Tíminn - 25.08.1950, Síða 4

Tíminn - 25.08.1950, Síða 4
4. TÍMINN, föstudaginn 25. ágúst 1950. 185. blaff. Samvinna og þjóðnýting Grein sú, er Hermann Jón- asson formaður Framsóknar- flokksins, skrifaði í þjóðhá- tíðarblað Tímans í vor, virð- ist hafa valdið nokkrum á- hyggjum meðal forystu- manna Alþýðuflokksins. Al- þýðublaðið hefir hvað eftir annað vikið að þessar grein með nokkurri vanstillingu. Og einn af þingmönnum flokksins, Gylfi Þ. Gíslason próf., hefir nú í sumar birt í blaði sínu eigi færri en fimm langar ritgerðir, er allar virð ast skrifaðar í tilefni af fyrr- nefndri grein H. J. Hefir nú verið frá því skýrt, að þessar ritgerðir prófessorsins verði gefnar út í bókarformi til af- nota fyrir liðsmenn þjóðnýt- ingarinnar hér á landi. Svo mikils þykir nú við þurfa. Þrennt er að einkum í grein H. J., sem virðist hafa farið í taugarnar á Alþýðuflokks- mönnum. í fyrsta lagi sýndi H. J. fram á, að vonir jafnaðar- manna fyrir 30 árum um holl ustu starfsmanna við þjóð- nýtt fyrirtæki hefðu brugð- ist. í öðru lagi var því haldið frám af H. J., að jafnaðar- mannaflokkar nágrannaland anna flestra hefðú farið sér hægt í því að hrinda jóðnýt- ingaráformum í framkvæmd, en í stað þess rekið svipaða pólitík og Framsóknarflokk- urinh hefir rekið hér á landi. í þriðja lagi færði H. J. fram ýms rök fyrir því, að úrræði samvinnunnar væru vænlegri til lausnar ýmsum vandamál um þjóðfélagsins en úrræði þj óðnýtingarmanna. Um reynzlu þá, er fengist hefur af þjóðnýtingu og á- lyktanir þær, er erlendir jafn aðarmenn hafa dregið af þeirri reynzlu, skal ekki nán- ar rætt að sinni. Hinsvegar þykír rétt að vikja nokkrum orðum að því, sem Gylfi Þ. Gíslason segir um samvinnu- stefnuna og hlutdeild hennar í lausn þjóðfélagslegra vanda mála. G. Þ. G. segir: „Samvinnustefnan er eng- anvegin hliffstæff þjóðmála- kenning einkareksturskenn- ingunni eða jafnaðarstefn- unni, sem báðar fela í sér ákveðna lausn á þjófffélags- vandamálunum í heild. Sér- hver hugsandi maffur verður aff gera sér ljóst, hvaða meg- inleiðir hann vill láta fara til þess aff tryggja sem mesta frahileiffslu og sem réttlátasta arðskiptingu, en úr því sker samvinnustefnan ekki“ ..„Þessvegna er“ segir hann, „villandi í grundvallaratrið- um, þegar gerff er grein fyrir kjarna þjóðfélagsvandamál- anna á þann hátt, aff þar sé um aff ræffa val milli einka- reksturs, þjóffnýtingar og sam vinnureksturs“ Að hans dómi er valið að- eins milli einkareksturs og þjóðnýtingar. Með þessu er G. Þ. G. að halda því fram, að rangt sé að tala um samvinnustefnuna sem sérstaka þjóðmálastefnu. Hann virðist vera svipaðrar skoðunar og Jón Pálmason frá Akri, að í raun réttri eigi þjóðin aðeins að skiptast í tvo stjórnmálaflokka, sosíal- ista og kapitalista. Fyrir fleiri flokka sé í raun og veru Skrif Gylfa Þ. GIí engin sérstök þjóðmálastefna til. Menn verði að trúa á annaðhvort, einkarekstur eða þjóðnýtingu, og skipa sér í flokk eftir þvi. Sjálfur lýsir G. Þ. G. sam- vinnustefnunni á þessa leið: „Hún kennir, aff í viðskipt- um sérstaklega eigi hlutað- eigendur að annast eða látast annast sameiginlega kaup sín og sölu til þess aff tryggja sem hagkvæmast verff og koma í veg fyrir óeðlilegan milliliðagróða. Hún telur einn ig rétt aff beita hliðstæðum aff ferðum, þar sem hægt sé aff koma því við í framleiðslu til þess aff tryggja þeim, sem viff framleiðsluna vinna, þær tekj ur, sem framleiðslan gefur raunverulega af sér.