Tíminn - 28.06.1950, Page 8

Tíminn - 28.06.1950, Page 8
„A FÖRMMf VECI« I DAG Sjórinn og tómstundirnar íslenzka landsliðið gegn Dönum hefir verið valið Landskeppnin í fr jálsum í)»r«»ttum við Dani verður n. k. niánmlag og þriðjjudag Sá íþróttaviðburður, sem beðið er með mestri eftirvænt- ingu af íslenzkum íþróttaunnendum, verður n. k. mánu- dags og þriðjudagskvöld, en það er landskeppnin við Dani í frjálsum íþróttum. Þetta verður án efa mjög skemmtileg keppni og ef að líkum lætur munu íslendingar bera sigur úr býtum með nokkrum stigamun. Undirbúningsnefndin, sem sér um keppnina, skýrði blaðamönnum í gær frá til- högun landskeppninnar og ýmsu varðandi hana. Þá var cinnig skýrt frá hverjir væru í landsliðinu. Landsliðin verða skipuð eftirfarandi mönnum: 100. m. ísland; Haukur Clausen, Hörður Haraldsson, Ásmund- ur Bjarnason (varam.). Danmörk: Knud Schibsbye. 200 m. ísland: Hörður Haraldsson, Haukur Clausen. Ásmundur Bjarnason (varam.). Danm.: Knud Schibs'bye, John Jacobsen. 400. m. ísland: Guðmundur Lárus- son, Ásmundur Bjarnason. Magnús Jónsson (varam.). Danm.: Frits Floor, Fred- lev Nielsen. 800 m. ísland: Pétur Einarsson. Magnús Jónsson. Eggert Sig- urlásson (varam.). Danm.: Gunnar Nielsen, Eiik Jörgensen. 1500 m. ísland: Pétur Einarsson, Stefán Gunnarsson. Kristján Jóhannsson (varam.). Danm.: Erik Jörgesen, Poul Nielsen. 5000 m. ísland: Kristján Jóhanns- son, Stefán Gunnarsson. Óð- inn Árnason (varam.). Danm.; Aage Poulsen, Rich. Greenfort. 110 m. grind. ísland: Örn Clausen, Hauk- ur Clausen. Ingi Þorsteinsson (varam.). Danm.: Erik Nissen, Helge Fals. 400 m. grind. ísland: Reynir Sigurðsson, Ingi Þorsteinsson. Traust Eyjólfsson (varam.). Danm.: Torben Johannes- sen, Albert Rasmussen. Hástökk: ísland: Skúli Guðmunds- son, Sigurður Friðfinnsson. Örn Clausen (varam.) Danm.: Erik Nissen. Langstökk: ísland: Torfi Bryngeirsson, (Framhatá á 7. slOu.) Norr. gestirnir komnir úr Norðurlandsförinni Amerísku nylon-baðfötin þykja bezt nú á dögum. Kost- ir þeirra eru taldir vera, að þau hlaupa ekki víð vætu og þo?‘na á örfáum mínútum. • Stórþjófnaður í Reykjavík Um siðastliðna helgi var stórþjófnaður framinn í Reykjavík. Var farið inn um ótryggar bakdyr að skrif- stofum fyrirtækisins O. Johnson & Kaaber, teknir lyklar úr illa læstum skáp og peningaskápur opnaður. Var stolið þaðan sjötíu þúsund krónum. Rannsóknarlögreglan hafði í fyrradag í haldi mann, sem grunaður var um þennan verknað, en honum hefir nú verið sleppt, þar eð ekkert benti til þess, við nánari rannsókn, að hann væri að þessu valdur eða ætti hlut- deild í þjófnaðinum. Húnvetnskar konur í hópferð um Suðurland Kigning og dimmviðri kom í veg fyrir ^lývatn.SNvcitarför þeirra Frá fréttaritara Tímans á Akureyri. Norrænu samvinnufrömuðirnir komu til Akureyrar á sunnudagskvöld og gistu á Hótel K. E. A. á mánudagsnótt. Ekkert varð úr Mývatnssveitarferð vegna rigningar og þoku. I»eir komu til Reykjavíkur aftur í gærkvöldi. Með gestunum í Norður- landsförinni voru Vilhjálm- ur Þór forstjóri, Óli Vil- hjálmsson, framkv.stj. Sam- bandsins í Kaupmannahöfn og nokkrir starfsmenn S.Í.S. Á mánudagsmorgun fóru gestirnir í kirkju, og ávarp- aði séra Pétur Sigurgeirsson gestina nokkrum orðum. Ein ar Kristjánsson, óperusöngv- ari söng nokkur lög við undir ieik Jakobs Tryggvasonar. Ætlað var að fara þann dag til Mývatnssveitar, en veður var slæmt, rigning og þoka, svo að hætt var við það. Gest irnir skoðuðu ýmis fyrirtæki samvinnumanna á Akureyri og síðdegis var ekið fram i Eyjafjörð og síðan austur i Vaglaskóg. Þar var snæddur kvöldverður í Brúairlundi í boði K.E.A. Stjórnaði Jakob Frímannsson, kaupfélagsstj., hófinu. Margar ræður voru fluttar og töluðu m. a. full- trúar frá öllum Norðurlönd- unum. Stóð hófið fram eftir kvöldi og var síðan ekið heim til Akureyrar í sæmilega björtu veðri. Var falleg sýn yfir Eyjafjörð. f gær héldu gestirnir til Reykjavíkur sumir með fiug- vélum en aðrir með bifreið- um. — Til Reykjavíkur komu í gærkvöldi 30 konur úr Þver- árhreppi í V.