Tíminn - 07.07.1950, Qupperneq 6
6
TÍMINN, föstudaginn 7. júlí 1950
146 blað
\
*
*
TJARNARBÍD
Vandamál
læknisins
(Ich klage an)
Þýzk stórmynd, er fjallar
um eitt erfiðasta vandamál
læknanna á öllum tímum.
Aðalhlutverk:
PauIHartmann
Heidemarie Hatheyer
*
Mathias Wieman.
I Sýn# kl. 5, 7 og 9.
Hrói höttnr hinn
söngelski
Æfintýraleg og spenn-
andi söngmynd.
Aðalhlutverk leikur og
syngur einn af bestu söngv
urum frakka
Georges Guétary
ásamt
Jean Tissier
Milan Parély.
Sýnd kl. 5, 7 og 9. ,
BÆJARBÍD
HAFNARFIRÐI
Glitra daggir,
grær fold
Heimsfræg sænák mynd
byggð á samnefndri verð-
launasögu eftir Margit
Söderholm.
Aðalhlutverk:
Mai Zetterling
Alf Kjetlin
Sýnd kl. 7 og 9.
Sími 9184
IVáttúruIækninga-
félagið
(Framhald af 4. síSu.)
hæfingar mínar, og hann
svarar ekki fyrirspurnum mín
um um mikilsverð atriði.
Það er athyglisvert, að eng
inn félagsmaður í Náttúru-
lækningafélaginu leggur
stjórn þess lið í þessum hild-
arleik. Mér virðist þetta bera
vott um toppmælda fyrirlitn
ingu. Jónas læknir hefir skrif
að eina grein. Hún er titlinga
tíst, fædd andvana og með
þeim dauðamörkum, að eng-
inn les hana til enda. Björn
veðurfræðingur hefir barið
saman sfnar greinar með mikl
um erfiðismunum. Þær eru
tþkþrota, stórorðar í minn
gíarð og fylltar vesölum til-
íaunum til að gera Jónas lækn
ir að píslarvotti í þessari
viðureign. Gerir hann þetta
aðe'ns til að skýla sinni and-
legu nekt. Hjörtur heildsali
hefir legið i felum og hvergi
þorað fram í dagsljósið. Þetta
eru nú sannkallaðir arlakar á
ritvellinum. Þetta er sú aum
asta þrenning, sem ég hefi
átt i höggi við. Eg hefi ekki
skorað á hana að^ganga til
fangs við mig á ritvellinum,
hefði ég fyrirfram vitað, að
hún væri gædd svona lítilli
dáð. Björn veðurfræðingur
klifar á því í greinum sín-
um, að Jónas læknir hafi gef
ið mér heilsuna. Leyfíst mér
að spyrja: Er verið að telja
eftir þær ráðleggingar, sem
Jónas læknir gaf mér á sínum
tíma. Eg trúi verðurfræðingn
um til ýmsra skemmtilegra
hluta, af kynningu minni við
hann. Eg trúi Jónasi Krist-
Jánssyni lækni ekki til lítil-
mennsku og allra sízt til svo
botnlausrar lítilmennsku, að
telja slíkt eftir, enda þótt
skorizt hafi I odda milli okk-
ar. Samboðnast finnst mér
honum, samkvæmt stöðu
hans og stétt, og samkvæmt
hans eigin persónulegu virð-
ingu, að gleðjast yfir því,
hafi hann verið svo heppinn
að hitta á hið rétta ráð. Bezt
hefði verið fyrir Jónas lækni,
að ekkert hefði verið á þetta
minnst. Það er með öllu
óskylt þvl máli, sem við höf-
um deilt um.
ELDURINN
eimi nm
Þegar kötturinn er
ekki heima ,
Afar fyndin dönsk gam-
anmynd. •
Aðalhlutverk:
Gerda Neumann
Svend Asmunssen
Ulrik Neumann
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Áttræður.
