Tíminn - 25.08.1950, Page 7

Tíminn - 25.08.1950, Page 7
185. blað. TÍMINN, föstudaginn 25. ágúst 1950. 7, Knattspyrnufélagið Þróttur efnir til happdrættis Knattspyrnufélagið Þrótt- ur í Reykjavík hefir efnt til happdrættis til styrktar starf semi sinni. Kostar miðinn 2 krónur og er jinningurinn borðstofuhúsgögn að verð- mæti 8000 krónur. Dregið verður 1. október. Félagið var stofnað 5. ágúst 1949 og voru stofnendur félagsins 36.Síðan hefir félagatalan farið ört vaxandi og eru nú rösklega 300 manns í félaginu. Það hefir þegar tekið þátt í vormóti IV. flokks og kom þar mönnum skemmtilega að óvörum með eitt sterkasta liðið og varð nr. 2 í mótinu. Einnig hefir Þróttur tekið þátt í íslandsmóti I. og III. flokks og mun taka þátt í II. flokks mótinu. Handbolti hef ir einnig verið iðkaður og von andi eigum við eftir að sjá það lið keppa á innanhús- mótunum í vetur. Áhugi félagsmanna er mik- ill og hafa þeir sótt um vall- arstæði fyrir vestan Tivolí og mun meginhluta ágóðans var ið í hina fyrirhuguðu vallar- gerð. — Við fögnum þessu unga og efnilega íþróttafé- lagi, sem ásamt hinum gömlu félögunum stuðlar að holl- um og drengilegum skemmt- unum fyrir æskuna. Skemmtiferð sjómanna- dagsráðs til Akraness Akurnesingar leggja ágóða sjóniannadags í sundlaug og heimili aldraðra sjómanna. Síöastliðinn sunnudag efndi Sjómannadagsráðið í Reykja- vík til skemmtiferðar upp á Akranes. Var farið þangað með strandferðaskipinu Esju, sem Skipaútgerð ríkisins lánaði endurgjaldslaust til þessarar farar, enda á allur ágóði að renna til dvalarheimilis aldraðra sjómanna, sem ráðgert er að byggja í nágrenni Reykjavíkur. Verður herlögregla Þýzkalands stækkuð? Talsmaður brezku stjórn- arinnar sagði í gær að brezka stjórnin væri hlynnt kröfum Adenauers forsætisráðherra Vestur-Þýzkalands um að koma upp sterkari lögreglu og landvarnarliði, þar sem einnig nyti stuðnings her- námsveldanna. Shinwell her- málaráðherra Breta var til- lögunni samþykkur en sagði, að hernámsveldin þrjú, yrðu að taka ákvörðun um málið í sameiningu. Fallhlíf fór upp, en ekki niður Rússneska blaðið Izvestia skýrði nýlega frá því, að fall- hlíf hefði í fyrsta skipti í sögu flugferðanna hafizt í loft upp með mann í, í stað þess að síga til jarðar. Ivan Adamuk hafði stokk- ið út úr flugvél í átta hundr- uð metra hæð yfir Minsk. Fallhlífin þandist út og tók brátt að stíga, og innan lít- illar stundar var hún komin hátt yfir flugvélina. Þannig sveif hún í meira en tvo tíma í frosti og kulda og tók loks að hlaðast á hana ising. Þá byrjaði hún loks að síga. Talið er, að óvenjulega mikið uppstreymi hafi vald- ið þessu. Sjómannaráðið í Reykjavík hefir nokkrum sinnum áður efnt til svipaðra skemmti- ferða upp á Akranes og jafn- an verið fjölmenni mikið í þessum ferðum. Að þessu sinni var þó þátttaka lítil, miðað við það, sem áður hefir verið. Tóku þátt í ferðinni um 200 manns. Ótryggt veð- urútlit mun hafa dregið nokk uð kjark úr fólki að leggja upp. Lagt var af stað frá Reykja vík kl. 1 eftir hádegi. Er skipið lagðist að bryggju á Akranesi flutti Hállfreður Guðmundsson formaður Sjó- mannadagsráðsins á Akranesi ræðu, og bauð aðkomumenn velkomna til Akraness. Síðan bauð Sjómannadagsráðið þar fulltrúum í Sjómannadags- ráðinu í Reykjavík og Hafn- arfirði til kaffidrykkju i Báru húsinu. Flutti sóknarprestur- inn, sr. Jón Guðjónsson ræðu þar, síðan talaði Hallfreður Guðmundsson, og lýsti hann aðaláhugamálum sjómanna- dagsins á Akranesi. Þar var sjómannadagurinn fyrst haldinn hátíðlegur 1939, eða