Tíminn - 13.06.1950, Qupperneq 6
6
TÍMINN, þriðjudaginli 13. júní 1950'
126. blað
TJARNARBID
Glitra daggii%
grser fold
Heimsfræg sænsk mynd
N Ý J A B í □
ÍKonur daemdra I
manna
Athyglisverð og spennandi!
amerísk mynd.
Aðalhlutverk:
Linda Darnell
Michael Ouana
Bönnuð börnum innan 16 ára
Sýnd kl. 9.
Carnival í
Corsía Rica
Hin bráðskemmtilega og fagra
litmynd með: Dick Haynes -
Vera Ellen -* Cesar Romero
Sýnd kl. 5 og 7.
Sala hefst kl. 11 f. h.
TRIPDLI-BÍÚ
Kósakka-
foringinn
Afar spennandi frönsk stór-
mynd tekin úr lífi kósakkanna
á sléttum Rússlands.
Aðalhlutverk:
Harry Daur
Jean-Pierre Aumont
Daniello Darrieux
Sýnd kl. 5. 7 og 9.
Síðasta sinn.
Bönnuð börnum
G-menn að verki
MjÖg spennandi amerisk saka
málamynd, byggð á sakamála-
skáldsögunni „Gangs of New
York“. — Danskur texti.
Aðalhlutverk:
Charles Bickford
Ann Dvorak.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Sýnd kl. 7 og 9.
Silfur í syndahæli
Sýnd kl. 5.
‘ » n— i ■■■ n — f ii — o — O —1»—1 *
í
sts
}j
ÞJÓDLEIKHÚSID
í dag kl. 8
BRtÐKAUP
FIGAROS
Frumsýning.
U p p s e 11.
★
Á morgun kl. 8.
BRÚÐKAUP
FIGAROS
UPPSELT
★
Fimmtud. kl. 8
BRÚÐKAUP
FIGAROS
UPPSELT
★
Aðgöngumiðar að 5. sýn-
ingu á óperunni „BRÚÐKAUP
FIGAROS“ 16. júní, seldir í
dag frá kl. 13,15—20. Sími 80
000.
Erlent yfirlit
(Framhald af 3. stðu.)
Duff studdi Taft til forsetakjörs
1948 og Taft er leiðtogi hægri
manna í flokknum. Duff er samt
sem áður talinn vera vinstri mað-
TAFT HEFIR NÚ fengið keppi-
naut sem forsetaefni flokksins þar
sem er Mc Carthy, sem kaþólskir
menn styðja. Stassen, sem er
glöggur stjórnmáiamaður hefir séð
það fyrir að hann geti aldrei orð
ið forseti Bandaríkjanna með því
að eiga heima í Minnesota. Hann
heflr því flutt sig búferlum til
Pennsylvaníu og er nú forstöðu-
maður háskólans þar. En eins og
menn vita, er Stassen kunnasti
Snabbi
Sérlega fjörug og hlægileg
gamanmynd se mhjá öllum mun
vekja hressandi og innilegan
hlátur.
Aðalhlutverkið Snabba hinn
slóttuga leikur RELLYS ásamt
Jean Tissier
Jossette Daydé
Sýnd kl. 5. 7 og 9.
Blml um.
nitler «j»’ Eva
Rrann
er vegna áskorana sýnd í dag
kl. 5, 7 og 9.
Siðar verður myndin send út.
Bönnuð börnum innan 12 ára.
Aðeins þetta eina sinn.
BÆJARBÍÓ
HAFNARFIRÐI
„Rapsoily in blue44
Stórfengleg ný amerísk söngva
og músikmynd er fjallar um
ævi eins vinsælasta tónskálds
Ameríku, George Gershwin.
Aðalhlutverk:
Robert Alda
Joan Leslie
Alexis Smith
Sýnd kí. 9
Fuglaborgin
Sýnd kl. 7.
Sími 9184.
GAMLA F3ÍÚ
Mikið gcngur mi á
Skemmtileg ensk kvikmynd
gerð samkvæmt frægum gam-
anleik eftir Bruno Frank og
James Bridie.
1
Aðalhlutverk leika hinir vin-
sælu leikarar
Vivien Leigh
Rex Harrison
Sýnd kl. 5. 7 og 9.
Sala hefst kl. 11 f. h.
andstöðumaður flokksforustunnar
1 liði republika.
Stassen hefir ástæðu til að vera
ánægður með sigur þann, sem Duff
hefir unnið, enda þótt hann styddi
Taft 1948. DDuff hefir náð Pennsyl-
vaníu allt í einu ur höndum flokks
forustunnar. Hvaða áhrif sem þetta
kann að hafa á forsetakosningarn
ar 1952 hefir Dewey tapað þarna.
Og Duff var fyrst og fremst á móti
honum. Hann vildi kjósa Vanden-
berg en snerist svo til fylgis við
Taft af því að Stassen var vonlaus.
Annars eru þeir Taft og Vanden-
berg svo miklir andstæðingar sem
verið getur í utanríkismálum.
FRAMBJÓÐANDAVAL til öld-
ungadeildarkosninga í Pensylvaníu
þykir ef til vill ekki neitt stórmál
fyrir norðurálfumenn. Þó er það
raunverulega á þessum vettvangi,
sem úr því er skorið, hvort Banda-
rikin halda áfram stuðningi við
Evrópuþjóðir, eftir að Marshall-
tímanum er lokið. Þessar kosning-
ar í Pennsylvaniú voru ósigur fyr-
ir einangrunarsinna og tollmúra-
menn.
En Duff hefir ekki ennþá verið
kosinn öldungadeildarmaður. Demo
kratar í Pennsylvaníu hafa skemmt
sér vel við þessar deilur 1 flokki
republika. Keppinautur Duffs verð-
ur öldungadeildarmaðurinn Myess.