“ Getur nú G. Þ. G. ekki fall- izt á það við nánari athugun, að heimurinn myndi breyt- ast töluvert, ef allur „óeðli- legur milliliðagróði“ væri af- numinn. Skyldi það ekki vera ærið verkefni fyrst um sinn fyrir sérstaka „þjóðmála- stefnu“ að beita sér fyrir slíku, bæði hér á landi og annars staðar? Vandamál vörudreifingar- innar“ sem G. Þ. G. nefnir svo er eitt af mestu vandamálum heimsins eins og nú standa sakir. Af því að sú tegund vandamála er enn að mestu óleyst, stafar það m. a. að sumsstaðar á jörðinni búa heilar þjóðir við skort jafn- framt þvi, að miklar birgðir neyzluvara verða ónýtar á öðrum stöðum. Ef samvinnu- stefnan getur leyst „vanda- mál vörudreifingarinnar" mega fylgjendur hennar út af fyrir sig vel við una að hafa gert hana að þjóðmála- stefnu sinni. G. Þ. G. segir, að „samvinnu rekstur í framleiðslu komi aff eins til greina í smáum at- vinnurekstri t. d. bátaútvegi, ýmsum handiðnaði o. s. frv.“ Stórfyrirtæki til framleiðslu sé „ekki unnt að reka þannig, aff þau séu sjálf meff sam- vinnusniffi“. Hér liggur þá fyrir viður- kenning G. Þ. G. á því, að hægt sé að reka „smá“ fram- leiðslufyrirtæki með sam- vinnusniði. En hin „smáu“ fyr irtæki eru nokkuð mörg, ekki sízt hér á landi. Sú kenning G. Þ. G., að ekki sé unnt að reka stórfram leiðslufyrirtæki með sam- vinnusniði, er algerlega úr lausu toft gripin. Hitt er svo annað mál, að samvinnumenn hafa aldrei verið þeirrar skoð unar, að slíku reksursfyrir- komulagi yrði komið á í skjótri svipan. Hér kemur fram m. a. mun urinn á starfsaðferð sam- vinnumanna og þjóðnýtingar manna. Sosíalistar vilja koma þvi á með lögum, kommúnist- ar með ofbeldi, að einkarekst urinn sé lagður niður og rík- isrekstur tekinn upp í stað- inn. Breytingin á ið gerast með valdboði, samkvæmt fyr irmælum frá þjóðfélaginu, og eftir þessum fyrirmælum eiga einstaklingarnir að fara jafnskjótt sem þau eru gef- in. Samvinnumenn vilja efla la.s»iiar prófessors félagshyggju hins vinnandi fólks og þekkingu þess á við fangsefnunum. Það er yfir- leit ekki ósk samvinnumanna, að samvinnufélög og fyrir- tæki, sem rekin eru með samvinnusniði, séu stofn uð með valdboði. Samvinnan á að vera frjáls, byggjast á vilja einstaklinganna til að sameina átök sín í ákveðnum tilgangi. í samvinnufélögum, sem þannig eru mynduð, hef- einstaklingsframtak almenn- ings skapað sér skipulags- form, sem menn vlja una við og vinna fyrir af trúmennsku, af því að það er miðað við þeirra eigin álit, þarfir og vilja. En þetta skipulag verð- ur að fá sínn tíma til að vaxa. Undirstaða þess er lífið sjálft. Þesvegna hlítir það sömu vaxtarskilyxðum og annað gróandi líf. Það verður ekki mótað eða aukið með afli eins og hinn ^dauði málmur milli hamars og steðja. En þó að samvinumenn óski þess ekki yfirleitt, að skipulagi samvinnunnar sé • komið á með lögum, er hitt eigi að