(Framhald af 3. síðu.)
enn sama ósérhlifnin og vilja
festan til að leggja fram lið
sitt og krafta og enn sama
öryggið og æðruleysið þótt á
móti kaldi. Og svo vonum við
sveitungar hans, vinir hans
og samherjar allir, að verði
enn um langa hríð.
Sveitungar hans halda hon
um samsæti í dag, til að hylla
hann og þakka honum störf
hans og mun þar verða mann
margt mjög. Margir munu
þeir einnig utan sveitarinn-
ar, sem þar vildu vera með.
En vinir hans og samherj-
ar senda honum og heimili
hans úr fjarlægð, hugheilar
hamingjuóskir á þessum
merkisdegi hans, með þökk
fyrir samstarf og vináttu.
Hann er áttræður í dag en
ungur þó.
Sveinbjörn Högnason.
Dýrtíðin.
(Framhald af 5. siðu.)
vissulega að herða og á einu
sviði erum við sennilega
ver staddir í þessum efnum
en flestir aðrir, en það er í
húsnæðismálunum. Þar er
sannarlega þörf rótækra að-
gerða og svo er víðar.
En það breytir ekki þvi, að
rétt er að vita, hvernig ann-
arsstaðar er ástatt og álíta
ekki hlut sinn verri en hann
er.
X+Y.
GAMLA BID
Faldi fjársjóð-
urinn
(Vacation in Reno)
Sprenghlægileg og spennandi
ný amerísk gamanmýnd frá
RKO Radio Pictures.
Aðalhlutverk:
Jack Haley
Anne Jeffreys
Iris Adrian
Morgan Conway.
AUKAMYND:
LET’s MAKE RHYTHM
með Stan Kenton og hljóm-
sveit. — Sýnd ki. 5, 7 og 9.
Júlí-hefti er komið út.
Forsiðumynd: Örn Clausen.
Ástin sigraði að lokum, ástar-
saga.
Eftir tuttugu og tvö ár, ást-
arsaga.
Sakleysi, smásaga eftir Bal-
zac.
Ástarsaga ftá miðöldum, eft-
ir Mark Twain.
Framhaldssagan: Syndir feðr
anna. (Kvikmyndin verður
sýnd í Austurbæjarbíó).
Draumaráðningar.
í kistulokinu.
Danslagatextar.
Tónlistarsíðan.
Stjörnukabarettinn fer út
um land.
Bezti glæpamannaleikarinn
í Hollywood.
Fyrir konur: Elskar þú hann
ennþá? (15 samvizkuspurn
ingar).
Flugsíðan.
10 spurningar.
Krossgáta og ráðning á kross
gátu júníheftis.
Húsmæðrasiðan: Kaldur mat
' ur. —
íslenzk tízkumynd.
Skáksiðan: Ritstj. Sveinn
Kristinsson.
Bridgesíðan.
Íþróttasíðan: Viðeyjammd-
menn.
Fyrir unglinga: Myndasagan
Daniel Boone.
Kostar aðeins 5.00 kr.
gerlr ekki boS A undan sérl
Þelr, sem eru hyggnlr
tryggja strax hjá
Samv'Lnniitryggingum
Bergnr Jónsson
Málaflutningsskrifstofa
Langaveg 65, sími 5833
Heima: Vitastíg 14.
Auglýslngasími
Tlmans
cr 81300.
JOHN KNITTEL:
FRÚIN Á
GAMMSSTÖÐUM
---------------- 49. DAGUR -------------------------
um okkar hefði aldrei borið saman, uglan þín. Nú er hún
orðin húsmóðir á Gammsstöðum, og því megum við ekki
gleyma.
— Ég get óskað henni til hamingju, sagði Fríða. En ég
gleymi því ekki, hver hún var.
Fríða tróð svartri silkiblússu niður í p'lsið, fitlaði við
brjóstnæluna sína og elti mann sinn til brúðhjónanna.
— Röthlisberger, sagði Teresa ofurlítið hrærð. Hvar eru
þau, öll hin?
— Öll hin?
— Já. Lénharður, Kasmír, Kristján, Fritz Mahder og
kona hans, Joggi og Karli gamli?
