Tíminn - 10.09.1950, Side 7

Tíminn - 10.09.1950, Side 7
198. blað. TÍMINN, sunnudaginn 10. september 1950. 7. Skuggavaldurinn (Framhald af 4. síSu.) hafa hreiðrar um sig í ein- hverri góðri graslaut, láta svo börnin rífa upp berjaklas ana og færa sér, una svo ró- lega við að losa berin í tínur sínar. Hvað væri sagt ef sveitamenn legðu leið sína í skrúðgarða Reykjavíkurbúa, tættu í sundur gangstígana, veltu sér makráðir í grasinu, tíndu svo berin af trjánum og skæfu um leið brumið af greinunum, en rækju svo upp ramakvein og réðust að eig- endum með skammir og svívirðingar ef þeirr vönduðu um framferði þeirra, eða beiddu bóta fyrir? | Ajax þessi hreykir-fér á há an hól þekkingarinnar og seg ir. „Hvernig færi ef hver bóndi á leiðinni milii Reykjavíkur og Akureyrar færi að heimta afgjald af sérhverjum bíl sem um land hans færi. — En i rauninni hafa bændur á þeirri leið alveg sama rétt til að heimta vegatoll eins og Sandsbóndinn.“ Ekki vantar Ajax vitið! Hann segir, að hver bóndi sem land á þar sem vegur liggur hafi sama rétt og Sands bóndinn. Hann getur engan mun fundið þess, hvort vegur inn er þjóðvegur lagður fyrir almannafé, til afnota fyrir al þjóð, eða hvort vegurinn er einkavegur á eigin jörð, lagð ur fyrir eigið fé, til eigin af- nota. Það virðist svo að Ajax þessi sé haldinn aðalmanns- hroka miðaldanna, því grein hans ber með sér, að honum finnst bóndinn eigi ekki að hafa umráðarétt yfir sinu eigin landi eða eigin hand-: verkum; honum beri möglun arlaust að þola margskonari átroðning óþekktra manna, þegar þeim þóknast að sýna sig í sumarsólskininu. Reyni bóndinn að bera hönd fyrir höfuð sér og halda á rétti sínum, hleyptur þessi rit- j snápur og hyggt að út- hrópa hann á opinberum vett vangi og lætur sér sæma að bera hann ímynduðum sakargiítum. Lögfróður virðist hann vera, því hann segir: „Fyrir slíku er engin heimild í íslenzkum lögum, fyrir nú utan það, að þetta ber vott um ótrúlegan lubbahátt.“ Ég skal ekki segja hvað eru lög eða ekki lög í þessu sambandi, en hitt vil ég segja að hann er næsta ófróður í okkar eigin réttar- sögu. Hann virðist ekki þekkja að Reykjavikurbúi hefir fyrir allmörgum árum síðan keypt jörð í sveit hér á Suðurlandi, byggt sér þar fagran sumarbústað til þess, að njóta listsemda sumarsæl unnar sem bezt; lagt veg fyr ir eigið fé af þjóðveginum heim til sín, bannað svo ná- grönnum sínum umferð um. veginn nema fyrir ákveðið j gjald og fengið dóm fyrir því að jafnvel örvasa gamalmenni sem aldrei hefir veginn séð eða farið, megi ekki eftir honum fara. 1 Oddur á Sandi þarf ekki að fara aftur í miðaldir eða til annara landa, að finna for- j dæmi því að taka gjald fyrir 1 umferð um einkaveg sinn, dæmið er að finna meðal auð kýfinga Reykjavíkur. i Ég nenni ekki að eltast meira við Ajax þennann að sinni, en legg það undir dóm alþjóðar, hvort sýni meiri lubbahátt, framkoma bónd- ans Odds á Sandi eða rit- smíði Ajax í Mánudagsblað- inu 4. sept. 1950. Sólmundur Einarsson 41þjóðlegi sam- vinnudaguriim (Framhald af 1. síSu.) bæði félög og einstaklingar. Síðar var þessu breytt og nú eru einungis félög innan sambandsins. Tilgangur sam- bandsins er: 1. að safna upplýsingum um undirstöðuatriði samvinnunn ar og framkvæmd samvinnu- hugsjónarinnar. 