Tíminn - 21.05.1950, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.05.1950, Blaðsíða 3
110. blað TÍMINN, sunnudaginn 21. maí 1950 3 SSSSSNðSðSðSðSðSðSððSððíSðSðíððSSðSSÍSðíSÍSÍðSððSSSSSðWðe'S'íð': / slendingajpættir £$3$ð$ðð$$«$S$S$$3$$$9 Dánarminning: Ásgeir Gumundsson, húsasmíðameistari Dýpsta sæla og sorgin þunga' v svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirrar mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. Þann 6. þessa mánaðar andaðist í Landspítalanum Ásgeir Guðmundsson húsa- smíðameistari, aðeins 34 ára að aldri. Ásgeir var fæddur að Söndum í Dýrafirði 28. íebrúar 1916, sonur hjónanna Guðmundar Helgasonar og Jakobínu Ásgeirsdóttur. Hann var næstelztur af fjórum systkinum. 1930 brugðu for- eldrar hans búi og fluttust með börnum sínum til Hafn- arfjarðar og tveimur árum síðar til Reykjavíkur. Um það leyti hóf Ásgeir trésmíðanám hjá föður sínum, sem var hraka, með þeim afleiðingum, lærður trésmiður, og lauk sem áður er sagt. námi á tilsettum tima. I Ággeir bar veikindi sin með Asgeir var prýðilega hag-; sérstakri karlmennsku, enda ur, enda fékk hann orð fyrir var hann rólyndur og dulur það síðar, er hann fór að að eðlisfari. Hafði hann oft taka að sér byggingar, bæði meiri áhyggjur af, ef hann hér i Reykjavík og úti á vissi að einhverjir af hans landi, að vera sérstaklega ( nánustu voru veikir. Sérstak- vandvirkur og samvizkusam- iega iét hann sér annt um ur, enda hafði hann fengið ( foreldra sína, sem bæði hcfðu góðan skóla í þeim efnum átt við heilsubrest að stríða hjá föður sínum. Þeir voru' um nokkurt skeið, enda var um svo margt líkir og sér- staklega samrýndir. 13. janúar 1940 giftist Ás- geir eftirlifandi konu sinni, Þóru Böðvarsdóttur, Pálsson ar kaupfélagsstjóra á Bíldu- dal og Lilju Árnadóttur. Eign uðust þau 2 börn, Böðvar 9 ára og Jakobínu 6 ára. Ásgeir var fríður maður sýnum, prýðilega vel gefinn, glaður í vinahóp, hafði mikið yndi af söng og hljómlist, enda hafði hann góða söng- rödd og lék á hljóðfæri sér og öðrum til skemmtunar. Hann var gæddur góðlátlegri kímni gáfu og sagði skemmtilega frá ölhi skoplegu, er fyrir augu bar. Eitt af einkennum hans og það, sem hæst mun bera í minningum þeirra, Sem þekktu hann, var brosið, hið góðlátlega, hlýlega bros, sem alltaf fylgdi honum til hinnstu stundar. Með því duldi hann oft líðan sína fyr- ir öðrum, eftir að hann var orðinn sárþjáður. Fyrir um það bil 4 árum fór Ásgeir að kenna þess sjúk leika, er dró hann til dauða. Vann hann þó fyrst framan af. En þar kom, að hann eft- ir læknisráði sigldi til Dan- merkur og dvaldi þar um 2 mánuði á sjúkrahúsi, þar sem hann átti að ganga und- ir aðgerð, sem þó ekki varð af, en var þó mun hressari eftir dvölina á sjúkrahúsinu. Eftir að hann kom heim sótti þó í sama horfið aftur og var því ákveðið, að hann gengi undir hina fyrirhuguðu að- gerð hér heima. Og eftir ára- mótin 1949 var hún fram- kvæmd. Komst hann á fætur aftur, en batahorfur voru litl- ar. Sigldi hann á siðastliðnu sumri aftur til Danmerkur og dvaldi þar á hressingarhæli og hresstist þá nokkuð. En