Tíminn - 12.07.1950, Page 6

Tíminn - 12.07.1950, Page 6
6 TÍMINN, miðvikudaginn 12. júlí 1950 149. blað TJARNARBID Plpar í plokk- íiskinum (Tappa Inte sugen) Hin bráðskemmtilega sænska gamanmynd. Nils Poppe leikur aðalhlut- verkið. Sýnd vegna áskorana. kl. 5, 7 og 9 Græna vítið Afar spennandi og við- burðarík amerísk mynd, er gerist í frumskógum Brasilíu. Aðalhlutverk: ' Douglas Fairbanks jr. Joan Bennett Alan Hals George Sanders Sýnd kl. 5, 7 og 9 Bönnuð börnum innan 14 ára Erlent yfirllt (Framhald af 5. síOu.) strax frá byrjun verið andvíg- ir skipun nefndarinnar. í febrúar 1948 var sú ákvörð- un tekin, að nefndin skyldi vinna að því að koma upp sjálf stæðri stjórn í þeim hluta Koreu, sem hún hafði aðgang að, þ. e. í Suður-Kóreu, Var þetta i samræmi við yfirlýsta stefnu Sameinuðu þjóðanna. Þann 10. maí 1948 fóru fram kosningar í Suður-Kóreu undir eftirliti nefndarinnar, er áður hafði kynnt sér, að .skilyrðum hennar um frjálsar kosningar væri fullnægt. Rússar beittu neitunar- valdinu. Nefndin lagði síðan til við Sameinuðu þjóðirnar, að þeir viðurkenndu hina nýju stjórn í Suður-Kóreu. Það var sam- þykkt á þingi Sameinuðu þjóð- anna 12. desember 1948, en í öryggisráðinu beittu Rússar neitunarvaldinu til að hindra inngöngu Suður-Kóreu í Sam- einuðu þjóðirnar. Það var ákveðið, að Kóreu- nefndin skyldi vera áfram í Suður-Kóreu, m. a. til að vinna áfram að sameiningu allrar Kóreu undir eina stjórn. Að því hefir nefndin unnið á ýms- an hátt, en aldrei náð neinu sambandi við stjórn Norður- Kóreu. Að vísu fékk fulltrúi frá nefndinni að ræða við sendi menn frá Norður-Kóreu 10. júní síðastliðinn. Þeir afhentu til- lögur Norður-Kóreustjórnar um sameiningu Kóreu, en neituðu að taka á móti tillögum Kóreu- nefndarinnar um þetta mál- efni. Frekari viðræður áttu sér ekki stað, því að fáum dögum síðar hófst styrjöldin. í júní í fyrra birti Kóreu- nefndin þær upplýsingar, að allur amerískur her væri far- inn frá Kóreu, nema 500 her- foringjar, sem önnuðust þjálf- un á her Suður-Kóreumanna. Rússar höfðu áður tilkynnt, að þeir hefðu flutt her sinn frá Norður-Kóreu, en ekki fékk nefndin aðstöðu til að sann- reyna það. 1 maí síðastliðinn fóru fram kosningar í Suður-Kóreu í ann að sinn og fylgdist Kóreunefnd- in með þeim. í þeim kosning- um unnu andstæðingar komm- únista mikinn sigur. Islendingaþættir ... (Framhald af 3. síOu.) værð hefir gert þeim erfiði hinna daglegu starfa léttari. Vann Jón lengst af mikið ut- an heimilis.en oft þegar hann kom heim frá þeirri vinnu biðu störfin heima. Þannig var það sérstaklega áður en börnin komust á legg og fóru að geta hj'álpað til við heim- ilisstörfin. En þó að Jón ynni lengi BIOU IUN Þegar kötturinn er ekki heima Afar fyndin dönsk gam- anmynd. * ‘ Aðalhlutverk: Gerda Neumann Svend Asmunssen Ulrik Neumann Sýnd kl. 5, 7 og 9. < < mikið utan heimilisins, sá það ekki á búinu, að þar væri nokkuð vanrækt. Þau hjónin jbjuggu vel að Ásmúla. Var sauðfé þeirra lengi orðlagt fyrir það, hve það var fallegt og vel með farið, enda var aðaláherzlan lögð á sauðfén- aðinn og hann meginhluti bú stofnsins. Áshreppsbúar hafa séð á bak með Jóni, góðum fé- laga og duglegum bónda. Bú- stólpa og stoð fyrir heimili og sveit. Kristinn Guðmundsson Syðri-Hömrum. S.B.U. vann (Framhald af 3. síOu.) komst inn fyrir vörnina.lék á Adam og ýtti knettinum ró- lega í mark. Á 9. mín. hleyp- ur Óskar með knöttinn upp kantinn og gefur til Lárusar, sem leikur aðeins áfram og gefur til Ríkarðs, sem skoraði mjög glæsilega, 2:2. Á 14. mín. er horn á Fram, sem Helgi gerði vegna mistaka. Horn- spyrnan er vel tekinn og skot kemur á markið, en Helgi var á marklínunni og spyrnti frá. Á 23. mín. leikur Gunnlaugur upp með knöttinn, leikur á danska landsliðsmanninn Ed vin Hansen og kemst upp að endamörkum og gaf hann knöttinn mjög vel fyrir til Ríkarðs, sem skaut eldsnöggt, en rétt yfir. Mínútu síðar lá knötturinn í marki Fram. Haukur hafði misst Donner- borg frá sér og komst hann upp að markinu með knöttinn og skoraði. Adam var heldur seinn að staðsetja sig rétt, og munaði litlu að honum tæk- ist að verja. Þreyta færist yf- ir Fram það sem eftir var BÆJARBÍÚ I HAFNARFIRÐI Glitra daggir, grær fold Sýnd kl. 9. Stúlkan frá Manhattan Skemtmileg ný amerísk kvikmynd. Aðalhlutverk: Dorothy Lamour Charles Laughton. Sýnd kl. 7. Sími 9184 -> ias* GAMLA Bí□ Fjölskyldnvanda- mál (Dear Octopus) Skemmtileg ensk kvik- mynd gerð eftir hinu vin- sæla leikriti Dodie Smith. Aðalhlutverk: Margaret Lockwood Michael Wilding Celia Johnson Sýnd kl. 5, 7 og 9. JOHN KNITIEL: FRÚIN Á j GAMMSSTÖÐUM ------------ 52. DAGUR ---------------- Ljósmyndarinn og aðstoðarmenn hans özluðu í heila klukkustund fram og aftur um veizlusalinn. Skær ljós bloss- uðu við og við. En þetta skyldi svo vera. Teresa var búin að fá verk í höfuðið, verk fyrir hjartað, verki um allan líkam- ann. Hún beið þess þögul og þolinmóð að liði að brottfarar- tíma. Loks var kominn tími til þess, að hún færi úr brúðarskart- inu. Þreytt og föl gekk hún upp stigana með frú Weidenhof. Gestirnir hylltu hana með miklum fagnaðarópum. Anton Möller sat kyrr og beið endurkomu hennar. Á með- an ræddi hann víð Gottfreð. Hann sagði honum, að hann ætlaði að fara með Teresu um allt landið. Þau ætluðu til Bernar um kvöldið, en þaðan færu þau til Zúrich og Schaff- hausen. Teresu langaði til þess að sjá Rín, og hana langaði til þess að sjá stórar borgir. Kannske heimsæktu þau Gott- freð í Basel, en ekki vissi han það samt með vissu. Nú kom frú Weidenhof til þess að sækja Anton. Hún sagði, að Teresa væri ferðbúin, en henni væri hálfillt. Þess vegna vildi hún ekki koma aftur niður í reykjarsvæluna í salnum. Anton , Möller reis undir eins á fætur. Allra athygli be'ndist að hon- um. Fagnarópin dundu yfir hann. Skál hans var drukkin og 1 óteljandi flöskur tæmdar á svipstundu. Hann þrýsti hönd margra og skundaði svo upp til Teresu. Hann fór úr frakk- anum og fleygði honum á rúmið, faðmaöi síðan konu sína og kyssti hana ákaft, unz hún tók að brjótast um í fangi hans. Hann veitti því ekki athygli, að hún var með tárin í augunum. Hann flýtti sér í vaðmálsjakkann sinn og þreif handtöskuna. — Jæja, Teresa, sagði hann. Nú erum við frjáls. Vagninn bíður okkar, og við ökum beint í járnbrautai’stöðina. Þau gengu niður stigann. Hlátrar veizlugestanna heyrðust alla leið út á götu. Ökuþórinn veifaði blómskrýddu keyri Gerist áskrifendur að ZJímanum Áskriftasímar 813C0 og 2323 hálfleiksins og áttu Danirnir mörg góð upphlaup og á 38. mín. skoraði Leif Petersen