Tíminn - 20.09.1950, Blaðsíða 1
Skrifstofur i Edduhúsinu
Fréttasímar:
81302 og 81303
Afgreiðslusími 2323
Auglýsingasími 81300
Prentsmiðjan Edda
S4. árg.
Reykjavík, miðvikudaginn 20. september 1950.
206. blað.
Áhöfnin á Geysi var enn
á jöklinum í gærkvöidi
Bandarísk flugvél á skíðum lentí hjá vélinni í
gær, en hafði sig ekki til flugs á ný. — Leið-
angur Akureyringa kominn langleiðina ogtreyst
á hann til bjargar þeim, sem eru á jöklinum
Áhöfninni á „Geysi“ varð ekki bjargað af jöklinum í gær,
þrátt fyrir tilraun bandarískrar Dakota-flugvélar á skiðum,
sem lenti hjá flakinu. Ætlaði hún að fljúga með áhöfnina
til Keflavíkur, en tókst ekki að ná flugi af jöklinum aftur í
gærkvöldi. Situr hún þar í nótt. Leiðangur Þorsteins Þor-
steinssonar frá Akureyri var ekki kominn að „Geysi“ í gær-
kvöldi, og óvíst um komutíma hans þangað. í gærkvöldi var
honum sent skeyti um að halda um fram allt áfram að flak-
inu, þar sem áhöfnin væri þar enn. Er nú treyst á það, að
honum takist að bjarga áhöfninni til byggða, ef skíðaflug-
vélin getur ekki hafið sig til flugs i dag.,
Var búist við komu þessara
véla til Keflavíkur skömmu
merkt svörtum krossi við
hvorn enda. Sögðu þeir, að
brautin væri 1500 metra löng
og jafnfallinn snjór hvergi
' dýpri en hálfur þriðji þuml-
ungur á henni.
Skíðavélin leggur af stað.
Skiðavélin hafði skamma
viðdvöl á Keflavíkurvelli, tók
aðeins benzín og bjóst síðan
til ferðar á ný. Með henni fór
eftir hádegið. Komu vélanna einn íslendingur, Sigurður
I.eiðangur Akureyringa. -
Eins og skýrt var frá í gær.
lagði leiðangur á vegum
Ferðafélags Akureyrar af stað
austur í Mývatnssveit í fyrra-
kvöld undir stjórn Þorsteins
Þorsteinssonár. Var farið á
einni sterkri flutningabifreið
og fjórura jeppum.
Leiðangur þessi lagði af
stað frá Grænavatni klukk-
an fjögur í fyrrinótt og ók
fram milli Bláfells og Sel-
landafjalls og suður sand-
ana vestan Öskju. Gekk ferð
in allvel og klukkan 13,30
flaug flugvél yfir leiðangurs
menn og miðaði stöðuna,
sem var þá 64,58 n.br. og 16,
37 v.l. eða á söndunum vest-
an Vaðöldu rúma 20 km.
frá jökulröndinni.
Síðan fréttist ekki nákvæm
lega af leiðangrinum, enda
! Safnþró í klaust-
I urrústunum aÖ
| Helgafelli
| Helgi Hjörvar skýrði frá
I því í útvarpserindi á sunnu
| d.kvöld, að í sumar hefði
\ safnþró verið steypt í hin-
| um fornu klausturrústum
I að Helgafelli í Helgafells-
I sveit. Ekki var hirt um að
I gera þjóðminjaverði við-
I vart um þetta umrót, og
| hafði hann engar fréttir
\ af því fyrr en nú í haust.
I Því miður er slík með-
| ferð á fornum minjum hér
I á landi ekki eins dæmi,
i jafnvel ^ekki nú á hinum
| síðustu árum, og ber hún
| vott um megnt skeytingar
| leysi manna um okkar fá-
I tæklegu fornleifar.
5
UIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIimilllllllllll
mun hafa verið þokuslæð-
ingur við norðurrönd jökuls-
ins. Var jafnvel búizt við, að
hann mundi ekki leggja á
jökulinn fyrr en í birtingu í
morgun.
AUtaf flogið yfir „Geysi“.
