Tíminn - 16.05.1950, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.05.1950, Blaðsíða 1
Ritstjórii 1 Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi: Framsóknarflokkurinn i ———— ........................... Skrifstofur í Edduhúsinu Fréttasimar: 81302 og 81303 Afgreiðslusími 2323 Auglýsingasími 81300 Prentsmiðjan Edda 34. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 16. maí 1950 106. blað Minkaplágan magn- ast sífellt Villiminkarnir eru nú orðn ir plága, sem flest héruð lands ins eiga við að búa. Hafa mink ! arnir þegar tekið sér ból-' festu við ár og vötn um mik- 1 inn hluta landsins og jafn- ' vel langt fram til fjalla, og eiu hinir skæðustu vágestir í fiskivötnum og eggverum, svo að sums staðar þar sem fugl hefir orpið um langan aldur, heldur við auðn af þeirra völdum. í einu byggðarlagi í Borg- arfjarðarsýslu, Svínadal, hef- ir minkurinn drepið meira og minna af hænsnum á svo til hverjum bæ, og sums staðar strádrepið hænsnastofninn. Virðist vera það mjög mikið af mink við vötnin, enda vafa iaust góð lífsskilyrði fyrir hann þar. Í.R. vann Tjarnar- boðhlaupið Tjarnarboðhlaup K.R. fór fram s. 1. sunnudag. Sveit Í.R. bar sigur úr býtum og er það í fimmta skiptið í röð, sem félagið vinnur hlaupið. Timi Í.R.-sveitarinnar var 2:30,8 næst var Ármann, hljóp á 2: 35,4 og sveit K.R. varð þriðja hljóp á 2:36,2. Eftir fyrsta sprett var Ár- mann í fyrsta sæti (Hörður Haraldsson) en Í.R. rétt á eftir (Reynir Sigurðsson). Á 3. sprett náði Í.R. forustunni og bætti Finnbjörn miklu við á næstu vegalengd. Þá tókst K.R. að ná öðru sæti (Ásm. Bjarnason, sem hljóp sér- staklega vel) Í.R. hélt forust- unni örugglega í mark, en Guðm. Lárussyni Á., tókst á síðasta sprett að fara fram úr Sveini Björnssyni K.R. Húsfyllir á dans- sýningu frú Rigmor Listdanssýning frú Rigmor Hansen og nemenda hennar í Þjóðleikhúsinu á sunnudag- inn var hin prýðilegasta. Hús ið var fullskipað, og var döns unum tekið af mikilli hrifn- ingu. Voru dansendur, og ekki sízt frúin sjálf, klöppuð fram aftur og aftur. og varð að endurtaka mörg atriðin. Sýn ingaratriðin voru alls ellefu. Er auðséð, að unga kynslóð- in kann að meta þessa list- grein, sem henni hefir gef- izt svo lítið færi á að kynnast til þessa. Frú Rigmor og nem endur hennar hlutu verð- skuldaða hrifningu «áhorf- enda. Þessi einfaldi en snotri strand , búningur er marínublár með hvítum dropum. Hinn stóri matrósakragi er hvítur með bláum deplum og hinar stuttu buxur eru bryddar sama efni. Hátíðahöld Norð- manna á morgun Félag Norðmanna í Reykja vík, Nordmannslaget, gengst fyrir hátiðahöldum á þjóð- hátíðardegi Norðmanna, þ. 17. maí n. k. Kl. 9,30 verður hinna föllnu Norðmanna minnzt með þvi, að sendiherra Norðmanna, Anderssen-Rysst, leggur blóm sveig á minnismerki hinna föllnu í kirkjugarðinum í Fossvogi með kveðju frá norsku þjóðinni og einnig leggúr formaður Norska fé- lagsins, Einar Farestveit, biómsveig frá Norðmönnum hér í Reykjavík. Kl. 11—12,30 taka norsku sendiherrahjónin á móti norskum og norsk-íslenzkum börnum í sendiherrabústaðn- um, Fjólugötu 15. Kl. 16—18 taka sendiherra- hjónin á móti gestum, eing og venja er til. Kl. 19,30 heldur Nordmanns laget samsæti í Tjarnarcafé, og er öllum heimiluð þátt- taka, svo lengi sem húsrúm leyfir. Hafís út af Horni. Samkvæmt frétt frá veð- urstofunni sást hafís á reki í gær um 30 sjómílur norð- austur af Horni á reki inn á Húnaflóa. ísþessi mun þó hafa verið hrafl eitt. Eina átakið af hálfu ríkisins til úr- bóta í húsnæðismálum fyrir at- beina Framsóknarfl. Oðirtn tekur tvo brezka togara í landhelgi Y«a*ta að veiðum á Skagafirði. Varðbáíurinn Óðinn kom til Akureyrar síðdeg- is í gær með tvo brezka togara, sem hann hafði tekið að veiðum innan landhelgi á Skagafirði. Togararnir heita Cape Cleveland frá Hull og Lac- erta frá Grimsby. Skipin munu hafa verið að veið- um nokkuð innan við land helgislínuna. Mál skipstjóranna voru tekin fyrir á Akureyri í gærkvöldi og verður dóm- ur kveðinn upp þar, en hann hafði ekki verið upp kveðinn í gærkvöldi. Uppbætur á ellilífeyri Lögð var fyrir Alþingi þings ályktunartillaga um uppbæt ur á ellílífeyri, örorkulífeyri og