Tíminn - 07.07.1950, Qupperneq 5
146. blað
TÍMINN, föstudaginn 7. júll 1950
5
Fösíud. 7. jtífí
Síldarverðið
Eins og skýrt var frá í blað
inu í gær, hefir stjórn síldar-
verksmiðja ríkisins nú gert
tillögur sínar um bræðslu-
síldarverðið í sumar. Sam-
kvæmt þeim kaupa síldarverk
smiðjurnar málið fyrir kr.
65,00 og er það kr. 25,00 hærra
en í fyrra. Þá verður þeirri
reglu fylgt áfram, að þeir út-
gerðarmenn, sem þess óska,
geta lagt inn síldina og feng
ið strax greidd 84% af áætl-
unarverðinu eða kr. 55,00 fyr
ir málið, en afganginn siðar
eftir því, sem afkoman kann
að verða hjá verksmiðjunum.
Bæði fultrúar Alþýðuflokks
ins og Sósialistaflokksins í
verksmiðjustjórninni komu
með yfirboðstillcgur um
hærra verð. Fulltrúar komm-
únista, lagði til að verðið
yrði kr. 75,00, en fulltrúi Al-
þýðuflokksins, að það yrði
kr. 65,00—75,00 eftir þvi hve
mikill síldaraflinn yrði.
Það hefði vissulega verið
æskilegt, að hægt hefði ver-
ið að ákveða síldarverðið
hærra en meirihluti verk-
smiðjustjórnarinnar hefir
lagt til. En þess ber að gæta
1 þvi sambandi, að einnig verð
ur að hugsa um rekstraraf-
komu síldarverksmiðjanna og
ekki má tefla á svo tæpt vað,
að þar sé stefnt í óefni. Al-
veg sérstaklega er ástæða til
að benda á það í þessu sam-
bandi, að með hinum frægu
verksmiðjubyggingum, sem
kenndar eru við „nýsköpun-
arstjórnina“ og Áka Jakobs-
son, hefir síldarverksmiðjum
ríkisins verið bundinn baggi,
er óhj ákvæmilega verður
þess valdandi, að nú og á
næstu árum verður að ákveða
síldarverðið til útvegsmanna
og sjómanna mun lægra en
ella hefði þurft. Þessa mega
sjómenn og útvegsmenn vel
minnast, er kommúnistar tala
af mestum fláttskap um vel-
vilja sinn í garð útvegsins.
Þá virðist það ekki óvið-
eigandi í sambandi við þessi
yfirboð kommúnista og Al-
þýðuflokksins, að -þessir að-
ilar væru spurðir um það,
hverjar hefðu orðið tillögur
þeirra um síldarverðið, ef
krónan hefði ekki verið lækk
uð í vetur. í fyrrasumar var
Alþýðuflokkurinn því fylgj-
andi að síldarverðið yrðið á-
kveðið kr. 40,00 en síðan hef
ir verðlag lækkað erlendis á
ýmsum síldarafurðum. Sam-
kvæmt því hefði þurft nú að
ákveða bræðslusíldarverðið
undir kr. 40,00. ef hliðsjón
hefði verið höfð af verðákvörð
unni 1 fyrra og engin gengis-
lækkun hefði átt sér stað.
Hversu mikil síldveiði myndi
hafa orðið í sumar, ef bræðslu
sildarverðið hefði verið tals-
vert innan við kr. 40,00?
Svarið við þessari spurnigu
upplýsir það til fullnustu, að
gengislækkunarinnar var
ekki aðeins þörf vegna þorsk
veiðanna, heldur engu sfður
vegna síldveiðanna. Þær
hefðu stöðvast alveg eins og
þorskveiðarnar, ef ekki hefði
verið gripið til gengislækkun
arinnar.
Gengislækkunin var þann-
ig óhjákvæmileg neyðarráð-
ERLENT YFIRLIT:
Keppnin um Antarktis
Rússar hafa nii bæst í hópinn os* g'cra kröf
nr til réttinda þar.
Fyrir nokkru sendi rússneska
stjórnin ríkisstjórnum átta
landa, þ. e. Bandaríkjanna,
Bretlands, Frakklands, Noregs,
Ástralíu, Argentínu, Chile og
Nýja-Sjálands, orðsendingu
varðandi Antarktis, hið mikla
jöklaland, sem liggur umhverf-
is suðurheimskautið. 1 orðsend
ingu þessari fór stjórn Sovét-
ríkjanna fram á, að henni yrði
tryggð full hlutdeild í stjórn
þessa landssvæðis og framtíð
þess yrði ekki ráðið til lykta,
án samþykkis hennar.