ári eftir að Reykjavík hélt sinn fyrsta sjómannadag, Hallfreður sagði 1 ræðu sinni að 1 8 ár hafi öllum ágóða sjómannadagsins verið varið til byggingar Bjarnalaugar á Akranesi. Árið 1948 voru allar kvaðir Sjómannadagsins upp fylltar varðandi Bjarnarlaug, og var síðan stofnaður sjóð- ur, ákveðið að verja 20% af eignum og tekjum sjómanna- dagsins til styrktar sjómönn- um, sem verða fyrir veikind- um eða slysum. En 80% af tekj um dagsins renna til bygg ingar dvalarheimilis aldraðra sjómanna á Akranesi í sam- bandi við Elliheimilið, sem verið er að byggja á Akra- nesi. Dvalarheimilissj óðurinn á Akranesi nemur nú ca. 29. þús. krónum. Kl. 21,30 var lagt af stað frá Akranesi, áður en Esja lagði af stað, flutti forseti bæj arstjórnar Akraness, Hálfdán Sveinsson, ræðu. Þakkaði hann mönnum fyrir komuna fyrir hönd Akurnesinga og sjómannadeildar Verkalýðs- félags Akraness, en hann er formaður þess félags, og að lokum flutti Þorvarður Björns son kveðjur og þakkir Full- trúaráðs sjómannadagsins í Reykjavík og Hafnarfirði. Fulltrúaráð sjómannadags- ins vill biðja blaðið að færa forstjóra Skipaútgerðarinnar þakkir fyrir þá rausn. að lána Esjuna endurgjaldslaust til þessarar farar, og skipstjór- anum á Esju fyrir hans að- stoð við ferðina, sem og skips- höfn allri. Verkfallið í Amsterdam Hafnarverkfallið í Amst- erdam hefir nú staðið í átta daga og er óleyst enn. í gær voru um 11 þús. hafnarverka menn þar í verkfalli. í Ant- werpen hafa hópar hafnar- verkamanna einnig lagt nið- ur vinnu. Samkomulagsum- leitanir hafa reynzt árangurs lausar enda fara verkamenn fram á allmikla kauphækk- un. Brezkt lið flutt til Kóreu í gær stigu tvær brezkar herdeildir á skip í Hongkong og verða þær fluttar til Kó- reu. Lið þetta er vel vopn- um búið og hefir gegnt her- þjónustu i Austurlöndum um nokkurn tíma. Önnur er fræg sveit Há- skota, sem gat sér góðan orð stír í siðustu heimsstyrj- öld, en herdeildin er skipuð mönnum frá Middlesex, sem börðust hraustlega við Jap- ani í orrustunni um Hong- kong fyrir 9 árum. Alger vinnustöðvun vofir yfir í Kanada Þing Kanada hefir nú veitt stjórninni leyfi til að taka leigunámi allar farþega- og flutningaflugvélar vegna járnbrautarverkfallsins í Kanada. 125 þúsund járnbrautar- verkamenn eru nú i verk- falli en alger vinnustöðvun vofir yfir hjá 250 þús. manns vegna skorts á flutninga- tækjum. Talið er að stjórn- in muni ekki taka flugvélarn ar í þjónustu sína nema í allra brýnustu nauðsyn. Evrópumcistara- mótið (Framháld af 8. siOu). sig glæsilega og kom 3. í mark í milliriðli sinum. Hljóp hann á nýju íslandsmeti, 48 sek, og bætti metið um 0.9 sek. Hefir hann miklar líkur til að verða 3. í úrslitakeppni. 100 m. hlaup. Keppni í milliriðlum í 100 m. var mjög hörð. Finnbjörn hljóp í fyrra riðli og varð 4. hljóp á 11,1 sek. Kemst hann því ekki í lokakeppni. Haukur var fyrst dæmdur 4. en ljós- myndataka sýndi, að hann var 3. og hljóp á 11 sek. í lokakeppni varð hann 5. maður og hljóp á 10,8 sek. Er hann fyrsti íslendingurinn sem hlýtur stig á þessu móti, og fær 2 stig. Hlaupið vann Bally, Frakklandi á 10,6 sek. — í 1500 m. varð Pétur 7. Stangarstökk. Til þess að komast í úr- slit í stangarstökki þurftu keppendur að stökkva 4 m. Torfi fór yfir þá hæð í ann- l ari tilraun og kemst hann því í úrslit. i Eftir þennan dag má segja, I að staða íslendinganna sé mjög góð og standa vonir til, að dagurinn í dag færi þeim fleiri sigra, ef sæmilega geng ur. — j í 10 km. göngu varð Sviss- lendingur fyrstur á 46,01,8 mín. Bretar áttu tvo