Tíminn - 01.07.1950, Síða 6

Tíminn - 01.07.1950, Síða 6
6 TTÍMINN, laugardaginn 1. júlí 1950. 141. blaff TJARNARBID Glitra daggir« grær fold Þessi ágæta mynd hefir nú slegiö öll met hér á landi, hvað aðskn snertir. Hún verður aðeins sýnd um þessa helgi. Sýnd kl. 9. Prestur og hnefa- leikamaður Ný skemmtileg og vel leik in sænsk mynd. Sýnd kl. 3, 5 og 7 Sala hefst kl. 11 f. h. N Y J A B I □ Lokað 1. til 15. júlí TRIPDLI-BID ALASKA Afar spennandi og viðburða- rík, ný amerísk mynd, frá dögum gullæðisins, byggð á samenfdri skáldsögu eftir Jack London. Aaðalhlutverk: Kent Taylor Margaret Linðsay John Carradine Dean Jagger. Sýnd kl. 5, 7 og 9 Bönnuð börnum innan 16 ára Lokað 1. til 15. júlí 119 iti ÞJÓDLEIKHÚSID í FÉLAG ÍSL. LEIKARA sýnir í slandshiuhhuna í kvöld kl. 20, til ágóða fyrir styrktarsjóð sinn. Uppselt. Gísli stefnir (Framhald af 5. siOu.) fold og Verffi, en ekki í Mbl. Hitt vita menn ekki, hvort sú skuld hefir verið greidd né heldur á hvern hátt, ef svo hefir veriff. Hitt verður nú árætt aff endurtaka, hvort sem það móðgar Gísla Jónsson effa ekki, að almenningur er van- ari annarri skattheimtuað- ferð en þeirri, að menn geti eftir margra ára gjaldlfrest samið um að láta einhvers konar eignir upp í þinggjald sitt og það 4 hærra verði en aðrir vilja kaupa. Og almenn ingur í landinu mun ekki telja það neitt siðleysi þó að þetta sé nefnt. Og ham- ingjan forði heiðri þeirra, er sjálfir telja verkin sín af því tagi, aff þeir leita á náðir réttvísinnar eftir ógildingar- dómi á „ærumeiðingum“, þegar rétt og siðlega er sagt frá athæfi þeirra. En þaff verður hver svo aff liggja, sem hann hefir um sig búið. Ö+Z Oltbreiiii Tintahh Hrói höttur hinn söngelski Æfintýraleg og spenn- andi söngmynd. Aðalhlutverk leikur og syngur einn af bestu söngv urum frakka Georges Guétary ásamt Jean Tissier Milan Parély. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9 3ÆJARBÍÓ HAFNARFIRÐI Handan við gröf og dauða Bráðskemmtileg ný sænsk gamanmynd. Aðalhlutverk: Nils Poppe Sýnd kl. 7 og 9 Simi 9184 Blml Sim. Þegar kötturinn er ekki heima Afar fyndin dönsk gam- anmynd. Aðalhlutverk: Gerda Neumann Svend Asmunssen Ulrik Neumann Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9 GAMLA BÍ□ Striðsglæpa- ínaðuriun Hin spennandi og vel leikna ameríska leynilög- reglumynd, með Sýnd kl. 9 Hollywood lokkar Sprenghlægileg skopmynd með Red Skelton og Virginia O’Brien Sýnd kl. 3, 5 og 7 . Sala hefst kl. 11 f. h. Verksm. samvinnu- félaganna (Framhald af 4. slSu.) samvinnufélögin og sambönd þeirra komin lengra á veg en hér í þessum eínum, enda um lengri starfstima að ræða og meira fjármagn fyrir hendi. Sé tekið tillit til fólksfjölda, er þó vafasamt, að nokkur þjóð eigi meiri samvinnuiðn- að en íslendingar. Er þess þá jafnframt að vænta, að ís- lenzkur samvinnuiðnaður verði rekinn með eigi lakari árangri en samvinnuiðnaður annara þjóða, og er full á- stæða til að ætla að svo geti orðið, er náðst hefir það jafn- vægi, sem að ber að stefna, í atvinnulífi og fjármálum þjóðarinnar. ftughjAiÍ í TifttaHum TAPAST hefir frá BORG í Eyrarbakka hreppi rauður hestur, ljósari á tagl og fax, með lítilli stjörnu í enni. Mark, biti aft- an hægra ,sýlt vinstra og standfjöður framan. Þeir, sem kynnu að hafa orðið hestsins varir, eru vin- samlegast beðnir að gera mér aðvart. Eyrarbakka 27. júní 1950 Þórffur Ársælsson. ELDURINN gerlr ekki boS á undan sérl Þeir, sem eru hyggnlr tryggja straz hjá SamvLnnutryggingum JOHN KNITTEL: FRÚIN Á i | GAMMSSTÖÐUM 1 --------------- 