Tíminn - 30.06.1950, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.06.1950, Blaðsíða 3
140. blað TÍMINN, föstudaginn 30. júní 1950. 3 Launalögin og opin berir starfsmenn Eftir Pétur Pátursson Grein þessi átti a3 birtast í - „Morgunblaðinu“ og hafði próf. Ólafur Björnsson tekið að sér að koma henni á framfæri. Rit- stjóri blaðsins, Epgurður Bjarna son alþm. frá Vigur kvaðst sjálf ur hafa skrifað ,,leiðara“ um mál opinberra starfsmanna, auk frá sagnar blaðsins af fundinum og væri það nóg. Vitnaði í erfiða' tíma, pappírsskort o. fl. Ákvörð- | un hans í þessu máli varð ekki' haggað, enda hefir hann valið | sér kjörorðið „eigi víkja,“ þó ekki beiti hann því með sama árangri og sumir fyrri fulltrúar Norður-Isfirðinga. — Ritstj. þessa blaðs hefir góð- fúslega leyft próf. Ólafi að birta athugasemd við grein mína, ef hann óskar þess. Formaður B.S.R.B., Ólafur Björnsson, prófessor, ritar í Morgunbl. hinn 8. þ. m. um fund opinberra starfsmanna, er haldinn var 5. þ. m. í grein arlok gefur prófessorinn sjálf um sér eftirfarandi vitnis- burð fyrir ritsmíðina: „Ég held ekki að hallað hafi ver- ið réttu máli í neinu í frásögn minni af fundinum." Hvers vegna er nauðsynlegt að taka þetta fram? Má ekki vænta þess, að formaður samtaka opinberra starfsmanna skýri satt og rétt frá, er hann fræð ir almehning um málefni skjólstæðinga sinna og stétt- arbræðra? Ekki virðist það fjarstæðukennt. að ætlast til þess. „Skýzt þó skýrir séu“, segir máltækið og á það við um próf. Ólaf. Honum tekst ekki í grein sinni að skýra frá málefnum samtakanna* án þess áð halla réttu máli og skulu nú færð rök að því. Til Iðnófundarins var boð- að af stjórn B.S.R.B. og skyldi ræða reglugerð er núverandi ríkisstjórn hafði sett um leng ingu vinnutíma skrifstofu- fólks. í launalögum þeim er sam- þykkt voru á Alþingi 1945, segir svo í 35. gr.: „Við samn- ing reglugerðar samkv. lög- um þessum, svo og við end- urskoðun þeirra, skal jafnan gefa B.S.R.B. kost á að fylgj- ast með og fjalla fyrir hönd félaga sinna um ágreinings- atriði þau, sem upp kunna að koma.“ Hér eru skýr og ótví- ræð fyrirmæli löggjafans til stjórnarvaldanna um að virða rétt samtaka opinberra starfsmanna. til áhrifa á setningu reglugerða samkv. launalögum. Þessi réttur var viðurkenndur i framkvæmd, er reglugerð um vinnutíma var sett, í samráði við B.S.R. B. hinn 11. marz 1946. Auk þess sem hér segir, má benda á það að B.S.R.B. hefir átt 2 fulltrúa f stjórnskipaðri nefnd, sem fjallað hefir um endurskoðun launalaganna. Hefir því framkvæmdavaldið viðurkennt aðild B.S.R.B. einnig að því er varðar launa mál. Með þessu var merkum áfanga náð í starfi samtak- anna. Um þetta þarf ekki að fjölyrða. Mun flestum vera ljóst, hvers virði það er, að samningsréttur sé viður- kenndur. Mörgum brá þvi í brún, er réttur B.S.R.B. var virtur að vettugi af núverandi ríkis- stjórn og ný reglugerð sett, án íhlutunar bandalagsins. Gegndi það meiri furðu, þar sem vitað var, að formaður B.S.R.B. próf. Ólafur Björns- son, hafði unnið að frum- varpi stjórharflokkanna um gengislækkun og setið við- ræðufundi um það með ráða- mcnnum landsins, en var nú ekki virtur svo mikils, að við hann væri rætt sem formann bandalagsins, þrátt fyrir ó- tvíræð lagafyrirmæli þar um.! Hagfræðingurinn Ólafur j Björnsson virtist ástmögur j ríkisstjórnarinnar, en • for- maðurinn Ólafur Björnsson ekki viðmælandi. Hin nýja reglugerð var byggð á samþykki Alþingis við afgreiðslu fjárlaga nú í vor, en þar var launaupp- bót opinberra starfsmanna bundin lengingu vinnutímans hjá skrifstofufólki. Nú hagg- ar þessi samþykkt Alþingis ekki gildi launalaganna. Til lagabreytinga þarf meira en einfaldar samþykktir Alþingis og ætti þingmönnum að vera það ljósara en öðrum. Rannsókn, sem fram fór s. 1. ár leiddi í ljós, að frá setn- ingu launalaga 1946 höfðu grunnlaun þeirra starfsstétta sem njóta samningafrelsis, hækkað um 22%, a.