Tíminn - 20.09.1950, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.09.1950, Blaðsíða 3
206. blað. 3 TI.MLX.N'. miðvikudasám 20. september 1950. Áttræður í dag: JÓNAS KRISTJÁNSSON í dag er Jónas lælcnir' Kristj ánsson áttræður að aldri. Hann er fæddur 20. september 1870 á Snærings- stöðum í Svínadal. Foreldrar hans voru þau Steinunn Guðmundsdóttir bónda í Kirkjubæ í Norðurárdal, Ól- , afssonar og Kristján Krist- j jánsson, bóndi að Snærings- ! stöðum. Jónas varð stúdent 1 júní 1896 með 1. einkunn, og kandidat í læknisfræði 11. fe- brúar 1901, frá læknaskólan- um í Reykjavík, með 1. ein- kunn (193 st.). Stundaði hann svo framhaldsnám í Dan-' mörku. Ferðast hefir hann og mikið um önnur lönd Evrópu, (England, Svíþjóð, Þýzka- j land, Sviss, og Ameríku hefir hann einnig gist. Fjórar eða fimm síðustu ferðirnar fór hann til þess að kynna sér mataræði og náttúrulækn- Ingar. 10. ágúst 1901 var hann skipaður héraðslæknir í Fljótsdalshéraði, skipaður að nýju 27. okt. 1908 samkvæmt hinni nýju læknaskipun 1907, settur 30. jan. 1905, aftur 30. sept. s. á. frá 1. nóv. að telja og enn 30. sept. 1908 frá 1. okt. að telja jafnframt til þess að þjóna Hróarstungutéraði. Sat hann á Arnheiðarstöðum 1901 —1902, á Hrafnkelsstöðum 1902—1903 og síðan að Brekku f Fljótsdal. Skipaður héraðs- læknir í Sauðárkrókshéraði 21. marz 1911 frá 1. júní að telja, settur 18. jan. 1924 frá 1. s. m. að telja jafnframt til þess að þjóna nokkrum hluta Hofsóshéraðs á móti héraðs- lækninum í Siglufjarðarhér- aði; fékk lausn frá embætti 18. okt. 1938 frá 31. des. að telja. Fluttist þá til Reykja- víkur og hefur verið þar sið- an sem starfandi læknir. Landskjörinn þingmaður var hann 1927—1930, forseti Eramfarafélags Skagfirðinga 1914—1938, forseti Náttúru- lækningafélagsins á Sauðár- króki 1937—1938 og Náttúru- lækningafélags íslands frá 1939. Riddari af Fálkaorð- unni varð hann 1. des. 1933. Jónas var giptur Hansínu Benediktsdóttur prófasts á Grenj gðarstöðum, Kristjáns- ;sonar; hún andaðist 1948. Þau eignuðust 5 börn, 4 dætur og 1 son, og eru 3 dætur þeirra á lífi, en auk þess tóku þau nokkur börn til fósturs. Hér hefir nú verið sagt frá helztu viðburðum í lífi Jónas- ar Kristjánssonar, lærdóms- Jrama hans og öðru slíku, en með því er lítið sagt um manninn sjálfan. Sá, sem þessar Iínur ritar, hefir átt því láni að fagna, að kynn- ast Jónasi, starfi hans sem læknis og hugsjónum hans, og telur sér það mikið happ. Eins og alþjóð er kunnugt, hefir Jónas Kristjánsson gerzt for- vígismaður og brautryðjandi nýrrar stefnu 1 læknisfræði, hinnar svo kölluðu náttúru- lækningastefnu, og mun hann vera hinn eini íslenzkra lækna, er gengið hefir alger- lega þeirri stefnu á hönd. Hann er, eins og áður var að vikið, forseti Náttúrulækn- ingafélags íslands, og er ó- þreytandi að boða þenna nýja sið, bæði í ræðu og riti. Hefir hann flutt marga fyrirlestra um þetta efni og er ritstjóri tímarits, sem Náttúrulækn- ingafélag íslands gefur út Reynslan af nýsköpuninni , llagfræðingnr §|álfstæðisi£iokk»>Iiis lætnr álit siíí I f jós. (,,Heilsuvernd“). Er hann rit- fær vel, skrifar skýrt og skipulega, og með sannfær- ingarkrafti hins einlynda manns, en þó án ails ofstæk- is. Það var mikið happ fyrir náttúrulækningastefnuna á íslandi að fá Jónas Kristjáns- son sem for\ígismann sinn, enda heflr nú þegar mikið á- unnizt á þeim vettvangi, og koma þar auðvitað ýmsir fleiri góðir menn við sögu. — Náttúrulækningafélag ís- lands hefir breitt úr sér út um landið, og hefir nú deildir á Sauðárkróki, Siglufirði, Ól- afsfirði og Akureyri. Gefin hafa verið út mörg rit og merkileg um mataræði og heilsuvernd, og eru þessi hin helztu: ,,Sannleikurinn um hvítasykurinn", eftir Water- land, „Nýjar leiðir“, fyrir- lestrar