Tíminn - 21.05.1950, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.05.1950, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, sunnudaginn 21. maí 1950 110. blað Kristindðmsfræösla á Islandi Framh. Steingrímur Benediktsson minnist á skynsemishyggj - una. Hún hefir fyrst og fremst komið fram í því, að skyn- semisrökin ein hafa verið tek in til greina í umræðum um heimspekileg og trúarleg efni. Aðferðír náttúruvísind- anna mótuðu hugsunarhátt fólksins, og þau lögðu mæli- kvarða þekkingarinnar. Þekk ingarleitin varð fyrst og fremst fólgin í því að skoða hlutina utan frá. Trúar- bragðafræðslan átti í þessu að lúta sömu lögmálum og önnur fræðsla. Sumir skóla- menn töluðu um, að trúar- bragðafræðslan ætti að vera svo hlutlaus, að hvorki kenn- arar né nemendur mættu taka jákvæða afstöðu til trú- arsanninda. Það hefir verið iikjandi tilhneiging í skóla- starfi þessarar aldar að leggja mikla rækt við að fræða, og er það auðvitað gott og bless að, ef ekki hefði um leið ver- ið vanrækt að hvétja hina yngri kynslóð til að taka á- byrga afstöðu til æðstu vanda mála lífsins. Þannig þótti sjálfsagt, að trúarbragða- fræðslan yrði helzt í því fólg- in að gefa mönnum einhverja nasasjón af kenningum sem flestra trúarbragða, án þess að skapa skilyrði fyrir því, að nemendur gætu sjálfir til- einkað sér nokkura trú. — Þetta víðhorf hefir einnig gilt með tilliti til hins kirkju Iega boðskapar, er hann var fluttur i kirkjunum. Menn hafa litið á kirkjuna sem landssamband eins konar námsflokka í kristnum fræð- um, og ekki nóg með það, — með mælikvarða náttúruvís- indanna í höndum og heimz speki efnishyggjunnar í höfð inu var jafnan miðað við það, hvort kenningar kirkjunnar kæmu í öllum atriðum heim við þetta hvort tveggja, en minna um það spurt, hvort kirkjan og trúfræði hennar hefði nokkur þau sannindi að flytja, sem fulltrúum vís- inda og heimspeki bæri að taka tilút til. Þess var ekki gætt sem skyldi, að alveg eins og náttúrufræði, stjörnu- fræði og sagnfræði biblíunn- ar verður að leggjast undir dóm vísindanna, þannig verða skoðanir á trúarsannindum bibliunnar að byggjast á því, sem trúin hefir um þau að segja. Það mun þykja hrein vitfirring að kenna músík, ef ekki væri tekið tillit til þess, sem maðurinn skynjar við músíkalskar iðkanir. Sá mað- ur, sem ekki kynnist heimi- trúarinnar af eigin reynslu, hversu öfullkomin sem sú reynsla kann að vera, verð- ur litlu nær um trúarbrögðin, hversu mörg trúarbragða- kerfi, sem hann er fræddur um. Grundvallarskilyrðin fyr ir þvi, að menn skilji krist- indóminn, er því ekki það, að menn sén í hverju smáatriði hárvissir um það, hvar ein- hver og einhver saga bibli- unnar stenzt vísindalega gagnrýni, heldur hitt, að í Kristi er að finna Orð Guðs og- opinberun til mannanna, og þetta Orð Drottins kemur til móts við oss í biblíunni. Ennfremur, að kjarni þess orðs verði ekki skynjaður af Eftir séra Jakob Jónsson. öðrum en þeim, sem í trúnni á Krist veita honum viðtcku. í þessari bók, sem inniheld- ur sagnfræðilegar heimildir, helgisagnir, ævintýri. sálma. bréf, guðspjöll, ástaljóð, leik- rit, spámannarit o. s. frv. er að finna Guðs orð til mann- anna, þegar hún er skoðuð sem heild. Og mat hinna ein- stöku atriða hennar á í trú- arlegum efnum að miðast við Jesúm Krist, en náttúrufræði og stjörnufræði við hlutað- eigandi vísindagreinar. Það verður hlutverk guðfræðing- anna að útlista þessa opin- berun, og til þess leggur trú- fræðingurinn stund á ýms hjálparvísindi, en þess ber vel að gæta, að guðfræðin er eins |og öll önnur vísindi að því leyti, að maðurinn verður þar að ganga við Ijós þeirrar skynsemi og reynslu, sem guð hefir gefið honum. Guð- jfræðin er því aðeins til leið- beiningar fyrir manninn, en t leiðir hann aldrei alla leið að marki. Enginn verður sálu- hólpinn fyrir guðfræði, frem- ur en menn verða heilir heilsu af því einu að læra læknis- fræði eða músíkalskir af því einu að lesa söngfræði. Villa skynsemishyggjunnar svonefndu hefir því alls eigi legið í því, að skynsemi var beitt í guðfræðinni, heldur hinu, að skynseminni var