Tíminn - 23.09.1950, Qupperneq 5

Tíminn - 23.09.1950, Qupperneq 5
209. blað. • fc » TÍMINN, laugardaginn 23. september 1950. 5. Flóttinn frá fr 3 m l&i öslunni Laugard. 23. sepí. Togaradeilan Úrslit atkvæðagreiðslunnar um tillögur sáttanefndar í, togaradeilunni urðu þau, að þeim var hafnað með stór- felldum atkvæðamun af báð- um deiluaðilunum. Samkomu lagshorfur í deilunni virðast því litlu eða engu betri nú en fyrir nær þremur mánuð- um síðan, þegar togaraverk- fallið hófst. Þeir, sem til þekkja, telja að tillögur sáttanefndarinn- ar hafi verið við það miðaðar, að gengið yrði eins langt til móts við kröfur sjómanna og unnt væri, án þess að stefnt yrði i fyrirsjáanlegan hallarekstur á togaraútgerð- inni. Útgerðarmenn virðast hafa talið, að sáttanefndin hafi gengið lengra en rekst- ur útgerðarinnar þyldi. Af hálfu sjómanna hafa ekki' verið færð rök fyrir því, að1 togaraútgerðin gæti boðið' þeim betri kjör en tillögur sáttanefndarinnar gera ráð fyrir. Eigi að síður halda þeir fast við kröfur sínar. Þegar á þetta er litið, virð- ist horfur ekki miklar á því, að deiluaðilar komi sér sam- an. Allar líkur benda til þess, að verkfallið myndi vara endalaust, ef þeir væru látn- ir eigast einir við. Afstaða þjóðfélagsns er hinsvegar þannig, að það þol ir ekki endalausa stöðvun tog araflotans. Mikið af fjármun um þjóöarinnar hefur verið bundið í þessum stórvirku framleiðslutækjum með það fyrir augum, að þau öfluðu ríflegs gjaldeyris fyrir þjóðar búið. Nú þarf þjóðin meira á þessari gjaldeyrisöflun að halda en oftast áður. Það er henni því mikið nauðsynja- mál, að deilan leysist sem fyrst. Það er viðtekinn regla í lýðræðisþjóðfélögum, þegar verkföll eru hafin með eðli- legum hætti, að rikisvaldið gefi deiluaðilum næglegan tíma tl að jafna ágreining sinn. Hinsvegar getur þjóðfé- lagið ekki veitt þennan frest endalaust, því að ella gætu slík vinnubrögð leitt til al- gers öngþveitis og stjórnleys- is. Þegar deilan hefur staðið lengi og er samt enn á því stigi, að engar horfur eru á samkomulagi milli aðila, en tjón heildarinnar verður til- finnanlegra með hverjum degi, hefur ríkisvaldið bæði rétt og skyldu til að höggva á hnútinn með einum eða öðrum hætti. Togaraverkfallið er nú kom ið á það stig, að til þess hlýtur að reka, að ríkisvaldið geti ekki látið það afskipta- laust, ef afstaða deiluaðila breytist ekki fljótlega og sam komulagshorfur aukast. Hér skal ekki rætt neitt uni þá möguleika, sem ríkis- valdið hefur til að leysa deil- una. Erlendis hefur ýmist ver ið gripið til þeirra úrræða að leysa enstakar verkfallsdeil- ur með gerðardómi eða með lögfestingu á tillcgum sátta- semjara eða sáttanefndar. Sumstaðar hafa atvinnufyr- irtæki þau, sem verkfallið hefur náð til, verið þjóðnýtt til bráðabirgða, en þá alla jafnan á þeim grundvelli, að Ermdi eftir Friðgeir Sveinsson gfaldkðra Gott kvöld, góður hlustend ur! Sumri er tekið að halla. Að þessu sinni hefir það verið okkur erfitt og lítt gjöfult. Bændur norðaustan- austan- og suðaustanlands hafa orðið að þola óvenju erfitt tíðarfar og eru því óvenju illa búnir undir köld átök vetrarins, Verður því ekki annað séð, nema sérstakar ráðstafanir verði gerðar, en að márgur bóndi hverfi að því ráði, að minnka bústofn sinn til að forðast, svo sem verða má, ó- hófleg fóðurbætiskaup. Ef bændur þurfa að taka þennan kost til að bjarga sér undan