Tíminn - 25.08.1950, Page 8

Tíminn - 25.08.1950, Page 8
„ERLEiVT YFMRLiT“ t DAG Horfið frá þjjóðnýtingunni „A FÖRHMJM VEGI« I DAG: Eyddar gródurlendur Nýr vegur yfir Öxnadals- heiöi - öruggari vetrarleið Líkur að hinum nýja vrg'i verði lokið í haust, áður en snjwa leggur t sumar er unnið að því að koma hinum nýja upphleypta vegi yfir Öxnadalsheiði saman. Standa vonir til þess að það takist í haust. IVlá segja, að sú vegargerð skapi nýja mögu- teika í samgöngum milli Norður- og Suðurlands að vetr- inum, þar sem hinn óupphleypti vegur yfir heiðina, hefir jafnan verið sá hluti norðurleiðarinnar, sem einna fyrst hefir lokast vegna snjóa. Blaðamaður frá Tímanum átti tal Við Ásgeir Ásgeirsson skrifstofustjóra vegagerðarinnar í gær og spurði hann meðal annars hvað framkvæmdunum liði. Kapp lagt á Öxnadalsheiðarveg. í sumar hefir verið lagt kapp á að koma upphleypta veginum áfram yfir Öxnadals heiði. Var upphaflega ætlun- in og von þeirra, sem að þessu hafa unnið, að takast mætti að tengja að fullu sam án hina upphleyptu hluta leiðarinnar, þannig að öll ; 17 miljónir til hernaðarþarfa Fjárveitinganefnd neðri deildar Bandarikjaþings hef- ir samþykkt tillögur Trum- ans forseta um að veita 17 miijarða dollara til hernað- arþarfa á næsta ári. Af þessu fé verður fjórum miljörðum varið tij hernað- araðstoðar við önnur ríki. Af þessu fé verður allmiklum hluta varið til landvarna á vesturströnd Bandarikjanna og í Alaska. Einnig á að byggja um 5000 flugvélar og töluverðu af fénu er varið til rannsókna á kjarnorku- vopnum. leiðin væri upphleypt, áður en snjóa færi að gæta í haust. - Er það enn von manna, að ' þetta megi takast. Er nú ver j * ið að vinna við veginn í Norð urárdal og vestast á sjálfri1 heiðinni. Síðastliðin tvö sumur hef- ir mikið verið unnið að þesá- ari vegargerð. Hafa menn fyrir löngu verið á einu máli um það ,að upphleyptur veg- | Einn af duttlungum haust- tízkunnar í New York er þessi hálfsíði frakki. Pilsið á að vera slétt og nærskorið við þennan frakka. Hinir geysi- stóru vasar og ermauppslög in eru talin einkennandi ur yfir Öxnadalsheiði yki til ( fyrir hausttízkuna í ár og í miklu uppáhaldi hjá frönsk- um tízkukóngum. Allt kyrrt í Kóreu í gær Engar fregnir um orrustur berast frá vígstöðvunum í Kóreu. Norðanmenn eru tald ir halda áfram liðflutning- um tii vígvallanna vestan við Taegu. Viglinan helzt að mestu óbreytt. Bandarískar og ástralskar flugvélar gerðu árásir á samgönguleiðir í N. »Kóreu. fyrsta vopna- sendingin í gær var hafin ferming á fyrstu hergagnasendingunni, sem send er til Evrópu sam- kvæmt varnaráætlun Atlanz •hafsbandalagsins. Eru það 20 þungir skriðdrekar búnir 70 mm. fallbyssum. Fara þeir til Frakklands. Síðar verða sendir skriðdrekar af sömu gerð til Noregs, Belgíu og Hollands. mikilla muna á öryggi reglu- 1 bundinna vetrarferða milli Akureyrar og Reykjavíkur. Slæmum farartálma rutt úr vegi. Er það von manna, að með hinum nýja vegi yfir Öxna- dalsheiði verði slæmum farar tálma á vetrarferðum til Ak- ureyrar rutt úr vegi. Að vísu snjóar eftir sem áður á Öxna dalsheiði. En hvorttveggja er, að hinn upphleypti vegur heldur sér lengur shjólitlum og svo hitt að auðveldara er að ryðja snjó af upphleypt- um vegi, en ruddum götum. Öxnadalsheiðarvegurinn var í fyrra sá vegarkafli, sem einna mest áherzla var lögð á að gera. Var unnið þar all- mikið fram yfir fjárveitingu og hætt er við að fjárveiting in nægi ekki heldur núna, ef ljúka á verkinu. Hins vegar er það von manna og vissa, að þessi nauðsynlega vegarfram- kvæmd njéti fyllsta stuðn- ings rikisstjórnarinnar og hún geri því það sem í henn- ar valdi er, til að láta verkið ekki stöðvast, þó grípa þurfi til einhverrar aukafjárveit- ingar, ef hægt væri að ljúka verkinu með henni fyrir haustið. Vegurinn yfir Öxnadals- heiði er sá af þjóðvegum landsins, sem oftast hefir verið í fréttunum siðustu vetur. Þar hefir verið um ill- an þröskuld að ræða í vetr- arferðum. Nú er það von þeirra, sem með vegamálin fara, að þessum þröskuldi sé að miklu leyti rutt úr vegi með hinum nýja þjóðvegi yf- ir heiðina. Versnandi ástand í V.