ætl að að gera grein fyrir hlut- um, sem hún náði ekki til. Villa rétttrúaðra gamalguð- fræðinga var aftur á móti sú að bægja vísindunum frá að fást við helgiritin og telja op- inberunina háða bókstafleg- unr áreiðanleik hverrar setn- ingar í ritningunum. Þeir höfðu tilhneigingu til að verja ranga náttúrufræði og hæpna sagnfræði, af því einu, að biblían átti í hlut. Nýguðfræð ingarnir hafa aftur á móti verið of veikir á svellinu gagn vart þeim hugsunarhætti, að kristindómurinn væri fyrst og fremst mannlegar kenning- ar um guö og tilveruna, og hvað sem um nútímaguð- fræðina má segja í einstök- um atriðum, þá get ég ekki annað en glaðzt yfir þeirri áherzlu, sem nú er á það lögð, að kristin opinberun flytji ekki fyrst og fremst boðskap mannanna um guð, heldur boðskap guðs til mannanna. Vorri kynslóð hefir orðið það ljóst, að biblían er vitnis- burður manna um Krist, en hin hliðin hefir óneitanlega orðið út undan hjá oss, að í biblíunni sem heild er að finna þann boðskap, sem taka beri fram yfir öll önnur fræði, ef heiminum eigi að vegna vel, því að sá boðskapur sé guðlegs uppruna. Það er ekki hægt að bera á móti því, að frjálslyndir menn hafa ekki sótt kirkjurnar hjá prestum af sinni stefnu, fremur en kynslóðin á undan hjá sinum rétttrúuðu kennimönnum. Þeir hafa farið inn í ýms fé- lög, sem fjalla um andleg mál, svo sem guðspekifélög, sálarrannsóknarfélög o. fl. Ekki sé ég, að slíkt þurfi að rekast á þátttöku í kirkjulegu starfi, en rejmdin er yfirleitt sú, að menn hafa brugðizt þeirri stefnu Haralds Níels- aðp sonar, að öll slík félög ættu kirkju Krists að þjóna og hana að styðja.En meiri hluti frjálslyndra manna hefir hvorki aðhyllzt þessi félög né annan andlegan félags- skap, heldur orðið svo miklir einstaklingshyggjumenn, að þeir eru hvorki kirkjumenn né annað. Þeir sækja hvorki messur til frjálslyndra presta né annarra af þeirri einföldu ástæðu, að þeir hafa ekki trú á því að boðskapur kirkjunn- ar hafi neitt meiri þýðingu en þeirra eigin íhuganir. Með al þeirra, sem nú eru taldir „rétttrúaðir,“ hefir þróunin orðið lítið skárri. Þar ganga menn í félög, eins og K. F. U. M., en maður gengur þess ekki dulinn, að einnig í þeim flokki lýtur sjálf kirkjutilfinningin í lægra haldi fyrir flokkstil- finningunni. Kirkjan og trú- in er dæmd út frá sjónarmiði flokkshyggj unnar, eins og sumir pólitískir menn dæma um föðurlandsást út frá flokkssjónarmiðum. Leiðin út úr ógöngunum er því ekki sú, að hverfa aftur til þess rétttrúnaðar, sem Steingrím- ur saknar svo mjög, heldur að þjóðin átti sig á því, að ckkert getur komið í stað kirkjunnar og hinnar kristnu fræða, af því að ef þetta gleymist, mun Jesús Kristur annað hvort gleymast eða verða að óljósri þjóðsögu- mynd. Og ef Kristur gleym- ist, gíeymist og kærleikur Guðs og rétt siðferðisvitund mannanna. Mennirnir mundu að sjálfsögðu halda áfram að hugsa um guð og ræða um guð. En það Orð, sem guð hef ir talað til mannanna, mundi þá ekki heyrast. Það hefir verið einkennilega titt meðal samtíðar vorrar að líta svo á, að aðrar stofnanir eða fé- Iög gætu komið í stað krist- innar kirkju. Ég man þá tíð, að ýmsir vínir minir héldu því fram í fullri alvöru, að skólar, læknar, verkalýðsfé- lög eða eitthvað annað gott gæti eiginlega innt af hendi hinar fornu skyldur kirkj- unnar betur en hún sjálf. En reynsla þessarar aldar hefir áþreifanlega sýnt, að hversu mikils sem af þessum aðilum má vænta, uppfylla þeir aldr ei þá sérstöku skyldu krist- innar kirkju að vera hið sýni- lega og áþreifanlega samband milli Krists og postulanna annars vegar og vorrar kyn- slóðar hins vegar. Engin vis- indi geta komið í stað trúar- bragðanna og engir skólar í stað kirkjunnar. Þess vegna þurfa skólarnir hínnar trú- rænu uppbyggingar við frá kirkjunni og hennar kenn- ingum. Þess vegna vil ég halda því fram, að í kristnu landi eigi trúaðir foreldrar kröfu til þess, að börn þeirra fái einhverja trúarlega upp- byggingu hjá stofnun, sem með valdi laganna tekur þau undan áhrifavaldi heimil- anna langtímum saman á við kvæmasta þroskaaldri þeírra. Gerum nú ráð