Tíminn - 16.05.1950, Blaðsíða 5
106. blað
TIMINN, þriðjudaginn 16. maí 1950
5
f»rtðjucf. 16. t»nt
Launauppbótin til
opinberra starfs-
manna
í sambandi við afgreiðslu
fjárlaganna var samþykkt á-
kveðin launauppbót til opin-
berra starfsmanna og jafn-
fram lengdur nokkuð starfs-
tími hjá stórum hluta þeirra.
Þykir rétt að rekja hér for-
sögu og aðdraganda þess máls
í aðaldráttum.
Núgildandi, launalög voru
sett á þingi 1945. Síðan hefir
engin breyting orðið á launa
kjörum opinberra starfs-
mann og standa þeir því orð-
ið augljóslega ver að vígi en
aðrar hliðstæðar stéttir, sem
hlotið hafa margar kaup-
hækkanir á þessum árum.
Með tilliti til þessa ákvað
meiri hluti Alþingis í fyrra-
vor að veita opinb. starfsm.
launauppbót og var síðan
ákveðið af meirihluta þáv.
rlkisstjórnar, að hún skylfli
nema 20% á mánaðarlaunin.
Þessi tilhögun hefir haldizt,
unz núv. ríkisstjórn kom til
valda, en hún lét ekki greiða,
nema 15% launauppbót.
Framsóknarmenn tóku ekki
þátt í framangreindum á-
kvörðunum í fyrravor, því að
þeir vildu fá athugun á því
áður en launauppbótin var
ákveðin hver hún ætti að
vera með tilliti til þess, að
opinberir starfsmenn nytu
svipaðra kjara og aðrar hlið-
stæðar stéttir.
Samkvæmt ákvæðum launa
laganna frá 1945 átti að endur
skoða þau að fimm árum liðn
um. í samræmi við það
skipaði ríkisstjórn Stefáns
Jóhanns á siðastl. hausti sér-
staka nefnd til að endurskoða
launalögin og ákveða nýjan
launastiga með tilliti til þess,
að opinberir starfsmenn nytu
svipaðra kjara og aðrar hlið-
stæðar stéttir. í nefnd þess-
ari áttu sæti fulltrúar frá þá
verandi stjórnarflokkum ' og
Bandalagi opinberra starfs-
manna. Magnús Gíslason
skrifstofustjóri var formaður
nefndarinnar.
Nefnd þessi hefir skilað á-
liti fyrir stuttu síðan, og varð
niðurstaða hennar sú, að
kaup hinna lægst launuðu
starfsmanna (i 10.—15. fl.)
ætti að hækka um 17% mið-
að við hliðstæðar stéttir og
er þá opinberum starfsmönn
um áætlað um 5% lægra
kaup en nemur taxtakaupi
umræddra stétta, ef þær hafb,
næga atvinnu. Þessi 5% lækk
un er byggð á því, að opinber
ir starfsmenn njóti meira at
vinnuöryggis, meiri eftir-
launahlunninda og nokkurra
fleiri fríðinda umfram hinar
stéttirnar. Hinsvegar ber að
taka tillit til þess aftur á móti
að opinberir starfsmenn hafa
ekki frjálsan samningsrétt og
fá því yfirleitt ekki kaup-
hækkanir fyrr en aðrar stétt-
ir eru búnar að njóta þeirra
um lengri eða skemmri tima.
Þá fá og opinberir starfs-
menn ekki full laun fyrr en
eftir nokkurra ára þjónustu.
Jafnframt þvi, sem nefndin
lagði til, að kaup hinna
lægra launuðu starfsmanna
(í 10.—15. fl.) hækkaði um
ERLENT YFIRLIT:
Bækur og höfundar
Umdeild bók, sem fjallar um trú og vísindi. — Uppá-
haldskvæði 50 sænskra skálda. — Smásagnagerð
brezkra rithöfunda.
Einn þeirra manna, sem nú er
mest rætt um í Bandaríkjunum,
er rússneski vísindamaðurinn dr.
Immanuel Velikovsky, sem hefir
dvalið þar vestra sem landflótta-
maður um nokkura áratuga skeið,
en er nýlega orðinn ríkisborgari í
Israel. Ástæðan til þess, að dr.
