Tíminn - 20.09.1950, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.09.1950, Blaðsíða 2
2. TÍMINN, mSðvikudaginn 20. september 1950. 206. blað. 'Jtá kafi til keiía Útvarpið Útvarpið í kvöld: Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 20,30 Útvarpssagan: „Ketill inn“ eftir William Heinesen; XXXI. (Vilhjálmur S. Vilhjálms son rithöfundur). 21,00 Tónleik ar: „Úr daglegu lífi“, ballett- músik eftir William Boyce (plöt ur). 21,25 Erindi: Stækkun sveit arfélaga (Jónas Guðmundsson skrifstofustjóri). 21,50 Danslög (plötur). 22,00 Fréttir og veður- fregnir. 22,10 Danslög (plötur). 22,30 Dagskrálok. Hvar eru skipin? Sambandsskip: M.s. Arnarfell losar saltfisk í Genova. M.s. Hvassafell lestar saltfisk í Eyj af jarðarhöfnum Ríkisskip: Hekla^r á Akureyri. Esja kom til Reykjavíkur í gærkvöldi að vestan og norðan. Herðubreið var væntanleg til Reykjavikur í nótt, að austan og norðan. Skjaldbreið fer frá Reykjavík í kvöld til Skagafjarðar- og Eyja fjarðarhafna. Þyrill er norðan- lands. Ármann fór til Vest- mannaeyja í gærkvöldi. Eimskip: Brúarfoss fór frá Hafnarfirði 15. 9. til Svíþjóðar. Dettifoss kom til Reykjavíkur 17. 9. frá Antverpen. Fjalifoss fór frá Reykjavík 17. 9. til vestur- og norðurlandsins. Goðafoss fer frá Rotterdam 19. 9 tll Hull, Leith og ReykjavíKur. Gullfoss fór frá Leith 18. 9 til Reykjavíkur. Lag arfoss kemur til Reykjavikur kl. 12,00 á hádegi í dag 19. 9 frá Halifax. Selfoss er í Reykjavík. Tröllafoss er i New York. 8/öð og tímarit Afmælisútgáfa af Heilsuvernd. í tilefni af áttræðis afmæli Jónasar læknis Kristjánssonar hefir stjórn Náttúrulækninga- félags Islands látið binda inn 100 eintök af 4 fyrstu árgöngum Heilsuverndar, í smekklegt og vandað band, ásamt efnisyfir- iiti, heilsíðumynd af Jónasi Kristjánssyni áttræðum og eigin handar áletrun og undirskrift hans. Eintökin eru tölusett frá 1 til 106. Hvert bindi verður selt á kr. 200,00 og rennur allur ágóðinn af sölunni beint í heilsuhælis- sjóð. Ástæðan til þess, að upp- lagið er ekki stærra, er sú, að meira var ekki til af sumum heftum ritsins. Bókin verður aðeins seld í skrifstofu félagsins, Laugav. 22. Úr ýmsum áttum Heillaósk. Ríkisstjórninni hefir í dag (þriðjudag) borizt eftirfarandi orðsending frá ameríska sendi- ráðinu í Reykjavík: „Sendiráð Bandaríkjanna sam gleðst íslenzku þjóðinni yfir þeirri gleðifregn, að áhöfn Geys is sé á lífi. Vér tókum þátt i sorg yðar, þegar þetta unga fólk var talið af, og vér biðjum þess með yður, að björgunartil- raunir þær, sem nú er verið að gera, megi skjótt og farsæll- lega færa það heim úr þeirri hættu, sem það er í, heilt á húfi, til þjóðar, er öll toíður í eftirvæntingu". Sendiráö Bandaríkjanna hafði látið í ljós samúð sína, þegar Goysis var saknað. Ilúsmæðraskólmn á Laugum verður settur sunnudaginn 24. september. Tónlistarskólinn á Isafirði, sem rekinn er af Tónlistar- félagi ísaf jarðar, verður settur 22. september. Kvöldskóli K. F. U. M. Innritun í skólann fer fram daglega í verzluninni Visi, Lauga vegi 1.. Gestur í boði háskólans. Með Gullfossi á morgun er væntanlegur hingað til lands prófessor dr. Hákon Nial frá há- skólanum í Stokkhólmi. Kemur prófessorinn hingað i boði Há- skóla fslands og mun halda hér tvo fyrirlestra í hátíðasal há- skólans, hinn fyrri fimmtudag- inn 21. sept. og hinn síðari föstu daginn 22. sept. báða kl. 18 rétt stundis. Fjallar fyrri fyrirlest- urinn um lögfræðikennslu í Sví þjóð og nýjungar á því sviði, er nú eru þar á dagsskrá, en hinn um nokkrar þróunarlínur: sænsks réttar um samninga. ] Prófessor Nial varð dósent við Stokkhólmsháskóla árið 1929, þá rétt þritugur, en prófessor varð hann í einkarétti og alþjóðleg- um einkamálarétti 1937. Mikil ritstörf liggja eftir hann og hann nýtur mikils álits sem á- gætur vísindamaður. Hann er fyrsti sænski lögíræðingurinn, sem háskóli fslands býður til fyrirlestrahalds, og er óhætt að segja, að hann sé góður fulltrúi sænskrar lögvísi, en hún er nú um stundir, svo sem löngum áð- ur, í miklum blóma. Skáliiolt bisknps* setur (Framhald af 8. sfðu). klerka. Var nokkuð rætt um fjársöfnun til styrktar þess- um framkvæmdum. Stjórnarkosning. Að