næstu menn. fiEBIST ASKRIFENDIJR AÐ TÍMAAEM. - ÁSKRIFTASÍMI 2323. At«FVSIACASHMI TIMANS FR 81300 BergurJónsson Málaflutningsskrifstofa Heima: Vitastíg 14. Laugaveg 65, sími 5833 Köld borð og hclt- nr matur aendum út um allan bœ SILD & FISKUR. Auglýsiugasími Tímans cr 81300. Aldarminning Framhald af 8. síðu. ur aflamaður við Faxaflóa. Þau Jakobína og Árni áttu tíu börn, þar af þrenna tví- bura, og eru niu barna þeirra á lífi. Voru sex þeirra í för- inni, ásamt þremur ættlið- um öðrum. Yngsti þátttakand inn var Guðmundur Davíðs- son, tíu. ára, barnabarna- barnabarn Jakobínu Jóns- dóttur. Af börnum Jakob- ínu voru í förinni Sveinn fiskimatsstjóri, Kristján skip stjóri. Jón skipstjóri, Ingvar, starfsmaður í mjólkurstöð- inni, Guðný ekkja Samúels kaupmanns Pálssonar og Guð mundína ekkja Kristjáns skipstjóra Magnússonar. Fjarverandi af börnum henn ar voru Dagbjört. kona Jóns kaupmanns Bjarnasonar á Bíldudal, Jóhanna, ekkja Kristjáns fiskámatsmanns Sigurðssonar, og Guðfinna. — Látin er Þóra, kona Ás- geirs útgerðarmanns Ás- geirssonar á Bíldudal. Ferðafólkið dvaldi um stund i fögrum hvammi of- anvert við bæinn á Fjalli, þar sem spor ættmóðurinn- ar lágu í æsku, og rakti elzti sonur hennar, Sveinn fiski- matsstjóri, ætt hennar og sögu, en dótturdóttir hennar, Jakobina Ásgeirsdóttir, talaði fyrir minni hennar og brá upp ýmsum skyndimyndum. En þess á milli var sungið. Erlcnt yfirlit (Framhald af 5. siðu.y staka áherslu beri að leggja á þrennt: 1. Næga atvinnu. 2. Hagstæða utanríkisverzlun. 3. Lægra verðlag. Hinsvegar er ekki lofað kaup- hækkunum, enda í samræmi við skoðun jafnaðarmanna á síðari tímum, að kjarabætur eigi að reyna að tryggja með verðlækk un en ekki kauphækkun. Það eftirlit, sem talið er nauð synlegt, er m. a. eftirlit með fjárfestingu, svo að nauðsynleg ir atvinnuvegir og framkvæmd- ir hafi forgangsrétt. Jafnframt þurfi að hvetja fyrirtækin til fjárfestingar, m. a. með því að takmarka hagnað þeirra og hvetja þau þannig til að verja honum til fjárfestingar. Eftir- lit og aðhald er talið nauðsyn- legt í sambandi við gjaldeyris- verzlunina, og eins með staðsetn ingu nýrra fyrirtækja, svo að þau lendi ekki um of á fáum stöðum, heldur dreifist eðlilega um landið. Þá er talið nauðsyn- legt, að rikið stuðli að stofnun nýrra fyrirtækja, því að talið er æskilegt að þau séu heldur fleiri en færri í sömu grein, þar sem það á við, því að það stuðli að samkeppni og komi í veg fyr ir, að stórir hringar geti náð yfirráðum. 1 sambandi við utanríkismál- in er lögð áherzla á auknar hervarnir, sem sé þó ill nauð- syn. Lögð er áherzla á að efla Sameinuðu þjóðirnar og reynt sé innan vébanda þeirra að ná samkomulagi við Rússa um kj arnorkumálin. Afgreiðsla Laxfoss tekur daglega á móti flutn- ingi til Akraness, Borgarness og V estmannaeyja. Farmgjöldin eru nú allt að 30% ódýrari, en aðrir geta boðið á sömp flutningaleið- um. H.f Skallagrímur Vatnsþéttir lampar og raf- lagnir Raftækjaverzlunin UÓS & HITI h. f. Laugaveg 79. — Sími 5184. LÖGDÐ fínpúsning send gegn póstkröfu um allt land. Fínpúsningsgerðin Reykjavík — Simi 6909 Fasteignasöiu- miöstööin Lækjargetu 10 B. Simi 6530 Annast sölu fasteigna, skipa, bifreifc, o. fl. Bnn- fremur alls konar trygging- ar, svo sem brunatryggingar, innbús-, liftryggingar o. fl. I umboði Jóns Finnbogasonar hjá Sjóvátryggingarfélagi ís- lands h. f. Viðtalstími alla virka daga kl. 10—5, aðra tíma eftir samkomulagi. tltbretóil Tíiftahh Anglýsið I Tímannm.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.