-Húnavatnssýslu Konurnar eru á skemmti- ferðalagi um Suðurland og lögðu þær af stað frá Vestur- IIópi í gærmorgun. Komu þær við á Hreða- vatni og héldu þaðan til Þing valla um Kaldadal. í dag mun svo ferðinnl haldið áfram austur i Árnes- og Rangár- vallasýslu. Á fimmtudag koma þær svo aftur til Reykjavíkur og mun þá Hún- vetningafélagið halda þeim kaffisamsæti f Tjainatcafé um kvöldið. Stjórn félagsins væntir þess, að sem flestir Húnvetningar mæti í samsæt ið. — Ritari fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík kærði biskup fyrir prestastefnunni Málinu var vísað frá, og formanni frí- kirkjjnsafnaAarstjórnar ókunuugl um þetta bréf Prestastefnunni, sem nú er nýlokið, barst nýstárlegt plagg, er undirritað var af ntara stjórnar fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík og skr.fað á pappír stimplaðan fríkirkjusöfnuð- inum. Var það í fyrirspurnarformi, en í rauninni kæra á hendur biskupi landsins fyrir afsk.pti hans af deilum innan fríkirkjusafnaðarins í vetur. Þessu máli var vísað til prófasta þeirra, er presta- stefnuna sátu, en var síðan vísað frá, þar eð þjóðkirkj- unni væri óviðkomandi deilu- mál innan íríkirkjusafnaða. Auk þess hefir prestastefn- an ekki dómsvald yfir bisk- upi. Var jafnframt vítt á- stæðulaus og órökstudd kæra á hendur biskupi. Biskup landsins hefir í rauninni engin afskipti haft af átökunum innan fríkirkju safnaðarins í Reykjavík. Þeg ar leitað var til kirkjumála- ráðuneytisins um staðfest- ingu á stofnun óháða frí- kirkjusafnaðarins, var sú um sókn send biskupi til um- sagnar. En hann svaraði þvi, að sinnar staðfestingar gerð- ist ekki þörf, þar sem trúar- bragðafrelsi rikti i landinu. Hins vegar þyrftí forstöðu- maður safnaðarins að fá staö festingu ráðuneytisins, svo að söfnuðurinn yrði undan- þeginn kirkjugjöldum til þjóð kirkju eða háskóla. Þegar söfnuðurinn hafði fullnægt settum reglum og venjum um nýjan söfnuð, veitti kirkju- málaráðuneytið forstöðu- manni hans staðfestingu. og (Framhald á 7. slOu.) ll•l■lllllllllllUll(llllllllMM•m>mlllllllUlmMt• Brezka stjórnin hélt velli Umræðunnl um Schu- í man-áætlunina lauk í \ brezka þinginu í gær, og: talaði Churchill síðastur [ áður en atkvæðagreiðslan j I um traustyfirlýsinguna til j handa stjórninni fór fram. i Þeirri atkvæðagreiðslu j | lauk svo, að brezka stjórn i = in bar sigur úr býtum með 309 atkvæðum gegn 289. Rússneskt síldveiði- skip í landhelgi Skipið konist undan, en sklldi eftir rek- netin ««*' í þeim voru um 30 tuniiur síldar Um klukkan 16,15 í fyrradag sá íslenzkt varðskip rúss- neskt síldveiðiskip um 300 lestir að stærð að veiðum út af Digranesi sem er milli Bakkafjarðar og Héraðsflóa. Hafði skipið reknet úti. Sigldi varðskipið að grynnsta netinu og geröi stað arákvörðun, og reyndist það, vera 0,1 sjómílu innan við landhelgislínu. Er þetta mið- að við gömlu landlelgislín- una, því að hið nýja friðun- arsvæði hefst ekki fyrr en við Langanes. Snúa sér að skipinu. Sneri varðskipið þá út að rússneska skipinu en auðséð var, að reknetin rak nær landi. Gaf varðskipið hinu rússneska skipi stöðvunar- merki, en það sinnti þvi ekki, heldur yfirgaf netin og hélt j til hafs. Elti varðskipið og skaut nokkrum aðvörunar- skotum, en skipið sinnti þeim eigi að heldur. Eftirförinni hætt. Klukkan 16,40 hætti varð- skipið eftirförinni og sneri aftur inn til netjanna. Gerði það staðarákvörðun við dýpsta netið og reyndist það þá vera 0,25 sjóm. innan land helgislínu. Hin netin lágu öll grynnra. Voru netin 30—40. Varðskipið tók inn netin og voru í þeim um 30 tunnur síldar. Hélt varðskipið siðan til Seyðisfjarðar i fyrrakvöld skilaði netunum og gaf yf- irvöldunum skýrslu um málið. Fyrstu síldarfréttirnar. Þar sem um 30 tunnur síld- ar voru í netum rússneska skipsins er ljóst að nokkur síld er á þessum slóðum, og eru þetta raunar fyrstu síld- arfregnirnar sem berast að norðan og austan.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.