Tíminn - 16.08.1950, Side 3

Tíminn - 16.08.1950, Side 3
177. blað TÍMINN, miðvikudaginn 16. ágúst 1950. 3 Frá meistaramótinu í fyrrakvöld: Bob Mathias og Örn hnífjafnir í 110 m. grind. Heimsmethafinn I tugþraut, Robert Mathias, keppti sem gestur á Meistaramóti íslands og setti hann skemmtilegan svip á mótið, þrátt fyrir að honum tækist ekki að sigra alveg í neinni grein. Keppti hann i þremur greinum, en komst ekki náiægt sinum bezta árangri í neinni þeirra og má kuldanum um kenna og voru aðstæður allar á vellinum erfiðar vegna rigningarinnar, sem hafði verið um daginn. Skemmtilegt grindahlaup. Mótið hófst með keppni í 110 m. grindahlaupi og var keppnin mjög hörð milli Mat- hiasar og Arnar Clausen. Þeir hlupu hlið við hlið mest alla leiðina og í markinu voru þeir hnífjafnir. Tíminn var 15,3 sek. og sýnir að Örn get- ur hvenær sem er, við góðar aðstæður, sett nýtt met í grindinni. Mathias hefir hlaupið bezt á 14,5 sek. Mathias keppti næst i há- stökki, og þar varð hann að láta sér nægja annað sæti, stökk 1,75 m. Sigurvegari varð Sig. Friðfinnsson FH, stökk sömu hæð. Skemmtilegasta grein kvöldsins var 800 metra hlaupið og var þar mjög hörð keppni milli íslandsmeistar- ans s. 1. ár, Magnúsar Jóns- sonar og Péturs Einarssonar. Pétur var á undan mest alla leiðina, en á síðustu metrun- um tókst Magnúsi að komast framúr. Tíminn var ágætur, Magnús hljóp á 1:55,7 mín. og er það annar bezti tími íslendings á vegalengdinni. Þá tryggði Magnús einnig þátttöku sína í Evrópumeist- aramótinu. Pétur hljóp á 1: 56,0 og er það bezti tími hans á vegalengdinni. Nýtt met í kúluvarpi kvenna. í kúluvarpi kvenna var skemmtileg keppni. Guðný Steingrimsdóttir úr Kjósar- sýslu tvibætti metið og varp- aði lengst 9,65 m. 2. varð þýzk stúlka, Ruth Jónsson, en hún er gift islenzkutn bónda, varp aði 9,30 m. Ruth var Þýzka- landsmeistari í kringlukasti 1947. í kúluvarpi karla var keppn in mun stórkostlegriv Huseby sýndi greinilega hve örugg- ur hann er orðinn og þrátt fyrir kuldann varpaði hann rétt innan við 16 m., lengst 15,96 m. en stytst um 15,60 m. Mathias keppti í kúluvarp inu og varð að láta sér nægja 6. sætið. Úrsiit. í öðrum greinum náðist ekki neinn sérstakur árang- ur, og t. d. í 200 m., sem bú- ist var við að yrði skemmti- legasta hlaupið, mætti aðeins einn af þeim „stóru“. Úrslit í einstökum greinum: 110 m. grindahl.: — ísl.m.: Örn Clausen, ÍR, 15,3 sek., 2. Ingi Þorsteinsson, KR, 16,0. Robert Mathias, 15,3. 200 m. hlaup: — ísl.m. Guðm. Lárusson, Á, 22,5 sek., 2. Þorvaldur Óskarsson, ÍR, 23,7, 3. Baldur Jónsson, ÍBA, 24,0, 4. Sigurgeir Björgvins- son, KR. 24,2. 