Tíminn - 03.08.1950, Page 3

Tíminn - 03.08.1950, Page 3
167. blað TÍðlINN, fimmtudaginn 3. ágúst 1950 3 íslendingaþættir | f$$55555$5^555S55555i»'' Sjötug: Arnfríður Sigurgeirsdóttir, skáld- kona, Skútustöðum Mikilhæfasta kona Mývatns sveitar er sjötug, Arnfríður Sigurgeirsdóttir, skáldkona á Skútustöðum. Hún er fædd á Arnarvatni 1 Mývatnssveit 1. ágúst 1880. Foreldrar hennar voru Sigur- geir Guðmundsson Tómasson ar frá Kálfaströnd og Kristín Sigurðardóttir kona hans af Skútustaðaætt. — Foreldrar hennar voru lengst af í vist á Arnarvatni og þar dó móðir hennar, 21. febr. 1895. Ólst hún þar upp með föður sin- um þar til hún flutti til Ak- ureyrar vorið 1901. Þar dvaldi hún í tvö ár, en flutti þá í Helluvað. Þar átti hún heima í 10 ár og þar giftist hún 12. nóv. 1911 Þorláki Jónssyni Hinrikssonar bónda á Hellu- vaði. Þaðan fluttu þau í Skútu staði vorið 1913 og þar hefir hún átt heima síðan. Fengu þau hluta af prestsetrinu til íbúðar meðan prestlaust var, en sú ábúð framlengdist þótt prestur kæmi og bjó Þorlákur þar sem leiguliði prests til dauðadags, 15. ágúst 1930. — Börn áttu þau fjögur og eru þessi: Jón, fæddur 17. maí 1912, bóndi á Skútustöðum, ókv. Geirfinnur. f. 6. júlí 1914, d. 12. jan. 1942. Fórst hann af slysi í fárviðri. Málfríður, f. 14. ágúst 1917, gift Sigurði Stefánssyni frá Haganesi, bílstjóra á Skútu- stöðum. Kristín, f. 8. maí 1920, gift fíigmundi Halldórssyni, kaup- manni í Reykjavík. Eftir fráfall Þorláks bjó Arnfríður áfram á Skútustöð- um. Hefir Jón sonur hennar nú fengið þennan jarðarhluta til nýbýlis og reist það. Hefir Arnfríður dvalið hjá honum en þó oft timum saman hjá Kristínu dóttur sinni í Reykja vík. Þetta er ágrip ævisögu hennar, það sem kirkjubækur og manntöl sýna. Við það finnst mér ekkert óvenjulegt eða frábrugðið ævikjörum annarra sveitakvenna. Hún hefir leyst öli sín skyldustörf af hendi með heiðri og sóma, og auk þess sinnt félagsmál- um, verið forstöðukona kven- félags um alllangt skeið. En það er fleira, sem um hana þarf að segja. Hún hef- ir stundað ljóðagerð um langt skeið, og komizt þar svo langt að sagt hefir verið um hana, að hún mundi yrkja bezt ís- lenzkra kvenna. (Vilhjálmur Þ. Gislason í útvarpinu). — Meðan hún var ung vinnu- kona á Helluvaði fóru að koma í blöðum kvæði eftir hana. Mun Þorsteinn Gíslason hafa fyrstur birt kvæði henn- ar I Óðni. Vöktu þau strax athygli nokkra og var því þá spáð, að hún mundi komast langt, ef áfram yrði haldið í þá átt. Eru til fagrar og hrif- næmar myndir í kvæðum hennar frá þeim ár um, af hásumaryndi undir miðnætursól á grasafjalli og glæstar lýsingar af þeim, sem kemur í hlaðið á hvítum hesti. Eða innsýnin í ævi Grafar- landa-Björns, sveinsins, sem andaðist einn í auðn og öræfum og var jarðaður í Mý- vatnssveit, næstum því eins og óþekkti hermaðurinn er- lendis. ■ Arnfríður flutti oft kvæði á samkomum hér í sveit, og man ég það, sem barn, hvað fólk var hrifið af því, þegar það kom heim af samkom- unum, ef Fríða hafði flutt kvæði þar. Býst ég við því, að hún hafi á þeim árum Jiugsað um margt í fjarlægð ,og man ég það, að talað var um, að hún mundi ætla til Ameríku. En