lokum fór fram stjórn- arkosning, og var kosinn for- maður séra Jón Kr. ísfeld á Bíldu-dal, gjaldkeri séra Ein- ar Sturlaugsson á Patreksfirði og ritari séra Jóhannes Pálma son á Súgandafirði. í sámbandi við fundinn flutti Sigurbjörn prófessor Einarsson erindi í ísafjarðar kirkju um áhrif kristindóms- ins á vestræna menningu. IjVerkamannafélagið Dagsbrún: Snarráðir drengir bjarga leikbræðrum í Færeyjum hefir það tví- vegis komið fyrir í sumar, að smádrengir hafa bjargað leik bræörum sínum frá drukkn- un. i í annað skiptið féll fimm ára drengur fram af bryggju í Funningsfirði. Félagi hans sjö ára reyndi að seilast til hans, en náði ekki. Klifraði hann þá niður í bát við bryggj una, ýtti honum frá og kast aöi spotta til yngri drengs- ins, sem þegar hafði farið nokkrum sinnum í kaf. Tókst svo vel til, aö drengurinn greip í spottann og dró hinn sjö ára gamli leikbróður hans á honum að bátnum og kom honum heilum á húfi á land. Hinn atburðurinn gerðist í Kirkjubæ. Þar voru tveir drengir að leik á bryggju um háflóð og mikið streymi við bryggjuhausinn. Féll annar fram af, en hinn drengurinn, sem heitir Sverrir Patursson, ungur afspringur Kirkj ubæj - arættarinnar, brá fljótt við og kiifraði út á staura, sem voru í sjónum fram af bryggjunni, og gat seilzt til drengsins um leið og straumurinn bar hann hjá. Lélegur afli hjá Stöðvarfj.bátum Frá fréttaritara Tímans á Stöðvarfirði. Afli hefir verið mjög treg- ur í sumar hjá bátum hér, einkum hjá þilbátunum. í gær var aflinn þó með skársta móti, og fengu vélbátarnir, 16—25 lesta, upp í níu skip- pund. Trillubátarnir hafa einnig aflað frekar illa. FÉLAGSFUNDUR verður haldinn i Iðnó, fimmtudaginn 21. þ.m. kl. 8,30 síðdegis. Fundarefni: Kosning fulltrúa á 22. þing Alþýðusambands íslands. Fundurinn er aðeins fyrir félagsmenn, er sýna dyra- vörðum fullgild skírteini. Stjórnin. ornum uec^L íslenzka húsfreyian á Kirkjubæ Sérhver fslendingur þekkir nafn Jóhannesar Paturssonar, hinnar miklu sjálfstæðiskempu Færeyinga, er lézt íyrir nokkr- um árum. Mörgum er einnig kunnugt um það, að hann var kvaéntur íslenzkri konu — Guð- nýju, dóttur hins kunna bónda og útvegsmanns, Eiríks á Karls skála. Guðný Eiríksdóttir, sem ung að árum kvaddi firðina sína eystra, og gerðist húsfreyja kóngsbóndans unga í Kirkjubæ í Færeyjum, er brátt varð nafn togaðasti garpur ættjarðar sinn ar við hlið Nólseyjar-Páls, sögu i hetjunnar færeysku, andaðist í sumar, 3. júní. | Nú er það ekki venja, að þess um dálkum sé varið til eitir- 1 mæla. En litið kvæði, sem ég sá nýlega í færeyska blaðinu „14. septeember“, minnti mig á i það, hvað Færeyingar telja sig eiga upp að unna þessari ís- í lenzku konu, sem svo lengi stóð traust og djörf, eins og aust- firzku fjöllin, er ólu hana á brjóstum sér, við hlið ker.J)- uxrnar, er löngum næddi stritt og napurt um í stríði hans fyrir hag og frelsi lands síns. Kvæðið um Guðnýju i Kirkju- bæ hljóðar svo: Sjaldsom í heimi sameind hjún, ið halga verðin og algongd tún. Fánýtt royndist alt mannsins s^ravni, ið ikki var signað í konufavni. Lýsir sum rím yvir haneara bráð vekrað og viknað konubrá. Og nú ert tú slokknað, gomul og móð, ið átti Föroyjar, tá ið harðast • ástóð. Leiddu tit okum at heimsins gátt — nú skalt tú sova tær í nátt. Fagnar nú báðum fagurt flag. — Men hvör eigur Foroyjar í dag? Fyrirristulinífar Flatningslmífar Brvni Járnvöruverzlun Jes Zirasen h.f. :: SLATUR seljum við nú daglega meðan sláturtíðin stendur yfir, i sláturhúsi voru við Skúlagötu. Ennfremur svið, lifur og hjörtu og mör. Heiðraðir viðskiptavinir eru beðnir að hafa með sér ílát. Sláturfélag Suðnrlands Simi 1249 (5 línur) OSTUR er hol! fæða, sem aldreí má vanfa á matborðið Samband ísl. samvinnufélaga Sími 2678 :rjuuæuCTmm»««m:iiiiimmm«miro SJÓMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR Atkvæðagreiðsla um tillögu sáttanefndar i togaradeilunni fer fram meðal félagsmanna (togarasjómanna) í skrifstofu Sjómannafélags Reykjávíkur í Alþýðuhúsinu við Hverf- isgötu. Atkvæðagreiðslan hefst kl. 10 f. h. fimmtudag- inn 21. þ. m. og lýkur kl. kl. 22 sama dag. Stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.