Tíminn - 13.09.1950, Side 1
Ritstjóri:
Þórarinn Þórarinsson
Fréttaritstjóri:
Jón Helgason
Útgefandi:
Framsóknarflokkurinn
X----------------------------
Skrifstofur í Edduhúsinu
Fréttasímar:
81302 og 81303
Afgreiðslusimi 2323
Auglýsingasími 81300
Prentsmiðjan Edda
34. árg.
Reykjavík, miðvikudaginn 13. september 1950.
200. blað.
Gífurlegt gufugos úr
borholu í Seltúni
í Krýsuvík
Brauzt upp með firnatlumina um iiáde^i í
gær o»’ er gufustrókuriim 50—60 m.
Laust fyrir hádegi í gær hófst í Krýsuvík gífurlegt gufu-
gos úr borholu, sem þar hefir verið unnið að, og stendur
gufustrókurinn 50—60 metra í loft upp með firnamiklum
gný. Hugðu sumir, er heyrðu gnýinn álengdar, að þrýsti-
loftsflugvélar væru að fijúga yfir. Gufuþrýstingurinn var
svo mikill, að borinn liófst á loft og gekk hálfan annan
metra niður í steinsteyptan pall við holuna, er hann kom
aftur niður.
2 holur hafa gosið
alllengi
Hafnarfjarðarbær hefir all
mörg síðustu misseri látið
vinna að jarðborunum í Krýsu
vík, í ,og undir hlíðum
Sveifluháls, nokkuð sunnan
við Kleifarvatn. Þarna voru
tvær borholur, sem um skeið
hafa gosið allmikilli gufu
önnur í svonefndum Hvera-
dölum, er gosið hefir í þrjú
ár — hin í Seltúni, er byrjaði
að gjósa í vetur og hefir gos-
ið síðan.
2 menn voru að vinna.
Tveir menn úr Hafnarfirði
Guðmundur Ólafsson og Ey-
jólfur Kristjánsson, sem
unnið hafa þarna að jarðbor
unum, voru við vinnu sína við
aðra holu í Seltún, eins og að
undanförnu, er gufan brauzt
skyndilega upp og gosið hófst.
Fréttamaður frá Tímanum
átti tal við Guðmund í gær-
kvöldi, og fer frásögn hans
hér á eftir:
Holan fyllist af vatni.
Okkur hefir sótzt borunin
vel í sumar, sagði Guðmund-
ur, var borholan orðin 230
metra djúp. Mikið var í henni
af vatni. og vantaði fjóra
metraá, að hún væri barma
Skemmtanir til
styrktar Seyð-
firðingum
Austfirðingafélagið i
Reykjavík hefir ákveðið að
efna til þriggja skemmtisam-
koma í Tjarnarkaffi í Reykja
vík á fcstudag, laugardag og
sunnudag um þessa helgi til
styrktar þeim sem urðu fyrir
tjóni á Seyðisfirði i skriðu-
föliunum um daginn. Skemmt
anirnar hefjast alla dagana
kl. 9 síðdegis. Verður þar ým-
islegt til skemmtunar. Á föstu
dagskvöldið syngur H. E. J.
kvartettinn, á laugardaginn
verður happdrætti og á sunnu
daginn syngur Nína Sveins-
dóttir. Auk þessa verður svo
dans. Fólk ætti að grípa tæki
færið og njóta góðrar skemmt
unar jafnframt því sem það
styrkir gott málefni.
af vatni, og vantaði fjóra
full. Rétt fyrir hádegið —
klukkuna vantaði tíu mín. í
tólf — fylltist hún skyndilega i
af vatni og vall jafnframt
mikið upp af leir og óhrein-
indum.
Gufugosið hefst.
— Við höfðum ekki tíma til
þess að ná bornum upp, sagði
Guðmundur ennfremur, en |
tókum hann úr sambandi, áð
ur en við hörfuðum frá. í
næstu andrá hófst gufugosið
með ferlegum dunum, svo að
ekki heyrðist mannsmál í ná
munda við holuna. Komu
þrjátíu metrar af vír upp
með gosinu.
Borinn þeytist í loft
upp.
