Tíminn - 30.06.1950, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.06.1950, Blaðsíða 4
4 TIMINN, föstudaginn 30. júní 1950. 140. blaff Kirkjumálanefndin frá Norðurlöndum Einu sinni hér um árið — á undan útvarpi en á eftir símanum — var ég staddur erlendis um þær mundir sem verið var að kjósa alþingis- menn „uppi á íslandi.“ Auð- vitað langaði mig til að frétta um þær kosningar og leit- aði frétta í aðalblöðum lands ins. Eftir langa leit fann ég í einu þeirra — en engu öðru — getið um þær, raunar þó með smæsta letri sem blað- ið átti. Vinur minn þarlend- is heyrði mig spyrja eftir blaðinu á járnbrautarstöð og spurði mig: ,,Því kaupið þér þetta blað?“ — Það var sem sé ekki talið vinveitt kristin- dómi — í þá tíð. — „Af því að það er eina blaðið hér- lendis, sem virðist muna eft- ir því þessa dagana, að ís- land sé til,“ svaraði ég. — En það er liðin tíð, sem betur fer. Um þessar mundir mun fs- land nefnt oft í flestum blöð um Norðurlanda að minnsta kosti. Sendinefndir og ýms- ar heimsóknir merkra manna erlendra eru svo tíðar. Og gestirnir fara ekki dult með hvernig erindi þeirra er tek- ið. Það sá ég t. d. á símskeyti, sem framkvæmdastjóri Kirkjumálanefndar Norður- landa sendi fréttamiðstöð sænskra blaða um leið og nefndin fór heimleiðis á þriðjudagsmorguninn 27. þ. m. Hún kom hingað sunnu- daginn 18. júní og var svo önnum kafin, oft fram um og eftir miðnætti, að henni veitti ekki af ,,að fara heim og hvila sig.“ Líklega hefir þorra manna ekki verið vel ljóst að þar voru úrvalsmenn á sviði kirkjumála á ferðinni. Björk- quist Stokkhólmsbiskup, for- maður nefndarinnar, er t. d. talinn meðal fremstu skóla- manna Sviþjóðar. Hann kom á fót „Sigtúnastofnuninni" fyrir eitthvað 25 árum. Þykir sá skóli svo mikil fyrirmynd, að erlendir skólamenn koma þangað úr ýmsum löndum. Álit hans meðal kennimanna sænskra, má nokkuð marka af þvi, að þeir kusu hann til biskupsstóls í höfuðborg sinni, þótt hann væri „leik- maður,“ eða gamall óvígður guðfræðikandídat. Þóttu það tíðindi til næsta bæjar — um Svía, er telja prestsvígslu meira virði, en nágrannar þeirra. Harry Johansson tók við skólastjórn á eftir í Sigtún- um. Hann er og athafnamað- ur um mannúðar- og kirkju- mál. Þýzkur háskóli sæmdi hann doktorsnafnbót í vet- ur sem leið. — Sr. Finn Tul- inius prestur á Sjálandi, kom honum í bréfasamband við mig í haust sem leið viðvikj- andi þessari heimsókn. Prófessor Regin Prenter frá Árósum, er talinn í fremstu röð í guðfræðivísindum Norð- urlanda. Hann var eini nefnd armaðurinn, sem áður hafði ísland séð, og kann íslenzku svo vel, að hann gat flutt stólræðu í Laugarneskirkju á íslenzku. Man ekki eftir að ég hafi fyrri heyrt erlendan Eftir sóra Sig'urbjörn Á. Gíslason. kennimann prédika á mínu máli. Kristján Hanson skrifstofu stjóri í kirkjumálaráðuneyti Norðmanna hlaut þann vitn- isburð kunnugra áður en hann kom: ,,Það er óhætt að treysta þeim manni bæði i trúmálum og öðrum góðum málum.“ Þeir, sem kynntust honum hér I bæ, fallast fús- lega á það. Síðasta dvalar- dag nefndarinnar ætlaði viðtökunefndin að sýna gest- unum bæinn og umhverfiö, en Björkquist biskup tók um 6 stundir dagsins til að ræða um nánari tengdir við kirkju vora. Hanson skrifstofustjóri lagði til í þeim efnum, að komið yrði á mannaskipt- um milli Norðmanna og ís- lendinga til fyrirlestrahalda um kirkjuleg mal. „Að því mun ég vinna, er heím kem- ur,“ sagði hann. Marjonen prófastur frá Ár- bæ í Finnlandi kvartaði und- an því fyrsta daginn, að hann hefði haft of stuttan undir- búningstima til fararinnar, væri því „alókunnugur ís- landi,“ sömuleiðis yfir hinu, að dönskuna skildi hann tæp ast, og ætti því erfitt með að fylgjast með umræðum okkar. En þetta breyttist brátt til batnaðar, — og