Ekkert af umræddum löndum
hefir enn svarað orðsendingu
Sovétríkjanna, enda má vel
vera, að þau beri saman ráð
sín áður. Annars fer því fjarri,
að þau séu að öllu leyti sam-
mála um skiptingu Antarktis,
því að innbyrðisdeila stendur
milli þeirra um einstök svæði
þess. Það er því enn alveg á
huldu hvernig framtíðar-
ráðum Antarktis . verður hátt-
að. Átta ríki eða öll framan-
greind ríki, sem Rússar skrif-
uðu hafa helgað sér viss land-
svæði þar, en ekki fengið
neina formlega viðurkenningu
á þeim yfirráðum sínum.
Kröfur um yfirráð
á Antarktis.
Það gerir deiluna um Ant-
arktis erfiðari úrlausnar, að ekki
er hægt að styðjast við nein
fordæmi. Á norðurpólssvæðinu,
sem hefir verið mun betur
kannað, hefir ekkert land fund
ist og fordæmi er því ekki að
fá þaðan. Þó hefir það nokkru
sinnum komið til orða, þótt
formlega hafi ekki verið frá
því gengið, að finndist land á
norðurpólssvæðinu skyldi það
tilheyra því ríki, er væri næst
því í suðri. Þessa reglu vilja nú
ýms ríki heimfæra upp á
Antarktist. Þó getur það orð-
ið erfitt í sambandi við þann
hluta Antarktis, sem liggur suð
ur af Suður-Ameríku. Chile og
Argentína gera nú kröfur til
þessa hluta Antarktis, en Bret
ar hafa yfirráð á Falklands-
eyjum, sem liggja á milli megin
lands Suður-Ameríku og Ant-
arktis. Við hliðina á þessu um-
deilda hluta Antarktis er land-
þvæði það, sem Norðmenn hafa
tileinkað ‘sér. Vesturhluti þess
snýr að opnu Atlantshafinu, en
austurhluti þess teygir sig upp
að Suður-Afríku, sem engar
kröfur hefir gert í sambandi
við Antarktis. Hinsvegar krefst
Ástralía umráða yfir allri
strandlengju Antarktis, sem er
suður af Ástralíu eða snýr að
Indlandshafi. Þó hefir hún und
anskilið lítinn skika á þessu
svæði, en hann hafa Frakk-
ar helgað sér. Þá krefst
Nýja-Sjáland þess hluta Ant-
arktis, er snýr að suðurhluta
Kyrrahafs. Enn er þá éftir nokk
ur skák af Antarktis, sem Banda
ríkin gera nú tilkall til.
•
Eyðilegt land.
Fljótt á lltið virðast þessar yf
irráðakröfur næsta fufðulegar.1
Antarktis er að vísu stórt land
eða í kringum 5 milljón fer- j
milur að flatarmáli. Hinsvegar
er ekki annað vitað en það sé
nær allt jökli hulið og því ólik- j
legt, að þar geti nokkurntíma j
orðið byggð. Hálent er með
ströndum fram og er meðal- J
hæð strandfjallanna talin vera
um 6000 fet, en víða ná þau
allt að 15,000 feta hæð. Nær
aldrei rignir á Antarktis og
snjókoma er þar furðu litil.
Gróður er enginn, nema mosi á
einstaka stað, landdýralíf ekk-
ert, en nokkuð af sjófuglum og
allmikið af ýmsum sel- og hval-
tegundum. - Annars er landið
enn lítt rannsakað, og sá orð-
rómur hefir komist á kreik, að
Þjóðverjar hafi á stríðsárunum
fundið þar allstórt autt land-
svæði og hafzt þar við. Marga
vísindaleiðangra er nú verið að
undirbúa til rannsókna á Ant-
arktis og nokkrir eru þegar
komnir þangað.
Áður fyrr hafa margir rann-
sóknarleiðangrar verið farnir
til Antarktis. Fyrir og eftir síð-
ustu aldamót var það mikið
keppikefli landkönnuða, að
verða fyrstir á suðurpólínn. Ár-
ið 1911 kepptu þeir um þennan
vegsauka Bretinn Robert F.
Scott og Norðmaðurinn Roald
Amundsen. Amundsen varð
hlutskarpari. Hann dró norska
fánan þar að hún 11. desem-
ber 1911, en Scott kom þang-
að ekki fyrr en 18. janúar 1912.