fyrir, að þessi skilningur, sé ekki enn- þá ríkjandi meðal kennara og skólamanna. — og kann- ske ekki heldur hjá trúuðum (Framhaid á 6. siOu.) UMDÆMISSTÚKAN á Suður- landi, — Umdæmisstukan nr. 1 — minn:st 60 ára aímælis sins í sam- bandi við vœþing sitt þessa dag- ana. Umdæmisstúkan er raunveru lega héraðssamband góðtemplara og þarf ekki að gera þeitri félags- legu bygglngu nánari skil hér. En hltt má vel, líta um öxl á þessum tímamótum. ENNÞA ERU A LIPI þrír menn, sem voru á stofnfundi umdæmis- stúkunnar 31. maí 1890. Þeir hafa allir allt til þessa verið starfandi templarar og eru það jafnvel enn, en þessir menn eru Sigurgeir Gísla son í Hafnarfirði, Helgi Sveinsson og Jón Einar Jónsson i Reykjavík. Þannig eru órofin -tengsl frá deg- inum í dag til fyrsta starfsins fyrir 60 árum. ÞÓ ERU umskiptin orðin fvo mikil, að það er furðulegt á ævi- ferli einna og sömu manna. Unga fólkið á erfitt með að hugsa sér starfsskilyrði og viðhorf 1 félags- málum, þá. Á þeirri tíð fóru templ- arar úr Reykjavík upp á Akranes í útbreiðsluferð. Þeir þurftu ekki að tala um hvort þeir ættu held- ur að fá sér bíl kringum Hvalfjörð, fara með áætlunarbátnum eða fljúga sér til hátíðabrigða. Þeir tóku þann eina kost, sem um var að ræða, fengu sér skip og mönn- uðu það sjálfir og fóru á því. Og sama aðferðin var höfð, þegar far ið var út á Álftanes. ÞETTA ER RAUNAR ekki annað en allir ættu að vita um ástand og þróun íslenzkra samgöngumála. En það er svo erfitt að átta sig á breytingunum, þegar þær eru liðnar hjá. Mörgum mun finnast það skritið, að mitt á meðal okkar er fólk á miðjum aldri, sem þrá- sinnis fór fótgangandi milli Hafnar fjarðar og Reykjavíkur, bæði til að sækja skemmtanir og í öðrum erindum. Þá voru fætur manns- ins samgöngutæki og gönguíerðir nauðsyn. Nú eru þær sport og ég held íþrótt líka. — En hefir fé- lagsþroska, félagslund og félags- starfi farið fram i samræmi við það, sem samgönguskilyrði hafa batnað? t EG ÆTLA ekki að rekja sögu umdæmisstúkunnar sunnlenzku hér Hitt vona ég, að hún haldi áfram að ttarfa óg þeir hugsjónamenn, sem vinna þar og annarsstaðar í bind- indishreyfingunni láti það ekki á sig fá, þó að störf þeirra séu oft vanmetin. Þeir ættu alltaf að muna það, sem Friðrik Ásmundsson Erekkan rithöfundur sagði í hófínu í Iðnó í fyrrakvöld, að það er mikill ar þakkar vert, að fá að njóta þeirrar náðar að starfa með góðu fólki í góðum tilgangi. Það er meira vert, en ýmsum er ef til vill ljóst. ÞAÐ SEM ER merkilegast við félagsskap templara er ekki bind- inssemin, því að það þarf sann- arlega ekki annað en dálitla hag- sýni og óbrenglaða skynsemi og dómgreind til að sjá, að bindindis semi borgar sig. Hitt er það, að þetta eru samtök bindindismanna um að reyna að gera aðra að bind indismönnum. Það er aukaatriði, þó að einstakir snápar snúi þessu við í áróðrl og brigzli templurum um mannfyrirlitningu og skyn- helgi. Það er eitt af úrræðum spillingarinnar til að fæia nauð- stadda menn frá því að leita sér hjálpar, þar sem hana er helzt að fá. ANDI OG STEFNA góðtempl- araregiunnar einker.nlst af þeim hug, sem kom fram í niðuriags- orðum aðalræðunnar, sem flutt var i afmælishófinu í Iðnó í fyrra- kvöld, þar sem sagt var eitthvað á þessa leið: „Gefi oss guð, að vér aldrei gieymum skyldum vor- um við þá, sem liggja særðir við veginn“. Það er þessi vilji, sem hugsjón félagslífsins byggist á. Þess vegna er hér að verki hug- sjónafélagsskapur, sem við eigum að veita athygli. En af þessum rökum leíðir það líka. að á hans vegum er unnið mikið starf bak við tjöldin á þann hátt, að það er aldrei hægt að auglýsa það, en þó er það mikil saga, mikil reynsla og stundum uppspretta mikillar hamingju. Starkaður gamli. HElMiLIS IMjRINN 4. hefti, maí—júni er komið út. Flytur bráðskemmtilegar sögur, skrítlur og kvæði, frásögn af nýjum kvikmyndum, Bridgeþátt, kros3- gátur o. m. fl. — Prýtt fjölda my«da. Fæst hjá bóka- og blaðasölum. NltllltimillfltlttllttMMIIMMIMmnillKlllinillllMIIKIItlMlllllllÍMMItMlllll Auglýsingasími Timans 81300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.