800 m. hlaup: — fsl.m. Magnús Jónsson, KR, 1:55,7 mín., 2. Pétur Einarsson, ÍR, 1:56,0, 3. Siguröur Guðnason, ÍR, 2:03,4, 4. Garðar Ragn- arsson, ÍR 2:04,6. Hástökk: — ísl.m. Sigurður Friðfinsson, FH, 1,75 m., 2. Eiríkur Haraldsson, A, 1,70, 3. Gísli Guðmundsson, Vöku, 1,70, 4. Jón Olsen, UMFN, 1,70, Robert Máthias stökk 1,75 m. Spjótkast: — ísl.m.: Jóel Sigurðsson ÍR, 61,46 m., 2. (Framhald á 6. síðu.) Vetrarvertíöin við Lófóten Tit éisminn Deila Stalíns og Títós. Fátt hefir vakið meiri at- hygli á sviði alþjóða stjórn- mála en deilumál Júgóslavíu og Rússlands. Deila þessi er sprottin af því, að Stalín vildi láta kommúnistaflokka allra landa fyrst og fremst þjóna Rússum og hugsa meira um hagsmuni þeirra en síns eigin lands. Tító, æðsti maður í Jú- góslavíu, vildi láta hagsmuni hennar sitja í cndvegi. Þessi stefna hins júgóslavneska þjóðhöfðingja er almennt nefnd Titóismi. Svik við hugsjónir kommúnismans. En Titó og fylgjendur hans gera sig ekki ánægða með að halda sjálfstæðir sínar götur. Heldur ásaka þeir Stalin um svik við hugsjónir kommún- ismans. Hann er ekki lengur túlkandi kenninga þeirra Marx og Lenins. Því síður reynir hann að framkvæma þessar kenningar i þjóðlifi Rússlands. Þetta er mjög at- hyglisverð ádeila og virðist leiða nokkrar líkur að þvi, hvernig framkvæmd pappírs- hugsjóna kommúnismans fer á tiltölulega fáum árum. Ræða Djilas. 18. marz s. 1. hélt Djilas her foringi gagnmerka kosninga- ræðu, sem flutt var á vegum háskólans í Belgrad. Hann hélt þvi fram, að tvær hætt- ur stefndu ávallt að alþýðu- byltingum og ríki þeirra. Önn ur væri tilraun hinna sigr- uðu kapitalista til að komast aftur til valda með gagnbylt- ingu; hin væri vaxandi ríkis- bákn og embættismannaklíka. Rússland hefir orðið seinni hættunni að bráð, segir Djilas. Það má segja, að gagnrýni Titoistanna sé sú eina, sem berst yfir járntjaldið. Rússar hafa afnumið málfrelsi og rit frelsi og auk þess lokað landi sínu fyrir öðrum þjóðum. Er þetta styrkleikamerki hins rússneska sósialisma? Nei!- vissulega ekki. Rússar | hræðast sannar frásagnir af landi sínu, hræðast gagnrýni frjálsra þjóða og einstaklinga innan síns eigin lands. Heimsveldisstefna Rússa. Einn áhrifamesti liðurinn í þennslustefnu Rússa er ein- mitt Stalinisminn. Aö láta kommúnistaflokkana halda uppi látlausum áróðri fyrir Rússa í einu og öllu. Með því móti veikist andstaðan og auðveldara verður fyrir Rússa að ná sterkum ítökum á landi og þjóð. Kommúnism- inn er ekki síður hættulegur frelsi þjóðanna en Hitlers- stefnan, vegna þess að hann kemur fram í sama gerfi. Hann er notaður til fram- dráttar Rússlandi á sama hátt sem nationalsósíalism- inn var til framdráttar Þýzka landi á sinum tíma. Það þarf ekki að rökstyðja þá staðhæfingu, að Rússar reki heimsveldisstefnu. Það kemur berlega í ljós á hverj- um þeim vettvangi, sem þeir láta til sín taka. Þeir beita ofbeldi og neitunarvaldi inn- an Sameinuðu þjóðanna til þess að styrkja einhliða mál- stað sinn. Þeir leggja undir veldi sitt hverja þjóðina af annarri o. s. frv. Eru Titóistar á íslandi? Það er alkunna, að innsti hringur Sameiningarflokks alþýðu, Sósialistaflokksins, er einhliða á bandi Stalins. Þjóð viljinn og önnur blöð flokks- ins hér á landi boða boðskap Rússa í einu og öllu. Það kem ur aldrei fyrir eitt augnablik, að þau missi linuna. Nægir þar að minna á afstöðuna til. finnsk-rússneska stríðsins, átökin inna-n samtaka Sam- einuðu þjóðanna og nú