Tíminn - 21.05.1950, Blaðsíða 7
110. blað
TÍMINN, sunnudaginn 21. maí 1950
7
Brautryðjendur
Sjálfsævisögur Páls Melsted, Tryggva Gunnarssonar og Jóns Olafssonar
Vilhjálmur Þ. Gíslason segz'r um bók þessa:
„Saga Páls Melsted er fjölþætt og fjörug minningabók áhugamikils fræðimanns 3, merkum tímamótum. Þar bregður fyrir fjölda fólks,
fram undir 500 manns. Saga Tryggva Gunnarssonar er kjarnyrt upprifjun gamals stórhuga og stórbrotins athafnamanns á nokkrum fram
kvæmdum manndómsára hans, sem voru umbrotaár. Saga Jóns Ólafssonar er ófullgerður þáttur úr endurminningum ævintýramanns, glöð
frásögn aldraðs bardagamanns um líf og leik æskuáranna.“
„Allir þessir menn verða brautreðjendur með nokkrum hætti. Páll Melsted ruddi braut nýjum anda í íslenzkri blaðaútgáfu, hann var
stofnandi Þjóðólfs 1848 og íslendingur, sem hann stýrði var um ýmislegt fyrirmynd seinni blaða. Hann hóf nýja. alþýðlega sagnaritun um
mannkynsögu. Tryggvi Gunnarsson var harðfylginn og hugsjónaríkur brautryðjandi nýrra verzlunarhátta og verkfræða, einkum í brúar
smíði. Jón Ólafsson var öndvegismaður í bókmenntum og stjórnmálum og kom með nýjungar í blaðamennsku og skólamálum.“
Allar þessar ’ævisögur eru skemmtilegar. hver á sinn hátt og merkxr heimildir um mikilsverðan ruðningstíma og gróðrarskeið.“
„Brautryðjendur" er bók jafnt fyrir unga
sem aldna. Hún er bók allra, sem unna
þjóðlegum fróðleik og meta manndóm
og atorku.
BOKFELLSUTGAFAN
Hafnarfjörður.
AUGLÝSING
um unglingavinnu
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefir ákveðið að
efna til vinnu fyrir drengi á aldrinum 12 til
14 ára.
Unnið verður við garðrækt og fleira.
Gera má ráð fyrir, að mánaðartekjur drengj-
anna verði um fimm hundruð krónur, og vinn
an standi um þriggja mánaða skeið.
Porstöðumaður vinnu þessarar hefir verið
ráðinn Stefán Júlíusson, yfirkennari og verð-
ur.hann til viðtals um vinnuna á bæjarskrif-
stofunni.
BÆJARSTJÓRINN í HAFNARFIRÐI,
19. maí 1950.
y Helgi Hannesson.
BrautrySjendur
(Framhald af 3. síðu.)
hafði verið fyrir blaðið af
kaupendum þess fór í prent-
smiðjuna, en við fengum ekki
einn eyri fyrir okkar fyrir-
höfn. Þessi voru kjör blaða-
manna á íslandi um 1860. En
þó við útgefendur íslendings
hefðum eigi annað en tímatöf
og fjárútlát af þessu fyrir-
tæki, vil ég þó heldur hafa
tekið þátt í þeim störfum en
ekki, því að til góðs hafa þau
þó miðað. Við skemmtum
mörgum manni og fræddum
margan mann með „íslend-
ingi,“ enda var svo almennt
játað. Þá kom fyrst löngun í
menn hér að lesa blöð, og þá
komst fyrst dálítið blaðasnið
á tímarit hér í landi. íslend-
ingur varð fyrirmynd Norðan-
fara, Norðlings, Þjóðólfs og
ísafoldar.“
Svona var Páll Melsted,
stuttorður og gagnorður,
glöggur á það, sem var spaugi
legt og einkennandi og vildi
verða til góðs og sparaði þá
hvorki fé né fyrirhöfn, en það
eru þau einkenni, sem gera
menn oftast einhvers virði
fyrir samtíð. Sína og eftirkom-
endur. En eins og Jón Ólafs-
son vottar líka, var Páll Mel-
sted bæði fyndinn og andrík-
ur.
Frágangur þessarar bókar
er allur sæmilegur. Myndir
höfundanna fylgja og rit-
"handarsýnishorn á forláta-
pappír — og formáli er eftir
Vilhjálm Þ. Gíslason. — Þessa
bók eiga menn að lesa og lesa
vel. Það eru svona bækur,
sem hafa menntagildi á þann
hátt, að íslendingurinn má
ekki við því við að ganga fram
hjá þeim. Menntun okkar
þarf að vera þjóðleg, þannig
að við vitum skil á sögu,
tungu og menningu okkar
sjálfra, því að á þeim grund-
velli einum hljóta íslending-
ar að reisa starf sitt. Þess
vegna er þetta ein þeirra
bóka, sem við höfum ekki ráð
á að láta ólesnar. H. Kr.
Þrætueplið . . .
(Framhald af 5. slðu.)
foringi og föðurlandssvikari.
Þeir töldu þá að af tvennu illu
væri orðið betra að Trieste
yrði ítalskt aftur, en gengi
ekki glæpaforingja á hönd.
íbúar Trieste hafa mikið
gaman af þessum sveiflum frá
Moskva og margir þeirra
segja, að heitasta óskin sé sú,
að hvorki Stalín eða Tító ráði
nokkurn tíma yfir fallega
fjallahéraðinu þeirra, og að
útlendi herinn fari sem fljót-
ast burt, en Trieste verði
annað hvort sjálfstætt með
vernd Ítalíu, eða verði aftur
innlimað Ítalíu. — Annars
er íbúunum vel við hermenn-
ina og sambúðin góð. Yfirleitt
er fólki betur til Bandaríkja
manna, bæði vegna þess að
þeir flytja meira fjármagn
inn í landið, en þó aðallega
SKIPAUTG6KÐ
R1KISINS
„HEKLA"
Fer skemmtiferð til Vest-
mannaeyja um hvítasunnu-
helgina. Skipið fer frá Reykja
vík kl. 13 á laugardaginn og
frá Vestmannaeyjum á ann-
an í hvítasunnu. Farseðlar
seldir á miðvikudag.
vegna þess að þeir erfa það
ekki, að ítalir voru á móti
þeim í stríðinu. En Trieste-
búar og ítalir yfirleitt segja
að Bretar muni það ennþá
furðu vel.
Bíða eftir næsta leik.
Framtíð Trieste er ennþá
óráðin, eftir því sem bezt er
vitað. Trieste búar bíða þess
rólegri, sem verða vill. Þeir
vita að framtið héraðsins
þeirra er leikur í löngu tafli
stórveldanna og rækta vín-
akrana, tína appelsínur af
trjánufn og fella fönguleg
furutré, þangað til eitthvert
stórveldanna lyftir peðinu og
segir skák. gþ.
Dvöl í sveit
Systkini óska eftir að kom
ast á gott sveitaheimili. Telpa
13 ára og drengur 7 ára. Upp
lýsngar í síma 80362.
Anglýsingasími
Tímans
er 81300.
Höfum ávalt
fyrirliggjandi klæðaskápa,
dívana, borð, barnarúm og
unglingaföt í miklu úrvali
Vöruveltan
Hverfisgötu 59.
‘ Sími 6922.