Tíminn - 16.08.1950, Page 4

Tíminn - 16.08.1950, Page 4
4. TÍMINN, miðvikudaginn 16. ágúst 1950. 177. blað STÉTTABARÁTTAN VI. Mér sýnist það augljóst mál, að hagsmunasamtök al- mennings verða að gjörbreyta um stefnu í kaupgjalds- og verðlagsmálum, ef nokkur líkindi eiga að vera til þess, að koma megi í veg fyrir til- finnanlega rýrnun lífskjara alls þorra tólks í landinu. Þess konar stefnubreyting getur því aðeins orðfð, að ríf- legur meirihluti landsmanna sannfærist um, að sú stefna, sem fylgt hefir verið í þess- um efnum undanfarna ára- tugi, hafi verið og sé röng og nái ekki tilgangi sínum. Litl- ar eða engar likur benda til þess, að slík skoðanabreyting sé í aðsigi hjá almenningi og liggja til þess þær ástæður, sem nú skal greina frá: 1. Flestallir launþegar og smáframleiðendur og raunar allir þjóðfélagsborgarar, hvar sem þeir standa í mannfélag- inu, eru sannfærðir um, að lífskjör þeirra batni, ef pen- ingatekjur þeirra aukast, hvernig sem á stendur. Þetta er líka oft rétt, t. d. þegar einstaklingur kemst yfir fjár- muni með einhverjum hætti eða færist úr lægra launa- flokki í hærri launaflokk. Einnig ef stétt eða starfshóp- ur eykur peningatekjur sinar, og tekjur annara stétta og starfshópa standa í stað eða aukast minna hlutfallslega. Það er því mjög skiljanleg villa er menn halda, að lífs- kjör þeirra batni á sama hátt, þegar menn ásamt með- bræðrum sinum verða al- mennrar kauphækkunar eða verðlagshækkunar aðnjót- andi. En almenn hækkun peningatekna bætir ekki lífskjör manna almennt, nema um framleiðsluaukn- ingu sé að ræða, eða að fjár- munir streymi inn í landið af einhverjum utanaðkomandi ástæðum, eins og átti sér stað á stríðsárunum. Annars leiðir hin almenna aukning pen- ingateknanna aðeins til verð- bólgu og rýmandi lífskjara, eins og áður hefir verið bent á. 2. Leiðtogar launamanna og smáframleiðenda steinþegja yfirleitt um þessar efnahags- legu staðreyndir og loka aug- unum fyrir þeim. Sumir þeirra eru þó þarna í góðri trú og treysta í einfeldni sinni á kjarabætur í krafti al- mennra kauphækkana. Öðr- um leiðtogum í stéttabar- áttunni er þó vafalítið ljóst, að almenn kauphækkun leiðir ekki til kjarabóta fyrir al- menning. En hvers vegna þegja þeir þá um þetta? Til þess liggja tvær meginástæð- ur. í fyrsta lagi er það ekk- ert aðgengilegt fyrir slíka leiðtoga, að rísa upp og lýsa þvi yfir, að allt sem þeir hafa haldið fram og ráðlagt laun- þegunum, hafi til þessa verið tóm vitleysa og vond blekk- ing. Önnur ástæða er þó veiga meiri. Flestallir leiðtogar í fé- lagsmálum þrá það að kom- ast í valdaaðstöðu, bæði til þess að ná aðstöðu til þess að koma áhugamálum sínum á- leiðis og svo og ekki síður af persónulegum ástæðum. Nú á tímum grundvallast flest- allar þýðingarmiklar valda- aðstöður á skoðunum fjöld- ans, beint og óbeint. Mjög Eftir Gunnlaug Jónasson eftirsóttar valdaaðstöður byggjast nú einmitt á hinni bjargföstu trú launþeganna, að almenn hækkun á kaup- gjaldi bæti lífskjör þeirra. Allt veraldargengi verklýðs- leiðtoga og fjölmargra pólit- ískra áhrifamanna byggist raunverulega á því, að fjöld- inn trúi og haldi áfram að trúa því, að almennar