Hann hefir með sér verkalýðssam-
tökin í Pittsburg. Og annar fylg-
ismaður Trumans er í kjöri á móti
Fine, Dilwarth frá Fíladelfíu. Hann
vakti mikla athygli við kosning-
arnar í Jiaust með því að sigra
republika í þeirra sterkasta vígi
Fíladelfiu. Republikar töldu sér þar
á skrá 725 þúsund kjósendur en
demókratar 300 þúsund. Samt fékk
Dilwarth 100 þúsund atkvæða meiri
hluta.
En hvernig sem kosningarnar í
Pennsylvaníu kunna að fara í
haust mega þjóðir Vestur-Evrópu
una vel við hvernig nú horfir í
þessum málum.
'UtbreiiiÍ Tíntanif
JOHN KNITTEL:
FRÚIN Á
GAMMSSTÖÐUIVI
---------------- 3D. DAGUR ------------------------
luddist inn til kúnna. Blótsyrði hrutu af vörum mannanna,
sem stympuðust við hann, hnefar voru redidir á loft og
skammirnar heyrðust langar leiðir. En of seint. Slysið var
orðið. Belgur var viðbragðshraður. Og nú vagaði hann af
frjálsum vilja á sinn bás.
Fáeinir stórir og þungir dropar féllu á þakið.
— Nú kemur það!
Öll útsýn var skyndilega byrgð. Kolsvartur mökkurinn
lagðist yfir allt, og ógurlegar drunur kváðu við í öllum
áttum.
Hún gekk að dyrúnum og snaraðist út í fárviðrið. Allir
störðu agndofa á eftir henni. Lénharður gerði sig líklegan
til þess að elta hana. Hann horfði litla stund á eftir henni,
sneri svo við, steypti yfir sig stakki og gaut augurium reiði-
lega til hins fólksins, sem glápti aulalega hvað á annaö.
— Nú fer ég niður í dal og tala við húsbóndann, sagði
Lénharður.
Svo hvarf hann út í myrkrið og hljóp hratt niður brekk-
una, i sömu átt og Teresa.
Hann kallaði á hana með nafni, en köll hans drukknuöu
í veðurgnýnum. Hann sá undir eins, að hann myndi ekki
finna hana, nema hún hefði fylgt slóðanum, sem lá niður
að Gammsstöðum. Stór haglkorn buldu á hattinum hans
og lömdust í andlitið á honum. Loftið var þrungið megnri
brunalykt, stormurinn öskraði í fjallaskörðunum og skýin
lömdust um gnúpana með ógurlegum dyn. En Lénharður
var sonur fjallabyggðarinnar og vanur vondum veðrum.
Hann skálmaði ósmeykur niður brekkuna, og innan
skamms var hann kominn niður í skóginn. Það hvein og
brakaði*í trjánum kringum hann, en það, sem rak hann
áfram, var máttugra en eldingarnar, sem kvistuðu trén,
eins og þau væru sprek. Það var máttugra en kolmórauðir
fjallalækirnir, sem steyptust niður hliðina með straumkasti
og fossaföllum. Seint um nóttina sá hann ljósin í Gamms-
þorpi í gegnum rigninguna, og loks náði hann Gamms-
stöðum. Hann vakti húsbónda sinn og sagði honum for-
málalaust, hvað gerzt hafði, og hvað hitt fólkið hafði sakað
Teresu um.
Anton Möller varð ofsareiður. Allir höfðu vitað eitt og
annað um Teresu, en enginn hafði sagt honum neitt. Hann
lét sækja Röthlisberger.
— Hvers vegna hefir þú ekki sagt mér þetta?
— Við héldum, að þér væri kunnugt um það.
— Já, einmitt! Þið héldúð það!
— Við áttum ekki að skipta okkur af því.
— Þarna heyrir maður! Já, einmitt!
— Og við vissurn ekki heldur, hvort það væri satt.
— Hvort það væri satt?
— Já. Allt, sem sagt er um stúlkuna frá Valais.
Anton Möller missti alla stjórn á sér. Hann varð svo reið-
ur, að bæði þrumaði og hegldi yfir Röthlisberger og Lén-
harð. Hann jós yfir þá skömmum og bar þá öllum hinum
verstu sökum. Loks yfirheyrði hann þá. Hvað vissu þeir
um Teresu?
Þeir vissu fátt með sannindum, en þeir höfðu heyrt sitt
af hverju. Einn hafði sagt þetta og annar hitt, og það
tíunduðu þeir allt.
En hverjir höfðu sagt þeim þetta?
Það töluðu allir um þetta. Þeir gátu ekki bent á neinn
sérstakan frumkvöðul þessa orðróms.
Hverjir væru þessir allir?
Ja.... fólkið hérna í þorpinu.
— Ekki nema það þó! Fólkið i þorpinu! Og mér einum
er ekkert sagt. Dokið þið við, piltar.
Reiðin var heldur tekin að sefast, en samt starði hann
enn ógnþrungnu augnaráði á þá.
— Hvar er hún sjálf? spurði hann allt í einu.
Lénharður endurtók það, sem hann hafði þegar sagt um
brottför hennar úr selinu.
— Það er með öðrum orðum Fritz Mahder og kona hans
og þau hin, sem eiga sök á þessu. Þá veit maður það! Hver
hefir veitt þeim heimild til þess að reka á dyr nokkra
manneskju, sem er í minni þjónustu og á mínu framfæri?
Þessu líka hyski! Ekki vantar hjátrúna, þó að það þykist
vera guðhrætt. Hlaupið þið undir eins af stað eins og fæt-