Tíminn - 28.06.1950, Qupperneq 3
138. blað
TÍMINN, miðvikudaginn 28. júní 1950.
3
Ummæli franskra blaða um
íslenzka lisiamenn
Tíminn birtir hér útdrætti, sem honum hafa borist,
úr ummælum franskra blaða um málverk íslenzkra manna
á sýningu í París. Til skýringar skal þess getið, að Gerður
er dóttir Helga Pálssonar tónskálds en Sigurðsson er Hjör-
leifur, sonur Sigurðar Kristinssonar fyrrv. forstjóra.
„í Galleri St. Placide sjáum
við verk 5 íslenzkra lista-
manna. Tveir þeirra heilla
okkur einkum með sínum
norræna stíl og dularfullum
blæ verka sinna. Það eru
myndhöggvarinn Gerður og
málarinn, Sigurðsson. Félaga
þeirra, Hörð, Valtý og Elías-
son hljótum við ásaka fyr-
ir að flytja okkur ekkert það,
sem endurspeglar andrúms-
loft eða uppruna þeirra.“
Libération.
„5 íslenzkir listamenn sýna
verk sín um þessar mundir í
Galleri St. Placide, 41 Rue
St. Placide, París. Þrátt fyrir
nútímablæ sýningarinnar er
hinn ,,semi-fígúratívi“ still
sem listamennirnir hafa til-
einkað sér í París, hánor-
rænn.
Hcrður og Sigurðsson eru
sérkennilegastir, þar eð þeir
færa okkur eitthvað af and-
rúmslofti og náttúru ætt-
lands sins. Sigurðsson gefur
okkur hugmyndir um íshafs-
þoku, sem hjúpar þessi „stíli-
seruðu“ form og þessa þýðu,
bláu tóna, og mannamyndir
Harðar með rispuðum útlín-
um, eru vissulega frumlegar.
Abstrakt samstillingar
Valtýs þurfa ekki endilega að
vera okkur meira virði en
abstrakt myndir frá' ein-
hverju öðru landi eða öllu
heldur borg. Hvað skilning
snertir eru þær „parísar-
legar,“ jafnvel þótt þær séu
íslenzkar í lit. Þetta virðist
til horfins vinar, próferssors Guðjóns
Samiielssonar
Að reisa skjól, að byggja hús og hallir,
við hugsum, þráum, viljum þetta allir.
Það er fyrst og æðst og efst í huga,
allir vilja skjól sem lítil fluga.
Þú kaust þér erfitt verkasvið að vinna,
þú vildir marga þræði saman tvinna. —
í landsins byggmg sóttir kraft og kynngi,
þín kunst í sköpum, verðugt lofið syngi. —
Hamrabeltin heilla mannsins anda,
hamraveggir léttir, þungir standa.
Línur snilldar, lögmál náttúrunnar,
lýsa þrótt og mildi, djúpar, grunnar.
Hamraborgir undra sögur eiga,
um álfakónga og tröll með galdra veiga,
djúpt þar inni álfasöngvar óma,
með undra raddir nýrra töfra hljóma.
Þarna hafa leiðir þínar legið,
ljótt og fagurt andinn saman dregið.
Hefir þaðan snilld úr býtum borið,
brotið ísinn, götum öðrum troöið.
Þú ortir verk á undra verðan máta,
ýmsir kunna sig þó af því státa.
Þínar línur túlka mátt og mildi,
mátt, sem lýsir þínu sanna gildi.
Þú veittir mér af vizku þinnar brunni,
valin ráð, í málum, sem ég unni.
Að vinna með þér var minn bjarti dagur,
vinur snjall, í ráðum undra hagur.
Meistari, svo margt ég þakka vildi,
ég má það ekki eins og vera skildi.
Erfitt mun í auða sætið fylla,
ýmsir fnunu sig þó í því gylla.
Lifðu sæll í löndum þinna heima,
láttu þig um-*æðri borgir dreyma.
Musterin í stjörnu stirndum geimi,
starfa muntu við í æðri heimi.
S. P.
Alyktanir Stórstúkuþingsins
sýna takmarkanir abstrakt-
verka, sem eiga rætur sínar
að rekja — eða a. m. k. ílest
þeirra — til stórborgarinnar
og vélamenningarinnar.“
Continental Daily Mail.
„íslenzkir listamenn sýna um
þessar mundir nokkur verk
sín í Galleri St. Placide.
