Tíminn - 07.07.1950, Síða 2

Tíminn - 07.07.1950, Síða 2
2 TÍMINN, föstudaginn 7. júlí 1950 146 blaS I nótt Næturlæknir' er í læknavarð- stofunni sími 5030. Næturvörður er í Ingólfs apóteki, sími 1330 Útvaroið Föstudagur 7. júlí • 8.30—9.00 Morgunútvarp. — 12.10—13.15 Hádegisútvarp. 15.30—16.25 Miðdegisútvarp. — 16.25 Veðurfregnir. 19.25 Veð urfregnir. 19.30 Tónleikar: Har- monikuiög (piötur). 19.45 Aug- iýsingar. 20.00 Fréttir. 20.30 Útvarpssagan: „Ketillin“ eftir V/ilÍiam Heinesen; X. (Vil- hjálmur S. Vilhjálmsson rit- höfundur). 21.00 Tónleikar (plötur). 21.05 Frá útlöndum (Jón Magnússon fréttastjóri). 21.20 Auglýst síðar. 22.10 Fréttir og veðurfregnir. 22.20 Vinsæl lög (plötur). 22.30 Dag- skrárlok. Hvar eru skipin? Ríkisskip. Hekla fór frá Reykjavík kl. 21 í gærkvöldi til .Glasgow Esja kom til Reykjavíkur í gær- kvöld að austan og -norðan. Herðubreið er á Austfjörðum á norðurleið. Skjaldbreið er á Breiðafirði. Þyrill var á Siglu- firði í gær. Ármann fer frá Reykjavík síðdeais í dag til Vestmannaeyja. Eimskip. Brúarfoss er í Reykjavík. Dettifoss fer frá Reykjavík kl. 12.00 á hádegi í dag 6.7. til Hull, Rotterdam og Antwerpen. Fjall foss fór frá Leith 3.7. til Halm- stad í Sviþjóð. Goðafoss fer frá Reykjavík 5.7. til Hamborgar Gullfoss kom til Kaupmanna- hafnar í morgun 6.7., og fer þaðan 8.7. til Leith og Reykja- víkur. Lagarfoss fór frá Akra- nesi 29.6. til New York. Selfoss er í Borgarnesi. Tröllafoss fór frá New York 30.6. til Reykja- yíkur. Vatnajökull er í Kefla- vík. Fer væntanlega frá Reykja vík í kvöld 6.7. til New York. Sambandsskip. M.s. Arnarfell er í Sölvesborg. M.s. Hvassafell er í Reykjavík. Tímaritið Allt til skemmtunar og fróð- leiks, júlíhefti, er nýkomið út." Af efni þess má nefna sögurnar: Ástin sigrar að lokum, Eftir 22 ár, Sakleysi eftir Balzac, Ástar- saga frá miðöldum eftir M. Twain. Þá er tónlistarsiða, flugsíða, húsmæðrasíða, skák- síða, bridgesíða og íþróttasíða. Myndasagan Daniel Boone og fjöldi annara greina eru í tímaritinu bæði til fróðleiks og skemmtunar. Flugferðir Loftleiðir h.f. Innanlandsflug: 1 dag er áætlað að fljúga til Vestmanna eyja kl. 13,30, til Akureyrar kl. 15,30. Auk þess til Isafjarðar og Siglufjarðar. Á morgun er áætlað að fljúga til Vestmannaeyja, Akureýrar, Isafjarðar. Auk þess til Isafjarð- ar , Patreksfjarðar og Hólma- víkur. Utanlandsflug: Geysir er í Grænlandsflugi. 1 fyrrasumar fluttu vélar flug félagsins LOFTLEIÐIR H.F. leiðangursmenn danska vísinda mannsins dr. Lauge Koch írá Danmörku til Grænlands, en dr. koch hefir bækistövar á Ella-ey við austurströnd Græn- lands, og vinnur þar að rann- sóknum ýmiskonar. Samningar hafa nú enn tekist mili Loftleiða og dr. Koch um flutninga í sumar og er gert ráð fyrir að fluttir verði rúm- lega 100 leiðangursmenn frá Danmörku til > Grænlands. Hingað munu þeir koma með Geysi millilandaflugvél Loft- leiða, en héðan munu þeir fara