þó fór svo. fið>á síðastliðnum vetri fór heilsu hans aítur að hann þerim alla tið elskuleg- ur og góður sonur. Slíkur mað ur var Ásgeir. Og nú þegar þessi góði drengur er kvaddur burt i blóma lífsins er sár harmur kveðinn að ástvinum hans, konu hans, sem verður að sjá á bak ástkærum eigin- manni, börnunum, sem hann unni svo mikið, foreldrum og systkinum, sem hafa misst elskulegan son og bróður að ógleymdum tengdaforeldrum hans, sem hann virti og mat svo mikils enda þótti þeim svo vænt um hann eins og hann væri þeirra eigin son- ur og á ýmsan hátt höfðu þau styrkt hann í veikindum hans, bæði fyrr og síðar. Og örlögin höguðu því þannig til, að tengdamóðir hans varð til þess ásamt öðrum ástvin- um að sitja við banabeð hans síðasta sólarhringinn. Hafði hún komið til Reykjavíkur daginn áður en hann lagðist á sjúkrahúsið án þess að hafa hugmynd um að það stæði til. En það er huggun I harmi að yfir minningunni um þenn- an góða dreng, hvílir svo mik- il heiðríkja, sem léttir sorg- ina og dregur sviða úr sár- um. Geiri minn! eins og þú varst nefndur af þeim, er þekktu þig best. Eg ávarpa þig af því, að ég veit að þú lifir. Eg, sem kynnt ist þér þegar þú varst smá- drengur og var samvistum við þig æ síðan get borið um, að þú varst alltaf sami góði og elskulegi drengurinn frá vcggu til grafar. Eg þakka þér fyrir allar samverustundirn- ar og vináttuna sem aldrei féll neinn skuggi á og öll brosin þín frá bernsku. Eg veit að lífsþrá þín var sterk. Þú þráðir að lifa og starfa. En þó muri þig hafa grunað og hafðir jafnvel orð á að Tvær athugasemdir við grein Helga Hjörvar „Sígaunar á Hótel Borg“ Þeir „tveir fulltiða blaða- drengir“, sem greinarhöfund ur fjallar um, eru þeir Gunn- ar Bergmann og Steingrímur Sigurðsson. Báðir hafa þeir verið kennarar við Gagn- fræðaskólann við Lindargötu. í greininni eru báðir bendl aðir við Hafnarstræti og gefið í skyn, að vanir séu þeir að „sitja inni“. Reynsla mín af þessum mönnum i vetur — en lengur hef ég ekki þekkt þá — er þessi: Báðir hafa stundað kennslu ' störf sín af kostgæfni. Ekki. hefir borið á því, að „inniset | ur“ hafi hamlað þeim frá að rækja þau. Mér er kunnugt um, að Stengrímur Sigurðs- son hefir þann tíma, sem ég hef þekkt hann, verið í al- gjöru vínbindindi, en að hon um virðist sérs'taklega sveigt um drykkjuskap. Vegna skólans kem ég þess ari athugasemd á framfæri, svo að aðstandendur unglinga þeirra, sem skólann sækja, fái ekki ástæðu til að ætla, að kennarar skólans séu slík- ir, sem greinin gefur í skyn. Jón Á. Gissurarson, skólastjóri — o — Undarleg blaðaskrif hafa spunnist af ómerkilegum at- burði, sem gerðist að Hótel Borg á lokahófi listamanna- þingsins. Enda þó ég komi þar nokkuð við sögu, hirði ég ekki að ræða um það hér, en vil hinsvegar leiðrétta það sem Helgi Hjörvar segir um Steingrím Sigurðsson, rit- stjóra Lífs og listar, þvi þar er hallað réttu máli. Helgi segir að Steingrímur hafi ver ið drukkinn er hann kom með rit sitt á Borgina. En þetta er ósatt. Hann var ó- drukkinn og er bindindismað ur. Báðir voru þeir ritstjórarn ir ódrukknir