Á heimleiðinni fórst Scott og
fylgdarmenn hans, en líkin
fundust, ásamt dagbók Scotts,
en hann hafði haldið áfram
að rita hana til nær hinstu
stundar.
Hvað veldur keppninni
um Antarktis?
Þau ríki, sem gera landakröf-
ur í sambandi við Antarktis
Vishinski, sem lætur nú
einnig mál Antarktis til
sín taka.
byggja þær fyrst og fremst á
því, að þau stundi þar hval-
veiðar og þurfi að halda á að-
stöðu í landi í sambandi við
þær. M. a. tilgreina Sovétríkin
hvalveiðarnar sem aðalatriði í
áðurnefndri orðsendingu sinni.
Þá minnast þau einnig á það,
að mikilvægt sé að sem flest
ríki geti haft þar aðstöðu til
veðurþjónustu. Þessar tvær
ástæður færa þau einkum fram
til 'réttlætingar þeirrar kröfu,
að framtíð Antarktis verði ekki
ákveðin, án samráðs við þau.
Þriðja ástæðan, sem mun
eiga sinn þátt í landakröfum
þessum, er sú, að ýmsir telja,
að góðmálma muni vera að1
finna á Antarktis og geti ver-
ið skilyrði til að vinna þá með
góðum árangri. Meira styðst
þetta þó við ágiskanir en örugg
ar rannsóknir.
Loks er sú ástæðan, að þýð-
ingarmikið getur verið að geta
haft bækistöðvar á Antarktis í
ófriði og liggur sá grunur á, að
þýzkir kafbátar hafi haldið þar
til í síðari heimsstyrjöldinni.
Ýms blöð telja, að það hafi ekki
síst verið þetta sjónarmið, sem
hafi komið Rússum til að senda
umrædda orðsendingu.
stöfun, eins og komið var, ef
sjávarútvegurinn hefði ekki
alveg átt að stöðvast. Illir
stjórnarhættir og óhóf á
liðnum gróðaárum gerðu óum
flýjanlegt að þessi neyðar-
ráðstöfun yrði gerð. Því er
ekki að neita, að hún kemur
að mörgu leyti hart við al-
menning, en þó er það ekki
nema lítilsvert hjá því, sem
orðið hefði, ef stjórnarstefna
undanfarinna ára hefði verið
látin ganga sér til húðar og
atvinnuvegirnir látnir stöðv-
ast alveg.
í blöðum kommúnista og
jafnaðarmanna má nú lesa
ítarlegar lýsingar á því at-
vinnuleysi, sem er að skapast
hjá ýmsum iðnstéttum vegna
efnisskorts. Því miður eru
þessar lýsingar að mestu eða
öllu réttar. Þó er þetta ástand
sem þær lýsa, ekki nema
svipur hjá sjón samanborið
við það, sem orðið hefði, ef út
flutningsatvinnuvegirnir
hefðu alveg stöðvast, eíns og
orðið hefði, ef gengislækkun
in hefði ekki verið gerð.
Vegna hennar er nú einmitt
von til þess, að síldveiðarnar
kunni að geta bætt nokkuð
úr þeim efnisskorti, er gjald-
eyrisleysið veldur. Þannig
sannast nú á margan hátt
skammsýni þeirra, sem
heldur kusu aðgerðarleysið
og hrunið en þessa viðnáms-
ráðstöfun þótt nokkrir örðug
leikar geti fylgt henni í bili.
Þetta væri fulltrúum stjórn
arandstæðinga nær að hug-
leiða en að koma fram með
yfirborðstillögur í sambandi
við síldarverðið. Þeir slá sig
ekki til riddara með því né
með því að mála afleiðingar
gjaldeyrisskortsins dökkum
litum. Hvortveggja minnir
aðeins á það, að þeir höfðu
ekki upp á annað að bjóða
en það, sem gert hefði skort-
inn miklu meiri og tilfinnan-
legri.