kaup- hækkanir leiði til bættra lífs- kjara. Meira þarf ekki að segja. Augljóst er að sann- leikanum verður ekki borið vitni úr þessu heygarðshorni. hina austrænu þrenningu. Alþingi er að miklu leyti skip- að mönnum af þessu tagi. Er ekki úr vegi að athuga svo- lítið vinnubrögð þeira þar. Því að einmitt á Alþingi birtast ávextir stéttabaráttunnar í sinni endanlega þroskuðu mynd. Þar eru kjarabótakröf- ur hinna ýmsu stétta og starfshópa lögfestar alloft þjóðinni til tjóns og bölvunar, vegna þess að flest slík kjara- bótamál eru getin í synd og dórdómi hrossakaupmennsk- unnar. Mörg þessara kjara- í seinasta hefti Gerpis birtist grein eftir ritstjórann, Gunnlaug Jónasson, er nefnist: Stéttabaráttan. I fyrri hluta hennar er sýnt fram á, að kauphækkanir eða auknar pen- ingatekjur almennings, sem ekki rekja rætur til fram- leiðsluaukningar, séu engar raunverulegar kjarabætur, heidur skapi oft verðbólgu, er rýri hlut viðkomandi stétta, en gefi ýmsum bröskurum tækifæri til að safna miklum gróða. I síðari hluta hennar ræðir hann þetta nokkuð nánar og bendir á leiðir til raunhæfra kjarabóta. Þar sem þessi hugvekja Gunnlaugs er á margan hátt stórathyglis- verð, tekur Tíminn sér bessaleyfi til að birta síðari hluta her.nar í þessu og næsta blaði. VII. Nú er eðlilegt að menn [spyrji: Hvernig á að bæta lífskjör almennings, ef það er J ekki hægt með almennri hækkun peningateknanna. Þessu svara ég svona: Það er allsendis ekki eins auðvelt að bæta lífskjör almennings eins og svo margir háttgal- andi víghanar á sviði félags- málanna reyna að telja fólki trú um. Slíkir forustusauðir gefa sjálfum sér fagrar og á- litlegar nafnbætur og kalla sig „umbótamenn", „fram- faramenn“, „lýðræðissinna“, „frelsisunnendur" o. s. frv. Og allir sem einn þykjast þeir starfa í anda Jóns Sigurðs- sonár, ef þeir þá ekki vitna beint í hina „heilögu þrenn- ingu“: Karl Marx, Lenin og Stalin. En alla, sem ekki vilja umhugsunarlaust hlíta leið- sögu þeirra, kalla þeir: aftur- haldsmenn, auðvaldsþjóna, fasista o. s. frv. Og hafi þeir fengið einhverja nasasjón af kenningum Karls Marx er ekki að sökum að spyrja: Þá hafa þeir eftir það sannleik- ann í rassvasanum. Nokkrir þessara manna eru vísinda- menn, sem vísvitandi nota sér hinar röngu félagsmála- skoðanir almennings til þess ’að tryggja eigin valdaaðstöðu. En langflestir eru velmein- andi einfeldningar, sem enga eða litla félagslega reynslu hafa, en trúa í blindni á hinar marxisku hégiljur. Þessir menn gleyma því of oft, að það er alls ekki nóg að vilja vel. Þeir sem leiðsögu vilja hafa fyrir lýðnum verða að hafa raunhæfa þekkingu á því, hvað til umbóta horfir, og getu og manndóm til þess að koma kjarabótamálunum í framkvæmd, án þess að svíkjast að almenningi og taka með annarri hendinni það, sem þeir gefa með hinni. En þess háttar beilibrögð eru því miður alltof algeng á sviði félagsmálabaráttunnar. Um alllangt skeið hefir þjóðin trúað á þessa kjara- bótamenn, bæði þá, sem vitna til Jóns Sigurðssonar og hina, sem bera fyrir sig bótamála eru eða gætu verið góð mál, ef tryggur þjóðhags- grundvöllur væri fyrir hendi til þess að fóta þau á. En svo er jafnaðarlegast