasteignasalan
Hafnarstræti 19. Sími 1518
og 81546, kl. 7,30 til 8,30 e. h.
Annast sölu fasteigna, skipa,
bifreiða og verðbréfa. Við-
talstimi kl. 10—12 og 1—6
virka daga.
Frímerkjaskipti
Sendið mér 100 íslenzk frí-
merkl. Ég sendi yður um hæl
200 erlend frímerki.
JÓN AGNARS,
Frímerkjaverzlun,
j P. O. Box 356, Reykjavík.
Volga bronnur
Spennandi tékknesk kvikmynd
byggð á smásögu eftir Alexand-
er Puscslein. Hljómlist í mynd-
inni er leikin af sinfóníuhljóm-
sveitinni I Prak.
Aðalhlutverkið í myndinn leik
ur hin fagra franska leikkona
Danielle Darrieux
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9
3ÆJARBÍD
HAFNARFIRÐI
Ævintýri af Astara
konungssyni og
fiskimannadætr-
nnum tvoim
Ákaflega spennandi og falleg
frönsk kvikmynd, gerð eftir ævin
týrinu „Blondine". Bókin kom
út i ísl. þýð. fyrir nokkru. —
Danskur texti.
Skemmtilegasta og mest spenn
andi barnamynd ársins.
Sýnd kl. 7 og 9
Simi 9184.
| Aukamynd: 1. maí hátíða-
höld í Hafnarfirði 1950.
Stormur yfir
f jöllunum
(Mynd úr lífi íbúa Alpafjalla)
Fjallar um ástríður ungra
elskenda, vonbrigði þeirra og
drauma. — Danskur texti.
Aðalhlutverk:
Geny Spielmann
GAMLA BÍÓ
TVóttin langa
(THE LONG NIGHT)
Hrikaleg og spennandi, ný, am-
erísk kvikmynd, byggð á sann-
sögulegum viðburði. Aðalhlut-
verkin eru framúrskarandi vel
leikin af:
Henry Fonda
Vincent Price
Barbara Bel Geddes
Ann Dvorak
Sýnd kl. 7 og 9
Börn innan 16 ára fá ekki
aðgang.
Mataline Koebel
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Teiknimyndasafn
Gamalt og nýtt.
Sýnd kl. 5
.> Síðasta sinn , ,
Með Hvassafolli
til ftalíu
(Framhald af 3. síðu.)
meðferð fisksins nokkuð
spillt fyrir, en vonir standa
til. að fiskurinn sé betri eft-
ir þessa vertið en áður sökum
þess, að aukin áherzla hefir
verið lögð á vandaða meðferð.
Hálfdan Bjarnason kom
um borð í Hvassafell í Na-
poli, meðan verið var að
skipa upp farminum og tli-
kynnti við það tækifæri, að
fiskurinn, sem Hvassafell
kom með væri bezti farmur-
inn, sem komið hefði frá ís-
landi síðan fyrir stríð. Sagð-
ist Hálfdán vonast eftir að
sjá Hvassafell sem oftast í
ítalskri höfn með svo góðan
fiskfarm.
Áreiðanlega taka allir fs-
lendingar undir þá ósk, að
Hvassafell eigi á ókomnum
árum eftir að flytja mikil,
verðmæti til erlendra hafna*
og sækja björg í bú.
Uppboð
Opinbert uppboð verður hald
ið við Fríkirkjuveg 11 hér í
bænum, þriðjudaginn 16.
þ. m. kl. 1,30 e. h.
Seldir verða ýmsir óskila-
munir, svo sem: reiðhjól,
töskur, úr, lindarpennar,
fatnaður o. fl.
Greiðsla fari fram við ham-
arshögg.
BORGARFÓGETINN
í REYKJAVÍK.
Nú, þegar þessum frásögn-
um af Ítalíuför Hvassafells
með saltfiskinn lýkur, vill
blaðamaðurinn, sem fór þessa
ferð fyrir Tímann, nota tæki
færið og þakka skipshöfn-
inni á Hvassafelli fyrir á-
nægjulega viðkynningu, með
beztu óskum um að gæfa og
gengi megi í framtíðinni
fylgja Hvassafelli og áhöfn
þess. — gþ.
