Tíminn - 09.05.1950, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.05.1950, Blaðsíða 7
7 100. blað TÍMINN, þriðjudaginn 9. maí 1950 — LæknismáL Rangæinga (Framhald af 5. siSu.) mér, að ef ég hefði þrátt fyr- ir það, sem fyrir liggur mál- inu, tekist að knýja það fram, að svo hefði kunnað að fara, að Magnús í Mykjunesi eða einhver annar hefði fundið þörf hjá sér í hita dægurmál anna að skrifa greinarkorn í Morgunblaðið eða á annan hátt koma því á framfæri, að ég notaði aðstöðu mína á Al- þingi til þess að létta af mér störfum og búa mér rólegri og þægilegri daga á kostnað rikisins og sýslubúa minna. En ekki meira um það. Skcmmu síðar samþykkti sýslunefnd Rangárvallasýslu einróma að byggja nýjan læknisbústað á Stórólfshvoli, og var þá sýnt, að að minnsta kosti sýslunefndin hafði ekki í huga skiptingu héraðsins í náinni framtíð. Þá kem ég að lokum að síð- asta atriðinu í grein Magnús- ar viðvíkjandi bílakostnaðin um við læknisvitjanir. Það er hverju orði sannara, að hann er orðinn mjög hár hjá þeim, sem langt eiga til læknis, og nauðsynlegt að finna í því þá heppilegustu leið, sem unnt er, til þess að sá kostnaður verði ekki mjög tiifinnanleg- ur hjá einstaklingum. Þetta hefir mér lengi verið ljóst. Á Alþingi 1941 beitti ég mér á- samt landlækni, sem þá átti sæti á Alþingi, fyrir lögun- um um læknisvitjanasjóð, og fluttum um það frumvarp, er varð að lögnm 1942. Þár er gert ráð fyrir nokkrum styrk frá ríki og héraðsbúum til þeirra, er lengst eiga til lækn is til þess að draga úr ferða kostnaði læknisins. Mörg hér uð hafa notfært sér þessa löggjöf, þar á meðal mitt hér- að, og hefir það orðið tölu- verð hjálp, hvað þessu viðvík ur. Auk þess hefir Trygg- ingastofnun ríkisins veitt all verulega fjárhæð í þessu skyni hin síðustu ár. En því miður hafa þessi framlög ekki komið að þeim notum, sem efni stóðu til, þótt þau hjálpi nokkuð, vegna hins hraðvaxandi kostnaðar við bílareksturinn. Magnús Guðmundsson seg- ir í grein sinni, að draga megi úr kostnaðinum með því að læknir stýri bílnum sjálfur og vitnar til þess, að það hafi ég stundum gert, og sé þá ferðin miklu ódýrari. Dálítið furðar mig á þessari kenn- ingu Magnúsar, þar sem hann telur læknisþjónust- una í hinu mesta öngþveiti. Ekki eykur það á öryggið, ef læknirinn, sem sjaldnast kann mikið til bílaviðgerða, á að annast þann akstur á eigin spýtur, enda er það svo, að öllum má ofbjóða, og það þótt læknir sé. Ég fullyrði það, að læknir í Stórólfshér- aði er oftast svo hlaðinn störf um, að það er fullkomin ó- sanngirni að ætlast til þess, að hann aki á nótt sem degi í vondum veðri á löngum og slæmum vegum, bíl sínum sjálfur, enda ekkert öryggi í því, eins og ég hefi áður minnzt á. Því enda þótt lækn ir geti stýrt bifreið, þá mun það vera svo um flesta þeirra, eða svo er það að minnsta kosti um mig, að við skilj- um lítið í 'leyndardómum og duttlungum vélarinnar og getur það eitt fyrir sig vald- ið margskonar töfum og vandræðum, er mikið liggur við. Nei, það er ekki forsvar- anlegt og lækni í stóru og víðlendu héraði veitir ekkert af því að hvíla sig þær stund- ir, er ekið er á milli sjúkl- inganna. Ég hefi undanfarin ár oft- ast haft bil til umráða, nú síðastliðin 6 ár gamlan her- jeppa. sem búinn er að lifa sitt fegursta, hefi ekki átt kost á öðrum