þá var fjöldi fólks héðan úr sveit fyrir fáum árum flutt til Ameríku og var litið á það sem glæsta framtíð að vera þar, en jafnframt fylgdi því alltaf söknuður, ef einhverjir hurfu þangað. En Arnfriður fór ekki til Ameríku. Hún varð bónda- kona í þessari sveit, og hélt áfram að yrkja með búsönn- unum. Þegar hið vinsæla rit Hlín hóf göngu sína, var í einu af fyrstu heftunum kvæði, sem sýnir viðhorf hennar til starfsins og ævi- kjaranna. Kvæðið „Þar eru allir sem vinir“ endar á þess- um orðum: „Sæl ég gengi að svefni sonum uppkomnum frá. Ef ég vissi að vekti vorhlý minning þeim hjá“. Árin liða. Hún mætir margs konar mótlæti og lífsreynslu. Hún missir eiginmann sinn, þegar búskapur þeirra stend- ur með mestum blóma, en drengirnir ekki af unglings- aldri. Hún missir son sinn á 28. ári vofveiflega. En ljóða- disin er henni holl. Hún yrk- ir sitt sonartorrek eins og Eg- ill Skallagrímsson. Hún erfir mann sinn svo fögru ljóði að af ber. Er þar til sígilt hugg- unarljóð þeim, sem fyrir ást- vinamissi verða. Endar það á þessu gullfagra erindi, byggðu á trúar -og sigurvissu kærleikans: Engu er lokið, ástin þín sem fyrrum umvefur mig á heiðum aftni " kyrrum. Mætumst í bæn við barna okkar rekkjur, brostinn er hvorki stór né lítill hlekkur. Ennþá hafa ljóð hennar ekki verið prentuð sem bók. En hér og þar í blöðum, tíma- ritum og safnritum, en þó lík- lega mest óprentað. Vissa er fyrir þvi að ljóð hennar yrðu fögur og ágæt ljóðabók. Hins vegar er spurningin sú, hvort þjóðin kann á þessum tíma að meta slíkan fjársjóð. En sárt þykir mér að vita til þess, að hún skuli aldrei hafa feng ið neina opinbera viðurkenn- ingu .Hún gnæfir þó nokkuð hátt yfir suma, sem fengið hafa rithöfundarstyrk nú hin seinustu árin. En þetta er kannske fyrir það, að hún er ekki höfundur að neinni bók. En þeir, sem úthluta slíku, ættu að lesa fleira en sein- ustu bækurnar sem komið hafa út. VATNASKÓGUR í 150. tbl. Tíman, 13. júlí 1950 er talað um starf KFUM í Vatnaskógi. Það skal fram tekið að það voru 5000 skógarfurur er gróðursettar voru á vegum KFUM í Vatnaskógi í vor, en ekki 3000 sem greint er frá í greininrii. Á s.l. vetri náðist samkomu lag um framtíð Vatnaskógar við hlutaðeigendur, en sem kunnugt er liggur Vatnaskóg ur í landi Saurbæjar á Hval- fjarðarsetrönd. Lagði KFUM fram 20 þús. krónur og fékk þar með full umráð yfir Vatnaskógi. Um rædd greiðsla er skaðabótafé til Saurbæjar fyrir skóginn og er greidd í eitt skifti fyrir öll, enda er hér um mikið og gott land að ræða. Að samningum loknum um framtíð Vatnaskógar annað- ist skógrækt ríkisins allar girðingaframkvæmdir á sinn kostnað, og framseldi girðing una að verki loknu í hendur KFUM til fullra umráða. Vatnaskógur er án efa eitt bezta land sem völ er á til skógræktar, og er því mjög ánægjulegt að KFUM skuli hafa fengið þetta stóra og góða skógarland til fullra um ráða. Á næstu árum mun verða plantað barrplöntum í Vatna skóg í stórum stíl og vinnu- aflið verður að sjálfsögðu ung menni þau er dvelja á vegum KFUM í hinum stóru og veg- legu húsakynnum þeirra í skóginum. Hér er um að ræða eitt ákjósanlegasta verkefni fyrir unglingana, og