Tíminn - 16.05.1950, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.05.1950, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, þriöjudaginn 16. maí 1950 106. blað TJARNARBÍÚ Adam og Eva Heimsfrœg brezk verðlauna- mynd. Aðalhlutverk: Stewart Granger * Jean Simmons Sýnd kl. 5, 7 og 9. NÝJ A B í □ Svona er lífið Ensk gamanmynd um fjöl- skyldugleði og fjölskylduerjur. Aðalhlutverk: Jack Warner Susan Shaw Sýnd k».'9. Fuzzy sein pósl- ræningi Sprenghlægileg og spennandi kúrekamynd með Buster Crabbe og grínleikaranum Al (Fussy) St. John. Aukamynd: Teiknimyndasyrpa Sýnd'kl. 5 og 7. TRIPDLI-BÍD Fanginn í Zenda (The Prisoner of Zenda) Amerísk stórmynd gerð eftlr hinni frægu skáldsögu Anthony Hope, sem komið hefir út í ísl. þýðingu. Myndin er mjög vel leikin og spennindi. Aðalhlutv.: Roland Colman Madeleine Carroll Douglas Fairbanks Jr. David Niven Mary Astor Reymond Massey C. Aubrey Smith Sýpd kl. 5, 7 og 9. SWIMOk (Three Faces West) Efnismikil og vei leíkin, ný, amerísk kvikmynd. Aðalhlutverk: John Wayne Sigrid Curie Charles Cobum Sýnd kl. 5, 7 og 9. ÞJÓDLEIKHÚSID í dag kl. 8 íslandshlukkan Í U p p selt ★ Á morgun kl. 8. f* ISýársnóttin £ ★ ■ Fimmtudag kl. 8 Bíýársnóttin ★ Aðgöngumiðasalan opin dag- lega frá kl. 13,15—20. Tekið á móti pöntunum í síma 80000 eftir kl. 14.00 Léttlynda Peggy Sprenghlægileg sænsk gam- anmynd. Aðalhlutverk: Margurete Vibi Sýnd kl. 7 og 9 Syrpa af CHAPLIN skopmyndum < Sýnd kl. 5. Síml «193«. Tvífarinn Bráðskemmtlleg og æsandi amerísk mynd um njósnaflokk í París eftir hlnnl þekktu skáld sögu Rogers Tvenmayne Aðalhlutverk: Rex Harrlson Carin Veres Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆ J ARBÍÓ HAFNARFIRÐI Ballettkvöld Heimsfrægir rússneskir ballett ar og ballettinn úr Rauðu skón- um. — Aukamynd: 1. maí hátíða höldin í Hafnarfirði 1950. Sýnd kl. 9. „Ár vas alda“ Mjög spennandi og sérkennileg amerísk kvikmynd, ^pm gerist milljón árum fyrir Kristburð á tímum mammútdýrsins og risa- eðlunnar. — Danskur texti. Sýnd kl. 7 Simi 9184. GAMLA BÍÚ Lady Hamilton ' Hin heimsfræga kvikmynd Sir Alexander Korda um ástir Lady Hamilton og Nelson. Aðalhlutverk: • Viven Leigh. Laurence Oliver Sýnd kl. 5, 7 og 9 Vegurinn um . . . (Framhald af 3. síðu.) draga lengur að þarna sé eitt hvað gert til umbóta. Góð jarðýta í 1—2 daga myndi gera þarna stórvirki og auð- velda að miklum mun alla umferð. Nú í sumar munu verða meiri ferðalög á hestum, en verið hefir undanfarið, og ber þar fleira en eitt til, sem ekki er þörf að rekja hér. Er því meiri þörf á að þær leiðir sem búast má við að verði fjölfarnar verði eitthvað lag færðar, a. m. k. þær sem auð veldast er að bæta méð litl- um tilkostnaði. Það virðist því varla ósanngjarnt, þótt þeim eindregnu tilmælum sé beint að st>órn vegamálanna að láta framkvæma einhverja umbóta á þeim vegi sem hér hefir verið rætt um. Og því fyr sem það er gert því betra. G. Þ. tfflfflnni8n:!:n:!!!;:nnnnmitit»it«mim«M!ninm»Mm!;{mm{mmtm?t I LISTDANSSÝNING ! RIGMDR HANSDN í Þjóðleikhúsinu sunnudagznn 21. maí, kl. 2. SÍÐASTA SINN! Aðgöngumiðar hjá Sigf. Eymundsson Biffltt;iitnnffl;;;niniin;n;;nn8!nnininnnn;8nnffl;;t;n!nt;ttfflfflffln!ffli JOHN KNITTEL: FRÚIN Á GAMMSSTÖÐUM --------------- 12. DAGUR ----------------------- að Kóngur frá Gammsstöðum hafi ekki verið fyrstu verð- launa gripur. Anton Möller spurðist fyrir um það i járnbrautarstöðinni, hvenær lestin, sem sýningargripir hans áttu að koma með, \æri væntanleg. Honum var sagt, að gripavagnarnir kæmu með þrjú-lestinni. Um kvöldið komu Kosímó og Adrían heim með gripina. Fyrst vildu þeir reka allan