ð óbreytt- um vinnutíma, en kjör opin- berra starfsmanna rýrnað að sama skapi. Launauppbót sú. sem Alþingi samþykkti á s. 1. ári var því engan veginn ó- verðskulduð þóknun, heldur síðborin leiðrétting á mis- ræmi. Með samþykkt Alþingis nú við afgr. fjárlaga er þessu snúið í launalækkun hjá einni starfsgrein, skrifstofu- fólki, auk þess sem launa- lögin eru brotin. Eins og kimn ugt er, hefir frumvarp um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna lengi verið í smíðum og hefir Gunnar Thoroddsen unnið að því, um nokkurra ára skeið. Á- kvæði launalaganna um samn ingsaðild B.S.R.B. um vinnu- tíma o. fl. eru einu réttindin sem samtök opinberra starfs- manna hafa áunnið sér. Með tiltæki sínu er ríkisstjórnin að svipta opinbera starfs- menn þeim réttindum sem löagjafinn hefir veitt þeim. Baráttan fyrir þvi að ákvæði launalaganna séu vift er ]aví jíifnframt barátta um Tíf og tilverurétt B.S.R.B. Hér er því um einskonar prófmál samtakanna að ræða og reyn ir nú á hvort samheldni starfshópanna og stéttar- þroski einstaklinganna er sá, sem hverjum samtökum er hyggja á langlífi er nauðsyn- legur. Þannig er þá málum háttað er stjórn B.S.R.B. bcð aði almennan fund opin- berra starfsmanna, til þess að ræða hvernig snúast skyldi við valdbeitingu ríkis- stjórnarinnar. Nú mætti ætla að stjórn bandalagsins hefði fyllst « vígamóði og eggjað félagana til samstilltra á- taka, um að vernda fengin rFramhald á 7. síSu.) K.F.U.M.’s Boldklub — Valur 1:1 Það er ekki beint gott að gera sér grein fyrir styrkleika KFUM-liðsins eftir þessum leik, þar sem þeir komu sama dag fljúgandi frá Danmörku og því tæplega búnir að jafna sig eftir ferðalagið. En lítil á- stæða er þó til að óttast að þeir fari héðan ósigraðir. Danirnir er yfirleitt leiknari með knöttinn en íslending- arnir og samleikur þeirra er virkari, sérstaklega notfæra þeir sér möguleika kantanna. En það sem Valur hafði fram yfir þá í þessum leik var fyrst og fremst kraftur og jafnvel hraði og mun betra úthald, en það gat legið í því að Dan irnir voru þreyttir eftir ferða lagið. Ástæða hefði verið til Enn m Nasa frá Skarði I grein minni í Tímanum 8. þ. m. sannaði ég með vottorð- um kunnugustu manna, að þeir, sem héldu fram að Nasi frá Skarði væri sonur Blesu, er fluttist með mér til Suður- lands, færu villir vegar. Síðar tók ég fram í smágrein, að Ásgeir Jónsson frá Gottorp hefði ekki beitt mig neinum þvingunum, er hann ræddi þetta mál við mig. Þar með hélt ég, að þetta mál væri út- rætt við Ásgeir Jónsson. Svo er þó eigi. Hann virðist að vísu vera fallinn frá því, sem hann áleit áður, að Nasi hafi veriö í móðurætt kominn af Blesu, en í þess stað hefir hann nú fært í tal án þess að fulyrða það þó, hvort föður- ætt. Nasa sé ekki frá Blesu runnin. Hann getur sem sé að ætla að fleiri áhorfendur ekki enn trúað því til fulls, að myndu koma á völlinn, en Nasi sé alls ekki af Blesu kom þeir voru aðeins um 