og ritgerðir eftir .Jón- as Kristjánsson, „Mat.ur og megin“, eftir Waerland, „Nýj- ar leiðir“, II., þýddar og frumsamdar ritgerðir • eftir Jónas Kristjánsson, „Heilsan sigrar“, eftir Waerland, „Úr viðjum sjúkdómanna“, eftir sama höfund, „Menningar- plágan mikla“, eftir Waer- land og Ed. Bartholet, og „Sjúkum sagt til vegar“, eftir Waerland. Matstofu hefir Náttúru- lækningafélagið rekið nú um 6 ára skeið að Skálholtsstig 7 hér í Reykjavík. Gefst þeim, sem vilja, kostur á að neyta þar grænmetisfæðu, og hefir matstofa þessi átt miklum vinsældum að fagna. Loks skal þess getið, að stofnun heilsuhælis hefir frá upp- hafi verið einn af óskadraum- um félagsins, og forseta þess vafalaust mikið hjartans mál. Árið 1946 keypti félagið jörð- ina Gröf í Ilrunamanna- hreppi fyrir þetta væntanlega hæli. Heilsuhælissjóður var stofnaður 19. marz 1944. Má af því, sem hér hefir talið verið, sjá, að Náttúru- lækningafélagið hefir ekki látið sér nægja aö dreyma fagra drauma. Það hefir haf- izt handa um margháttaðar framkvæmdir, og látið mikið að sér kveða, þrátt fyrir ýmsa innri og ytri erfiðieika, sem hér verða ekki ræddir. Hefir því og lagzt það til, að í fararbroddi hafa þar verið góðir menn og gegnir, auk forsetans, og verður varla hjá því komizt í því sambandi að nefna hinn ötula fram- kvæmdastjóra þess, Björn L. Jónsson veðurfræðing. Hann er óþreytandi í starfi sínu fyrir félagið, greindur maður og gjörhugull, enda er þeim, er þetta ritar, kunnugt um það, að Jónas Kristjánsson kann vel að meta áhuga hans og starfshæfileika. Fleiri á- gæta menn mætti nefna, en verður ekki gert að þessu sinni. Löngu áður en Tönas Krist- jánsson gekk náttúrulækn- ingastefnunni á hönd, fór mikið orð af honum sem lækni, ekki sízt sem skurð- lækni. Og eftir að hann tók að starfa í þjónustu náttúru- lækningastefnunnar, hefir eigi minna að honum kveöið sem happasælum lækni. Munu þeir eigi allfáir, sem eiga honum heilsu og líf að launa, og sjáifur er hann á- gæt augíýsing þeirrar stefnu, j sem hann hefir tekið svo miklu ástfóstri við, náttúru- lækningasteínunnar. Enn þá , vinnur hann öll sín störf sem ! ungur væri, kvartar ekki um þreytu, þó að starfsdagur ; hans sé 10—12 stundir, og er ! mjög léttur á fæti og við- i bragðsfljótur. Viðmótið er milt og framkoman fáguð. | ■ Eins og lauslega var á drep- : ið, er Jónas einn af þeim mönnum, sem stundum eru ! nefndir einlyndir, Hann er 1 heill maður, og þegar hann ! hefir sannfærzt um gildi góðs máls, leggur hann því það j lið, er hann má, með óskipt- j um áhuga og trúnaði. Til eru 1 menn, er kalla slík heilindi ! ofstœki („fanatisma") og j öðrum slikum óvikðjngar- nöfnum, og þeir um það. Sn einkennilegt er það, að slík- (Framhalá á 6. siðu.J Vorið 1946 hafði nýsköpun- j arstjórnin setið að völdum í! 2 ár. Húr> tók við ríkissj. veli stæðum, um sex hundruð millj. króna í erlendum gjald eyri, mjög háu og hækkandi verði á afuröum til útflutn- ings. Þá var bjart yfir efna- hagsafkomu þjóðarinnar. En það fór eins og fyrir nýríka manninum, sem ekki kann fjárráðum sinum forráð. Stjórnarvöldin úthlutuðu auðnum að vísu misjafn- lega til þegnanna, en allir höfðu nóg, þjóðin var ánægð og blindaði „nýsköpunarpost- ulana.