bil. Bíla þessa hefi ég átt sjálfur og rekið þá fyrir eigin reikning, og um rekstrarafkomuna ætla ég ekki að ræða hér. Ég hefi oft notað þá til læknisferða, stundum ekið sjálfur, en oft- ast þó að vetrarlagi og í lang ferðum haft með mér bíl- stjóra. Greinarhöf. segir, að það hafi reynzt ódýrara. Það má vel vera, en við það er ekki hægt að miða, ég fylgdi engum bílatöxtum, stundiim tók ég ekkert fyrir bílinn, cnn ur skipti rúmlega fyrir ben- zíni, og stundum fullt gjald, eftir því sem efni stóðu til. I(engi hefir kaupfélagið á Hvolsvelli verið sýslubúum hjálplegt með bíla til læknis ferða og annast þær ferðir, sérstaklega að vetrarlagi, en við það starf hefir aldrei ver- ið fastur maður, og gat því stundum, þrátt fyrir góðan vilja ráðamanna kaupfélags- ins, staðið svo á, að bíða varð nokkuð eftir bíl, bæði til ó- þæginda fyrir lækninn og sjúklingana. Kaupfélagsstjór inn tjáði mér í haust, að hann vildi ekki lengur við þetta eiga. Kaupfél. hefði ekki annað en tjón af þessum ferðum, og hann fengi ekki annað en ónot og vanþakk- læti hjá mörgum þeim, er ferðirnar hefðu notað, bílarn ir þættu alltof dýrir o. s. frv. Ég samdi því um síðustu áramót við reyndan og á- byggilegan bilstjóra á Hvols- velli að annast læknisferðir fyrst um sinn. Þetta hefir hanri gert með mikilli prýði nú í vetur, hefir alltaf, hvort heldur að nóttu eða degi, ver ið viðbúinn með bíl sinn, svo að læknir hefir alltaf átt þar víst farartæki hvernig sem á stóð. í því er mikið öryggi, og þessi mál verða ekki leyst svo vel sé, nema með svip- uðu fyrirkomulagi, að hérað- ið hafi alltaf bíl tiltækan fyr ir lækninn hvenær sem er. Þetta þykir dýrt, og Magnús nefnir dæmi þvi til sönnun- ar, og finnst það óhæfa, að bílstj. taki biðpeninga, þótt hann þurfi að að bíða eftir lækninum. Ekki held ég, að það verði með sanngirni á- Ljósmyndastofa mín er flutt í Austurstræti 9 II. hæð. Myndatökum í heimahúsum verður haldið áfram eftir því sem við verður komið. Myndatökur á ljósmyndastofunni verða fyrst um sinn aðeins teknar samkvæmt fyrirfram pöntuðum tíma. — Ljósmyndastofa Þórarins Sigurðssonar ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ l ♦ ♦ : ♦ ♦ Austurstræti 9 II. hæð. Sími 1367. u o O o o Veröhækkun á salati Frá og með deginum í dag er smásöluverð á salati i > kr. 0,90 pr. stk. 1. fl. Sölnfélag garðyrkjumanna Söluskálinn Klapparstíg 11. Kaupum og seljum alls konar húsgögn, gólf- teppi, harmónikur o. m. fl. Sendum — sækjum. Sími 2426. Köld borð og heit- - ur matur sendum út um allan bæ SILD & FISKUR. talið, þótt verkamaður, sem á fyrir fjölskyldu að sjá, hafi ekki efni á því að bíða end- urgjaldslaust margar klukku stundir eftir lækni, þótt hann hafi það í hjáverkum að aka lækni, þá þarf hann vitan- lega þess í milli að stunda atvinnu sína. Þessi bilstjóri. sem hér um ræðir, tekur venjulega km,- taxta fyrir ferðirnar og auk þess 10 krónur i biðtíma á klst., ef viðdvöl læknis- ins nemur meiru en klst. hjá sjúklingi. Þetta tel ég ekki ó- sanngjarnt. En ef héraðsbú- ar eða sýslunefnd geta bent á og tryggt ódýrari ferðir, þá er ekki nema gott eitt um það að segja, og er ég til við- tals um það mál hvenær sem er. Ég mun nú ekki hafa um þetta fleiri orð að sinni. % hefi hér að framan nokkuð rakið umrædda grein og svar að henni lið fyrir lið og