sein- ast Kóreustyrjöldm. Þa kom línumennskan mjög berlega i Ijós gagnvart afstöðu flokks- ins til Þýzkalands meðan griðasáttmálinn rikti milíi Stalins og Hitlers og svo síðar eftir rof hans. Sjálíir segja sósíalistar hér, að stríðið hafi breytt um „eðli“ með þátt- töku Rússlands. Þó munu vera (Framhald á 7. siðu ) Verð á veLtin.gum Vertiðinni í Lófót lauk 25. apríl. Heildaraflinn varð 71839 smálestir. Fyrir þennan afla fékk útgerðin 93 685 þús. kr., miðað við ísl. peninga. Af vertíðaraflanum voru 24 711 smál. veitt i net, 25 198 smál. ú línu, 13 327 smál. á hand- færi og 8 603 smál. í nót. Handfæraaflinn er um 5 þús. smál. meiri en á vertíð- inni 1949, en netjaveiðin Iiins vegar 8 þús. smál. minni. Þorskveiði í herpinót hefir ekki verið teljandi fyrr en nú. Allmiklu meira var nú liert af fiski en 1949 og talið er, að fullverkaður saltfiskur aukist um 40% miðað við iyrra ár. Afli í þorskanet var yfir- leitt góður, en ekki stóð sú veiði jáfn lengi og oft áður. Fiskur var sérstaklega vænn, um 5,2 kg. að meðaltali. Brúttóhlutur var að meðaltali 11 425 kr. hjá þeim, er stund- uðu netjaveiði bæði á ytri og innri miðum, en hjá þeim, sem eingöngu sóttu innri mið, var brúttóhluturinn 6800— 8000 kr. Línuveiði var mjög misjöfn og afar léleg á ytri miðum, þannig að meðal brúttóhlutur hjá þeim, er eingöngu sóttu þángað til veiða, mun ekki hafa orðið meiri en 2750 kr. Aftur á móti var brúttóhlut- urinn allmiklu hærri hjá þeim, er veiddu bæði á innri- og ytri-miðum, eða 5700— 6800 krónur. Hlutur handfæramannsins var svipaður og hjá línu- mönnunum, sem öfluðu á innri- og ytri miðum, eða 5700—6800 kr. Þess var dæmi, að maður einn á báti aflaði fyrir 4500 kr. á handfæri á hálfum mánuði. Um hluti þeirra manna, er veiddu þorsk í herpinót, var ekki vitað, þegar vertið lauk. En að því mun síðar verða vikið í þessu blaði svo og þessari nýju veiðiaðferð, sem talið er að muni valda bylt- ingu í sambandi við Lófót- veiðarnar. — Allar upphæðir í þessari grein eru miðaðar við ísl. peninga. (Ægir). Iþróttamót Dala- manna og Sóleyjar Um verzlunarmannahelg- ina fór fram íþróttakeppni í sundi og frjálsum íþróttum vestur í Dölum, milli U.M.S. Dalamanna og íþróttaflokks stúkunnar ,,Sóley“ nr. 242 í Reykjavík. Það er í fyrsta sinni, svo vitað sé, að íþrótta- flokkur frá templurum tekur þátt í slíkri keppni. Sund- keppnin fór fram að Sælings- dalslaug, laugardagskvöldið 5. ágúst, en keppni í frjáls- um íþróttum að Nesodda dag- inn eftir. Mótið hófst kl. 15 á sunnudag, með því að Hall- Í dór Sigurðsson á Staðarfelli, setti mótið með ræðu. Hjört- ur Þórarinsson, íþróttakenn- ari frá Reykhólum, stjórn- aði mótinu. Sex menn kepptu, í hverri grein frj álsra íþrótta, f 3 frá hvorum aðila, en 4 í sundi, 2 frá hvorum. íþrótta- flokkur st. „Sóley“ vann mót- ið með 117 stigum. U.M.S. Dalamann hlaut 101 stig. Úrslit urðu þessi: 100 m. bringusund karla: 1. Þórður Gíslason S. 1:27,0. 2. Ólafur Ragnarsson S. 1:28,1 3. Einar Jónsson D. 1:34,2. 50 m. bringusund kvenna: 1. Guðborg Aðalsteinsdóttir D. 46,5. 