Við fórum nú að vinda
upp vírinn og gekk það vel.
En þegar eftir voru um
fimmtán metrar af vírum,
þeyttist borinn * sjálfur,
sem er um 1250 kílógrömm
að þyngd, í loft upp. Við
sjáum ekki vegna gufu,
hve hátt hann fór, en er
hann skall niður aftur
gekk hann hálfan annan
metra niður í steinsteypt-
an pall við hoiuna, svo all
mikið virðist fallið hafa
verið.
Hin holan gýs eftir
sem áður.
Gosið var frá upphafi á að
gizka 50—60 metrar á hæð,
og hélzt það jafnt í allan
gærdag. Hin borholan í Sel-
túni er um 50 metrar frá þess
ari, og er ekkert lát á gufu-
gosi því, sem hófst i henni í
vetur, þrátt fyrir það þótt gíf
urlegt gufumagn fengi þarna
útrás. Má af því marka, hví-
lík kynstur af gufu eru þarna
í jörðu.
Goshvinurinn heyrðist
gegnum símann.
Þegar tíðindamaður talaði
við Guðmund Ólafsson í gær
mátti gerla heyra hvininn, er
gufan ruddist upp úr bor-
holunni. Var þó hús það, sem
Guðmundur var í, á annað
hundrað metra frá henni.
Þegar hann opnaði allar dyr
á gátt, söng bókstaflega og
hvein í öllu.
| Mikil berjatekja
í Dölum
1 Gífurlega mikil berja-
I tekja hefir verið í Dölum
j í sumar, og mun aldrei
I hafa verið aflað þar jafn
j mikilla berja sem nú, bæði
i af heimafólki og aðkomu-
{ fólki.
{ Kaupfélag Hvammsfjarð
I ar keypti ber og hefir tek
= ið á móti 300—400 kíló-
| grömmum. Greiddi það
i 6,50 fyrir kílógrammið.
| Hafa bæði börn og fullorðn
| ir stundað berjatekjuna.
| Sá einstaklingur, sem
| drýgstur var með berin,
i lagði inn 50—60 kg.
I Auk þess, sem kaupfélag
i ið hefir tekið á móti, hefir
i fólk sent gífurlega mikið
j af berjum til Reykjavíkur
i og látið kunningja sína
j selja þar, svo að vafalaust
i er, að sumir hafa aflað sér
j þó nokkurra aukatekna
við berjatínslu.
Sr. Hermann Hjart-
arson, skólastjóri,
Mjólkurskortur vofir
yfir á Austfjörðum
Einkum í Neskaupstati o«* Seyðisfiði
Það þykir fyrirsjáanlegt, að mikill mjólkurskortur verði í
j vetur í ýmsum kauptúna og bæja á Austf jörðum, ef ekki
i verður flutt að fóður í stórum stíl. Hefir sums staðar fækk-
að kúm á undanförnum árum, en nýr samdráttur á mjólkur-
i framleiðslu yfirvofandi vegna lítils og lélegs heyfengs I
sumar.
Barnaheimilin
kvíðin I
Mjólk hefir löngum verið
af skornum skammti í mörg- |
um kauptúnanna, þótt aukin
ræktun i nágrenni þeirra1
hafi nokkuð bætt úr. En nú
í sumar hafa óþurrkarnir ó-
nýtt afraksturinn af þessari
nýrækt. Horfa barnaheimilin
látinn
Séra Hermann Hjartarson,
skólastjóri á Laugum í S.-
Þing. lézt á Landspítalanum
i Reykjavik i gær af heila-
blæðingu. Hann hafði verið
sjúkur um sinn.
Séra Hermann Hjartarson
var þjóðkunnur maður bæði
sem prestur og skólastjóri.
Hann var lengst prestur á
Skútustöðum í Mývatnssveit
en síðustu sjö árin skólastjóri
við héraðsskólann á Laugum.
Hann var hinn mikilhæfasti
kennimaður og skólafrömuð
ur.
Suöurlandssíldin
nær 50 þús. tn.
i ITfsaaflt herpinóta-
skipa 66,600 mál
í siðastliðinni viku bárust
á land norðanlands 762 tunn
ur af herpinótasíld, og var sá
afli saltaður.