af reynslu minni af starfi þeirra í vor við plöntun á skógarfuru, er það trú min að KFUM eigi eftir að vinna stórvirki á sviði skógræktar næstu ár og áður en langir tímar líða verði hlíðarnar fögru umhverfis skála KFUM, vaxnar greni og furuskógum, í stað kræklóttra birkihrísla er bera fortíðinni órækt vitni um meðferð á ís- lenzku skógunum á liðnum öldum. KFUM á þakkir skilið fyrir stórhug sinn í þessu máli. Daniel Kristjánsson. Gryffurnar á Brekku Fáefn orð tim greln Kristjáns á jfrekk.g Vegna þess að ég gerði at- hugasemd við efnisþsta við- komandi tveimur votheys- greyfjum, sem reistar voru á Brekku á Ingjaldssandi, skrif ar Kristján Guðmundsson, bóndi þar, langa og ekki til- takanlega prúðmannlega grein í síðasta laugardags- blað Tímans. Eftir upplýsing um þeim sem fyrir lágu hafði mér virzt að til votheysgryfj- anna á Brekku hefði ekki ver ið vandað svo sem þurfti og listi sá sem birtur var um steypuefni til gryfjanna mjög varhugaverður. Taldi ég mér skylt, starfs mins vegna, að gera nefndar athugasemdir. Eftir grein Kristjáns að dæma virðist það heldur ekki hafa verið vanþörf, því að nú kemur það upp úr köfun- um, að 10—13 rúmmetrar af grjóti hafa verið notaðir í votheysgryfjurnar á Brekku, en frá því var ekki skýrt í greininni, þar sem efnislist- inn var birtur. Þetta eitt nægði til þess að gera efnis- listann stórlega villandi, þar sem þetta grjót var hvorki meira né minna en full 25% af heildarefni gryfjuveggj- anna. Kristján virðist ekki sjá neitt athugavert við þessa miklu grjótnotkun, þó er það staðreynd, að hvergi er varhugaverðara að nota grjót en í votheysgeymslur. Stafar það af því, að grjót- notkun torveldar mjög allar tilraunir við að gera steyp- una vatnsþétta, en sýrur vot- heysins hinsvegar stórskað- legar ef þær komast inn í vegg ina og grotna þeir þá í sund- ur. Um járnbinding segir nú Kristján að hann hafi verið mestur efst í gryfjunni. Þetta er nákvæmlega öfugt við það sem ætti að vera. Langmest reynir á steypuna í neðan- verðum gryfjum, bæði vegna jarðvegsþunga og útþrýstings votheysins, en þessi útþrýst- ingur getur stundum orðið full 40% vatnsþrýstings við sömu aðstöðu. Kristján segir, að það hafi aðeins verið efst, að veggirnir í gryfjunum á Brekku voru 15 sentímetrar að þykkt, en neðst séu þeir 25 sentimetrar. Upplýsingar þær, sem ég hafði um þetta, hafa því ver ið rangar. Þó fer því víðs fjarri að sementsmagn það, sem upphaflega var tilgreint, passi við rúmmál raunveru- legrar steypu, eftir þeim blöndunarhlutföllum, sem Kristján nú gefur upp, og munar það tonnum, hvað upp á vantar af sementi, ef rét er frá greint um steypu- hlutföll. Það virðist hinsvegar ekki vera hin sterka hlið Krist- jáns að greina nákvæmlega frá og fara samvizkusamlega með heimildir og mætti sem dæmi nefna eftirfarandi: í ' athugasemd minni sagði ég | orðrétt: „Ragnar á Brekku er myndar- og dugnaffarbóndi, en hann hefir flaskaff á þvi, aff treysta um of á eigið byggjuvit“. Út af þessum orðum leggur svo Kristján og segir orðrétt í grein sinni: „En eina synd drýgir Ragnar og flestallir bændur, aff dómi Þóris, og hún er sú, aff þeir (Framhald á 