Raddir nábáanna
Alþýðublaðið ræðir í gær
um áróður kommúnista gegn
kjarnorkusprengjunni, sem
hafi þó haldið árásaröflunum
í skefjum meira en nokkuð
annað. Það segir síðan:
„En það er einmitt þess
vegna, sem „friðarávarp"
þeirra leggur svo einhliða á-
herzlu á það, að notkun kjarn
orkuvopna í hernaði sé bönn-
uð. Þeir vilja fá frjálsar hend
ur til þess að ráðast á lýðræð-
isþjóðirnar og þær þjóðir, sem
með þeim standa — með
skriðdrekum, sprengjuflugvél
um, fallbyssum, vélbyssum,
handsprengjum og öðrum
morðtólum, sem Rússar hafa
á að skipa og geta þeim í té
látið — eins og þeir hafa nú
ráðist á lýðveldið í Suður-
Kóreu. Þeir vilja ekki þurfa
að eiga það yfir höfði sér, að
blóðugar árásir þeirra verði
fyrr eða síðar stöðvaðar með
kjarnorkusprengjum. Þess
vegna heimta þeir í „friðar-
ávarpinu" bann við notkun
kjarnorkuvopna, en ekki
neinna annarra! Rússar og
leppríki þeirra eiga, með öðr-
um orðum, vítalaust að fá
að ráðast á aðrar þjóðir moð
báli og brandi. Það kalla komm
únistar frið. Aðeins hitt kalla
þeir stríð, ef til varnar er snú-
izt gegn árásum þeirra!"
Þaö er vissulega af öðrum
ástæðum en umhyggju fyrir
friðnum, sem kommúnistar
hamast gegn kjarnorku-
sprengjunni.
Dýrtíðin
Það hefir á undanförnum
árum margt verið rætt og rit
að um hina sívaxandi dýrtíð
hér á landi. Slíkt er ekki ó-
eðlilegt, því að bæði verðlag
og kaupgjald hafa farið ört
hækkandi og lítið gert
til að sporna gegn þeirri þró-
un. í þessum umræðum hefir
það hinsvegar gleymst, að mik
il dýrtíð hefir verið og er í
ýmsum löndum öðrum, svo
að við erum engan veginn ein
ir undir þessa sök seldir. Og
það er þó alltaf ofurlítil bót
í máli að vera ekki verri en
aðrir.
Fyrir þá, sem ferðast er-
lendis, er að ýmsu leyti merki
legt að bera saman verðlag
hér heima og þar. Niður-
staðan vill þá oft verða sú,
að munurinn á verðlaginu
hér og erlendis verður oft
minni en menn eiga von á
og oftast minni en munur-
inn á kaupgjaldinu. Það sýn-
ir, að þrátt fyrir hið háa
verðlag hér, hefir kaupgeta
almennings hér verið miklu
meiri en víðast erlendis og er
það í mörgum tilfellum enn,
þótt fullt tillit sé tekið til
gengislækkunarinnar. Þann-
ig mun það enn taka íslenzk-
an verkamann skemmri tíma
að vinna fyrir mjög mörgum
lífsnauðsynjum. eins og fatn-
aði og matvælum, en stéttar-
bræður hans á Norðurlönd-
um og í Bretlandi, en þó eru
lífskjörin þar betri en ann-
ars staðar í Evrópu. Á sama
hátt munu íslenzkir bændur
sízt þurfa að láta fleiri mjólk
urlítra eða kjötkg. fyrir til-
búinn áburð eða vélar en
stéttarbræður þeirra í um-
ræddum löndum.
Það væri ekki aðeins fróð-
legt, heldur líka nauðsynlegt,
að reynt yrði að fá sem itar-
legastan samanburð á lífs-
kjörunum hér og í nágranna-
löndunum. Það er meira en
sennilegt, að það myndi gefa
okkur minni ástæðu til bar-
lóms en við álítum okkur
hafa nú.
í þessu sambandi skal hér
birt yfirlit, sem kom í dönsk-
um blöðum í vor og átti að
vera til leiðbeiningar fyrir
danska ferðamenn um dval-
arkostnað á ýmsum stöðum.
Yfirliti þessu var ætlað að
sýna hve lengi 500 kr. dansk-
ar gætu enzt til sæmilegs og
sambærilegs viðurværis fyr-
ir ferðamenn í ýmsum lönd-
um. Þetta yfirlit leit þannig
út:
6—12 dagar París
6—12 — London
8—10 — Lissabon
8—10 — Aþena
10- -12 — Helsingfors
10—15 — Amsterdam
14—16 — Osló
14—16 — Stokkhólmur
14- -18 — Reykjavík
16—20 — Vin.
Þetta yfirlit veitir ekki
nema takmarkaðar upplýs-
| ingar, en er nokkur vísbend-
ing þó. Til þess er vissulega
fyllsta ástæða að aflað sé
öruggs og fullkomins saman-
burðar um þetta, svo að við vit
um hvar við stöndum og liver
lífskjörin eru hér í saman-
burði við það, sem annars-
staðar er.
Með þessu er ekki ætlunin
að fegra neitt dýrtíðina hér
eða draga úr því að unnið sé
gegn henni. Þá sókn þarf
(Framhald á 6. siðu.)