“ Þetta voru nú karlar sem sögðu sex. Foringinn sagði, að árlega yrðu fluttar út afurðir fyrir 800 millj. kr. o. s. frv. Á hinu leytinu voru mennirnir með mosann í skegginu, Framsóknarflokk- .urinn, sem var í stjórnarand- stöðu. — Mennirnir, er spáðu illa fyrir „nýsköpuninni" og áfleiðingum þeirrar stefnu. Þeir voru þess vegna nefndir hrunstefnumennirnir og tal þeirra barlómsvæl. Á þessu vori fóru fram kosningar á íslandi. Annars vegar buðu fram „nýsköpunarmenn," sjálfstseðismenn og kommún- istar, í bræðralagi. Hins veg-, ar Framsóknarfl., sem var í andstöðu við nýsköpunar- stefnuna. Að sjálfsögðu unnu nýsköpunarmenn sigur í kosn ingunum. Fjármálastefnan olli ekki slitum nýsköpunarbræðra- lagsins. Fyrir kosningar var þjóð- inni sagt, að nægur gjaldeyr- ir væri til. Það var því hleg- ið að stjórnarandstöðunni, þegar hún véfengdi slíkar yf- irlýsingar. Um sumarið eftir kosningar, mun þó ýmsa hafa farið að gruna, að hinar er- lendu gjaldeyrisinnstæður færu mjög þverrandi. Gripu þá kommúnistar til þess að gera ágreining í ut- anríkismálum eftir skipun að austan. Mun sú skipun hafa I verið með þökkum þegin. það j voru því kommúnistar sem sigldu hraðbyri frá hinu sökkvandi skipi og skildu Ól- af eftir á flakinu. En hann harmaði mjög brottför þeirra. Á yfirborðinu a. m. k. féll því nýsköpunarstjórnin á ágrein- ingi í utanríkismálum, en sammála munu þeir enn hafa verið um ágæti nýsköpunar- innar. Skoðun Ólafs Björnssonar, prófessors. Ólafur Björnsson, prófessor, við laga- og hagfræðideild Háskólans, nýtur mjög mikils trausts, ekki sízt meðal ým- issa nýsköpunarmanna. Hann ritaði nýlega grein í Morgun- blaðið, sem bar fyrirsögnina: „Fjárfestingarstefnan og af- leiðingar hennar." Þar lýsir prófessorinn skoð- un sinni á orsökum verðbólg- unnar. Kveður hana vera beina afleiðingu fjárfesting- arinnar. En vegna þess, að hann ritar grein sina í eitt helzta og öflugasta stuðnings blað „nýsköpunarinnar“ er hann svo hæverskur að jafna saman fjárfestingunni fyrir stríðið og þeirri, sem átti sér stað eftir 1944. Þó veit hann sjálfsagt, að á kreppuárunum vorum við í gjaldeyrisskuld- um, en 1944 höfðum við enn um sex hundruð millj. kr. í erlendum gjaldeyri. Svo fór fjárfestingin fyrir stríðið fram á fjórum til fimm árum, sem mætti frekar nefna eöli- lega framfarastefnu, en eft- ir stríð á rúmum tveim ar- um. Grein prófessorsins er i rauninni beisk, en grímu- klædd árás á fjármálastefnu Sjálfstæðisflokksins. — Grein in, hefði réttar mátt heita „Nýsköpunarstefnan og af- leiðingar hennar.“ Frá allsnægtum til allsleysis. Prófessorinn telur fjárfest- ingarstefnuna hafa veitt efna hagslífi þung sár á skömm- um tíma og leitt frá allsnægt um til allsleysis. Hver hefði trúaö því árið 1945 eða fram til kosninganna yorið 1946, að gjaldeyrisskorturinn yrði svo tilfinnanlegur fáum árum sið ar, að brýnustu nauðsynia- vörur yrðu með öllu ófáan- legar? Sá, sem þá hefði vog- að sér að halda því fram, hefði áreiðanlega verið nefnd (Framhald á 5. síðai íþróttamót á Mýrum íþróttakeppni á Mýrum. .. | Sunnudaginn 20. ágúst sl. j héldu ungmennafélögin „Eg- i ill Skalla-Grímsson“ í Álfta- j neshreppi og „Björn Hítdæla- kappi“ í Hraunhreppi í- þróttakeppni að Leirulæk á Mýrum, en þetta er í fyrsta sinn, sem þessi félög halda slíka keppni. Helztu úrslit urðu þessi: 100 m. hlaup: 1. Bjarni V. Guðjónsson, B. H. 12.5, 2. Friðgeir Friðjóns- son, E. Sk„ 12.7, 3. Karl Ól- afsson, E. Sk , 12.7. HástöJck: 1. Haraldur Ólafsson, B. H„ 1.50, 2. Einar Erlendsson, B. H„ 1.45, 3. Friðgeir Friðjóns- son, E. Sk„ 1.40. Langstökk: 1. Bjarni V. Guðjónsson, B. H„ 5.69, 2. Friðgeir Friöjóns- son, E. Sk„ 5.07, 3. Jón Guð- mundsson, B. H„ 5.01. Þrístökk: 1. Haraldur Ólafsspn, B. H„ 11.45, 2. Ásmundur Asmunds- son, B. H„ 10.84, 3. Friðgeir Friðjónsson, E. Sk„ 10:80. Kúluvarp:• 1. Haraldur Ólafsson, B. H„ 10.19, 2. Bjarni V. Guðjóns- son, B. H„ 10.11, 3. Einar Er- lendsson, B. H„ 9.33. Kringlukast: 1. Bjarni V. Guðjónsson, B, H„ 26.36, 2. Jón Guðmunds- son, B. H„ 26.26, 3. Einar Er- lendsson, B. H„ 24.74. Einnig var keppt í nokkr um greinum fyrir drengi„ Aö lokum fór fram reipdrattui milli Álfthreppinga og Hraun hreppinga, og unnu Álft- hreppingar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.