Snemma i gærmorgun
lögðu flugvélar af stað af
Reykjavíkurflugvelli og flugu
yfir „Geysi“. Voru síðan flug-
vélar ein eða fleiri á sveimi
yfir honum í allan gærdag.
Heiðskirt veður var á há-
jöklinum, en þoka i 1100 m.
hæð norðan og vestan við
hann. Lagði þennan þokslæð-
ing af og til inn yfir hájök-
ulinn en birti á milli.
Nákvæmari staðarákvörðun.
í gær var gerð nákvæmari
staðarákvörðun á Geysi en
hægt var í fyrrakvöld. Reynd
ist hann vera á 64,36,5 n.br.
og 17,27 v.l. eða lítið eitt sunn
ar og vestar á jöklinum í 17
—1800 metra hæð suðaustur
i Bárðarbungu. Vestfirðingur
Loftleiða mun fyrstur hafa
flogið yfir Geysi í gærmorgun
og varpað niður ýmsu til á-
hafnarinnar svo sem skíð-
um og skíðaútbúnaöi.
Björgunarleiðangur frá
Grænlandi.
Fyrir hádegi í gær frétt-
ist, að leiðangur þriggja
bandariskra flugvéla væri á
leiðinni frá Blue Vvrest-flug-
vellinum í Grænlandi og
ættu þær að gera tilraun
til að bjarga áhöfn Geysis
af jöklinum. Flugvélar þess
ar voru Dakota-vél búin
skíðum til lendingar í snjó,
skymasterflugvél með lækn
um,' hjúkrunarliði og fall-
hlífarmönnum og loks flutn
ingaflugvél með helikopter-
vél innan borðs, og yrði
reynt að nota hana, ef
skíðavélin gæti elcki lent.
seinkaði þó nokkuð og lenti
skíðavélin ekki á vellinum
fyrr en klukkan 16,20.
Samband við Geysi slitnar.
Fyrir hádegi tókst að hafa
talsamband við Geysi og var
áhöfninni skýrt frá skíðavél-
inni. Var áhöfnin beðin að
reyna að finna lendingar-
braut og jafna hana og
merkja eftir mætti. Eftir há-
degið dofnaði talsambandið
við Geysi mjög, því að mót-
tökutæki var bilað og raf-
geymar á þrotum. Um klukk-
an 16 var nýjum geymum og
móttökutæki varpað niður og
fékkst úr því talsamband við
áhöfnina á ný.
Merkt flugbraut.
Flugvélar, er voru á sveimi
þarna yfir, sáu nú, að Geys-
is-menn voru búnir að merkja
flugbraut á jöklinum. Var hún
Jónsson, yfirmaður flug-
vélaeftirlitsins.
Bandaríska skymastervélin
með fallhlífarmennina og
hjúkrunarliðið fór einnig sam
tímis skíðavélinni inn yfir
jökulinn. Einnig lögðu nokkr
ar vélar af stað frá Reykja-
vík í sama mund og urðu sam
ferða. Þegar inn yfir jökulinn
kom voru sex vélar þar auk
skíðavélarinnar, þar af tvær
bandariskar.
Kyndið eld — verið tilbúin.
Þegar vélar þessar voru
lagðar af stað, var komið
skeyti til Geysismanna, þar
sem þeir voru beðnir að
kynda eld svo að reykur
myndaðist og sjá mætti á
þvi, hvert hann leggði, hver
vindáttin væri. Einnig voru
þeir beðnir að vera alveg
tilbúnir, því að skíðavélin
mundi enga viðdvöl hafa og
(Framhald á 7. síðu.)
Vantar hetming fóðurs á
Héraöi og norðurfjörðum
í gær var haldinn að Egilsstöðum á Völlum fundur allra
oddvita á Fljótsdalshéraði og á Austfjörðum frá Borgarfirði
suður til Fáskrúðsfjarðar. Sátu fund þennan einnig Páll
Zóphóníasson búnaðarmálastjóri og Árni G. Eylands fulltrúi,
sem nú eru á ferð um óþurrkasvæðin til þess að kynna sér,
hvernig þar er ástatt um fóðurbirgðir.
Fundir á suðurf jörðunum.
