Tíminn - 12.07.1950, Síða 7

Tíminn - 12.07.1950, Síða 7
149. blað TÍMINN, miðvikudaginn 12. júlí 1950 7 „Margt býr í þokunni” (Framhald af 4. siðu.) ljúfara en öðrum, og valda skoðanir á félagsmálum og stjórnmálum að sjálfsögðu þar nokkru um. Það mun og mála sannast, að eigi muni þeim mönnum ljúft að skipta við kaupfélög, sem fyrr og síðar hafa talið sér sæma að auðkenna þessa sjálfsbjargar viðleitni almennings með verstu hrakyrðum tungunn- ar. Slík'r menn eru að vísu ekki sérlega margir, og eng- in sanngirni mælir með því, að þeim sé, fremur en öðrum meinað að verzla, þar sem þeir helzt kjósa, enda lítil ánægja fyrir starfsfólk kaup- félaganna að návist slíkra manna. Mbl. segir, að Framsóknar menn hafi talið Sjálfstæðis- flokkinn „andvígan samvinnu stefnunni“, og sé sú ein á- stæða til þess, að Sjálfstæð s flokkurinn hafi „barizt gegn misnotkun Framsóknarflokks ins á samvinnufélogunum“! Ekki þurfa Morgunblaðs- menn að halda uppi neinni baráttu af þessum sökum, því að ekkert félagslegt sam- band er milli samvinnufélag- anna og Framsóknarflokksins. Samvinnufélögin og samband þeirra ráða sjálf öllum sín- um málum, og Framsóknar- flokkurinn hefir ekkert vald til notkunar þeirra eða „mis- notkunar“ — óskar heldur ekki eftir neinu slíku valdi. Ef samvinnufélögin kynnu að ákveða að styrkja pólitíska starfsemi Framsóknarflokks- ins, eins og t. d. brezku sam- vinnufélögin þar í landa og samvinnufélög annara landa aðra stjórnmálaflokka er það af þvi einu, að félögin telja sér hag að stefnu flokksins. Sömu ástæðu hefðu þau t. d. að styrkja t. d. Sjálfstæðis- flokkinn og aðalmálagan hans, Morgunblaðið, ef þess- ir aðilar tækju upp aðra stefnu en þau nú hafa, og létu sér skiljast, að giftusam legra er að styðja almanna- hagsmuni en gróðastarf semi fárra manna. — Hitt er rétt, að Framsóknarmenn hafa hingað til talið Sjálf- stæðisflokkinn sem slíkan, „andvígan samvinnustefn- unni“, enda þótt ýmsir gegnir samvinnumenn séu í þeim flokki. Slíkir menn hafa al- drei fengið neinu ráðið um afstöðu flokksins til úrræða samvinnustefnunnar, en á á- stæðurnar fyrir fylgi þeirra v-ð flokkinn og samstöðu með málsvörum kaupmennskunn- ar heíir verið drepið hér að fram. Kaupsýslustétt lands- ins hlýtur alltaf að leita sér einhversstaðar pólitísks at- hvarfs, og þetta athvarf er Sjálfstæðisflokkurinn ís- lenzki, en eðli hennar er líkt og hjá þeirri tegund „fiður- fjár“ sem, samkvæmt frá- sögn náttúrusögunnar, hlýt- ur uppeldi sitt meðal annarra fugla, að verða allsráðandi í hreiðri sinu og lítt smnandi annara þörfum. Sjálfstæðis- flokkurinn er hennar „heiðna berg“ eins og formaður Fram sóknarflokksins sagði eitt s'nn mjög réttilega, og á þessu bergi kunna samvinnu menn landsins góð skil, þótt þokusamt kunni þar að vera á stundum, og ekki berizt allt af sömu hljóð úr þeirri þoku. Tilra4inastofnun sjávariítvegsfns (Framhald af 1. síðu.) verði reist í áföngum, þann- ig, að sem fyrst megi taka nokkurn hluta þess í notkun. Hve skjótt verður hægt að ljúka byggingunni verður að sjálfsögðu fyrst og fremst undir fjárhagsafkomu þjóðar innar komið. I Brýn þörf. Um nauðsyn þessarar bygg ingar verður ekki' deilt. Horf- urnar í afurðasö'íumálum > sjávarútvegsins eru slikar, að j grannskoða verður alla mögu 1 leika til aukinnar fjölbreytni í framle ðslu og gera gang-j skör að því, að gjörnýttur| verði allur sá afli, sem á land berst. Þá er það ekki síður nauðsynlegt að aflað sé sem