Tíminn - 01.07.1950, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.07.1950, Blaðsíða 4
I TTÍMINN, laugardaginn 1. júlí 1950. 141. blað Verksmiöjur samvinnufélaganna Samband íslenzkra sam-' vinnufélaga er sem kunnugt j er fyrir alllöngu orðið stærsta verzlunarfyrirtæki hér á landi, enda hefir það á hendi innkaup vara fyrir 55 félög með 30 þús. skráðra félags- manna og selur jafnframt innlendar afurðir fyrir flest þessara félaga. Hitt er almenningi ef til vill ekki jafn ljóst, að Sam- bandið er nú eitt allra stærsta iðnaðarfyrirtæki landsins. — Samkvæmt ársskýrslu 1949, er lögð var fram á aðalfurnd- inum nú nýlega, framleiddu sambandsverksmiðjurnar á þvi ári vörur fyrir 14 y2 millj. króna. Sú tala er þó ekki ein- hlýt til að gera sér grein fyrir þeirri starfsemi, sem hér er um að ræða, og verður þvi síð ar í þessari grein skýrt frá vörumagni í einstökum fram leiðslugreinum. Aldarfjórðungur er nú síð- an iðnaðarstarfsemi var haf- íq á vegum Sambandsins. Sú starfsemi var að vísu ekki mikil fyrirferðar fyrstu árin. Byrjað var á garnahreinsun í Reykjavik og gærurotun (af- ullun) á Akureyri. En um 1930 tók iðnaður Sambandsins mjög að færast í aukana. Þá keypti Sambandið ullarverk- smiðjuna Gefjun af hlutafé- lagi á Akureyri og hóf þegar rekstur hennar. En upp úr gærurotuninni reis skinna- verksmiðjan Iðunn, sem tók að framleiða sútuð skinn, skó o. fl. úr íslenzkum sauðargær- um og stórgripahúðum. Báðar þessar verksmiðjur hafa nú hlotið mikil og góð húsakynni við Glerá í Akureyrarbæ ut- anverðum, og er þar nú mið- stöð þeirrar upprennandi stór iðju hér á landi sem byggð er á hráefnum landbúnaðarins. Enn eru verksmiðjur þessar í vexti og stöðugt unnið að end urbótum þeirra, einkum ull- arverksmiðjunnar, en fram- kvæmdum, sem fyrirhugaðar eru á hennar vegum, er enn hvergi nærri lokið. Nýjum iðngreinum hefir verið komið upp, sem síðar verður að vik- ið, en auk þess rekur Sam- bandið talsverðan iðnað i fé- lagi við K.E.A. á Akureyri og vélsmiðju i Reykjavík, Jötun h.f. Framleiðsla þessara sam- eignarverksmiðja og vélsmiðj unnar er ekki talin í þeirri upphæð (14Vi millj.), sem til- greind er hér að framan. Gefjun. Ullarverksmiðjan Gefjun vann á s.l. ári úr 177 þús. kg. af ull. Sé gert ráð fyrir að ullarframleiðsla landsins sé um 500 tonn (500 þús. kg.) á ári, hefir verksmiðjan unnið úr rúmlega þriðjungi ullar- framleiðslunnar að þessu sinni. Árið 1947 var hafin bygging nýtízku ullarþvotta- stöðvar við verksmiðjuna, og tók hún til starfa á s. 1. ári, þar er hægt að þvo alla ullar- framleiðslu landsins, ef með þarf, og það þótt hún áukizt til muna frá því sem nú er, enda má gera ráð fyrir, að ullarþvottur á heimilum legg- ist niður að mestu. Úr ullinni var unnið að þessu sinni ca. 65 þús. metrar af ýmis konar dúkum, 22 þús. kg. af prjónagarni, 4 þús. kg. af öðru bandi, 96 þús. kg. af lopa og nál. 300 stoppteppi. J Þeir, sem því eru kunnugir, geta svo gert sér grein fyrir, 1 hvað úr þessu sé hægt að fá 1 af fatnáði, en öll framleiðsla samvinnuverksmiðjanna er seld á innlendum markaði. Eins og kunnugt er hefir orðið mjög mikil framför í dúkagerð hér á landi á síðari árum. Myndi hún þó verða mun meiri, ef hægt væri að flytja inn úrvals ullartegund- ir erlendar til að vinna úr á- samt íslenzku ullinni, og gæti án efa verið hagkvæmt að koma á slíkum innflutningi, þegar íslenzkur ullariðnaður er samkeppnisfær við erlend- an iðnað af sama tagi. Telja fróðir menn, að enginn vandi væri að greiða slíkan innflutn ing með fullunnum vörum úr innlendri ull, er selja mætti úr landi. — En að því ber að stefna, að sem mest af þeim ullardúkum, sem þjóðin þarf að nota, sé unnið í ísienzkri verksmiðju og hætta megi að flytja út íslenzka ull óunna. Yrði þetta stórmál án efa bezt leyst á vegum samvinnufélag- anna, og ættu sem flestir að styðja að þvi, að svo mætti verða.. SaumaverkstæSi Gefjunar. Gefjun rekur saumaverk- stæði á Akureyri og i Reykja- vík. Verkstæði þessi saumuðu á