Hörður hefir verið næmur
fyrir áhrifum frá Parísar-
málurum. Valtýr málar ab-
strakt, en í mjög fögrum lit-
um, en hann og Sigurðsson
eru fulltrúar fyrir íslenzka
málaralist. Af verkum þess
síðarnefnda vekur mesta at-
hygli konumynd sem er mjög
persónulega gerð í djúpum
litum með aðdráttarafli hins
íslenzka landslags, dálítið
þokukennd og vitnandi um
heimþrá. Hún Mefir áferð
„gauché“lita og heillar áhorf
endur eins og loforð um ferð
í landi leyndardóma og þjóð-
sagna.“
Le Monde.
„Gera menn sér það ljóst, að
ísland á unga málara, djarfa
og þróttmikla, sem maður
bjóst ekki við að finna meðal
jafn einangraðrar og fá-
mennrar þjóðar. Þó nokkrir
þeirra hafa lagt leið sína frá
Reykjavík til ítaliu og Frakk-
lands og sýna nú verk sín hér
opinberlega. Myndhöggvar-
arnir tveir, Elíasson ög Gerð-
ur, vinna undir handleiðslu
Zadkine, þ. e. a. s. þau eru í
góðum skóla. Verk þeirra
bera vott um góðan smekk,
styrk og gáfur. Við bíðum
með að dæma þau þar til þau
hafa skapað sér persónuleg-
an stíl.
Málararnir eru yfirleitt
fljótari að finna persónuleik
sinn. Myndir Sigurðssonar
eru málaðar í mjög þýðum
tónum. Landslagið fyrir utan
gluggann brýzt i gegnum
þokuna. Sumar af myndum
hans, sem mæfctu vera betur
byggðar, bera vott um áhrifa
mikið þunglyndi. Hörður
sem byrjaði að sýna hér í
París myndir, sem voru
nokkuð frumstæðar og frem-
ur dökkar, en mjög vel
byggðar, hefir snúið sér að
„expressionisma,“ sem stund-
um er órakenndur og minnir
á Kokoschka, afhjúpaðan
fjöri sínu, nálægt abstrak-
tion! Sprottin af ofsa! Val-
! týr losar sig smátt og smátt
undan hinum mannlega klafa
hinni skáldlegu abstrakt list
í hag, sem er í syngjandi blá-
um tónum. Þessir 3 málarar,
sem eru mjög svo ólíkir, hafa
orðið fyrir mismunandi mikl
um áhrifum frá fyrirrennur-
um sínum. Þeir stefna nú
þegar hver inn á sína braut.
Mér leikur. forvitni að sjá
verk þeirra aftur eftir 2 eða
3 ár.“
„Arts.“
ELDURINN
gerlr ekki bo8 & undan sér!
Þelr, sem eru hyggnlr
tryggja strax hjá
SamvinnutryggingLun
Köld borð og helt-
nr matnr
sendum út um allan bæ
SlLD & FISKUR.
«r-
Friður og bræðralag. ,
Fimmtugasta þing Stór-1
stúku íslands minnir alla!
templara á, að markmið Góð- |
templarareglunnar er brœðra
lag.
Sérhver templar hefir heit-
ið því að efla bræðralag með-
al mannanna, eftir því sem
hann eða hún megnar.
í dag þráir heimurinn frið,
í dag þarfnast mannkynið
friðar öðru fremur, friðar,
sem grundvallast á hinni ei-
lífu hugsjón um bræðralag
allra manna. Þess vegna bein-
ir stórstúkuþingið þeim ein-
dregnu tilmælum til allra
templara, já, til allra manna,
að þeir vinni fyrir friðinn,
vinni að því, hver eftir sinni
getu, að friður megi takast og
haldast með öllum þjóðum,
friður, sem grundvallast á
þeim sannindum, að allir
eru bræður, sem eiga að
njóta jafnréttis án tillits til
þjóðernis, hörundslitar eða
trúarbragða.
Regluboðun.
1. Stóristúkuþingið lýsir á-
nægju sinni yfir framkvæmd
regruboðunar á síðastliðnu
ári. Jafnframt telur þingið
nauðsynlegt, að ráðinn verði
sérstakur regluboði að
minnsta kosti hluta úr árinu
eftir því sem fjárhagsástæður
frekast leyfa.
2. Stórtúkuþingið felur
framkvæmdanefndinni að
vinna áfram að því við ríkis-
stjórn og Alþingi að aukið
verði svo framlag til bindind-
ismála að Stórstúkan geti
haft 5 erindreka, sem starfi
að bindindisboðun og bindind
isfræðslu árið um kring, svip-
að og nú tíðkast annars stað-
ar á Norðurlöndum.
•
Löggjafarmál.
1. Stórstúkuþingið 1950 telur
algert bann á innflutningi og
sölu áfengra drykkja það tak-
mark, sem stefna beri að, en
meðan slíkt bann kemst ekki
á, vinni framkvæmdanefnd
Stórstúkunnar ötullega og
markvisst að því við rík-
isstjórn og Alþingi, að árlega
lækki sú upphæð, sem ríkis-
sjóður notar til áfengiskaupa,
þannig að öll áfengisinnkaup
hverfi með öllu eftir tiltelíinn
árafjölda.