ekki, enda ekkert gert til þess að byggja hann upp af feðrum mál- anna. Þeir, sem nenna að hafa fyrir því að hlusta á þingfréttir útvarpsins, eiga sæmilega auðvelt með að fylgjast með kjarabótamála- streitunni á Alþingi. En kjarabótamálin eru auðþekkt á vissu orðalagi, sem alltaf er í hverju kjarabótafrumvarpi, og er eitthvað á þessa leið: Ríkissjóði ber að greiða — ríkissjóður skal leggja fram — ríkissjóður skal ábyrgjast lán að upphæð — sveitar- sjóðum ber að greiða — o. s. frv., í óteljandi samsetning- um. Þetta þýðir umbúðalaust, að skattgreiðendur og út- svarsgreiðendur eiga að greiða kostnaðinn við fram- kvæmd kjarabótamálanna. Margir, sem á þetta hlusta af viti og skilningi hugga sig við það, að hinir riku séu látnir borga brúsann, eða að hægt sé a. m. k. að láta þá borga ef í harðbakka slær. Þetta er algerlega fánýtt hald reipi og grautfúið, því að hvaðan fá hinir ríku þá fjár- muni, sem gera þeim fært að greiða háa skatta og útsvör? — Öll fjáröflun — hvort held- ur aflaklærnar sitja á útlim- um hinna ríku auðfélaga eða þær auka fingralengd kröfu- félaga hina fátæku — hvílir á herðum þeirra mörgu, sem vinna með huga og höndum hin hagnýtu störf í þjóðfé- laginu. Með öðrum orðum: Þeir, sem njóta eiga hinna margvíslegu kjarabóta, sem foringjar stéttasamtakanna stofna til á Alþingi, verða að greiða fyrir þær úr eigin vasa. Og það skyldu þeir hugleiða, að skattpeningur sá, sem þeir eru látnir leggja fram, vex ekk að verðgildi við þann krók, sem hann leggur á leið sína gegnum ríkissjóðinn. Eina leiðin til raunhæfra kjarabóta er aukin fram- leiðsla, í víðustu merkingu, á (Framhald á 7. síðu.) Dagur segir frá því, að vinna við hina nýju virkjun Laxár hefjist í þessari viku. Við virkj- unina þrefaldast rafmagns- framleiðsla orkuversins og verð- ur um 18 þús. hestöfl. Geta má þess til samanburðar, að núver- andi orkuver við Ljósafoss í Sogi framleiðir um 21 þús. hest- öfl, ef ég man rétt. Gert er ráð fyrir, að Laxárvirkjuninni verði lokið á árinu 1952, og fá þá Ak- ureyringar og aðrir notendur hennar þrisvar sinnum meira rafmagn en þeir hafa nú, eða því sem* næst. Virkjunarkostn- aður er áætlaður 45 millj. kr., og er rúmlega helmingurinn er- lendur kostnaður. En Sogs- virkjunin nýja á að kosta 140 milljónir, samkvæmt áætlun, sem um hana hefir verið gerð. Á þessum tveim stöðum er því um að ræða raforkufram- kvæmdir fyrir 185 millj. kr. — Ríkið er nú orðið meðeigandi í Laxárvirkjuninni á svipaðan hátt og Sogsvirkjuninni, og ber sinn hluta af kostnaðinum. Sumir voru á móti Marshall- hallhjálpinni á sínum tíma, og skal ég ekki um það dæma. En virkjanir þessar munu unnar fyrir Marshallfé að miklu leyti. Við vonum, að það verði þjóð- inni til góðs. „Þjóðinni“ segi ég. Og áreið- anlega nýtur meirihluti henn- ar þessara framkvæmda. En hinir eru líka margir, sem ekki njóta þeirra a. m. k. ekkí bein- línis. Borgfirðingar hafa Anda- kílsárstöðina. Og allir kaup- staðir og stærri kauptún hafa einhverskonar rafstöðvar, vatnsaflsstöðvar eða olíustöðv- ar. Sumar þeirra eru þó ófull- nægjandi. En svo eru mörg sináþorp og heil héruð, sem verða á eftir i þessari þróun. Og þar geta menn