3500, og inn. Með þessu vill hann enn má sennilega því um kenna draga í ef, að orð mín og vott- að hér er ekki um fyrsta orð Lofts Bjarnasonar séu flokks lið að ræða. sannleikanum samkvæmt. í byrjun leiksins ná Vals- Við þessu vil ég aðeins segja menn nokkrum góðum upp- . það, að ég hefi þar skýrt rétt hlaupum og Halldór Halldórs frá, að Blesa og Nasi hafi ver- son átti gott skot á markið, í ið með öllu óskyld, og stutt sem danski markmaðurinn ' Þau orð mín með vottorði frá varði mjög vel. En þegar KF, Lofti Bjaj;nasyni, og hygg ég, UM-liðið var búið að átta sig aé enginn, sem þekkir hann, á vellinum fór þeim að ganga ! efisf um sannsögli hans. Þetta betúr. Upphlaup þeirra voru stendur óhaggað fyrir Ásgeiri sæmilega uppbyggð, en nokk-! Jónssyni, þangað til hann uð þver og leikmennirnir , sýnir fram á annað. gerðu of lítlð að því að spyrna | H. J. Hólmjárn ráðunautur á markið frá vítateig, en heiðrar mig með hálfs fimmta reyndu í stað þess að leika j dálks grein í Tímanum 20. þ. nær markinu. Mestan þátt í m- Segir hann, að ég hafi ráð- upphlaupunum áttu innherj-j izt harkalega á sig í grein ar KFUM, en þeir fengu að! minni 8. þ. m. og geri tilraun leika lausir og yfirleitt voru , til að ærumeiða sig. Þykja framverðir Vals ekki virkir, honum það harðir kostir, í leiknum. Þegar 30 mín. voru einkum þó það, að ég hafi bor liðnar tókst Dönum að skora. Hægri útherji lék inn í víta- iö sig þeim sökum, að hann og aðrir hafi haldið því fram, að teig og spyrnti snöggt á mark , Matthías Jónsson hafi rænt eða stolið frá mér folaldi, þ. e. folaldi Blesu, drepið folald frá sér, en vanið mitt folald undir í staðinn. Krefst hann ið. Erni tókst að verja og fór knötturinn í stöngina og til Jörgen Hilberg, sem skall- aði í mark. í þessum hálf-. leik tckst Jóni Þórarinssyni: Þess> að ég taki þetta aftur vinstri bakverði Vals, tvisvar j fyrir 25. þ. m., að öðrum kosti að skalla knöttinn frá á! muni hann stefna mér fyrir marklínu og á Jón heiöur ummælin, krefjast rannsókn- skilið fyrir góðar staðsetn- ar homs f málinu, ummæl ipgar í þessum tilfellum. í seinni hálfleik náði Val- ur mun betri leik og leikur- inn fór að me§tu fram á vall arhelmingi KFUM. Valsmenn fengu ágæt tækifæri til að skora, en markskot þeisra voru léleg. Þá var einnig leið inlegt að sjá hvað þeir léku Ellert oft rangstæðan og var það mest vegna þess hvað þeir voru seinir að gefa knöttinn til hans. Síðast í leiknum var úthald KFL'M alveg á þrotum og náði Val- ur þá mörgum mjcg hættu- legum upphlaupum og í einu þeirra tókst Halldóri að skalla í mark, eftir mjög nákvæma sendingu frá Ellert fyrir mark ið. Leikurinn endaði því 1:1 og er það réttlát úrslit eftir gangi hans. Þessi leikur var sá lang- bezti, sem Valur hefir náð í sumar og var það mest fyrir rétta uppstillingu á liðinu. Halldór Halldórsson var bezti maðurinn á vellinum og var dugnaður hans frábær. Guð- mundur og Ellert áttu ágætan leik, en Sveini og Gunnari tókst ekki vei upp. í vörninni var Einar ágætur og bjargaði oft vel og Jón (Framhald á 6. siðu.) annað en það, sem í öðrum tölulið stendur. En það er hann, sem býr það til, að ég hafi borið þetta á sig, og berst síðan eins og ljón við aö slá niður sinn eiginn hugarburð. Hann er eins og mennirnir í þjóðsögunum, sem vöktu upp drauga og urðu síðan að hafa sig alla við að kveða þá sjálf ir niður aftur. Síðan heimtar hann, að viðlögðum málaferl um og hörðum