44. DAGUR -----------------------— — Ég hefi hugsað mikið um þetta, Anton Möller, svaraði hún. En ég veit ekki, hvað ég á að gera. — Ég vil ekki, að þú kallir mig Anton Möller, sagði hann. — Hvað á ég þá að kalla húsbóndann? — Anton — ekkert nema Anton. — Það hefir konan þín sáluga kallað þig. — Nei. Hún kallaði mig Jakob. Hann þrýsti hönd hennar og virtist hugsi. —■ Teresa, sagði hann allt í einu. Ég held, að þú munir elska mig, ef þú vilt bara reyna að gera það. Það var eitthvað í raddhreimnum, sem snart innstu hjarta- rætur hennar. Hún hallaði sér aftur á bak, lokaði augunum og roðnaði upp í hársrætur. — Þú ætlar þá að verða konan mín, sagði hann. — Já. A'ugu hans ljómuðu af ósegjanlegum fögnuði. .— Nú verður þú að kyssa mig, svo að ég viti, að þú segir þetta satt. Hún hallaði andlitinu að öxl honum. — Gráttu ekki, sagði hann ástúðlega. Það væri ekki góðs viti. — Ég get ekki annað, stamaði hún. — Nú! Þá veit maður það, sagði hann, og var nú orðinn sjálfum sér líkur. Já, náttúrlega. Allt er í upphafi örðugast. Hann kyssti hana mjúklega. Hún var með grátstafinn i kverkunum, og hann kreisti svo fast hönd hennar, að hana verkjaði. Kvíðafull spurði hún sjálfa sig, hvort þetta væri hin mesta hamingja, er henni gat hlotnazt. Þau óku aftur heim að sjúkrahúsinu klukkutíma síðar. Áður en þau stigu út úr bifreiðinni, laut Anton Möller að henni og mælti: — Nú erum við heitbundin í augum guðs og manna. Ég geri það undir eins heyrinkunnugt. Nú skal hyskið á Gamms- stöðum gapa af undrun. Og kjaftasögurnar skulu verða þagg- aðar niður í eitt skiptið fyrir öll. Við verðum gefin saman í kirkj u, Teresa, eins og vel kristnu fólki sæmir, og brúðkaups- veizlan skal verða mikilfenglegri en dæmi eru um hér í sveit á seinni árum. — En ég er kaþólsk, sagði Teresa. — Það skiptir engu máli, hvað þú ert. Þú verður það, sem ég er — mótmælandi. Þú skalt bara trúa því, að guð sé til, en láta hitt allt sigla sinn sjó. Teresa leit á hann höfgum augum. Allt í einu var sem hún sæi lif sitt í einni svipan. Þúsund myndir frá liðnum dögum birtust henni eins og leiftursýn. Öll örlög hennar tóku á sig gervi og störðu á hana með sömu gráu, góðlátlegu augunum og maðurinn, er sat við hlið hennar. — Anton, hvíslaði hún. Er þetta satt? Getur þetta verið veruleiki? Það greip hann ofsafengin þrá. Hjartað barðist í brjósti hans. — Já, hvíslaði hann aftur í eyra henni. Þú ert falleg stúlka. Ég vil greiða götu þína og gera þér lífið unaðslegt. Ökumaðurinn leit um öxl. — Var það ekki hérna, sem ég átti að nema staðar? spurði hann. Teresa roðnaði. — Hann heyrir, hvað við segjum, sagði hún. — Það gerir ekkert til. — Jú, það var hér. — Þakka yður fyrir, sagði maðurinn. Skyndilega færðist gleðisvipur á Teresu. Hún brosti. Og svo þrýsti hún hönd Antons Möllers. — Þú mátt ekki fara strax, Anton, sagði hún. Þú verður að koma inn og drekka með mér kaffi. — Eins og ég vilji það ekki, svaraði hann. — Jæja. Komdu Anton, Anton, Anton, sagði hún hlæjandi. Heyrirðu ekki sjálfur, hvað það er fallegur hljómur í þessu nafni: Anton! Og hvað það var skrítið, hvernig þetta gerð- ist! Hann borgaði bifreiðastjóranum og gekk á eftir henni inn í húsið. Hún bað um kaf.fi og smurt brauð og hunang handa tveimur. Og hún vildi, að sér yrði fært þetta út að stóra perutrénu. Hann var eina klukkustund hjá Teresu. Hún fann, hve mikilli hlýju stafaði frá þessum manni. Allt, sem hann sagði og gerði, var svo blátt áfram og eðlilegt, svo afdráttarlaust

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.