þeír, sem kynntust honum, sau, að erkibiskup Finna hafði valið vel, er hann kvaddi hann til fararinnar. „Ég vona, að þið lítið inn til mín ef þið komið til Árbæjaír“ — Turku, er finnska nafnið — sagði hann við okkur. Hann var eini nefndarmaðurinn, sem mat- aðist daglega með íslenzkum sveitapresti, sr. Jónmundi Halldórssyni. — Býst ég við að sú viðkynning verði þeim báðum minnisstæð. Konur þeirra Björkquists biskups og Johanssons for- stjóra voru og I förinni. Þær >,stóðu ekki í skugganum" hvorki i trúmálum né öðru. Það varð ég bezt var við í förinni í Vatnaskóg. Og ég sá ekki betur en vinur minn sr. Friðrik Friðriksson tæki fljótlega eftir biskupsfrúnni, þegar þangað kom. Björk- quist biskup var sá eini, sem ekki tók þátt I þeirrí för. vegna þreytu. En hins vegar þá samferða sr. Tulinius, frú hans og sr. Dag Möiler, báð- ir prestar 1 Danmörku, en að nokkru leyti af íslenzkúm ættstofni. Eru þeir báðir miklir íslandsvinir og gest- risnlr við íslendinga í Dan- mörku. Sendinefndin fór hingað á kostnað heimamanna sinna og bað ekki um neina gest- risni hérlendis, en Sigurgeir biskup gekkst fyrir því, að dvölin hér yrði þelm kostn- aðarlaus. Kom þá bókagjöf mikil frá Svíum og Norð- mönnum til biskupsskrifstof- unnar. Biskupshjónin • sænsku bjuggu hjá Sigurgeiri biskupi Johanssons hjónin hjá sr. Jóni Auðuns, Prenter hjá sr. Garðari Svavarssyni, Hanson hjá sr. Jakobi Jónssyni og sr. Marjonen hjá Gísla syni mínum. Nefndinni var boðið til Gullfoss, Þingvalla, Hlíðar- enda í Fljótshlíð og í Vatna- skóg. í þeirri för komu þau að Saurbæ, „prestsetri Hall- gríms Péturssonar.“ Kunni nefndin svo vel sig hjá pró- fastshjónunum í Saurbæ, eina prestsetrinu, sem hún heimsótti, að þegar ég var að hvetja til heimferðar um kl. 11 að kvöldi, var mér svarað; „Nóttin er björt á íslandi, svo ekkert liggur á.“ ,,Þið megið ekki sýna þeim Skálholt,“ var sagt við oss, sem fórum með nefndinni til Geysis og Gullfoss. Og einnig: „Það er of mikið á gestina lagt, að fara með þá í Vatna- skóg sama daginn og þeir prédika i kirkjum bæjarins og sitja á eftir í miðdegis- verði hjá sendiráðinu og öðru stórmenni.“ En þessir tveir staðir: Skál- holt og Vatnaskógur með fjölmenninu, sem þar yar á trúmálafundi, munu samt verða gestunum minnisstæð- astir. „Vér verðum að hjálpa til að endurreisa Skálholt og koma þar á fót kristilegri miðstöð fyrir öll Norðurlönd“, sagði Björkquist. - Og skeyt- ið, sem Johansson sendi sænskum blöðum, sýndi að tilætlun er að hefjast þegar handa um það mál. Um Vatnaskógsmótið og starfið, sem við það er tengt beinlínis og óbeinlínis, var og margt talað hlýlega. En jafnframt var um það spurt, hvort „bibliu samlestrar“ og svipað kristilegt sjálfboða- starf færi ekki víðar fram en meðal þess unga fólks, sem þangað sækir árlega. Ef bardagarnir í Kóreu kveikja ekki allsherjarbál svo að allt fari úr skorðum, verður þessi heimsókn bless- unarrík fyrir kirkju vora og kristnihald. Um það er ég sannfærður. Skoða það bein- linis sem guðsgjöf, eina af mörgum, að hafa fengið tæki faeri til að stuðla að henni — áður en ég fer alfarinn. Það sagði ég biskupi Björk- quist, er hann spurði mig., „hve mér litist á allar þessar ráðagerðir.