annað mark sitt í leiknum. Dómari var Albert Guð- mundsson og dæmdi hann á- gætlega. í kvöld keppa Danirnir við íslandsmeistarana KR. KR. mun styrkja lið sitt með þrem ur mönnum úr Val. Guðbjart- ur Jakobsson leikur bakvörð í stað Daníels Sigurðssonar, en hann slasaðist mikið við vinnu fyrir nokkru síðan og getur því ekki leikið með. Þá munu Sveinn Helgason og Halldór Halldórsson leika í framlíunni. H. S. Otradalslmeykslið (Framhald af 5. siOu.y hann fundið, hvernig dóm- ur almenningsálitsins féll. Hefði hann fundið sig og Jón Pálmason standa á traustum grunni, myndi hann ekki hafa látið svo algerlega und- an síga. Réttmæt blaðagagn- rýni og heifbrigðar undir- tektir almennings hafa hér unnið nýjan sigur. Jón Pálma son er eðlilega reiður yfir þessu. Hvorki reiði hans eða annarra mun áorka því, að Tíminn hætti að gagnrýna hneykslismál, heldur mun þvert á móti hvetja hann til að vera þannig áfram sem hingað til vörn almennings gegn yfirgangi og misnotkun ófyrirleitinna valdamanna. X+Y. sínu og brúnir hestarnir brokkuðu af stað, er þeir fundu, að setzt hafði verið í vagninn. Ný fagnaðaróp gullu við, ótal hendur veifuðu. En einum manni var keimlíkt innan brjósts og Gottfreð þennan veizludag. Það var Lénharður. Hann kom í járn- brautarstöðina með vænan vönd af síðsprottnum rósum, er hann rétti Teresu, um leið og hann óskaði henni og hús- bónda sínum fararheilla og hamingjuríkrar framtíðar. Og þrátt fyrir alla mæðu tókst honum að brosa. XIII. Þennan vetur snjóaði mjög á hálendinu. Veðrið var hagstætt íþróttafólkinu, og það streymdi að í stórhópum til þess að njóta hollrar dvalar uppi I fjöllunum. í Gamms- byggðinni var allt á kafi í fönn. En stóru timburhúsin í þorpinu voru hlýleg og vinaleg með gnæfandi gaflana yfir hvítan snæinn. Grár reykur lyppaðist upp úr reykháfnum, og n’ður úr /síðum upsunum héngu gildir klakadröngiar. Yfirvöldin höfðu látið hóp manna móka veginn, og nú var því lokið eftir nokkra daga erfiði. Næstu daga átti að verða akfært upp í byggöirnar, er ofar voru. í „Snædrottning- unni“ og öðrum gistihúsum var mergð af fólki, og dag hvern gat að líta aðkomufólk, er kjagaði i gegnum þorpið á skíðum eða kom brunandi niður hallann milli þorpsins og skógarins. Allar skautabrautir voru morandi af fólki, og stundum fóru stórir flokkar á sleðum upp dalinn. Gistihús- in voru eitt ljóshaf hvert einasta kvöld, og þar var dansað langt fram á nótt. Teresa fór stundum gönguferðir um nágrennið. Hún var oftast í þröngri, dökkblárri peysu og hlýjum stígvélum. Hún hafði gaman af því að horfa á börnin leika sér. En sjálf sett- ist hún aldrei á sleða. Hún þorði það ekki. Anton Möller fannst það henni ekki samboðjð. Það, sem hann sagði — raunar það, sem hann hugsaði — það voru hennar lög. Hún horfði <oft á stúlkurnar og vinnumennina á Gammsstöðum þjóta niður brekkurnar á I sleðum — stundum þrennt eða fernt á sama sleðanum. 'Það var rjótt í kinnúm, þetta fólk, og æpti af fögnuði. En ’ hún hristi aðeins höfuðið, ef henni var boðið sæti á sleða. Hana langaði ekki til þess að veltast í snjónum. Hún hafnaði svo oft þessum vinarboðum, að fólkið fór að hvíslast á um það, að líklega ætti hún sín von. En þessi orðrómur varð sér til skammar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.