öðrum stærri skellum, er það ærið alvörumál fyrir þjóðfélagið. Samdráttur fram leiðslunnar er okkur hættu- legri en flest annað, svo illa sem við erum staddir í þeim efnum. Ekki hefir sumarið verið verið gjöfulla við sjávarsíð- una. Síldveiðin hefir brugðist svo að aldrei hefir verið verra en nú, og hefir þó nógu illa skipast undanfarin ár við þá atvinnugrein. Á þessu sumri höfum við mátt horfa á afkastamestu veiðitæki landsmanna, nýsköp unartogarana svokölluðu bundna vandlega í skjóli við hafnargarðinn hér í Reykja- vík, i stað þess að sækja út á fiskimiðin, og afla dýr- mætra gjaldeyristekna fyrir þjóðfélagið. Er það kapituli út af fyrir sig, sem er þyngri en tárum taki. Á sama tíma eru gjaldeyris yfirvöldin að brjóta heilan um það, hvernig eigi að láta þann gjaldeyri, er við höfum yfir að ráða, hrökkva til kaupa brýnustu nauðþurfta. Ósanngjarn málflutningur. Á þessu ári hafa útflutnings vörur okkar íslendinga fallið í verði á heimsmarkaðinum. Markaðstregðu hefir einnig borið að garði. Það eru því síður en svo að horfurnar séu góðar eins og nú standa sak- ir. Eðlilegt er, að margt og mikið sé um þetta rætt og ritað. Hitt er svo sorglegra, hve mikið af því, sem um þessi mál er sagt virðist vera gert í einhverjum annarleg- um tilgangi, en alls ekki til þess að sýna fram á hvað gera þurfi til útbóta né held- ur það, sem er þó auðveldara, að skýra á hlutlægan hátt af hverju erfiðleikarnir stafa. T. d. kemur viða fram sú skoð- un í umræðum og blaðagrein um að verðfall á erlendum markaði og markaðstregða standi í beinu sambandi við gengislækkun ísl. krónunnar. Er það helst um þennan mál flutning að segja, að hann er fullkomin móðgun við tiómgreind almennings í þessu landi, og alveg óskiljanlegt hverjum er verið að þjóna með slíku skrafi, því það mega þeir vita, sem þessu halda fram, að allir, sem um þessi mál hugsa af einhverri alvöru, verða að viðurkenna, hvort ,sem þeim nú þykir það ljúft eða leitt, að allt þetta á sér stað þrátt fyrir gengis- lækkunina, en ekki vegna hennar. Gamalt íslenzkt máltæki segir: „Neiðin kennir naktri konu að spinna" og þótt ekki sé hægt að segja, að hér sé neyð enn sem komið er og vonandi verði aldrei, þá krefjast erfiðleikarnir þeir, ! sem nú er við að etja, þess, að . eitthvað sé hugsað alvarlega I I til framtíðarinnar og þess, | , hversu megi ráða bót á þeim! , óhugnaði, sem að undanförnu hefir færst yfir efnahags- og atvinnukerfi okkar íslend-; inga. | Er þá fyrst að gera sér ' grein fyrir því, hvar við er- . um stödd, hversu atvinnu- háttum okkar er komið í dag. , Vil ég nú víkja að því nokkru nánar. Atvinnuskiptingin 1940. Árið 1940 fór fram rann- sókn á því hversu margir ein staklingar lifðu á hverri at- vinnugrein fyrir sig. Leiddi sú rannsókn í Ijós samkv. skýrsl um hagstofunnar fyrir það ár, að 30,6% landsmanna lifðu af vinnu við landbúnað, 21,3% af vinnu við iðnað, 15,9% af vinnu við sjávarút veg, 8,7% af vinnu við sam- ! göngur, 7,2% af vinnu við verzlun, 5,8% af vinnu við opinbera þjónustu og 5,2%' var fólk, sem ekkevt vann en lifði af eignum sínum. M. ö. o. árið 1940 lifir 46,5% lands' manna af framleiðslu þ. e. af landbúnaði og sjávarútvegi. | Að sjálfsögðu mætti þátt- , taka í beinum framleiðslu- störfum vera meiri, og þyrfti að vera meiri. En þau ár, sem þessi eða lík atvinnuskipting I var hjá okkur, var þó ekki skuldasöfnun erlendis