Velikovsky ber svo mjög á góma,
er bók, sem hann hefir nýlega gefið
út og er nú metsölubók í Banda-
ríkjunum: Af nafni hennar „Worlds
in Collision" kynnu ýmsir að ætla,
að hún fjallaði um hina pólitísku
árekstra og deilur stórveldanna, en
svo er ekki, heldur er það tilgang-
ur hennar að sanna, að trú og vís-
indi rekist ekki á og þó einkum
að því leyti, sem snertir frásagnir
gamla testamentisins, en dr. Veli-
kovsky heldur því fram, að þær
séu i aðalatriðunum sannleikanum
samkvæmar.
Siðan bók dr. Velikovsky kom
út, hefir mjög verið um kenningar
hans rætt og rifist, svo að annað
umtalsefni er nú ekki talið öllu
almennara i Bandaríkjunum.
Orsakaði Venus
syndaflóðið?
Kenning dr. Velikovsky er i
stuttu máli sú, að upphaflega
hafi ekki verið nema ein pláneta
á milli jarðarinnar og sólarinnar,
eða þar til um 1500 árum fyrir núv.
tímatal, en þá hafi Venus komið
aðvifandi utan úr geyminum sem
halastjarna og gengið óreglulega í
nálægð jarðarinnar um nokkurt
skeið, unz hún hafi misst halann
og tekið sér stöðu milli sólarinnar
og jarðarinnar. Af þessu hafi leitt
ýmsa óvenjulega náttúruatburði
hér á jörðinni og sé hér að finna
skýringar á frásögnum gamla testa-
mentisins, eins og t. d. af synda-
flóðinu, hvarfi Rauðahafsins o. s.
frv. Dr. Velikovsky telur náttúru-
fyrirbæri þau, sem orðið hafi á
jörðinni af völdum Venusar meðan
hún reikaði um sem halastjarna,
hafa verið svo stórkostleg, að
menn eigi erfitt við að gera sér
þau í hugarlund. Eyðileggingar af
völdum vatnsefnissprengju séu
hreint smásmíði í samanburði við
það, sem þá átti sér stað.
Að baki umræddum kenningum
dr. Vetikovsky leggur margra ára
verk hans. Hann hefir kynnt sér
öll helztu vísindarit, sem um þessi
mál fjalla, og kynnt sér öll gömul
trúarbrögð, sem kunn eru. Hann
sýnir m. a. fram á, að sagnir um
náttúruatburði svipaða þeim, sem
gamla testamentið greinir frá, sé
sé ekki aðeins að finna þar, heldur
skýra gömul munnmæli I Kína,
Mexico, Peru, Egiptalandi og Finn
landi frá þessu sama.
Sérstæð Ijóðabók.
Á síðastliðm; ári kom út í Sví-
þjóð ljóðabók, sem vakið hefir all-
mikla athygli. Bókin heltir: Min
básta dikt, og hafa fimmtíu skáld
valið í hana það kvæði sitt, sem
þau telja bezt af kvæðum sín-
um. Jafnfran^t gera þau sérstaka
grein fyrir, hversvegna þau telji
þetta kvæði bezta kvæði sitt.
Val margra skáldanna hafa kom
ið mjög á óvart, eins og t. d. val
þeirra Bo EVrgmans, Sigfrid
Siwerts, Robbe Enckells. Val þeirra
flestra virðist lika mótast meira af
persónulegum ástæðum og til-
finningum, sem tengdar eru kvæð-
inu, en af bókmenntalegu gildi
þess. Öllu réttara virðist þvl að
segja, að skáldin hafi frekar valið
uppáhaldskvæði sitt en besta kvæð-
ið.
Nokkur skáld fengust ekki til
þess að taka þátt í þessari útgáfu.
Meðal þeirra voru Pár Lagerkvist
og Karl Vennberg. Það er bókafor
lagið Natur och Kultur, er gefið
hefir út bók þessa.
Smásagnagerð Breta.
Á síðastliðnu ári kom út í Bret-
landi úrval smásagna eftir enska
nútímahöfunda (The Pick of
Today’s Short Stories), sem hlotið
hefir miklar vinsældir. Þekkt jkáld
og gagnrýnandi, John Pudney,
hafði annast valið á sögunum.
Fyrir þá sem þekkja til enskrar
Þriðja bindi af striðsendurminn-
ingum Churchills •er nýlega komið
. út og hefir hlotið góða dóma..
smásagnagerðar, skal hér getið
nokkurra hinna útvöldu sagna.
Eftir Evelyn Waugh er „Tactical
Exercise”, eftir Gráham Greene.