6. slðu.J Nýir búfræðingar Nú á seinni árum hefir Arn fríður safnað ýmsum fróðleik um ættfræði, menn og mennt ir seinustu aldar. Þeim, sem til þekkja,- og fást við slíkt, kemur saman um það, að allt sem hún hefir undir hönduni á því sviði, sé óvenjulega á- reiðanlegt. Sýnishorn af þessu kom út í Kirkjuritinu síðast liðinn vetur: Aldarminning Árna prófasts Jónssonar á Skútustöðum. Enginn kann betur að segja sögur en hún og standa henni alveg ljósir fyrir hugskots- sjónum atburðir, sem hún heyröi sagt frá í barnæsku sinni. Svo vel segir hún frá t. d. brúðkaupsveizlunum, er hún var í barnið, að það er eins og að þær séu nýliðnar. Ánægjulegt er að koma á heimili hennar og sjá hana umkringda hópi barnabarna sinna, og sjá það með hve mikilli athygli þau hlusta, þegar amma segir sögu. Margir hugsa til hennar í dag með innilegu þakklæti og óska henni allra heilla á þess- um tímamótum. 1. ágúst 1950. Pétur Jónsson í vor brautskráðust eftir- taldir búfræðingar frá Bænda skólanum á Hvanneyri: Ástvaldur Ingi Guðmunds- son, Ártúni, Ingjaldssandi V.- ísafj arðai’sýslu. Bjarni Guðmundsson, Bæ, Kaldrananeshreppi, Strand. Bjarni Hermannsson, Leyn- ingi, Saurbæjarhreppi, Eyjaf. Daníel Friðrik Ingvarsson, Reykjavík. Egill Jónss. Hoffelli, Hornaf. Austur-Skaftafellssýslu. Erlendur Halldórsson, Dal, Miklaholtshreppi, Snæf. Gísli Angantýr Magnússon, Botni í Arnarfirði, Barðastr.s. Guðbjartur Gíslason, Öl- keldu, Staðarsveit, Snæfells- nessýslu. Guðfinnur Jónsson, Vest- mannaeyjum. Guðmundur Lárusson, Eyri, Flókadal, Borg. Guðmundur Theodórfsson, Bjarmalandi, Axarfirði, Norð- ur-Þingey j arsýslu. Guðmundur Þorgrímsson, Síðumúlaveggjum, Hvítársíðu, Mýrasýslu. Gunnar Marteinsson, Hálsi, Kinn, Suður-Þingeyjarsýslu. Halldór Sverrir Magnússon, Ketilsstöðum, Hvammssveit, Dalasýslu. Hákon Vilhjálmsson, Haf- urbjarnarstöðum, Miðneshr., Gullbringusýslu. Helgi Valdimarsson, Kolla- fossi, Miðfirði, V.-Hún. Ingólfur Guðni Björnsson, Hnjúkum, Blönduóshreppi A- Húnavatnssýslu. Jón Kristófer Magnússón, Melaleiti, Melasveit, borg. Magnús Óskarsson, Kópa- vogi, Kjósarsýslu. Sigmar Pétur Pétursson, Hafursá, Vallahreppi, S.-Múl. Sigvaldi Jónsson, Þorunn- arseli, Kelduneshr., N.-Þing. Sverrir Björnsson, Brautar- holti, Staðarhr., V.-Hui . Tómas Gíslason, Melhól, Meðallandi, V.-Skaft. Þorgils Gunnlaugss., Sökku, Svarfaðardal, Eyjafirði. Þorgrímur Jónsson, Jarls- stöðum, Aðaldal, S.-Þing. Þormóður Ingi Pétursson, Hafursá, Vallahreppi, S.-Múl. Björn Kristjánss., Reykjav. Gunnlaugur Vilhjálmsson, Laugabökkum, Árnessýslu. Hagalin Þ. Kristjánsson, Tröð, Önundarfirð. Halldór Jónsson, Jaróbrú, Svarfaðardal Eyjafirö: Haraldur Sæmundss, Kletti Gufudalssveit, Barö. Kristinn Björnsson, Hlíðar- enda við Akureyri. Svavar Björnsson, Sleð- brjótsseli, Hliðarhr., N.-Múl. Vilhjálmur Þórsson, Bakka, Svarfaðardal, Eyjafirðj. Þorkell Bjarnason, Laugar- vatni, Árnessýslu. Síðast taldir 9 búfræðingai? luku bóklegu nánji á einum vetri. Verðlaun fyrir ágætar ár- angur i námi úr verðiauna- sjóði bændaskólans. íengu þeir Ástvaldur Guðmundsson og Sverrir Björnssfni.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.