sagt eins og gesturinn í þjóðsögunni: „Ég þarf ekki að þakka“, o. s. frv. Þeir, sem ekki geta notað „hvítu kolin“ frá Sogi og Laxá, munu þó sætta sig við sitt hlut- skipti, ef þeir þykjast verða þess varir, að einnig sé munað eftir þeirra þörfum og þeira mál leyst eftir því, sem geta leyfir. En annars ekki. Bændur um allt land hafa áhuga fyrir því, að áburðarverksmiðjan komi og vita, að hún þarf að fá rafmagn frá hinum stóru aflstöðvum. í- búar strjálbýlisins munu gera þá kröfu, að Marshallfénu verði á einhvern hátt varið til fram- kvæmda, sem öll þjóðin nýtur. Þessir peningar eru þjóðareign. Svona hafa ýmsir talað við mig um þessi mál. En ísland vantar orku. Og nú skulum við gleðjast yfir því, að beizlun fossanna er orðin að veruleika. Sýn Einars Bene- diktssonar við Dettifoss er að rætast, þótt aðrir fossar hafi reynst auðveldari í tamning- unni. En virkjun fossanna kall- ar á fleiri framkvæmdir, fram- kvæmdir, sem auka þá fram- leiðslu, sem tryggir framtíð þjóðarinnar. Hlutverk hinna miklu raforkuvera er að minnka innflutningsþörfina og helzt að skapa nýjar útflutn- ingsvörur, auka festu í utanrík- isviðskiptunum, ef unnt er. Á eftir áburðarverksmiðjuni þarf sementsverksmiðjan að koma. Eitt ár, þegar mest var, fluttum við inn 70 þús. tonn af sementi. Nú verðum við að spara sement eins og unnt er vegna gjaldeyr- isskorts, og það er slæmt. Þetta ættu þeir að hugsa út í, sem eru að heimta gjaldeyri til ýmsra hluta, sem minni þörf er á. Sementsverksmiðjan kostar svipaða upphæð og Sogsvirkj- unin, en áburðarverksmiðjan nokkru meira. Þetta eru dýr mannvirki. Þau eru undirstaða, og góðar undirstöður eru alltaf dýrar. Menn verða oft að leggja hart að sér meðan verið er að byggja undirstöðurnar. En það borgar sig síðar. Það er ekki hægt að gera hvorttveggja í senn, kaupa allt sem hugurinn girnist og leggja undirstöðu að framtíðinni. 1 gær hitti ég mann af Snæ- fellsnesi. Hann hafði ekki orðið var við óþurrka á þessu sumri. Þar eru öll hey græn, sagði hann. Svona er það við Breiða- fjörð og í Borgarfirði hefir líka verið góð heyskápartíð. En í morgun kom til mín kona, sem stundum hefir tekið til máls í baðstofunni, þótt ekki sé hún vön að tala á opinberum vettvangi. Hún var ekki eins á- nægð og Snæfellingurinn, og hún sagðist svo sem ekki vita, við hvern hún ætti að tala um sín vandræði. Það vildu víst fá- ir um þau hugsa, sem ráðin hefðu. Hún sagðist hafa gengið búð úr búð í Reykjavík og hvergi fá óbrennt kaffi. Nú yrði hún að kaupa þetta rándýra verksmiðjukaffi, sem sér þætti aldrei eins gott og hitt, sem brennt væri heima. É er alveg hissai Hvers konar okurstarfsemi er þetta, og hvers vegna mega þeir, sem það vilja, ekki fá vöruna eins og hún er flutt inn í landi? p Gestur. . Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarð- arför JÓNS VIGFÚSSONAR, Hlíðarendakoti. Aðstandendur Af hrærðu hjarta og heilum hug þökkuhi við öllum þeim, sem réttu okkur hjálparhönd og sýndu okkur fórnfýsi, samúð og hlýhug við jarðarför föður okkar INGIMUNDAR GUÐMUNDSSONAR frá Gautastöðum. Börn hins látna. Auglýsingasími Tímans 81300

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.