„The Hint of an Explanation", eftir
Arthur Calder Marshall „Now it
is the World", eftir Frank O’Conn-
or „The Drunkard”, eftir Elizabeth
Bowen „The Needle-Case“, eftir
Erlc Linklater „Joy as it Flies“,
eftir Midhael Harrisop „Mrs.
Briggs", eftir Henry'Freece „Birds”
og eftir James Hanley „Fancy
Free“.
Bók þessi hefir af ýmsum rlt-
dómurum verið talið það til gild-
is, að hún gæfi furðu glögga hug-
mynd um brezk skáld og viðfangs-
efni þeirra eftir síðari heimsstyrj-
öldina. Athyglisvert þykir það, að
flestar eru sögurnar alvarlegs eðl-
is og meira virðist kenna napurrar
beiskju en smekkvísrar kýmni, sem
mörg ensk skáld hafa oft beitt
með góðum árangri.
17%, lagði hún til að kaup
þeirra, sem hærri laun fá,
hækkaði aðeins frá 10—15%.
Tillögu þessa gerði nefndin
meira með tilliti til þess, að
launauppbótin ofþyngi ekki
ríkissjóðnum en að hún álíti
hana réttláta. Lauamunur
hjá ísl. ríkinu er samkvæmt
þessu orðin mun minni en
annarsstaðar og stórum
minni en hjá einkarekstrin-
um. Er mikil hætta á því, að
þetta geti orðið til þess, að
erfitt verði að fá hæfa menn
til að gegna ábyrgðarmestu
trúnaðarstörfunum, er mest
veltur á, að vel séu rækt.
Þar sem launalaganefndin
hafði ekki gengið frá tillög-
um sínum um ný launalög
fyrr en komið var fram yfir
seinustu mánaðamót, treysti
ríkisstjórnin sér ekki til þess
að taka þau til afgreiðslu á
þessu þingi. í stað þess lagði
hún til, að samþykkt yrði
launauppbót til opinberra
starfsmanna á þessu ári í
samræmi við tillögur nefnd-
arinnar og jafnframt yrði
vinnutími á skrifstofum lengd
ur um 3 klst. á viku og mun
láta nærri, að það sé 8% leng
ing starftímans. Þessar tillög
ur rikisstjórnarlnnar hafa nú
verið samþykktar,.
Vel má vera að ýmsum opin
berum starfsmönnum finnist
,það súrt í broti, að launaupp
|bótin verður ekki nema 10—
j 17% framvegis í stað 20%
jáður og að vinnutími margra
þeirra hefir verið lengdur um
' 8%. Sé hinsvegar litið á mink
andi atvinnumöguleika, sem
margar aðrar stéttir búa nú
jvið, verður þó ekki annað
^sagt en að opinberir starfs-
menn megi una hlut sínum
'sæmilega.
Þá staðreynd er líka vert
að gera sér ljósa, að ríkið virð
ist hafa litla möguleika til
.þess að greiða opinberum
' starfsmönnum þessi laun,
^nema þvi takist verulega að
rifa seglin og draga úr starfs
mannahaldinu. Þessvegna
jætti ekki síst að mega vænta
I skilnings og liðsinnis opin-
.berra starfsmanna við þann
j nauðsynléga samdrátt, sem
þar þarf nú að eiga sér stað.
Að öðrum kosti mun ríkið
fyrr eða síðar neyðast til að
skerða kjör þeirra, því að
öðru vísi fær það þá ekki ris
ið undir þeim ofvexti, sem
hér hefir átt sér stað.
Raddir nábúarma
Mbl. ræðir um stefnu er-
lendra jafnaðarmannaflokka
í forustugrein sinni á sunnu-
daginn. Þar segir m. a.:
„Alþýðuflokkurinn hefir áður
verið minntur á afstöðu jafnað-
armanna í öðrum löndum til
gengisbreytinga. Brezkir jafn-
aðarmenn breyttu gengi sterlings
pundsins og lögðu áherzlu á að
verkamenn gætu ekki fengið neina
kaupuppbót þrátt fyrir gengis-
fellingu. Finnskir jafnaðarmenn
lækkuðu finnskan gjaldmiðil og
fylgdu aðferð flokksbræðra sinna
í Bretlandi gagnvart kauphækk-
ununum: Báðar þessar ríkisstjórn
ir framkvæmdu gengisbreytingima
til þess að efla framleiðslu þjóða
sinna og tryggja afkomuöryggi
hennar. En hvað segir Alþýðu-
blaðið um það? Álítur það að
flokksbræður þess í Bretlandi og
Finnlandi hafi lækkað gengið á
gjaldmiðlinum til þess að skerða
kjör brezkrar og finnskrar al-
þýðu?