með ,,Vestfirðing“, Catalínuflug bát félagsins. Verða þeir enn fluttir til Ella-eyjar. Fyrsti hópur leiöangurs- manna þessara mun komá hingað til Reykjavíkur frá Danmörku 10. þ.m., en hinn síðasti 19. júlí. Héðan verða þeir svo fluttir jafnóðum og veðurskilyrði leifa. Úr ýmsum áttum Lík finnst í hafi Togarinn Hvalfell kom til Reykjavíkur í fyrrinótt með lik er fundist hafði 80 sjómílur vestur af Snæfellsnesi. Líkið Var allmikið skaddað. Rann- sóknarlögreglan í Reykjavík fékk líkið til athugunar. Lát af völd- um bílslyss Síðastliðinn þriðjudag varð maður að nafni Steingrímur Benediktsson fyrir bifreið hér i bænum og hlaut svi al- varleg meiðsl af að hann lézt af völdum slyssins í Land- spítalanum í fyrradag. Steingrímur heit'nn var frá Siglufirði. Slysið vildi t’l á Hverfisgötu á móts vð Gas- stöðma. Ef nahagsmálar áð- stefnan í París Fundur efnahagsmálastofn unar Evrópu hélt áfram í Par ís í gær. Stícker fjármálaráð- herra Hollands var í forsæti. Cripps, fjármálaráðherra Breta flaug til Parísar í gær 'til að taka þátt í ráðstefn- unni. Ali Kahn í London Ali Kahn forsætisráðherra Pakistan, sem dvalið hefir í Bandaríkjunum síðustu vik- urnar í boði Trumans forseta er kominn til London og mun dvelja þar nokkra daga enn. í gær var hann í boði brezku konungsfjölskyldunnar og mun verða það unz hann fer heim til Indlands. Nýtt hámarksverð á kaffibæti Innflutnings- og gjaldeiris deild Fjárhagsráðs hefir á- kveðið nýtt hámarksverð á kaffibæti og verður það fram vegis sem hér segir; Heildsöluverð án söluskatts kr. 7.28 do með söluskatti Ilæringur. (Framhald af 1. síðu.) þeir, er kröfur hefðu á Hær- ing, gætu ekki gengið að veð- inu á leigutímanum og stöðv- að rekstur í miðjum klíðum. Sömuleiðis spurðist hann fyr- ir um vátryggingu skipsins, rekstararlán til starfrækslu á Seyöisfirði, sktildir félagsins, sem á Hæring og rekstrar- kostnað við bryggju hér í Reykjavík. Væri æskilegt, að óbreyttir^ bæjarfulltrúar fengju að sjá reikninga og plögg Hærings. Loks tafdi hann það mjög óvenjulegt, að leigusali skyldi einn haía gert áætlun um rekstur á Seyðis- firði, en ekki Reykjavíkur- bær, annar leigutakinn. Einkaframtakið og Hæringur. Sú samningsgrein, þar sem ákveðið væri, að ekki skyldi greiða leigu af skipinu, liti vel út á pappírnum. Kæmi ein- hverjum kannske einkenni- lega fyrir sjónir, að flokkur einkaframtaksins skyldi ekki heldur hafa leitað til annarra en opinberra aðila um rekst- ur skipsins, úr því að sjálft félagið, sem á Hæring, réðst ekki í að gera hann út. En ef skoöað væri niður í kjölinn, þá kæmi það sennilega ekki af góðu. Áhætta væri svo mik il og rekstur skipsins svo tví- sýnn, að einkaframtak hefði senniiega ekki verið ginn- keypt fyrir þessum leigumála. Það, sem hér væri að gerast, væri því i rauninni það, að félagið Hæringur, sem Reykja vlkurbær væri fjórðungsaðili að, væri að koma af sér áhætt unni og láta bæinn taka á