s.l. ári rúml. 1400 alklæðnaði karlmanna, rúml. 500 kven- kápur og um 3300 einstakar flíkur. Fataverksmiðjan Hekla Þessi verksmiðja er einnig á Akureyri. Er hér um nýjan iðnað að ræða á vegum sam- vinnufélaganna, sem ætla má að eigi sér mikla vaxtarmögu- leika. í verksmiðju þessari á að framleiða margs konar prjónafatnað úr innlendu og erlendu efni, þar á meðal nær fatnað og undirfatnað úr prjónasilki, og sðmuleiðis vinnufatnað, sem kaupfélög- in hefir skort tilfinnanlega á undanförnum árum. Á s.l. ári voru framleidd í verksmiðj unni sem næst þvi, er hér segir: 5500 sett af nærfötum kvenna. 8100 kvenundirkjólar, nátt- kjólar og pils. 5100 prjónapeysur og jakk- ar. 3700 stk. af prjónafatnaði á börn og unglinga. 28500 pör sokka og leista. 1800 tylftir vasaklúta. Verksmiðjan hefir núe ign- ast vélar til að prjóna nær- fataefni (prjónasilki). og er framleiðsla þess í þann veg- inn að hefjast. Og vonir standa til, að vinnufatagerð- in geti tekið til starfa innan skamms. Iðunn. Skinnaverksmiðjan Iðunn afullaði á þessu ári um 21 þús. gærur og sútaði um 35500 skinn og húðir (bæði naut- gripahúðir og hrosshúðir). Ennfremur framleiddi hún um 41500 pör af ýmis konar skóm, karla, kvenna og barna. Lætur því nærri, að félags- menn í samvinnufélögunum hefðu á þessu ári getað feng- ið skó frá Iðunn handa helm- ingnum af heimilisfólki sínu, ef þeir hefðu einir setið að framleiðslu verksmiðjunnar. Samcignarverksmiðjurnar. Verksmiðjur þær, er Sam- bandið og Kaupfélag Eyfirð- inga eiga sameiginlega, eru sápuverksmiðjan Sjöfn, kaffi bætisgerðin Freyja og Kaffi- brennsla Akureyrar. Allar þessar verksmiðjur eru á Ak- ureyri. Sápuverksmiðjan flram- leiddi á árinu um 125 þús. kg. af þvottadufti, 147 þús. kg. af þvottasápu og blautsápu, 10 þús. tylftir handsápu, 2400 tylftir raksápu, 11 þús. kg. af sóda, lút o. fl., 50 þús. pakka af kertum, 11 þús. dósir af júgursmyrslum og 12 þús. kg. af trélími. Nam framleiðsla þessi nál. 800 þús. kr. á árinu. Kaffibætisgerðin framleiddi vörur fyrir um 150 þús. kr. og kaffibrennslan fyrir 320 þús. kr. Er hér að sjálfsögðu um verksmiðjuverð að ræða. Nokkuð hefiir það dregið úr framleiðslugetu samvinnu- verksmiðjanna á undanförn- um árum, að ekki hefir feng- izt svo margt fólk til vinnu í verksmiðjunum, sem þörf hefði verið á. En alls störfuðu á s.l. ári í verksmiðjum þeim, er hér hafa verið nefndar 350—360 manns, þar af 150 í klæðaverksmiðjunni, 85 í skinnaverksmiðjunni, um 40 í fataverksmiðjunni Heklu og 20 í sápuverksmiðjunni, en 50 á saumastofum og útsölu verk smiðjanna á Akureyri og í Reykjavík. Margir hafa þvi atvinnu við iðnað Sambands- ins, auk þess sem hann stuðl- ar að því að auka verðmæti innlendra hráefna og vinna þeim þar með öruggari mark- að. Hér hefir ekki verið rakin sérstaklega sú starfsemi, sem útflutningsdeild Sambands- ins hefir með höndum og telja má til iðnaðar, svo sem garna hreinsunin, sem fyrr var nefnd, og nú fer fram bæði í Reykjavík og á Akureyri, en á s.l ári voru hreinsaðar á veg um S.Í.S. garnir úr rúml. 200 þús. fjár. Auk hennar má nefna frystihúsið Herðubreið í Reykjavík, sem frysti og geymdi rúml. 2600 tonn af kjöti og öðrum sláturfjáraf- urðum, og reykhús S.Í.S., sem seldi fram undir 290 tonn af hangikjöti. Starfsemi þessara fyrirtækja er heldur ekki með talin 1 umsetningu verksmiðj- anna hér að framan. Á vél- smiðjúna Jötun h.f. hefir áð- ur verið minnst. — Fóður- blöndun hóf S.