Þaðl mætti lika spyrja Al-
þýðublaðið að því, hvort að það
telji að hvarf norsku jafnaðar-
mannastjórnarinnar frá niður-
greiðsluleiðinni sé sérstök árás á
lajinþega.
Allir vita að sú ráðabreytni þýð
ir stórfellda hækkun á vöruverði”.
Mbl segir síðan, að umrædd
ir jafnaðarmannaflokkar hafi
þorað að taka ábyrga afstöðu
og unnið þannig tiltrú verka-
lýðsins. Hér hafi Alþýðu-
flokkurinn hinsvegar tvístig-
ið af ótta við kommúnista
með þeim afleiðingum, að
komnvönistar hafi vaxið þeim
yfir höfuð og full ástæða sé til
að örvænta um framtíð Al-
þýðuflokksins.
Óráðshjal Alþýðu-
flokksins um
landsverzlun
Forkólfar Alþýðuflokksins
eru nú í miklum vanda stadd
ir vegna þess, að þeir hafa
fram að þessu ekki getað bent
á nein úrræði, sepi hefðu
getað komið í staðinn fyrir
gengishekkunina, án þess að
verða meiri kjaraskerðing en
hún mun reynast. í vand-
ræðum sínum eru þeir nú
farnir að tala um, að betra
hefði verið að fylgja uppbótar
leiðinni áfram, enda þótt
þeir viðurkenndu það þrá-
faldlega í vetur, að hún væri
ekki fær lengur. Þá eru þeir
einnig farnir að ympra á því,
að sennilega hefði mátt leysa
allan vandann með því að
setja á fót landsverzlun. >
t seinasta blaði var sýnt
fram á, hvernig uppbótar-
leiðin myndi hafa reynst í
framkvæmd. Hún skal því
ekki ekki rædd frekar að
sinni, heldur í þess stað vik-
ið nokkrum orðum að lands-
verzlunarórum Alþýðuflokks-
ins.
Að því má að sönnu færa
rök á pappírnum, að það
yrði ódýrast í framkvæmd
að hafa alla innflutnings-
verzlunina í einni hendi.
Starfsmannahald á þá að
geta orðið minna og ýms ann
ar kostnaður. Trúin á slíkan
sparnað minnkar þó fljót-
lega, ef ríkið ætti að hafa
verzlunina með höndum og
höfð er hliðsjón af því, hve
mikil útþennsla vill yfirleitt
verða í starfsmannahaldi rik-
isins og stofnana þess. Við
þetta bætist svo, að búast
má við lakari innkaupum,
þegar einn aðili hefir þau al
veg með höndum og öll sam
keppni er úr sögunni. For-
ráðamenn slikrar stofnunar
hafa ekkert slíkt aðhald, sem
samkeppnin er. Litlar líkur
eru til, að landsverzlun myndi
útrýma spillingu og svörtum
markaði, heldur gæti hvort-
tveggja blómstrað f skjóli
hennar í stærri stíl en nokkru
sinni fyrr. Má í því sambandi
hafa í huga margvíslega mis-
beitingu á ríkisvaldinu hjá
stofnunum, sem minna hafa
| átt undir sér en einvöld rík-
iseinokun.
Það er líka skemmst af
þvf að segja/að erlendir jafn
aðarmannaflokkar telja þjóð
nýtingu verzlunarinnar þá
þjóðnýtingu, er seinast komi
til greina vegrna þess, hve
hún sé torveld og áhættu-
söm i framkvæmd. Þar sem
jafnaðarmannaflokkar hafa
hafa farið með völd og haft
hreinan þingmeirihluta, eins
og í Noregi og Bretlandi,
hafa þeir því hvorki hreyft
hönd né fót til að þjóðnýta
verzlunina, heldur þvert á
móti unnið að því að auka
frjálsræði hennar. T. d. hef-
ir brezka jafnaðarmánna-
stjórnin unnið að því að
leggja niður þá innkaupa-
starfsemi ríkisins, sem hafði
verií tekin upp á stríðsárun-
um. Má f þvf sambandi
minna á það, að brezka ríkið
er nú hætt að kaupa frystan
fisk og lætur einstaklingum
það eftir að annast alveg
þessa verzlun. Ástæðan var
sú, að þessi starfsemi ríkis-
(Tramhald d 7. stðu.)