sig helming áhættunnar. Hitt sagði Þórður, að væri tvímælalaust fengur fyrir bæ inn, að losna við Hæring úr höfninni, og vonandi væri ár- angur þessara fyrirætlana yrði ekki verri en svo, að Reykjavíkurbær slyppi við nýjar álögur af þessum sök- um. Brást reiður. Jóhann Hafstein brást reið ur við þessum hógværu íyrir- spurnum og skymsamlegu varnaðarorðum. Flutti hann ræðu um það, hversu glæsi- lega horfði nú um rekst- ur síldarverksmiðja, og vakti það furðu, að hann, sem for- maður stjórnar Hærings, skyldi vilja láta slikt happ sleppa úr hendi félags síns. Fyrirspurnum Þórðar svaraði hann sumum, en leiddi aðrar hjá sér. Skuldir þær, sem Hæringi hefðu safnazt við bryggju hér, sagði hann tvær milljónir, rekstrarlán væri tryggt hjá Landsbankanum og Sjóvátryggingarfélagið hefði tekið að sér tryggingu á skipinu í sumar, gegn ein- um af hundraði af sextán milljón króna tryggingarupp- hæð. 7.50. Smásöluverð án sölu- skatts í smásölu 8.28 do með söluskatti kr. 9.00. (Frá verðlagsstjóra) iiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiii Stjörnu-kabarettinn sýnir næstu daga á Norður- og Austurlandi. | Auk þess í Stykkishólmi, Akranesi og í Borg- I arfirðinum. 2 Komið á sýningar STJÖRNU-KABARETTSINS og | | njótið fjölbreyttar skemmtunar fyrir lágt verð,. STJÖRNU-KABARETTINN MMMiiiiiiiiuiiimiMMiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiin.imiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiMMiiiiiiiii Frá Gagnfrœðaskólunum í Reykjavík Þeir unglingar, sem luku unglingaprófi s. 1. vor (fædd- ir 1936,) og aðrir, sem óska eftir framhaldsnámi, fá jskólavist í þriðjubekkjum Gagnfræðaskóla Austurbæj- ar og Gagnfræðaskóla Vesturbæjar eftir þvi sem hús- rúm leyfir. Skrásetning þessara nemenda fer fram í skólunum dagana 10.—12. þ. m. kl. 4—7 síðd. Ef ekki verður rúm fyrir alla, sem sækja, verður einkunn við unglingapróf látin ráða. Um skyldunámið (1. og 2. bekk) verður tilkynnt í september. Gagnfr.skóli Austurbæjar. Sími 3745. Ingimar Jónsson. Gagnfr.skóli Vesturbæjar. Sími 1387. Guðni Jónsson. Landsmót Ltmdssamband hestamannafélaqa verður haldið á Þingvöllum 6.—9. júlí. Þar verða sýnd 82 úrvalshross viðsvegar af landinu og um.40 afkvæmi 9 eldri stóðhestanna hefir dómnefnd þegar skoðað og dæmt. — Sýndir verða 23 stóðhestar, tamdir 33 reiðhryssur 26 úrvalsgæðingar. og 53 hestar taka þátt i kappreiðunum — 16 skeið- hestar og 37 stökkhestar. Mjög há verðlaun verða veitt. Sýning og kappreiðar standa yfir fyrir almenning bæði laugardag og sunnudag. — Það verður fögur sjón að sjá sýningarhrossin og það verður líka lær- dómsríkt. Fjölmennið á Þingvöll. Tjaldstæði fást hjá Þingvallaverði Hornamúsík Dans á kvöldin — Ölvun bönnuð - Landssamband hestamannafélaga Fyrirliggjandi: Alikálfakjöt Nautakjöt Kýrkjöt Ærkjöt Folaldakjöt. Sími 2678. Samband ísl. samvinnufélaga Sími 2676

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.