og ekki þurftum við þá á gjafafé að halda. Má því gera ráð fyrir, að ef þessi hlutföll hefðij haldist óbreytt væri nú gott að lifa á íslandi. | Frá því aö þessi rannsókn fór fram fyrir réttum 10 árum síðan, hafa ekki verið skráð- ar neinar tölur varðandi at- vinnuhætti, og er því eigi unnt að segja nákvæmlega, hversu þessum málum er komið nú. Hér verður þetta kaupgreiðslur hafa veriö látn ar vera í samræmi við eldri samninga meðan fyrirtækin hafa verið rekin af ríkinu. Bráðabirgða rekstur ríkisins hefur þá verið við það miðaö ur, að tími ynnist til samn- inga, án þess að atvinnutæk- in væru ónotuð, og jafnframt fengist óhlutdrægar og raun hæfar uppíýsingar um rekstr arafkomu fyrirtækjanna. Á þennan hátt var t. d. af- stýrt járnbrautarverkfalli í Bandaríkjunum á dögunum og tóku hlutaðeigandi verka- lýðssamtök því sæmilega. Sá möguleiki virðist einnig fyrir I^end í sambandi við togaradeiluna, að sjómcnn- unum sjálfum verði gefin kostur á því að reka togarana um skeið og þeir fengju þann ig úr því skorið undir eigin stjórn, hvað þeim raunveru- lega bæri. Þá fengist sá grund völlur, sem ekki væri hægt að véfengja. Það er áreiðanlega vax- andi krafa þjóðarinnar að endir verði bundinn á stöðv- un togaranna. Bezt væri, ef deiluaðilar gætu komið sér saman. Geri þeir það ekki, verðr ríksvaldið fyrr en sið- ar að skerast í leikinn. því rætt eftir þvi sem næst verður komist. Aukning iðnaðarins i landinu eru nú um 6500 fcændur, þar eru þó meðtald- ir flestir unglingar í sveit, sem cru yfir 16 ára aö aldri um 4500 manns hafa stund- að sjóinn sem aðalatvinnu- grein, það eru því aðeins um 11 þús. manna, sem hafa bein framleiðslustörf sem aðalat- vinnu. Hins vegar hefir iðn- aðarmönnum fjölgað á þessu árabili og eru þeir nú fjöl- mennasta atvinnustéttin eða um 11 þús. eða jafnmargir og bændur og sjómenn til sam- ans. Út af fyrir sig er margt gott um vöxt iðnaðarins að segja. Iðnaður er nauðsynleg og sparar gjaldeyri í stór- um stil, en þvi miður er all- mikið af ónauðsynlegum iðn aði svo sem jólatrésskrauts- og gifsmyndaframleiðslu svo eitthvað sé nefnt. Og því mið ur hafa iðnaðarvörur okkar eigi náð þvi marki að vera út flutningsvörur, þegar frá er tekinn fiskiðnaður. Getur iðnaðurinn því ekki bætt úr gjaldeyrisþörfinni, að öðru, en spara gjaldeyri mið- að við að kaupa vörurnar full unnar erlendis. En gjaldeyri til kaupa á hráefni til iðnað ar og véla til iðnaður, verður að taka af gjaldeyristekjum beinnar framleiðslu. Gjaldeyrisöflunin byggist á framleiðstlstéttunum Um þessar mundir munu vera um 141 þús. manns á landinu, þar af eru 44 þús. börn og unglingar innan 16 ára. Þeir, sem eru á starfs- aldri eru því um 97 þús. Ef við gerum ráð fyrir að helm- ingur af því séu konur, sem mun láta mjög nærri, eru á landinu um 48,500 vinnufærra karla yfir 16 ára aldur. Af þeim vinna aðeins 11 þús. við bein framleiðslustörf eða sem næst 23% auk þeirra, sem hafa slík störf til ígripa t. d. skólapiltar, sem fara á síld yfir sumartimann, og aðrir, er líkt stendur á um. Þar sem útflutningur okk- ar íslendinga er aðallega ó- unnin fiskur, hálfunnar síld arafurðir og lítilsháttar land búnaðarvörur, verða bændur og sjómenn að skapa útflutn ingsverðmæti, sem nægja til að kaupa fyrir allar kaptital vörur, vinnsluvélar og verk- færi, brennsluolíur, olíur og kol til hitunar, kornmeti, sykur, kaffi