ítarlegastra upplýsinga, úm lifnaðarhætti og göngur nytjafiskanna, svo að sem fyrst fáist' skýring t. d. á fyr- irbrigðum eins og þeim, sem valda hinum miklu breyting- um á síldaraflanum hér við land og haft hafa svo geig- vænleg áhrif á alla afkomu landsmanna. Byggingarnefndin. Sérstök nefnd sér um bygg- ingu þessa, en í henni eiga sæti þe r Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri, sem er for- maður, dr. Þórður Þorbjarn- arson, forstöðumaður rann- sóknarstofu Fiskifélagsins, Árni Fr'ðriksson, fiskifræð- ingur og Hafsteinn Bergþórs- son f ramkvæmastj óri. — Halldór H. Jónsson húsasmið ur hefir gert uppdrætti að byggingunni. Bjargræðistími (Framhald af 3. slðu.) því, út allan sláttinn, á móti hinum, sem byrja hann fyrr af fullum krafti. Að slá slöku við sláttinn í góðri tíð hlýtur allt af að hefna sín, og verð- u* ekki bætt upp með neinu móti. Það er maður marg bú- ■inn að sjá, og þeir, sem vinna að slætti, hvort sem það eru bændurnir sjálfir eða aðrir, gem við hana vinna, mega ekki taka sín írí um sláttinn, heldur á öðrum hentugri tíma ársins. Að halda stórar sam- komur eða héraðsmót í sveit- um landsins um sláttinn hef- ir oft orðið til tafar og verður ekki bætt upp á öðrum tíma árs. Það er ánægjulegt fyrir hjón, sem eru samtaka og búa í sveit, að geta byrjað sláttinn snemma og stundað hann með áhuga og vera bú- in með hann snemma að haustinu. Undir því er það komið með haustverkin, að þau geti byrjað nógu snemma, því að oft byrjar veturinn snemma með frosthörkum og snjóum og *þó það viðri oft betur en svo, þá er samt viss- ast að búast við því verra, því það góða skaðar ekki. Og allir verða að muna það, hvaða vinnu sem þeir stunda, að þeim verður ekki hjálpað, sem ekki hjálpa sér sjálfir. Sveinn Sveinsson, frá Fossi. Köld borð og helt- ur matnr sendum öt um allan bæ SlLD & FISKITB. Sólin kveikti í bux- UllUlll Á herragarðinum Dammsbú á Suður-Fjóni varð nýlega ó- venjuleg íkveikja. Það kvikn- aði bókstaflega í buxum manns. sem var að bogra við vinnu sína á rófnaekru. Svo stóð á, að maðurinn hafði daginn áður verið að sprauta natríumklórati á ekr unni, og fór aftur í sömu buxur þennan dag. En natrí- umklórat er mjög eldfimt, og þegar sólin tók að skína á buxurnar, kviknaði í þeim. Maðurinn brann allmikið á báðum lærum og var fluttur í sjúkrahús. Heyskajiuriim (Framhald af 1. siðu.) til óþurrka, svo að nú eru það rigningarnar, sem tefja slátt'nn, þegar kuldarnir loks ins hætta að tefja gróður. Léleg spretta á túnum í Þingeyjarsýslu. Fyrir og um þessa helgi hófst sláttur víðast í Þing- eyjarsýslu, en spretta er enn tæplega í meðallagi. Hafa gengið þar þurrkar og þrá- látir kuldar, sem töfðu mjög sprettu. Þessa dagana mundi þó spretta þar því rignt hefir nokkuð og hlýnað en nú er ekki hægt að bíða lengur. Miklar rigningar á Héraffi. Á Fljótsdalshéraði er hey- skapur um það bil að hefj- ast. Hafa menn til þessa ver- ið að bíða eft'r að betur sprytti, því tún hafa verið illa sprottin. Nú er hins vegar orð ið sæmilega sprottið og því tímabært að slá. Byrjuðu margir um miðja síðustu viku, en fæstum tókst að ná neinu inn, áður en til óþurrka brá fyrir helgina. Fáeinir | bændur höfðu rétt byrjað að I slá litla bletti i túnum sin- uum um fyrri helgi og þeir náðu því lítilræði áður en óþurrkana gerði. Almennt er þó heyskap hald ð áfram á Héraði. Þeir, sem stórvirkastar vélar hafa, bíða þó átekta eftir þurrki, en eru þá fljótir að slá niður stór flæmi, þegar þurrkurinn kemur og vonir standa til að hann hald st eitthvað. 