síður mjög mikilsvert að þeirra dómi, enda getur það jafnvel verið lífsskilyrði samvinnunar, þegar svo stend ur á, að þeir, sem hafa úrslita áhrif á löggjafarstarfsemina á hverjum tíma, séu sam- vinnumenn. Því aðeins verð- ur það tryggt, að löggjöfin sé þannig úr garði gerð, að sam- vinnufélögin geti vaxið og dafnað í skjóli hennar, en ekki séu lagðir steinar í götu þeirra af hálfu löggjafanna. Stefna samvinnumanna er því jöfnum höndum þjóðmála stefna utan lööggjafarþing- anna og þjóðmálastefna á vettvangi stjórnmálanna. Tak mark hennar er að efla sam- vinnufélögin og færa út verk svið þeírra eftir því sem fé- lagsþroski þjóðarinnar leyfir. Hingað til hefir einkum verð að því unnið, að tryggja sann- virði vara fyrir notendur, þeirra eða framleiðendur og færa verzlunarfjármagnið i hendur alþýðu manna. Trygg ingarstarfsemi og útvegun lánsfjár er rekin i stórum stíl á vegum samvinnufélaga í ýmsum löndum, og bygging- arstarfsemi þeirra í þágu fé- lagsmanna sinna er alkunn einnig hér á landi. í þessum efnum er enn mikið óunnið, bæði hér og annars staðaA En einnig við sjálfa framleiðsl, una, og þá eigi sizt stórfram- leiðsluna mun samvinnuhreyf ingin láta til sín taka, meir en verið hefir, er stundr líða, og þá væntanlega með giftu- samlegri árangri en hingað til hefir orðið af þjóðnýtng- aráformum „Alþýðuflokks- ins“. ELDURINN gerir ekki boð á undan sér! Þeir, sem eru hyggniir tryggja strax hjá Samvinnutryggingum flucflýAii í Twœkuin Höfuð'dagurinn nálgast. Hann er 29. ágúst. Það er gamalla manna mál að oft skipti um veðr áttu þann dag. Ef óþurrkasamt hafði verið um sláttinn, sögðu menn: Hann batnar með höfuð deginum. Og margir segja það enn. En rigning á höfuðdaginn þykir ekki góðs viti. Sumir segja aftur á móti, að haustið fari eft ir veðrinu á Egidiusmessu, sem er 1. sept. „Hundadagarnir" hafa verið erfiðir að þessu sinni. Bændur og síldveiðimenn hafa fengið sig fullreynda á tíðarfarinu í sumar. Það má heita sama, hvaðan vind urinn blæs. Rigning eða að minnsta kosti skúrir úr öllum áttum, nema á vestanverðu land inu — og þoka eða ,,bræla“ á miðunum. En út yfir tók á Aust urlandi í vikunni sem leið. Síðastliðið laugardagskvöld var ég staddur hjá rosknum bónda syðra, sem var að hlusta á útvarpsfréttirnar að austan. Hann þagði við og sagði svo: Ég held, að við ættum ekki að kvarta yfir óþurkkunum héma. Var þó búinn að hafa mikiíi fyrir því, sem inn var komið af sumarheyskapnum. En lengi má una duttlungum náttúrunn ar, meðan ekki verða slys á lífi eða limum af hennar völd- um. Manntjón mun ekki hafa orð- ið á íslenzku síldveiðiskipunum að þessu sinni, en a. m. k. einn sinni hefir þó orðið árekstur í þoku, og sökk annað skipið, sem í hlut átti. Strönd hafa átt sér stað og er það ekki furða í þessu tíðarfari. Útlent skip strandaði í Þorgeirsfirði og fórst af því einn maður. Það er ein- kennilegt, sem segir í fréttum af þessu slysi, að hinir útlendu skipbrotsmenn virðast hafa' ver ið hræddir við íslenzu björgun- armennina. Svona er tortryggn- in milli þjóða. Ef til vill hefir þessum útlendu sjómönnum ein hverntíma verið sagt, að hér væru strandræningjar, sem