refsingum, að • ég taki það aftur, sem hann býr til sjálfur. Ég verð því að segja honum það, að ég mun ekkert taka aftur. Ég get ekki tekið það aftur, sem ég hefi aldrei sagt. Hann verður að eiga það við sjálfan sig, sem er hans eigin hugarórar og ekkert annað. í fyrri grein minni eignaði ég söguna um folaldsdrápið ekki neinum ákveðnum manni, nafingreindum né ó- nafngreindum. En fyrst ég fer að ræða þetta mál á ný, skal ég taka fram, að enginn hinna nafngreindu manna hefir borið þá sögu, svo að ég viti til, heldur eru það hinir ónafngreindu menn, sem ég minntist á í grein minni. Reiðubúin er ég til að nefna nöfn þeirra, þegar mér þykir henta, en mun þó ekki gera það að þessu sinni. Þá.skal ég snúa mér að því eina atriði, sem ég hefi borið á H. J. H., að hann segist hafa séð Narfastaða-Kúfu, er hann hafi verið sex ára gamall, seg ist muna vöxt hennar svo vel, að hann fullyrði, að hún hafi haft sama vaxtarlag og Nasi og sýni það skyldleikann. Um þetta atriði segir hann svo: „Ég þekki vel ættartölu Nasa eins og hún var gefin upp í bókum og hefi aldrei talið ástæðu til að ætla að þar sé ekki rétt og samvizkusam- lega skýrt frá.“ Hér neitar H. J. H. því, að hafa verið einn þeirra manna, er hafa borið brigður á móð- urætt Nasa. Með þetta telur hann sig víst geta sloppið. En sannleiksgildi þessara orða hans skal ég sýna með eftir- farandi vottorði: „Ég undirritaður votta hér með að gefnu tilefni, að H. J. Hólmjárn, ráðunautur, hefir fullyrt við mig, að stóðhest- urinn Nasi frá Skarði væri sonur Sveinfríðar-Blesu frá Viðvík. Eina ástæðan, sem hann færði fram þessu til in dæmd dauð og ómerk og mig dæmda í hæstu sekt. Má því sjá, að mikið stendur til. í grein minni nefndi ég fjóra menn með nafni, er haldið hefðu fram ásamt fleir um, sem eru ekki nafngreind- ir, að Nasi hafi verið sonur Blesu. Síðan standa þessi orð: „Ekki báru þessir allir fyrir sig sömu rökin, en hin helztu, i sönnunar var sú, að hann, sem fram komu voru þessi: Síðan kemur í fjórum tölu- liðum, en ekki nefnt, hvað hver hafi sagt, nema hvað annar töluliðurinn er hafður eftir H. J. H. einum. Að öðru leyti er ekki nefnt, hvað hver hafi sagt. Þetta hélt ég, að allir mundu geta skilið. Þó hefir það reynzt H. J. H. of- vaxið. Heldur hann, að ég hafi borið á sig ekki aðeins það, sem í öðrum tölulið stendur, heldur líka það, sem er í hinum þriðja og fjórða. En þetta er vitanlega hin mesta fjarstæða. Allir, sem þetta lesa, hljóta að sjá, að H. J. H. er ekki eignað neitt annað en það, sem nafn hans oU stendur við, þ. e. annar tölu- liðurinn; og þetta veit ég, að H. J. H. skilur líka, ef hann athugar málið. Ég hefi því aldrei borið né mér dottið í hug að bera á H. J. H. neitt sex ára gamall, hefði séð hryssu, sem Blesa var komin af, Narfastaða-Kúfu, og hafi síðan endurþekkt vaxtarlag hennar í Nasa, er hann sá hann síðar. Þetta er ég reiðubúinn að staðfesta með eiði, fef nauð- syn krefur. Reykjavík, 22. júní 1950. Birgir Kristjánsson. Ég skal ekkert um það segja, hvort H. J. H. hefir haldið þessu fram við fleiri menn. En þvi aðeins hefir hann full- yrt það við þennan eina mann, að hann hefir þá talið þetta fullvíst .Hitt er annað mál, að hann virðist nú hafa látið af þessari skoðun, eins og vænta mátti, er ég lagði fram vottorð kunnugustu manna. En það frelsar hann ekki frá því, að hann hefir (Framha'á á 7. siðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.