14 ára stúlka ekur á húsvegg í Hafnarfirði Á mánudagsnóttina gerðist sá atburður í Hafnarfirði, að fjórtán ára gömul stúlka ók á skátaskálann þar og braut gat á vegginn. ■ Stúlka þessi var að koma af hestamannamótinu á Þing völlum, tók í leyfisleysi bif- reið við Flugvallarhótelið i Skerjafirði og ók henni suður eftir. Lögreglan seg r, að stúlkan hafi verið svo vansvefta og úrvinda af þreytu, að hún gat tæplega haldið sér vak- andi meðan lögreglan skráði skýrslu hennar eftir slysið. Tveir leikflokkar í sýningarför Tveir leikflokkar eru um það bil að leggja af stað í léikför um landið. Annar þeirra nefnist Sex í bíl og var stofnaður í fyrra. Fer hann á fimmtudaginn og leikur fyrst í Borgarnesi en síðan fer hann til Norðurlands og Aust urlands. Leikrit það, sem hann sýnir, nefnist Brúin til mánans. Hinn flokkurinn nefnist Sumargestir og lagði af stað í gær. Verður fyrsta sýning hans á Blönduósi í kvöld. Leikrit það, sem hann sýnir, nefnist Á leið til Dover. Norðfjörðnr (Framhald af 8. slðu). til að vatnsrennslið kæmist í lag í gær. Þá bilaði vatnsæð hjá rafstöðinni og varð að taka rafstraum af bænum í fáar klukkustundir í gær- morgun vegna þess. Það er nú einnig komið í lag. Norðfjarðará, sem óx mest i flóðinu er nú aftur komin eðlilegan farveg. Þokusúld og lítil rigning var i Norðfirði i gærdag. Org'aiium I. (Framhald af 8. siðu). alda til sjávar og sveita um gervallar byggð’r landsins, kveðnar af heilum hug og hjartans kæti. Áður fyrr voru slíkir söngvar nefndir dans- ar, rímur, hörpuljóð, grall- aralög, stemmur, ljúflingslög, kersknisvísur, víkivakar, tví- söngvar .... “ Síðar segir: „Enginn söng ur þjóðar þrífst án nægilegs forða af eigin lögum. Lög, tekin að láni frá öðrum þjóð- um. verða ávallt stjúpbörn. Þau tjá gleði og sorg með öðr um hætti en oss er eiginlegt og verða því hálfvegis utan gátta, hversu oft sem þau annars eru notuð yfir höfuð. Vegur þeirra er vænstur til mannfagnaðar við hlaðið borð og dýra skál. En uppeld isg'ldi þeirra er tvíeggjað, þvi að þá fyrst vex maðurinn upp til fullkomins skilnings á söng sinnar þjóðar, að hann þegar frá barnæsku temji sér stöðugt samneyti við tóna þá, er fólkið í landinu hefir kveð ið úr eigin barmi að fornu og nýju, í blíðu og stríðu.“ „Aðaltilgangur fyrsta heft- is af „organum“ er að leiða í ljós þessa laglínu fortíðar og nútíðar,“ segir Hallgrímur Helgason að lokum,“ slá á þjóðborna strengi úr skírum, dýrum málmi, er lengi lágu í gildi þagnar, en glötuðu þó aldrei göfugum hreim.“ Kórea (Framhald af 8. slðuj. verkamenn suður fyrir varnar línu suðurhersins klædda borgarabúningum í skjóli náttmyrkurs. Menn þessir hafa slegizt í för með flótta- fólki og síðan unnið margvís leg skemmdarverk á leið sinni. Síðan reyna þeir að flýja til fjalla og leynast þar þangað til skriðdrekasveitjr norðurhersins ná fram til þeirra. Rússar mótmæla enn. Rússar hafa enn mótmælt þeirri ákvörðun öryggisráðs- ins að heyja styrjcld í Kóreu undir stjórn S. Þ. og fána samtakanna. Segja þeir þessa samþykkt ólöglega af sömu ástæðum og fyrri samþykkt- ir ráðsins í þessum málum. K.R.R. ♦ Sjællands Boldspil Union (Úrvalslið) og leika í kvöld kl. 8.30 Leikur S.B.U. við Fram, var skemmtilegasti leikur, sem sézt hefir hér í sumar. Komið og sjáið vel leikna knattspyrnu. Islandsmeistararnir K.R. 1

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.