í fyrradag og á sunnudag
voru þeir Páll Zóphóníasson
einnig á sams konar fundum
á suðurfjörðunum — í fyrra-
dag að Eydölum í Breiðdal
1 og á sunnudaginn í Álftafirði.
Munu þeir Pál) og Árni hafa
lagt að'mönnum, að reyna að
halda við bústofni sínum eft-
i ir því sem föng væru á, en að
i öðru leyti rætt um, hvað gera
má til fóðuröflunar.
Egilsstaðafundurinn.
EgUsstaðafundinum var
ekki lokið í gærlcvöldi um það
bil,- er simanum austur var
lokaö. Á þessum fundi voru
ailir oddvitar af umræddu
svæði, nema tveir.
Af gögnum þeim, sem safn
að hafði verið, þykir sýnt, að
á þessu svæði muni í haust
vanta um helming fóðurs til
þess að framfleyta sama bú-
stofni og þar var settur á í
fyrrahaust. Einna skárst er
ástandið í Fljótsdal, en lak-
ast á Jökuldal, yzt á Héraði
og á nyrztu fjörðunum.
Fóðurbætir eina voirin.
Svo langt var þó komið um
ræðum, er tíðindamaður Tím
ans átti símtal austur, að
sýnt var, að menn töldu mikla
fóðurbætisöílun einu vonina
til þess að koma í veg fyrir
stórkostlega bústofnsfækkun,
og yrðu þá að gefa bændun-
um kost á honum með niður-
greiddu verði.
Orösending
Hér með bið ég Tímann
fyrir orðsendingu til gamals
vinar og velunnara. Jónas-
ar Jónssonar frá Hriflu, um
það, að ég sé fyrir löngu
hættur að kippa mér upp
við venjulegar blaðasvívirð-
ingar, hvort sem þær koma
frá honum eða öðrum.
Hins vegar vil ég ráðleggja
honum að vera ekki að taka
upp á því á gamals aldri, að
ljúga svo glannalega, að það
sé leikur að hnekkja því fyr
ir dómstólum landsins, ef
menn nenntu að fást við
það. •
En það hefir honum orð-
ið á i söguburði sínum um
mig í dreifiblaðinu Ófeigi,
sem kvað hafa komið út ein
hverntima í sumar, og sem
sannorðir menn hafa sagt
mér frá.
18. septembcr 1950,
Bjarni Ásgeirsson,
alþingismaður.
Ekkert aðkomufé í
Dala- og Hrútafjarð-
arhólfiiiu
Eins og Tíminn skýrði frá
fyrir nokkrum vikum komst
i sumar lamb af mæðiveiki-
svæði inn á fjárskiptasvæðið
milli girðinganna úr Hvamms
firði í Hrútafirði og úr Gils-
firði í Bitrufjörð.
Nú hefir verið smalað til
fyrstu réttar á þessu svæði,
og samkvæmt fregnum, bæði
úr Hrútafirði og Dölum, hef-
ir ekki orðið vart við fleira
fé, er komið hafi inn í girð-
inguna.
Lamb það, sem komst í
girðinguna í sumar, var með
sterkum rökum talið ekki
hafa verið i henni nema eina
nótt, og öllu fé, sem rekið var
að með því, var fargað. Engin
veikindamerki sáust heldur á
lambinu né komu fram við
rannsókn, svo að vonandi hef
ir ekki verið um neina sýk-
ingu að ræða.
Húsmæðrakennara-
skóli íslands settur
Húsmæðrakennaraskóli ís-
lands var settur s. 1. föstu-
dag í húsakynnum skólans í
Háskólanum. Er þetta í 5.
sinn, sem skólinn er settur,
en skólatíminn er þrjú miss-
iri eins og kunnugt er. Ung-
frú Helga Sigurðardóttir,
j skólastjóri setti skólann. Að
j þessu sinni settust 16 stúlkur
í skólann og er það fleira en
, áður hefir verið. Kennaralið
, skóians er óbreytt að öðru
1 leyti en því, að ungírú Stef-
1 anía Árnadóttir, húsmæðra-
| kennari frá Hj alteyri tekur
I þar við kennslustörfum.