o. fl. matvörur, jafnvel kartöflur í stórum stíl og fatnaðarvörur að mestu leyti. Það er vel skiljanlegt að í lélegu árferði verði erfitt um gjaldeyri til kaupa á lífsnauð synjum, meðan stéttarskipt- ingin er svo sem ég hefi vikiö að. Það er full þörf á. að al- menningur geri sér ljóst, að þótt við höfum aukið véla- kost okkar og með því aukið afkastamöguleika, þá er það ekki einhlítt, það á ekki að þýða að við fækkum að sama skapi starfsliði við fram- leiðslu, heldur stuðla að meiri gjaldeyrisöflun, til þess að við séum betur stödd og lifum betra lífi, séum færari til að mæta óhöppum og erfiðu ár- ferði en áður. Þess verður líka aö gæta, að vélakosturinn tekur til sín mikinn gjaldeyri ekki aðeins í innkaupi, heldur einnig í viöhaldi og rekstri. Gjaldeyris þörfin eykst því við aukna vélanotkun. Sé hinsvegar skyn samlega á haldið þá eiga vél- arnar að skila því aftur og meiru til með meiri vinnuaf- köstum, það gera þær þó því aðeins, að þær hafi nóg verk efni og séu ekki látnar vera ónotaðar og jafnvel umhirðu lausar meirihluta ársins. Fólksfækkun við framleiðslustörfin Þegar þetta allt er athugað kemur í ljós að við bein fram leiðslustörf hefir starfandi höndum fækkað óhugnanlega mikið eða allt að helming frá 1940 til þessa dags, en ónauð synlegri starfsgreinar hafa tekið vinnuaflið til sin. Má þar til nefna ónauðsynlegar iðngreinar svo sem ég hefi áður vikið að, þá er og ljóst, að opinberum starfsmönnum hefir fjölgað stórkostlega og óþarflega. Verzlunarstéttin hefir einnig vaxið mikið svo sem sjá má af því, að nú í dag eru verzlanir í Reykjavík samkv. því er greinir i nýj- ustu hagtíðindum 976, en voru árið 1940 aðeins 630. Á því herrans ári 1949, sem ekki þótti merkilegt viðskiptaár, var þó hafin rekstur 40 nýrra verzlana í höfuðborg lands- ins. Þá eru nú einnig hlutfalls- lega fleira fólk en nokkru sinni fyrr, sem lifir af eigin- um sínum án þess að leggja fram arðbæra vinnu. Því mið ur er ekki hægt að nefnda ó- véfengjanlegar tölur í þessu sambandi, aðeins hægt að fullyrða að hér eru um öra, óhugnanlega öfugþróun að ræða. Fordæmi Færeyinga. Það er nokkrum vanda bundið fyrir okkur íslendinga að bera okkur saman við aðr ar þjóðir vegna smæðar okk ar, en við höfum hér á næstu grösum við okkur litla þjóð þ. e. Færeyinga, þeir eru minni en við, jafnvel á okkar mæli- kvarða eru þeir smáþjóð og við tölum oft um þá sem slíka, en ef við berum saman efnahags- og atvinnukerfi þeirra og okkar megum við bera kinnroða fyrir frammi- stöðuna. Þar er enginn vöruskortur, þar er aðeins óveruleg dýrtíð, þar er ekki atvinnuleysi, enda vinnar þar um 80% vinnu- færra manna að beinni fram leiðslu, sjávarútvegi. Gætum við ekki borið höfuð hærra, verið upplitsdjarfari, ef við gætum lýst efnahag okkar á líkan hátt og Færeyingar geta og gera? Góðærið hefir blekkt þjóðina. Ef við hefðum ekki eytt i góðærum cllum gjaldeyrissjóð um okkar og í góðærunuin ekki lokað augunum fyrir veruleikanum, eins og gert var, og reynt, einmitt þau ár in, að hafa taumhald á at- vinnuháttum okkar, þá væri hér betri afkoma og bjartara umhorfs en raun er á. Mesta hættan sækir okkur heim í mestu góðærunum. Sú hætta að við gleymum veruleikan- um, gleymum því, að til fram búðar getur ekkert þjóðfélag staðið nema því aðeins, að fullkomið jafnvægi sé í at- (Framhald á 6‘. síSu.)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.