2. að vinna að kynningu og skilningi á meðal fulltrúa hinna ýmsu samvinnusam- banda heims. 3. að safna statistiskum upp lýsingum um samvinnufélög. 4. að stuðla að samvinnu- fræðslu. Alþjóðasambandið heldur 1 þing yfirleitt þriðja hvert ár. Sambandið sjálft annast ekki bein viðskiptastör., en veitir alls konar fræðslu og fyrir- greiðslu um þau efni og hefir stuðlað að stofnun ýmiss kon- ar viðskiptanefnda og deilda á vettvangi alþjóðarsamvinn- unnar. Að tilhlutan Alþjóðasam- bandsins var regnbogafáninn gerður að fána alþjóðasam-1 vinnuhreyfingarinnar. Sam- bandið gefur út mánaðarrit, „Review of International Cooperation,“ og er það prent að bæði á ensku, frönsku og þýzku. I Núverandi framkvæmdar- stjóri Alþjóðasamvinnusam- bandsins er sænski íslands- vinurinn Thorstein Odhe. ! Dagskrá samvinnumanna. í kvöld er dagskrá sam- vinnumanna i útvarpinu og hefst kl. 20.20: Ávarp: Vilhjálmur Árna- son, lögfræðingur. Samtöl: Leifur Bjarnason, framkvæmdastjóri, og pró- fessorarnir Ólafur Jóhannes- son, Ólafur Björnsson og Gylfi Þ. Gíslason. Leikrit: Fegurðarsamkeppni eftir Loft Guðmundsson, rit- höfund. Leikstjóri: Brynjólf- ur Jóhannesson. Leikarar: Emelía Jónasdóttir, Lúðvík Hjaltason, Árni Tryggvason, Steindór Hjörleifsson, Karl Sigurðsson, Kristín Finnboga dóttir, Andrea Þorleifsdóttir. Erindi: Af sjónarhóli sam- vinnumanns eftir Hannes Jónsson, félagsfræðing. Flutn : insmenn: Leifur Bjarnason,! Harry Fredriksen, Klara Jón- asdóttir, Kristín Finnboga- dóttir, Hermann Þorsteinsson, Hannes Jónsson. Einsöngur: Guðmundur Halldór Jónsson. Fritz Weiss- happel annast undirleik. Þáttur frá m. s. Arnarfelli: Baldvin Þ. Kristjánsson, er- indreki. Allt til að auka ánægjuoa Glös undir berjasultuna, fyrir saftina flöskur og tapp- ar. Blómapottarnir komnir aftur. VERZLUN INGÞÓRS Selfossi, sími 27. Gerist áskrifendur að íntanum Áskriftarsími 2323 TlMINN á hvert íslenzbt : heimili. ÚtAöluAtaiimr í íZeifhjatih \ Vesturbær: ' Vesturgata 53 Fjóla Vesturgata Veitingast. Vesturg. 16 Miðbær: Bókastöð Eimreiðarinn- ar. Tóbaksbúðin Kolasundi Hressngaskálinn Söluturninn við Kalk- ofnsveg. Austurbær: Bókabúð Kron. ísbúðin Bankastræti 14 Gosi Skólavörðustig óðinsgata 5 Laugaveg 45 Veitingastofan Vöggur Laugaveg 64 Veitingastofnan Stjarn an Laugaveg 86 Söluturnin við Vatns- þró Verzlun Jónasar Berg- manns Háaleitisv. 52 Verzl. Krónan Máva- hlíð 25 Verzlunin Ás Laugaveg 160 Matstofan Bjarg Lauga veg 166 Vogar: Verzlunin Langholtsveg 174 Verzlunin Nökkvavog 13. -----—j LÖGCÐ finpúsning send gegn póstkröíu um allt land. Fasteignasöfu- miðstöðin Lækjargötu 10 B. Sími 6530 Annast sölu fasteigna, skipa, bifreiða o. fl. Enn- fremur alls konar trygging- ar, svo sem brunatryggingar, innbús-, líftryggingar o. fl. í umboði Jóns Finnbogasonar hjá Sjóvátryggingarfélagi ís- lands h. f. Viðtalstími alla virka daga kl. 10—5, aðra tfma eftir samkomulagi. Allt til að auka ánægjuna Dívanar að norðan komnir, borðstofustólarnir að koma. VERSL. LNGÞÓRS Selfossi — Sími 27 Köld borð og heit- nr matnr eendum út um allan bse SlLD & FISKUR ELDURINN gerir ekki boð á undan sér! Þeir, sem eru hyggnlir tryggja strax hjá Samvinnutryggingum Bergur Jónsson Málaflutningsskrifstofa Laugaveg 65. sími 5833 Heima: Vitastíg 14. M.s.