Í.S. á sJ. ári og voru blönduð 5400 tonn af skepnufóðri. Eigi verður heldur að þessu sinni getið iðnaðarstarfsemi þeirrar, sem rekin er víða um land á vegum einstakra sam- bandsfélaga án hlutdeildar S. Í.S., en sú starfsemi er þegar mikil orðin og fer vaxandi. Má þar t. d. nefna sláturhús og frystihús kaupfélaganna, saumaverkstæði, viðgerðar- verkstæði o. fl., þess er skemmst að minnast, að tvö saipvinnufélög vestanlands, á Þingeyri og Hólmavík, hafa nýlega beitt sér fyrir þvi, að komið var upp fiskimjölsverk smiðjum á félagssvæðum um þeirra. Væri ástæða til að skýra ýtarlega frá þessari starfsemi allri, ef fullnægj- andi gögn væru fyrir hendi. Sums staðar erlendis eru (Framhald á 6. síðu.) Veitingamaður úti á landi skrifar: „Oft má sjá í blöðunum ýmis konar skæting til þeirra, sem fást við veitingarekstur, einkum verður þeim þó tíðrætt um sal- erni veitingahúsa úti á landi. Venjulega eru þetta dylgjur og sleggjudómar í garð veitinga- húsa yfirleitt, en þó stundum látið skína í hvar verst sé, án þess að nefna nöfn, svo að skrif- finnarnir (hvort sem þeir kalla sig Víkverja eða annað) geti náð sér niðri á viðkomendum, vegna einhverra ýfinga þeirra á milli, en veitingamönnum sé erfiðara fyrir að reka af sér rætnina og atvinnuróginn. Ugglaust er salemum veit- ingahúsa víða ábótavant. En það er sannarlega ekki að öllu leyti veitingamönnunum að kenna. Sumir gestanna eiga þar áreiðanlega fyllilega sína sök. Þegar t. d. handklæði og sápa eru höfð i salernum er ekki ó- sjaldgæft að hvort tveggja sé horfið áður en varir og jafnvel „Closettrúllumar“ líka. í skál- arnar er troðið ýmsu rusli og frárennslið stíflað og stundum jafnvel kemur fyrir að gestimir ganga þarfinda sinna á Closett- gólfið, þótt áður hafi allt verið í góðu lagi þar innra. Ég hefi oft séð „snyrtiklefana" hreina og ágæta, en svo sem hálftíma seinna eins og verstu svínastíú. En fyrst þetta er svona, þá þarf að laga þetta, en það er ekki hægt nema með aukinni um gengnismenningu almennings. Auðvitað má segja að nokkuð mætti bæta úr, með því að hafa stöðuga verði við „snyrtiklef- ana,“ en þar sem eru máske venjulega lítil viðskipti, er of mikill kostnaður fyrir veitinga- mennina að halda mann á háu kaupi við svona starf. Tæplega nokkur hæfur maður vill gera það nema fyrir góð laun og hon- um má tæplega ætla annað verk. Annars er þetta hrein áníðsla oft á veitingahúsum, sem standa við fjölfamar þjóðbrautir, að verða að hreinsa „snyrtiklef- ana,“ vegna fjölda manna, sem gera þau ein „viðskipti," að nota aðeins þessi. nauðsynlegu smá- hús. En það er afleiðing van- rækslu þeirra, sem vegunum og umferðinni ráða. En það er fleiri ómenning sumra gesta, sem veitingamenn úti á landi verða að stríða við, heldur en umgengnin í „snyrti- klefunum." T. d. hið sífellda rusl, sem fólk fleigir frá sér hvar sem það er. Bréfadót, sígarettu stubbar, eggjaskurn, dósadrasl og alls konar óþverri hálfþekur oft slóðir ýmsra ferðamanna, svo að hin mesta ömun er að. Þá er það líka f gestastofum hinn sífelldi kæfandi tóbaks- reykur og aska á undirskálum, bollum, diskum, borðum, dúkum og gólfi. Og jórtur-gúmmíið, sem er klest á sömu staði, er líka hið viðbjóðslegasta. Svona má lengi telja ýmsa hluti, sem virðast eins og fastar fylgjur ótrúlega margra gesta. Þá eru skemmdarverk algeng, svo sem að krota út hurðir og veggi, slíta blóm upp rétt við húsveggina og stundum skógar- hríslur, þar sem þær eru. Virðist engu betra í þessum efnum fólk, sem er búið að vera í skólum í 7—10 ár, þótt alltaf sé fjöldi af alls konar fólki líka, sem gengur vel um, þar sem það fer. Sýnist að skólanir ættu að kenna og venja nemendur sina á hina einföldustu og sjálfsögð- ustu umferðamenningu. Og blöð og útvarp ættu að gera sitt tH að hafa áhrif á almenning til bóta í umgengni, en vera ekki aðeins að vandlæta yfir veit- ingamönnunum, sem eru að bazla — oft við mikla erfiðleika — við að halda uppi gestaheim- ilum hér og þar um landið.“ Eitthvað mun nú hafa verið talað um slæma umgengni, en seint verður góð vísa of oft kveðin. Starkaður gamli. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför mannsins míns, föður okkar og tengdaföður, HANNESAR ÓLAFSSONAR. Svafa Þorsteinsdóttir, börn og tengdabörn. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför GUÐRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR Hávarðskoti, Þykkvabæ. Vandamenn. Fresfið ekki lengur, að gerast áskrifendur TÍMANS Auglýsingasími Tímans 81300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.