“ Menn tala um stríð, og það er ekki ástæðulaust, því að ófrið- ur er hafinn í Kóreu. Enginn veit ennþá hvað víðtæk styrjöld verður úr því. Stórveldi Engil- saxa hafa ákveðið að veita íbú- um Suður-Kóreu lið til að halda landi sínu og sjálfstæði. Rússar kalla slíka íhlutun griðrof. Og sumir óttast, að nú sé í raun og veru hafin styrjöld milli Rússa og lýðræðisþjóðanna. Og Reykvíkingar tala um það, að innan skamms muni ósköp- í in dynja yfir. Eftir nokkra daga (verði sprengjum kastað á Reykja vík, kjarnorkusprengjum eða vetnisspr eng j um. Um slíkt er vitanlega erfitt að spá og þó að litlar líkur sýnist til að búast við slíku næstu vik- urnar, erum við auðvitað í hættu, ef til heimsstyrjaldar dregur. Þá eru allir í hættu, hvar sem þeir búa, þó að sleppt sé öllum ýkjufregnum um gjör- eyðingu allrar jarðar. Við slupppum vel í síðustu styrjöld, en ég veit ekki hvernig það hefir verið metið. Sumir segja, að við hefðum haft betra af eyðileggingu og mannraun- um sprengjuárása og bardaga. Vera má, að enn verði tækifæri til að þeir fái bænheyrzlu. Aðrir halda, að nógir peningar séu leiðin til fullkomnunar. Þar sem fólkið hafi nóg að bíta og brenna séu engir vondir. Þar sem fólkihu liði vel séu engir glæpir framdir. — Ég veit ekki, hvort þeim finnst menning Is- lendinga hafa dafnað síðasta áratug í hlutfalli við auraráðin. Sjálfsagt eru þeir til líka, sem segja, að íslenzka þjóðin hafi vanmetið og vanþakkað þá náð og líkn, sem hún naut í síðustu styrjöld, svo að það sé ekki að undra, þó að guðsdómur gangi yfir hana. Þetta allt og margt fleira ræða menn nú, en enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sínu. Ég veit, að okkur hefir margt farizt fávíslega og við höfum að ýmsu leyti af litlu að státa. Þó getum við sjálfsagt gert eitt- Fasteignasöfu- miðstöðin Lækjargötu 10 B. Siml 6536 Annast sölu fastelgna, sklpa, blfrelða o. fl. Enn- fremur alls konar trygging- ar, svo sem brunatryggingar, lnnbús-, líftryggingar o. fl. 1 umboðl Jón Finnbogasonar hjá Sjóvátryggingarfélagl ís- lands h. f. Viðtalstími alla virka daga kl. 10—5, aðra tlma eftlr samkomulagl. hvað í líkingu við þjófinn Grafar-Jón, þegar sálusorg- ari hans spurði hann á bana- sænginni, hvort andskotinn væri nú að sækja eign sína, og Jón benti á fósturbörn sín og sagði: — Þessi halda mér upp úr. — Islenzka þjóðin er hjálp- söm og þrátt fyrir alla hennar léttúð, sem fjarri mér sé að mæla bót, þá hefir hún oft sýnt mannslund og vilja til hjálpar og þarf ekki að nefna nein ein- stök dæmi um það, og ekki skal það leiða til ofmetnaðar. En í sambandi við styrjaldar- hættu vildi ég minna á það, að við erum alltaf í lífshættu. Við vitum aldrei hvort við lifum til morguns. Dauðinn er náttúru- lögmál í tilveru okkar og verður ekki umflúinn. Þá skuld eiga all ir að gjalda. Að vissu leyti er okkur ekki vandara um en öðr- um þjóðum að búa undir morð- vopnunum. Þetta er ekki sagt til að fegra stríðið, sem er bæði ónáttúrlegt og glæpsamlegt. En ég bið ykkur að fyrirgefa, þó ég segi, að mér finnist dauðinn ekki vera það versta í sambandi við styrjaldir. Hitt er miklu ægilegra þegar of- stækið og hatrið ranghverfir mannssálunum, svo að siðmennt aðir menn breytast og verða að grimmum villidýrum. Það er sú hlið stríðsins, sem ec, ægilegust. Þjáningin er sár og ranglætið er viðbjóðslegt, en ægllegust eru mannskemmdaráhrifin. Gætum við svo ekki hugsað okkur aíf reyna, hvað sefn að höndum ber, að verjast því, sem ægilegast er í þessu öllu saman? Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Það er í sjálfu sér ekkert kappsmál að lifa einhvern á- kveðinn árafjölda, nema lifað sé fyrir einhvern tilgang. En við höfum menningu að vernda og ávaxta og sú menning hvílir fýrst og fremst á andlegum þroska og sálargöfgi einstakling anna. Það er andlega lífið, — mannssálin, sem við ættum að reyna að vemda í lífi og dauða, — stríði og friði. Starkaður gamli. Orösending til bænda um Borgarf jörö, Mýrar og Dali Kaupum þvegna og óþvegna vorull fyrir mjög hátt verð. Ullin sótt heim til þeirra sem óska, sé bílfært að bænum. Verzlunarfélag Borgarfjarðar h.f. Borgarnesi. Sími 4 og 44. >♦♦♦♦♦♦♦♦ Frestið ekki lengur, að gerast áskrifendur TÍMANS Auglýsingasími Tímans 81300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.