„Gu!lfoss“ fer frá Reykjavik laugardag- inn 23.'september kl. 12 á há degi til Leith og Kaupmanna hafnar. Pantaðir farseðlar skulu sóttir eigi síðar en föstudag 15. september. Það skal tekið fram, að farþegar verða að sýna fullgild vegabréf þegar farseðlar eru sóttir. H.f. Eimskipaf élag íslands Vatnsþéttir lampar og raf- lagnir Raftækjaverzlunin LJÓS & HITI h. f. Laugaveg 79. — Sími 5184. Forðizt eldinn og eignatjón Framleiðum og seljum ; flestar tegundir handslökkvl .tækja. Önnumst endurhleðslu á slökkvitækjum. Leitið upp- lýsinga. Koisýruhleðslan s.f. Sími 3381 Tryggvagötu 10 Reykjavik Fínpúsningsgerðin Reykjavík — Sími 6909 Enginn íþróttaunnandi getui verið án Sportsblaðsins, sem flytur nýjustu fréttir frá öllum löndum. Einnig birtast í blað- inu innlendar og erlendar grein- ar um iþróttir. Sportblaðið kemur út einu sinni í viku og kostar árgangurinn 30,00 krón- ur. Gerizt áskrifendur. Nafn ....................... Heimili .................... Staður ..................... SPORTBLAÐIÐ, Vesturgötu 34, Reykjavík. Nýja fasteignasalan Hafnarstræti 19. Sími 1518. Annast sölu fasteigna, skipa, bifreiða og verðbréfa. Við- j talstími kl. 11—12 og 2—5 virka daga nema laugardaga kl. 11—12. Frímerkjaskipti Sendið mér 100 íslenzk frí- merki. Ég sendi yður um hæl 200 erlend frimerki. JON AGNARS, Frfmerkjaverzlun, P. O. Box 356, Reykjavík. | TILKYNNING | frá Sildarútvegsnefnd um söltun Faxasildar S Með hliðsjón af þeirri'sölu, nú hefir tekizt og sölu- \ horfur á saltaðri Faxasíld hefir Síldarútvegsnefnd = ákveði fyrst um sinn verð á fersksild til söltunar. 1. Uppsöltuð tunna 3 lög í hring kr. 125.00. 2. Uppvegin sild kr. 0.80 pr. kg. Verð þetta miðast i við að 8% framleiðslugj ald verði ekki innheimt. Þeir sem byrjaðir eru og ætla að hefja síldarsöltun I á Suðurlandi þurfa nú þegar að tilkynna það skrif- f stofu Síldarútvegsnefndar í Reykjavík ásamt eftir- i farandi upplýsingum: 1. Söltunarstöð og aðstöðu til söltunar. 2. Hver verið eftirlits- og umsjónarmaður. 3. Af hvaða skipum saltað verði. Síldarútvegsnefnd mun senda trúnaðarmann sinn á söltunarstöðvarnar. Sé aðstaða til söltunar ónóg eða óhæf mun söltun stöðvuð eða eigi leyfð á viðkomandi stöð. Gunnar Floventz fulltrúi Síldarútvegsnefndar verð- ur til viðtals á skrifstofu nefndarinnar í Fiskifélags- húsinu í Reykjavík, sími 80711 frá mánudegi 11. sept. Ber mönnum að snúa sér til hans með allt er við- I kemur söltun Faxasíldar. Ennfremur mun Síldarútvegs I nefnd hafa einn eða fleiri eftirlitsmann til leiðbein- í ingar saltendum. > j Síldarútvegsnefnd leggur áherzlu á að saltendur í vandi verkun síldarinnar sem allra bezt. Kasti frá 1 smáum, mögrum og gölluðum síldum og hlíti fyrirmæl- f um nefndarinn í hvívetna. Sildarútvegsnefnd. ÍtllllHIIHMHIMHIHHIIHIIIIIHIIIIIHIIIIIIIHIIHIIHIIIIIIHHIIHHIMMIIIHIIIIIIHHIIIIIHHIIIIHIIHHIHHHHIIItNHIIHII £ 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.