hópinn gegn- um þorpið, svo að fólk gæti dáðzt að blómunum, sem hengd höfðu verið á hornin á skepnunum. Þarna var Króna, kýr, er hlotið hafði fyrstu verðlaun. Það var sannarlega falleg skepna. En húsbóndi þeirra skipaði þeim að reka nautpen- inginn beina leið heim. Fólkið á Gammsstöðum hafði allt safnazt saman á hlað- inu undir síðu þakskeggi hlöðunnar. Anton Möller stóð mitt í hópnum. Króna kom fyrst inn um hliðið, og það var blóm- sveigúr bundinn um hornin á henni og silkislaufa um ann- að eyrað. Hún baulaði kunnuglega og vagaði beint að vatns- kerinu við brunninn, eins og hún hefði lengi þráð það eitt að teyga vatnið heima. Á eftir henni kom Ljómalind, ung kýr, sem einnig hafði hlotið verðlaun, og spölkorn á eftir henni kom Konráð með Kóng f taumi, sem festur hafði ver- ið í hringinn í miðsnesinu á honum. Kóngur bar sig vel og virðulega — aldrei hafði hann verið drembilegri en nú — og steig þungt til jarðar stuttum fótunum. Hann dinglaði halanum og gaut augunum í kringum sig, fyrst i áttina að fjósdyrunum, siðan til kýrinnar, sem stóð við vatnskerið, og slefan lak af grönunum á honum. Kon- ráð nam staðar við linditréð. Kóngur barði framlöppunum niður í hart hlaðið og hristi ferlegan hausinn, eins og hann vildi losna við þetta blómskrúð, sem hengt hafði verið á hann. — Haltu í hann þarna undir linditrénu, sagði Anton Möller. Bæði karlar og konur hörfuðu frá, þegar þau heyrðu rödd hans. -f f- r■ ••■.n — ída! hrópaði hann. Hlauptu inn í svefnherbergið mitt cg náðu í riffilinn, sem er í eikarskápnum. Komdu hingað með hann — og vertu fljót! ída leit forviða af einum á annan, en hljóp svo af stað. Röthlisberger, sem allt í einu hafði farið að tvístíga og skima í kringum sig, þokaði sér nær húsbóndanum. — Stilltu nú skap þitt, húsbóndi, sagði hann. Anton Möller hvessti á hann augun, köld og hörð, og Röthlisberger beit á vörina. Allir færðu sig ósjálfrátt fjær. Og nú kom ída hlaupandi með riffilinn í höndunum. — Snúðu hlaupinu niður, sagði Anton Möller. Riffilinn er hlaðinn. Komdu hingað! Fáðu mér hann! Farðu frá! Þokaðu þér til hliðar, Konráð! Og láttu Kóng snúa hausn- um að mér og slepptu honum svo! — Húsbóndi! hrópaði Konráð. Ég sleppi honum ekki. — Stattu þá kyrr. Þú heldur, að ég sé kannske Vilhjálm- ur Tell? Konráð færði sig taumlengd frá linditrénu og leit undan, en Anton Möller miðaði rifflinum á Kóng. Kóngur leit á eig- anda sinn og deplaði augunum, eins og hann horfði í of sterkt ljós. Anton þrýsti skeptinu betur að öxl sér. — Guð minn góður! hrópaði ein stúlknanna, en hinar gripu báðum höndum fyrir eyru sér. Anton beit á jaxlinn, gretti sig, dró annað augað í pung, en lokaði. hinu. Hann ætlaði ekki að láta aftra sér. Skotið reið af, og margraddað óp kvað við. Konráð sleppti taumnum, og Kóngur féll á hnén. Svo valt hann á hliðina, rétt við stofn linditrésins. Anton Möller axlaði riffilinn. — Þetta er morð! heyrðist Teresa stynja. — Hvaða kvensa er þetta? Hver talar hér um morð? sagði hann, um leið og hann leit í kringum sig. — Farið með skrokkinn til Biihlers. Hann á að selja kjötið. Það var sví- virðing, að Kóngur skyldi fá önnur verðlaun, en nú hefi ég þvegið þann blett af Gammsstöðum. Nú getið þið sagt það um allan dalinn, að ég hafi sjálfur skotið tarfinn og selt versta prangaranum í þorpinu skrokkinn af honum. Ég kæri mig fekkert um annars flokks kyn á mínum bæ. Þið getið spurzt fyrir um það í seljunum í sumar, hvort nokkur viti um kyngóðan og fallegan kálf. Hann hló. j Allir gengu þegjandi brott. Röthlisberger einn þorði að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.