2. Hulda Óskarsdóttir D. 49,6. 3. Vilhelmína Böðv- arsdóttir S. 55,2. 3x50 m. boðsund karla: 1. Sveit st. Sóleyjar 1:59,4. 2. Sveit U.M.S. Dalamanna 2:03,4. 100 m. hlaup: 1. Jón Böðv- arsson S. 12,00. 2. Kristján Benediktsson D. 12,3. 3. Victor Ágústsson S. 12,3. 80 m. hlaup kvenna: 1. Valva R. Ásgríms S. 11,9. 2. Lilja Sæmundsdóttir D. 12,3. 3. Ásgerður Ingimarsdóttir S. 12,3. 1500 m. hlaup: 1. Guð- mundur Guðjónsson D. 4:36,0. 2. Svavar Magnússon D. 4: 37,5. 3 Gísli Ingimundarson D. 4:39,9. 4x100 m. boðhlaup: 1. Sveit st. Sóleyjar 49,0. 2. Sveit U. M.S. Dalamanna 49,0. Hástökk: 1. Jón Böðvars- son S. 1,52. 2. Jakob Jakobs- son D. 1,52. 3. Kristján Bene- diktsson D. 1,52. (í úrslita- stökki fór Jakob yfir 1,57 og Jón ýfir 1.62). Langstökk: 1. Kristján Benediktsson D. 5,99. 2. Jón Böðvarsson S. 5,96. 3. Victor Ágústsson S. 5,87. Þrístökk: 1. Kristján Bene- diktsson D. 12,26. 2. Jón Böðvarsson S. 11,78. 3. Victor Ágústsson S. 11,71. Kúluvarp: 1. Þórketill Sig- urðsson S. 11,73. 2. Gunnar Bjarnason S. 10,87. 3. Stein- grímur Lárusson D. 10,63. Kringlukast: 1. Þórketlll Sigurðsson S. 29,97. 2. Ólafur Ragnarsson S. 29,97. 3. Stein- ólfur Lárusson D. 28,67. Stigahæstur af einstakl- ingum varð Jón Böðvarsson með 25% stig. Annar varð Kristján Benediktsson með 25 V3 stig. Mótið fór mjög vel fram. Keppnin var jöfn og skemmti leg. Veðrið var ágætt. Þátt- (Framhald á 7. síðu.) Vegna skrifa Bjarna skóla- stjóra á Laugarvatni o. fl. skal þetta tekið fram: í vor og sumar hefir verið og er ennþá verð á helztu veitingum í Hreðavatnsskála þetta: Algengustu kjötmáltíðir (súpa, kjöt, kartöflur, kaffi o. s. frv.) á kr. 12.00. Kjötið langoftast nýtt af alikálfum. Fiskmáltíð kr. 10.0. Kaffi og smurt brauð með áleggi (4 sneiðar, álegg: kjöt, ostur, tómatar o. fl.) átta krónur, en sé mjólk í stað kaffis, þá 9 kr. Kaffi og kökur (4 stk.) kr. 5.00, en sé mjólk i stað kaffis, þá 6 krónur. Skyr með rjómablandi kr. 6.00 (skattar allir og þjón- ustugjald innifalið í verðínu). Lax og annar hátiðamatur er dýrari. Einnig voru veitingar yfir verzlunarmannahelgina með dál. hærra verði en þetta, og einstaka sinnum oftar um helgar, þegar taka verður dýrt aukastarfsfólk. Þó að Bjarni á Laugavatni virðist ekki vilja telja skáls, minn veitingahús, hirði ég ekki um það. Skal lik ■ við- urkenna, að ýmislegt hlýtur að vera ófullkomhara í hon- um, heldur en þar sem rikið hellir í of fjár frá almenn- ingi og ekkert þarf að bera sig, sbr. t. d. í rikissetrinu þar, sem Mbl. er hvað eftir anna® að syngja kömrunum lof! En þrátt fyrir það, þótt ým- islegt þyrfti að vera full- komnara heldur en það er í Hreðavatnsskála, þá kemur jafnan margt góðra manna í hann — og þaö menn, sem erú frjálsir um val áningarstaða. Þeim á Hreðavatnsskál:. mest tilveru sína að þakkt og að ennþá hefir orðið minnx hallarekstur í honum heldui en ýmsum öðrum veitinga- húsum, þar sem seldf err. veitingar með mu' iværrf, verði. . Vigfús Guðmunnssoi,. ,

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.