er við Helgi töl- uðum við þá og hefir Helga missýnst hér hrapalega og sannast hið fornkveðna: „Skýzt þótt skírir séu“. Það er annars ekki til að af saka neitt að ég lýsi þessu hér yfir, heldur til þess að hið sanna í þessu máli komi í ljós í þessum skopleik átti Bakkus engan þátt, því Helgi var einnig ódrukkinn. Páll ísólfsson þú yrðir ekki gamall maður, en að svo skjótt drægi til úr- slita veit ég ekki, hvort þig hefir órað fyrir, — og þó. Eg vissi, að þú þráðir eins *og skáldið túlkár í ljóðlínunum: Mig langar svo til að lifa enn eitt ljósfagurt sumar góði. En ég veit, að þar sem þú ert nú, er eilíft sumar og þar fáum við öll, sem söknum þín, að sjá þig og brosið þitt aftur. Vertu sæll, frændi og vinur. Blessuð sé minning þín. Bjarni Gestsson. Köld borð og heit- nr matnr sendum út um allan bæ SlLD & FISKCR. Brautryðjendur Minningaþættir þriggja merkra manna Brautryðjendur. Þrjár sjálfsævisögur: Páll Mel- sted, Tryggvi Gunnarsson, Jón Ólafsson. Vilhjálmur Þ. Gíslason sá um útgáf- una. Stærð: 230 bls. 13x21 sm. Verð: kr. 50,00 innb. Bókfellsútgáfan. Bókfellsútgáfan hefir unnið . mjög gott verk með því, að grafa upp minningaþætti þá, j sem safnað er i þessa bók og gefa þá út. Höfundarnir eru allir merkismenn, en í þessari bók eru endurminningar þeirra Páls Melsteds sagn- fræðings, Tryggva Gunnars- sonar og Jóns Ólafssonar rit- stjóra. Ekki virðast mér þessir þættir allir jafn merkir. Þátt- ur Jóns Ólafssonar segir frá æsku hans og er að vísu al- menn þjóðlífslýsing og ýmsar smásögur og skrítlur um sam- tíðarmenn, en hann var aldrei kominn svo langt, að hann væri farinn að fjölyrða um hin stærri mál. Frásögn hans lýkur áður en stormbyljirnir hófust á æviferli hans. Saga hans er líflega og hressilega rituð og góður fengur að henni. Tryggvi Gunnarsson hefir skrifað sjálfstæða minning- arþætti um einstök atriði sinnar merku ævi. Hann segir til dæmis frá fyrstu verzlun- arferðinni sinni. Sú frásaga ætti að vera kunn hverju ís- lenzku barni. Þetta ævintýri er eins konar guðspjall þess, sem gerzt hefir merkilegast í verzlunarmálum þjóðarinnar og þar með atvinnumálum og efnahagsmálum hennar síð- ustu 100 ár. Af því guðspjalli er margt að læra. , Tuttugu og tveggja ára piltur var að vinna við húsa- smíði norður í Grenivík snemma sumars 1858. Þá koma til hans menn, og segja honum að fundur bænda þar í Grenivík hafi kosið hann til að fara suður til Reykjavíkur til að semja við lausakaup- menn um að koma norður. Bændur höfðu lesið í Þjóð- ólfi, hvað kaupmenn syðra gæfu fyrir ull og lýsi og það var mun meira en hjá Akur- eyrarkaupmönnum. Pilturinn lét tilleiðast að fara, fór heim til sín að Hálsi í Fnjóskadal strax um kvöld- ið, lagði af stað með tvo til reiðar morguninn eftir og farnaðist vel suður. Reyndar þurfti verzlunarfulltrúinn að sundríða Blöndu, en hann vatt föt sín þegar yfir kom, en ekkert segir af pressun á fötum hans. Syðra vildu lausa kaupmenn ekkert eiga við það að fara norður. Þá var samið um veíðlag ef varan kæmi suður, riðið norður aftur hið skjótasta og farið þar um sveitir dagfari