-Þýzkalandi Fólk, sem kom með Brúar- fossi frá Þýzkalandi nú i vik- unni, segir, að í Vestur- Þýzkalandi sé nú aftur orðin hin mesta vöruþurrð, og lang ar og miklar biðraðir, hve- nær sem nýjar vörur koma á markaðinn. Svartur mark- aður virðist færast í aukana á ný, en atvinnuleysi í al- gJeymingi. Mikill ótti ríkir meðal al- mennings við síharðnandi togstreitu austurs og vesturs og striðshættuna, sem af henni stafar. ísland í norsk- um Kappsundið yfir Ermarsund: 15 gáfust upp, en 9 komust alla leiðina Aðcins tva*r konur syntu alla leið Það var allt á tjá og tundri í litla bænum dap Gris Nez á Ermarsundsströnd Frakklands, þegar ræsiskotið reið af kl. 2,20 eftir miðnætti á þriðjudagsmorguninn var, og sund- fólkið lagði af stað í hina löngu dagleið sína yfir sundið. Hver og einn keppendanna hafði fylgdarbát, sem lagði af stað á eftir skjólstæðing sínum. Blaðaljósmyndararnir óðu út í sjóinn á eftir sund- fólkinu til þess að ná góðri kveðjumynd, og blossar ljós- myndavélanna leiftruðu um allt, því myrkt var af nóttu. Þegar hálf önnur klukku- stund vár liðin, gafst fyrsti sundmaðurinn upp og síðan einn af öðrum, unz aðeins níu voru eftir af þeim 24, sem lögðu af stað. Þegar kom fram á daginn beindist athyglin að nokkr- um sundmönnum, sem mest- ar sigurlikur höfðu. Voru það aðallega tveir, er urðu samferða mestan hluta leið- arinnar, Egyptinn Hassan Abd er Rehim og Frakkinn Roger le Morran. Börðust þeir hart um hin miklu verð- laun, en lokin urðu þau, að Hassan sté fyrstur á land og hafði verið 10 klst. 52 mín, og er það nýtt met. Frakkinn sté 10 mínútum seinna á land, og þrátt fyrir hina hörðu keppni féllust þeir I faðma og óskuðu hvor öðr- um til hamingju. Að lokum voru aðeins tvær konur eftir á sundi. Það var brezka kristindómskennslu- konan Eilen Fenton og danska sundkonan kunna Jenny Kammersgaard. Þær urðu lengi líkar, en brezka stúlkan varð drjúgari á loka- sprettinum og lauk sund- inu á 15 klst. og 32 mín. Jenny var rúmar 16 stundir. 9 bændur hafa súgþurrkun á Eyrarbakka Frá fréttaritara Tímans á Eyrarbakka Heyskapur á Eyrarbakka og í nágrenni hefir gengið sæmilega undanfarið. Nokk- uð hefir náðst af heyi í vik- unni, og þeir sem súgþurrkun hafa, hafa getað hirt svo að segja eftir hendinni. í Eyrar- bakkahreppi hafa níu bænd- ur súgþurrkun og fjórir hafa pantað hana fyrir næsta ár. Hefir veðráttan á þessum slóðum verið mjög hagstæð fyrir þá, sem hafa súgþurrk- un, því oftast hefir verið hægt að heésa vatn úr heyi. Gerist áskrifendur að Di imanam Áskriftarsími 2323 Norska blaðið „Vort land“ birtir um þessar mundir greinaflokk frá íslandi. Er höfundur greinanna Hákon Strömme, er hér heflr verið á ferð. Rekur hann í greinT um sínum, sem eru rétt lýsing á landi og þjóð, sögu þjóðar- innar í stórum dráttum, lýs- ir náttúrufari landsins og segir frá því, sem borið hefir fyrir augu hans á ferðalagi um landið. Tregur afli á Eyrarbakka Frá fréttaritara Tímans á Eyrarbakka Fjórir vélbátar hafa stund að dragnótaveiðar frá Eyr- arbakka í sumar. Gæftir hafa verið sæmilegar en afii oft- ast fremur tregur. Fiskurinn er hraðfrystur. | Systurnar, | sem byggöu (hús sitt sjálfar | Norsku blöðin hafa um | þessar mundir flutt frá- | sagnir af tveimur systr- i um í Ramsdal. Þær hafa | byggt með eigin höndum | fallegt og rúmgott hús á ; dálitlum hamri skammt i frá heimili föður þeirra, smíðað í það húsgögn og ofið og saumað teppi, gluggatjöld, dúka og ann- að af þvi tagi. Og allt þetta hafa þær aðeins gert í tómstundum, því að þær hafa jafnan unnið fullan vinnudag á búgarði föður síns. Þær hófust handa nm þessa byggingu árið 1947 og keyptu þá meðal ann- ars hermannaskála, sem þær rifu til þess að fá efni við. Skyldu 1 vera nokkur dæmi um slíka húsbygg- ingu stúlkna á okkar landi? Fjórir ættliðir minn- ast aldarafmælis ættmóðurínnar Síðastliðinn sunnudag fóru fimmtíu niðjar Jakobínu Jónsdóttur frá Bildudal og makar þeirra, austur að Fjalli á Skeiðum og minnt- ust þar aldarafmælis hennar. Hún lézt fyrir um það bil tuttugu árum. Jakobína ólst upp að Fjalli hjá Ófeigi ríka, en fluttist siðan til Reykja- víkur og kvæntist Árna Krist- jánssyni, verzlunarmanni hjá Geir Zoega. Árni gerðist síðar útgerðarmaður og kunn (Framhald á 7. síðu.) Rússar senda f jölda skipa til Vladi- vóstok Rússar hafa síðustu vikur safnað saman miklum skipa- flota i Vladivóstok á austur- strönd Asiu. Meðal skipa þeirra, sem þarna hafa ver- ið dregin saman, er mikill fjöldi skipa, sem áður voru í norðurhöfum, á Eystrasalti og Svartahafi. Algerð hula hvilir yfir því, hvers vegna Rússar færa nú skip sín úr Evrópuhöfnum til Kyrrahafsins.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.