makabqptur. Tillaga þessi hljóðar svo: Tryggingastofnun ríkisins hoimilast að greiða uppbætur á ellilifeyri, örorkulífeyri, ör- oikustyfki og makabætur fyr ir tímabilið frá 1. júní 1949 ti) ársloka 1950. Uppbætur þessar mega nema allt að 10% fyrir tíma- bilið til 30. júní 1050 en 5% frá því til ársloka. Uppbæt- urnar greiðist af tekjuaf- gangi þeim, sem lagður hef- ir verið í tryggingasjóð «tofn unaVinnar. í greinargerðinni segir með a) annars að það þyki sýnt, að fr umvarp það til laga um bieytingar á almannatrygg- ingalögunum og viðauka við þuu, sem nú liggur fyrir Al- þmgi, nær ekki fram að ganga að þessu sinni. Hins vegar verður ekki hjá því komist að Alþingi veiti heim - ilU til þess að greiða uppbæt- ur á ellilifeyri og aðrar hlið- stæðar bætur er Trygginga- stofnun rikisins greiðir. Með gengisskráiiingarlögunnni var verka* mauuabústöðuni tryggðnr þrlðjuns'ur gengisbajíiiaðarins, ot* er sú upphæð mart*'föld á við það, sem lagt hefir verið til þessara mála undanfarin ár. Frumvarp Framsóknarmanna um breyting á húsaleigu- lögunum var til annarrar umræðu í efri deild í gær. I frum- varpi þessu er eins og kunnugt er gert ráð fyrír aukinni í- hlutun Ieigjenda í húsaleigunefnd, forgangsrétti barnafjöl- skyldna fyrir leiguhúsnæði og afnámi húsaleigulaganna þeg- ar bæjarstjórnir ákveða svo. Fulltrúar sósíalista og Al- þýðuflokksins i allsherjarnefnd hafa myndað minnihluta gegn frumvarpinu, einkum ákvæðum, sem heimila bæjar- stjórnum að fella húsaleigulögin úr gildi hjá sér. umráða meira fé en nokk- ur önnur stjórn á íslandi fyrr og síðar. Ætla mætti, að á þessum árum hefðu þessir svokölluðu vinstri flokkar, sem nú tala hátt um húsnæðismálin, látið báðar hendur vinna sam- an, bæði þá hægri og vlnstri, og sannarlega tekið til höndunum. En hvað var gert í þessum málum. Það voru byggðar villur og sumarbústaðir en verkamannabústaðir voru látnir sitja á hakanum!- Tölurnar tala. Öll árin frá 1944 til 1949 hafði ráðherra Alþýðuflokks- ins yfirstjórn húsnæðismál- anna og á þeim árum var ekkert gert, og kvaðst Rann- veig vilja spyrjæ Hannibal Valdemarsson að því, hvers vegna hann hefði þá ekki flutt einhverja af sínum skeleggu ræðum um húsnæð- ismál. Væri það kannske (Framhald d 8. siðu.) Hafði Hannibal Valdemars son aðallega haft orð fyrir minni hluta nefndarinnar og réðzt hann mjög á Framsókn arflokkínn fyrir aðgerðir hans í húsnæðismálum. u S&ÍrL Á dögum villanna. Undanfarin ár allt frá dögum nýsköpunarstjórnar- innar til þessa árs, hefir framlag ríkisins til verka- mannabústaða verið rúm milj á ári, en eina stóra átakið í þessum málum var það, að Framsóknarflokkurinn fékk því til leiðar komið mest fyr- ir atbeina Rannveigar Þor- steinsdóttur, að þriðjungur gengishagnaðarins sam- kvæmt gengisskráningariög- unum rynni til verkamanna- b\istaða. Mun sú upphæð nema um 6 millj. kr. og hafa Framsóknarmenn þar með séð um, að framlag rikisins á þessu ári verði a. m. k. fjór- falt á við það, sem lagt var fram þau ár, sem sósíalistar og Alþýöuflokkurinn höfðu saman meirihluta i stjórn landsins. í ræðu, sem Rannveig Þor- steinsdóttir flutti við aðra umræðu frumvarpsins í efri deild í gær, rakti hún þessi mál og fletti ofan af blekk- ingum sósíalista og Alþýðu- flokksins í þessu máli. %m „Afrek“ v^rkalýðs- flokkanna. Hún sagði, að ætla mætti af ræðum fulltrúa þessara flokka, aö þeir ættu mikil af- rek að baki í húsnæöismál- um og leyfðu sér því að vera stórorðir við Framsóknar- flokkinn. „Það var á árunum 1944 —’46, sem þessir flokkar sátu í svokallaðri nýsköp- unarstjórn og höfðu 4 ráð- herra af 6,“ sagði Rann- veig. „Þessi stjórn hafði til Bretar svara Tékk- um í sömu mynt Bretar hafa nú svarað Tékkum í sömu mynt og lok- að upplýsingaþjónustu Tékka i London. S.l. laugardag lok- uðu Tékkar upplýsingaþjón- ustu Breta í Prag. Safnaðist þá mikill mannfjöldi fyrir utan skrifstofur þjónustunn- ar í Prag, þar sem brezkum blcðum og tímaritum var út- bytt til fjöldans. Bandarikjamenn hafa kraf ist þess, að Tékkar fækki starfsliði við sendiráðið i Bandarikjunum. Tékkar slíta nú æ fleiri tengsl við Vest- urveldin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.