Reknetjaafli var lítill
nyrðra og var saltað í 500
tunnur.
Ufsaveiðin var 11.400 mál
í vikunni, og er nú búið að
leggja á land 66.600 mál af
ufsa af herpinótaskipum.
Reknetjaveiði sunnanlands
var dágóð í síðastliðinni viku.
Var mikið af aflanum saltað.
Síðastliðið laugardagskvöld
nam söltun sunnan lands
10.271 tunnum, 3.800 mál
höfðu farið í bræðslu og búið
var að frysta til beitu 33.775
tunnur.
Milli 80—90 bátar taka nú
þátt í reknetjaveiðunum
sunnan lands.
með kvíða til þess, að hinn
naumi . mjólkurskammtur
verði í vetur lítill sem eng-
inn.
Verstar horfur I Nes-
kaupstað.
Einna verst er talið horfa
að þessu leyti í Neskaupstað.
Nautgripaeign bæjarbúa hef-
ir gengið saman síðustu ár, en
heyskapur í Norðfjarðarsveit,
er að verulegu leyti hefir séð
bænum fyrir mjólk, hefir
gengið sérstaklega illa, jafn-
vel miðað við ýms önnur
byggðarlög á Austurlandi. Er
því sýnt, að bændur þar geta
alls ekki selt þá mjólk, sem
bærinn þarfnast til viðbótar
því, sem bæjarbúar fá úr eig
in kúm.
Seyðisfjörður mjög
illa staddur.
Seyðfirðingar eru einnig
mjög illa staddir. Bæjarbúar,
sem kýr eiga, sjá ekki fram
á annað eh þeir verði að
fækka gripum sínum veru-
lega, og bóndinn á Dverga-
steini, sem selt hefir mjólk til
bæjarins undanfarin ár, mun
í vetur aðeins geta miðlað
litlu einu.
Hætt við Diskó-leiðangur
Eldborgarinnar
Margt útlendra
skipa á Seyðisfirði
Mjög mörg skip voru á
Seyðisfirði í gær. Einkum
var þar fjöldi norskra skipa,
sem komu þangað til þess að
sækja olíu, áður en þau halda
heimleiðis, og sömuleiðis hafa
allmörg finnsk skip komið
þangað.
Hinir erlendu fiskimenn
láta illa af síldarvertíðinni
við ísland í sumar.
Skipið átti að sækja franska leiðangurs-
menn þangað og flytja þá til Frakkiands
Fyrir nokkrum dögum voru langt komnir samningar um
það að íslenzkt skip, Eldborgin úr Borgarnesi, færi alla leið
norður í Diskófjörð í Grænlandi og sækti þangað 30 franska
leiðangursmenn og flytti þá til Frakklands. Af þessari ferð
varð þó ekki, þar sem á síðustu stundu barst tilboð frá
norsku útgerðarfélagi um skipalán með heldur lægri leigu.
Hefði orðið af samningum
myndi Eldborgin hafa tekist
á hendur nýstárleg ferð. Mun
ekkert íslenzkt skip hafa far-
ið svo langt norður með
Grænlandi í seinni tíð.
Gert var ráð fyrir að ferð-
in tæki alls um fimm vikur.
Frá Diskófirði átti að fara
með leiðangursmennina til
hafnar í Frakklandi með við-
komu í Skotlandi.
Frakkarnir munu í upphafi
hafa talið tilboð útgerðar-
félagsins í Borgarnesi hag-
stætt, en af hendingu dott-
ið niður á ennþá lægra til-
(Framhald á 7. síðu.)
Þjóðleikhúsið:
Sýningar hefj-
ast á föstudag
Fyrsta sýningin í þjóðleik-
húsinu á þessu hausti verður
á föstudagskvöld. Verður þá
sýnd íslandsklukkan eftir
Halldór Kiljan Laxness, og
eru leikendur hinir sömu og
í vor.
Sala aðgöngumiða hefst í
da_g.
í næstu viku verður byrjað
að sýna nýjan leik, „Óvænt
heimsókn“ eftir J. B. Priest
ley.