JOHN KNITTEL:
FRUIN Á
GAMMSSTÖÐUM
-------------- 6. DAGLIR --------------------
Teresa hafði hingað til átt illa ævi og mæðusama. Þegar
hún var seytján ára, var faðir hennar látinn laus úr fang-
elsi. Hann hafði verið í fangelsi í fimmtán ár, því að hann
hafði af ásettu ráði skotið nágranna sinn á gemsuveiðum
í Val d’Hernon. Skömmu eftir að hann kom heim, gerði
gigtin hann að kararmanni. Kona hans var fallin í valinn
— fæðing Teresu hafði kostað hana lífið. Þess vegna varð
Teresa að taka að sér forsjá hins nýja heimilis feðginanna,
og hún kvaddi fjarskylda ættingja sina, er höfðu alið hana
upp, og fór heim til þess að hjálpa föður sínum. Það kom i
hennar hlut að vinna fyrir þeim báðum. Það var ekki hann,
heldur hún, sem vann að vínyrkjunni. Og stæði hún ekki
daglangt í víngörðunum, vann hún á ökrunum, i þvotta-
húsunum og jafnvel í gistihúsunum. — Helzt hefði hún þó
kosið að vera sem lengst frá hinu fátæklega heimili sínu í
Síon — sem fjærst fólkinu, sem hún óttaðist að bendi á hana
og hrópaði kannske á eftir henni:
— Þetta er Teresa — dóttir morðingjans!
Etienne gamli átti eina kú og tvær geitur, sem hann
hafði keypt fyrir peninga, er hann vann fyrir í fangelsinu.
Fyrir þessum skepnum varð Teresa líka að heyja, þar til
þau neyddust til þess að selja þær.
Ástin á föður hennar gerði hana hugrakka, og andlegur
styrkur hennar varð smám saman miklu meiri en títt er
hjá stúlkum á hennar aldri. Hún hjúkraði föður sínum af
mikilli nærgætni, nuddaði krepptan líkama hans að fyrir-
lagi læknisins, bar hann á baki sér úr rúmi og út fyrir kofa-
dyrnar og inn aftur. Á hverju kvöldi gekk hún dauðþreytt til
hvílu. Þannig leið æska hennar til tuttugasta árs, fjarri
leikum jafnaldra sinna, í myrkri vonleysis og örvæntingar.
Þessi sjálfsfórn mótaði skapgerð hennar smám saman. ,
Þegar gamli morðinginn fann, að dauðinn nálgaðist, lét
hann Teresu sækja prest. Presturinn kom, en það varð
ekki síðasta verk gamla mannsins að játa trú sína á for-
sjá heilagrar kirkju, heldur færa himninum þakkir fyrir
það, hversu góða og fórnfúsa dóttur hann hafði eignazt.
Hann bað prestinn að leiða Teresu fram fyrir söfnuðinn
og segja honum, hvílík ímyndun dyggða og e'inlægrar ástar
hún væri, enda þótt faðir hennar væri morðingi, sem svipt-
ur hefði verið öllum réttindum heiðarlegra manna.
Þegar Etienne gamli féll frá, missti Teresa sinn eina vin.
Þá bundu hana ekki lengur nein bönd. Er hún kom heim
frá jarðarförinni, voru hreppstj órinn og stefnuvottarnir
fyrir í kotinu, og þeir tjáðu henni, að þeir væru þangað
komnir til þess að skrásetja eigurnar, því að gamli maður-
inn hefði aldrei greitt skatta og skyldur. Tvö herbergjanna
voru innsigluð, en hinni föðurlausu stúlku látin í té ein
kytra, þar sem ekki var svo mikið sem stóll. Teresa vissi
það af sárri reynslu, að faðir hennar hafði jafnan staðið
réttlaus andspænis almætti laganna og umboðsmanna
þeirra. Hún hýrðist fáeina daga alein í tómu herberginu.
Svo fleygði hún skyndilega sjali yfir axlir sér, fór í hneppta
skó og hélt að heiman. Ósjálfrátt beindi hún för sinni til
upplands Bernar. Hún komst með naumindum yfir fjöllin
hjá Bern, og er hún hafði enn gengið í nokkra daga, þreytt
og þjáð, bar hana loks að Gammsstöðum.
II.
Hinn gamli bær, Thun, er stendur við annan enda vatnsins,
sem hann er kenndur við, var allur skrýddur vegna búfjár-
sýningarinnar, er þar var haldin. Göturnar voru fánum
skreyttar, eins og jafnan þegar mikið var um dýrðir, og
allir voru í hátíðaskapi, Sjálfur forseti svissneska ríkisins
var kominn til þess að opna sýninguna. Þegar tekið hafði
verið formlega á móti honum í einu af stærstu veitinga-
húsum bæjarins, matar og drykkjar neytt og háfleygar
ræður fluttar, gengu hinir tignu stj órnarherrar frá veit-
ingahúsinu að sýningarsvæðinu með hljóðfæraleikara I
broddi fylkingar.
Anton Möller frá Gammsstöðum var meðal hins mikla
skara, sem fylgdi valdsmönnunum, og við hlið hans gekk
einkadóttir hans, Soffía, sem gift var dr. Naef, lögfræðingi
í Thun. Hún var ung og grönn, fjörleg á svip, þekkti fjölda
fólks og hnykkti oft til höfðinu. Það varð ekki á henni séð,
að hún hefði alizt upp inni í afdal, enda hafði faðir hennar
ekki látið hana vaxa upp eins og almúgastelpu. Hún hafði
verið í fínustu kvennaskólunum, hún lék á slaghörpu, hún