og náttfari til að fá loforð fyrir skipi suður og vörum í það og siglt út Eyjafjörð fáum stundum áður en kaupmenn reyndu að leggja löghald á skútuna, því að þeir áttu tunnurnar, sem lýsið var í og vildu hvorki selja þær né láta þær í skipt- um. Hins vegar reyndust tunn urnar að taka 125—138 potta, en áttu að taka 120, svo að kaupmönnum leizt ekki á að hefja málssókn þegar til kom. Þessi saga verður ekki end- ursögð hér né heldur aðrir þættir Tryggva, en þeir bregða ljósi á það, hvernig ís- lenzka þjóðin varð sjálfstæð þjóð. Þeir gætu líka orðið á'- minning um það, hvað ís- lenzka þjóðin þarf að gera til að halda sjálfstæði. Boðskap- urinn er þessi, að vinna vel, standa saman og láta ekki fé- íletta sig. Ekkert af þessu má gleymast. Endurminningar Páls Mel- steds eru æviágrip hans. Þar eru dregnar upp ýmsar ágæt- ar myndir úr menningarsögu þjóðarinnar, örfáar setningar segja langa sögu. Og það er sannarlega ómaksins vert að líta í blöðin hjá þéssum sögu- manni, sem var of mikill meinleysingi til að vera toli- heimtumaður i Gullbringu- og Kjósarsýslu og lík:->ði tvennt illa á Snæfellsnesi, veðráttan og verzlunin, og var þó verzlunin miklu verri en um hana segir Páll meðai annars: „Kaupmanninum var þaö ríkt í skapi, að saltfisksverk- unin breiddist ekki út. Þess vegna reiddist hann þegar ég kom því til leiðar, að lausa- kaupmaður héðan frá Reykja vík kom til Stykkishólms og flutti talsvert af salti.... Salttunna var seld á Snæ- fellsnesi fyrir 4 ríkisdali — 8 krónur, en hér syðra fyrir 2 rd. Og man ég það að Clausem (kaupmaðurinn á Snæfells- nesi) skrifaði einum af verzl- unarstjórum sínum, að hann vildi helzt ekki láta bændur kaupa salt.“ Sem dæmi um frásögn og hugsunarhátt Páls tek ég hér upp það, sem hann segir um blaðið íslending: „Meðan ég þjónaði Gull- bringu- og Kjósarsýslu var blaðið íslendingur stofnað og átti ég talsverðan þátt í því. Mér þótti nægja að hafa blað- ið á stærð við Þjóðólf eins og hann var þá, en Benedikt Sveinsson hafði það fram, að blaðið varð bæði stærra og dýrara e nhyggilegt var. Þeg- ar við vorum að ræða um þetta, sagði Pétur Guðjóns- sen einu sinni: „Það er so stór í þér hugurinn, Bene- dikt! “ Þá svaraði Benedikt: „Já, hvað ætli þú segðir, ef þú sæir hann allan!“ Ég held að ég ýki það ekki, þó að ég segi, að útgjörð íslendings kom þyngst niður á okkur Hall dóri Friðrikssyni. Ég ritaði marga grein í blaðið og eyddi miklum tíma fyrir alls enga borgun. Allar innlendar frétt- ir eru þar eftir mig, og margt annað, eins og sjá má af mínu exemplari; ég hef að ætlun minni sett P. M. neðan undir allar greinar eftir mig. Út- lendar fréttir eru flestar eftir Eirík Jónsson viceprófast á Regentsi. Þegar við hættum við íslending og þrjú ár voru liðin, vorum við í 900 ríkisdala skuld við „prentsmiðju lands- ins“ (sem hún þá var kölluð), en það varð að sætti milli stiptsyfirvaldanna og okkar, að við skyldum borga 700 rd. en sleppa lausir við 200 rd., ég borgaði mina 100 dafl eins og hinir. Alít, sem borgað (Framhdld á 7. síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.