nídd ust á skipbrotsmönnum, eins og sumstaðar tíðkaðist á fyrri öld- um. Talið er, að sumum þjóð- um séu sagðar ófagrar sögur, af því, sem fram fari í löndum annarra þjóða. Þeir, sem svona sögur heyra af íslendingum, hefðu gott af að sjá kvikmyndina af því, sem gerðist við Látrabjarg fyrir þrem árum. Og allir ís- lendingar ætttu að sjá hana. Það ætti að geyma hana um aldur og æfi og sýna hana hverri nýrri kynslóð, sem á legg kemst í landinu. En vel mætti bæta við hana ýmsu úr lífi fólksins, sem að björgim- inni stóð. — Einhverntíma hefðu íslenzk þjóðskáld valið sér þessa atburði að yrkisefni. „Ferðalangur" skrifar mér á þessa leið: „Ég kom nýlega í Þorlákshöfn, og þar þykja mér vera miklar framkvæmdir á ferðinni. Búið að byggja haf- skipabryggju. Mér er sagt, að 700 tonna skip hafi lagst við hana. Hún virðist vera mjög rammbyggð, víst um 10 metra breið með háum skjólgarði að utanverðu, enda þarf mikið til að standast átök við haföld- una á vetuma. 1 Þorlákshöfn er beinamjölsverksmiðja, og nú er langt komið að byggja hús til að þurrka í saltfisk. Stór geymsluhús fyrir fisk eru líka i byggingu, en skemmra komin — auk þeirra sem fyrir voru. Sumir segja, að þarna sé fram tíðarhöfn Suðurlands, bæði fyr ir fiskiskip og kaupskip, 1 vetur voru .þar nokkrir stórir vélþát- ar og öfluðu vel. Ég taldi um 40 stóra fiskstakka á mölunum út með sjónum. Saltfiskurinn hefir verið þurrkaður úti í sum ar, og hlýtur það að hafa geng- ið treglega nú í seinni tíð eins og annars staðar, vegna óþurrk anna. í Þorlákshöfn er stórt tún og nokkur bithagi utantúns, en að öðru leyti er land jarðarinnar að mestu gróðurlaust, sandar og berar klappir á milli, hellu- hraun. Nokkur melgróður er þó hér og þar, og landið hefir lengi verið friðað fyrir sauðfé, ásamt hluta af Neslandi í Selvogi. En lönd Þorlákshafnar og Ness liggja saman. Þar er ein af sand græðslugirðingum ríkisins. Ef einhverntíma verður stór bær í Þorlákshöfn, mun verða lögð áherzla að græða upp sandinn, þvi að hann er ömurlegur yfir ferðar, og fýkur úr honum á veginn, þegar stormar eru. Auk stórra vélbáta á legunni sá ég þarna nokkra trillubáta í fjöru, sem bera nöfn Skál- holtsbiskupa, a. m. k. sumir, og er það vel til fundið. Ég bæti því við, að mér er sagt, að víða sé verið að koma upp einskonar súgþurrkun á salt fiski á þessu ári, líklega á 30— 40 stöðum. Það er dýrt, en eifct- hvað . verður að gera til að tryggja sölu á fiskinum. Ekki dugir að sitja aðgerðalaus og láta allt fara í hundana. Gestur. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför JÓFRÍÐAR JÓNSDÓTTUR frá Fallandastöðum Vandamenn ||*ll■llllll■lllllllll||||||l■ll|||•■llll■lllll■llll•llllllllllll■llllllllllllllllllllll■ll■llllkll■llll•lllll|||l|lall,,,|l«|||l|,,l|lt■l||•ll■ Öllum ykkur, sveitungar, vinir, og vandamenn, nær 1 | og fjær sem glödúuð mig á 80 ára afmæli mínu 20. í | ágúst s. I. meö heimsóknum, gjöfum, skeytum, og f [ margskonar vinsemd, þakka ég hjartanlega og bið Guð | | að blessa ykkur í framtíðinni. Hellishólum í Fljótshlíð. Sigurður Ólafsson Auglýsingasími Tímans 81300

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.