sýnt fram á, að þau svigurmæli, sem höfundur greinarinnar viðhefur, eru ekki á rökum reist. Að endingu vil ég leyfa mér að mótmæla þvi, að sjúkl. í Rangárþingi þurfi venjuleg- ast að bíða óhæfilega lengi eftir læknishjálp. Þetta er ekki rétt. Venjulegast tekst það á stuttum tíma að kom- ast til sjúkl. er mikið liggur við, og efast ég um það, að alltaf sé hægt að ná fljótar til læknis, þótt í þéttbýli sé og um fleiri lækna sé að ræða. Það hefir kostað mig og aðra, er störfum hafa gegnt fyrir mig, oft lang^tn vinnudag og ekki svo fáar vökunætur, en um það er ekki að sakast. Bændur! Óska eftir plássi í sveit fyr- ir dreng á ellefta ári til al- mennra snúninga. — Svar sendist afgreiðslu Tímans fyr ir 15. þ. m. merkt: Drengur 11 ára. Fasteignasölu- miðstöðin Lækjargötu 10 B. Simi 6530 Annast sölu fastelgna sklpa, bifreiða o. fl. Enn- fremur alls konar trygging- ar, svo sem brunatryggingar, lnnbús-, líftryggingar o. fl. 1 umboðd Jón Finnbogasonax hjá Sjóvátryggingarfélagi ís- lands h. f. Viðtalstiml alla virka daga kl. 10—5, aðra tíma eftir samkomulagl. Forðizt eldinn og eignatjón Framleiðum og seljum flestar tegundir handslökkvi tækja. Önnumst endurhleðslu á slökkvitækjum. Leitið upp- lýsinga. Kolsýruhleðslan s.f. Sími 3381 Tryggvagötu 10 Reykjavík LÖGUÐ fínpúsning send gegn póstkröfu um allt land. Fínpúsningsgerðin Reykjavik — Simi 6909 Fæðiskau|>cnda- félagið (Framliald af 1. síðu.) lagi sínu og bprgi hinn helm- inginn af kostnaðarverði her bergis síns á tíu árum, kost- ar sem næst 375 kr. á mánuði,! auk viðhalds og lögboðinna gjalda af húseigninni, að. búa; í þessum vistarverum. En þá ætti líka hver sitt herbergi skuldlaust ;að þessrim tíu ár- lim liðnum. * Félagsmenn vinni sjálfir ag byggingunni. Fæðiskaupendafélagið hefir að mörgu leyti mjög góða að- stöðu til þess að koma sér upp slíkri byggingu. í því eru mjög margir iðnaðarmenn úr ýmsum greinum iðnaðarins, er mjög gjarna vildu sjálfir leggja hönd að verki. Gæfist þeim með því tækifæri til þess að skapa sér dálitla eign og búa í haginn fyrir sig með aukavinnu, sem þeir ættu margir hverjir ekki kost á ella. Hátt kaup er út af fyrir sig ekki trygging þess, að menn komist vel af. Það þarf einnig að sjá svo um, að*menn fái húsaskjól og lífsviðurværi við hóflegu verði. Fæðiskaup endafélagið hyggst að tryggja félögum sínum þetta, að svo miklu leyti Sem i þess valdi er. íslenzk frímerki Notuð íslenzk frimerki kaupi ég ávalt hæzta verði. JÖN AGNARS Frimerkjaverzlun P. O. Box 356 — Reykjavlk - l|lllllllllll|ll|ll|,H|*,IHI,l,|MIII|llllllll|llllllllllllllllllllllll|||||||||||j|||||||||||||,||||||||||||||||||||||||||||||||||||||l||||||||||||||||||||||||||||||,|M|m,,||r,|||V,m|,,m|||,||||||||||||||||||||||||||||||||,||[,|||||,|||||||||mM|||||||Mm||,|,||||||||||,|m||,|||m,||,|,,n||||||,|||,m|||m|,||m|,|,m|,||||||||||m|||| Á morgun er síöasti söludagur í 5. flokki Happdrætti Háskóla íslands * nnHHnmin'iiinmiiitiHMMimiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiMiiiiiiniiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiniimiiiimiiHiniiiiiniiiiiniiii,imiiiiiiiiiimiiiiiiiimiiiMiimimiMmmmmiimiiiMmmmmmmMHimnniiimmmmmmmHMimmimmiimminmmmmHmimimmii IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIMIIIM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.