2. Stórstúkuþingið 1950 lít-
ur svo á, að starf Áfengis-
varnanefnda sé mikilsvert og
mjög gagnlegt málstað bind-
indishreyfingarinnar, ef það
væri vel rækt og góðri sam-
vinnu komið á milli allra að-
ila.
Þingið telur feinnig, að með
þvi að nefndirnar haldi glöggt
yfirlit um störf sín, og kynni
sér vel ástand í áfengismál-
um, á hverjum stað, þá mætti
safna allnákvæmu hagfræði-
legu yfirliti um áfengismálin.
Stórstúkuþingið samþykkir
t>ví, að nú þegar sé unnið að
því að vekja til starfs áfeng-
isvarnanefndir i öllum bæj-
um, kauptúnum og hreppsfé-
lögum þar sem þær eru ekki
fyrir og að framkvæmda-
nefnd Stórstúkunnar geri ráð
stafanir til að koma hvar-
vetna á varanlegu samstarfi
við nefndarinar.
3. Stórstúkuþingið lítur svo
á, að eftirlit hins opinbera
með þeim ákvæðum áfengis-
laganna ,sem banna áfengis-
neyzlu ýmissa opinberra
starfsmanna við störf þeirra,
sé svo slæglegt, að stór
vansæmd sé að. — Krefst
þingið því, að ríkisstjórnin
geri harðari kröfur í því efni
en verið hefir, og láti þá
menn, sem þannig brjóta af
sér, hljóta löglega aðvörun
eða refsingu.
4. Stórstúkuþingið vítir
harðlega þann geysilega á-
fengisaustur og fjáreyðslu,
sem átt hefir sér stað í sam-
bandi við „sérréttindi“ á á-
fengis- og tóbakskaupum
nokkurra ráðamanna í land-
inu. (Samanber opinber skjöl
frá Alþingi þar um). Þingið
krefst þess að slík sérréttindi
séu með öllu afnumin nú
þegar.
Þingið lítur svo á, að víta-
vert sé hvernig farið er með
fé almennings, bæði innlent
og erlendan gjaldeyri í sam-
bandi við þessi mál og telur
það spillandi fordæmi, sem
slíkar áfengis- og tóbaksgjaf-
ir hafa í för með sér.
Stórstúkuþingið vill þakka
hverjum þeim alþingismanni,
sem stuðlar að því, að fella
þvílík „sérréttindi“ að fullu
úr gildi, og skorar enn einu
sinni á Alþingi að samþykkja
afnám slíkra sérréttinda.
5. Stórstúkuþingið skorar á
Alþingi og aðra opinbera aðila
að hætta að veita áfengi í op-
inberum veizlum.
Umferðaslys.
Stórstúkuþingið vekur at-
hygli á, að hin tíðu umferða-
slys eru orðin slíkt vándamál,
að nauðsyn ber til að allir legg
ist á eitt um að firra þjóðina
þeim vanda, sem af þeim staf
ar. Mjög mörg þau alvarleg-
ustu, eiga rætur að rekja til
áfengisnautnar ökumanna. —
Þingið skírskotar til ábyrgð-
artilfinningar allra þeirra,
sem ökutækjum stjórna, og
skorar á þá, að gæta skyldu
sinnar gagnvart sjálfum sér,
meðbræðrum sínum og lands-
lögum, og koma aldrei að
stjórn ökutækis, er þeir hafía
neytt áfengis, í hversu smá-
um stíl sem er. Þá skorar
þingið á allan almenning, svo
og lögæzlumenn og dómara,
að halda uppi almennings-
áliti, löggæzlu og dómum er
meti afbrot framin undir á-
hrifum áfengis eigi vægar en
afbrot allsgáðra manna.
Námsskeið templara.
Fimmtugasta þing Stór-
stúku íslands lýsir ánægju
sinni á þeirri nýbreytni Stór-
stúkunnar að koma á nám-
skeiði fyrir templara að Jaðri,
en skorar .jafnframt á Stór-
stúkuna að halda slíkri starf-
semi áfram og gera tilraun til
kð skipuleggja sem fjölbreytt
ast starf innan Reglunnar.
Fastur útvarpstími.
Fimmtugasta þing Stór-
stúku íslands felur fram-
kvæmdamefnd sinni að at-
huga, hvort unnt sé að fá
fastan tíma í Ríkisútvarpinu
til fræðslu um bindindismál.
Bergnr Jónsson
Málaflutningsskrifstofa
Langavegr 65, sfmi 5833 1
Heima: Vitastíg 14, J