— Fritz Mahder?
— Já. Sérstaklega hann.
— Hún vill vita, hvar Fritz Mahder sé, sagði Röthlisberger
forviða við konu sína.
— Hann — dóninn sá!
— Hann er ekki eins slæmur og þið haldið kannske, sagði
Teresa. Mig langar til þess að sjá hann og Hermínu.
— Guð mnn góður. Ekki er hægt að bjóða þess konar
íólki í brúðkaupsveizlu.
— Hvað viltu? spurði Anton Möller konu sina, er hann
heyrði ávæning af því, sem hún var að segja við Fríðu og
Röthlisberger.
— Ég var bara að spyrja eftir hinu fólkinu á Gammsstöð-
um.
— Hinu fólkinu?
— Já. Stúlkunum og vinnumönnunum.
— Já, hvar er hitt fólkið? hrópaði Anton Möller.
— Það er úti í garðinum, svaraði Röthlisberger.
— Ég fer út og tala við það á eftir. Komdu, Teresa.
Þarna kemur Soffía og lögfræðingurinn hennar.
Hann gekk á móti Soffíu. Andlit hennar var enn torrætt
og svipbrigðalaust og augnaráð hennar kalt og þóttafullt.
— Pabbi, sagði hún, og hreimurinn í rödd hennar duld-
ist ekki. Nú hefi ég eignazt nýja móður. En hvað á ég að
segja við hana?
— Soffía, sagði hann ástúðlega og tók utan um hana.
Vertu nú ekki vandræðaleg. Ég skal fúslega játa, að þetta
er erfið aðstaða. En þú verður þó að unna gömlum föður
þess að njóta hamingju. Semdu frið við hana og kysstu
hana. Líttu bara á! Sérðu ekki, hvað hún er sakleysisleg?
Honum varð litið til Gottfreðs.
— Gottfreð! Gottfreð! Og þú líka! Farið þið öll til hennar
og kyssið hana.
Þau gengu t’l Teresu, sem hafði heyrt síðustu orð Antons
Möllers.
En þau mega ekki kalla mig mömmu, sagði hún. Þau
verða að kalla mig Teresu.
— Heyrðir þú, hvað hún sagði?
— Já, sagði Soffía. Þá kalla ég þig Teresu. Þú ert líka
tveimur árum yngri en ég. Það væri skrítiö, ef ég kallaði
þig mömmu.
Teresa brosti, svo að spékoppar mynduðust í kinnunum
og skein á hvitar tennurnar.
— Þú ert góð, Soffia. Ég veit, að mér mun þykja vænt
um þig.
Þær kysstust.
Felix kyssti hana líka. Og hann lét smella hátt í, svo að
fólk veitti þvi síður athygli, hve vandræðalegur hann var,
og fólk skellihló. Nú var röðin komin að Gottfreð. En hann
kyssti Teresu ekki á munninn, heldur tók hönd hennar, bar
hana að vörum sér og hvíslaði: Mamma. Þetta túlkaði bezt
tilfinningar hans. Hvílíkur ýndisþokki var ekki þessari
stúlku gefinn! Hvílíkum töfrum var hún ekki gædd! Og
þótt undarlega væri til þessa brúðkaups stofnað, gaf það
aðeins auðugu ímyndunarafli hans byr undir vængi. Teresa
lét hann kyssa hönd sína, en henni gazt illa að feimni hans.
— Anton, sagði hún við mann sinn. Ég ætla að kyssa
drenginn þinn. Ég er hreykin af þér, Gottfreð S'xtus.
Hún tók utan um hálsinn á honum og kyssti hann inni-
lega, til góðrar skemmtynar öllum vðistöddum.
Jóhann Timm veitingamaður stóð uppi á stigapallinum.
Hann var snöggklæddur og hafði brett upp hvítar skyrtu-
ermarnar, og hann hafði látið á sig hreina svuntu. Hann
beið þess, að gestirnir gengju í stóra salinn.