Tíminn - 04.10.1950, Qupperneq 4

Tíminn - 04.10.1950, Qupperneq 4
4. TÍMINN, miðvikudaginn 4. október 1950. 219. blað. / síendingajpættir Dánarminning: Magnús Guðmundsson Skálateigi, Norðfirði Magnús Guðmundsson frá Skálateígi andaðist í Reykja- vík 14. maí s. 1. vor eftir stutta sjúkdómslegu. Magnús sál. var fæddur í Fannadal í Norðfjarðarhreppi hinn 18. sept 1871. Foreldrar hans voru þau hjónin Guðmundur Magnús- son og Sigurbjörg Sigfúsdótt ir, sem um alllangt skeið bjuggu í Fannadal, en sá bær er frekar úr alfaraleiið og all afskekktur. Magnús sál. var því kom- ínn af hinni svonefiýlu Fanna dalsætt, sem er all fjölmenn og niðjamörg í Norðfirði. Systkini Magnúsar heitins, sem eru á lífi I Norðfirði má nefna, Sveinn bóndi á Kirkju bóli, Þorbergur, til heimilis í Neskaupstað, og svo Ingi- björg, búsett i Reykjavik. Nokkur systkini Magnúsar sál. eru látin, og vil ég nefna Ólöfu og Elísabetu, sem báð- ar létust hér í Norðfirði, o. fl. sem hér verða ekki talin. Magnús heitinn dvaldi hjá foreldrum sinum í Fannadal, fram yfir tvítugs aldur, en þá fór hann í búnaðarskól- ann að Eiðum og stundaði þar nám í tvö ár. Búnaðar- skólinn á Eiðum var þá svo að segja nýstofnaður, og voru námsskilyrði með allt öðr- um hætti, en er kom fram yfir aldamót. Nemendurnir voru einskonar vinnumenn í skólanum störfuðu að hey- skap á sumrum og gættu gripa skólans að vetrinum. Bóklega námið var því nokk- urskonar tómstundanám, sem varð að þoka fyrir daglegum störfum. Samt þori ég aS fullyrða að nám við slík skil yrði þroskaði nemendurna og Magnús sál. mun hafa notið góðs af dvöl sinni að Eiðum, eins og margir fleiri. Að lokinni skólavist að Eið um, lagði Magnús heitinn leið sína heim á æskustöðvarnar — til Norðfjarðar — og stund aði barnakennslu um nokkur ár, að vetri til, en ýms sveita störf á sumrin. Magnús kvæntist eftirlif- andi konu sinni Guðrúnu Björgu Benjaminsdóttur hinn 25. júni 1904, og byrjuðu þau þegar búskap á nokkrum hluta af jörðinni Ormsstaðir i Norð fjarðarhrepp, og dvöldu þar i þrjú ár, en þá flutti Magn- ús sál. með konu og bú á æskustöðvarnar að Tannadal og bjó þar í önnur 3 ár eða til 1910, en þá keypti hann lítið býli í miðri Norðfjarðarsveit, sem nefnt er Fremri- Skála- teigur og þar bjuggu þau hjónin í 33 ár samfleytt. Þeim hjónunum, Magnúsi og Guðrúnu varð tveggja barna auðið, annað dó í æsku en hitt, Sigurbjörg býr nú með móður sinni að Mjölnis- holti 4 í Reykjavík. Magnús sál. var atorkusam ur og hraustur bóndi, og bætti bújörð sína svo sem orka og efni leyfðu, enda mun óhætt að fullyrða, að Skálateigur sé stórbýli þegar hann skilur þar við, samanborið við það sem jörðin var þegar hann kom þangað. Túnið stækkað og sléttað, og þar með vél- tækt, og hús góð, sérstaklega gott og vandað ibúðarhús úr steini. Magnús sál. var gáfaður og gætinn maður, sem allsstaðar vann sér traust þeirra, sem kynntust honum, enda kom það brátt í ljós, þar sem á hann hlóðust ýms trúnaðar- störf í þágu sveitarfélagsins. Hann var hreppstjóri Norð- fjarðarhrepps i 25 ár, en til þess starfa voru ekki aðrir kjörnir en þeir sem höfðu almennt traust. Sýslunefnd- armaður var hann um langt skeið og í hreppsnefnd sat hann í mörg ár. Æskulýður þeirrar sveitar hefir verið og er íélagslynd- ur, og i Norðfjarðarhrepp, hef ur um mörg ár starfað ung- mennafélag, sem stofnað var á þeim árum, sem Magnús sál. bjó í Skálateigi, og tók hann mikinn og virkan þátt, með æskufólkinu í þeirri fé- lagsstarfsemi, enda var hann aldrei glaðari og meira með af lifi og sál, en í hóp þeirra manna sem trúa og treysta á samstarf manna og félags legan þroska. Magnús var vinmargur og algengt var að leita til hans með eitt og annað, sem ná- grannar hans voru í vanda með, og heimili hans var aila tíð opið öllum gestum og gang andi, og öllum var veittur beini af hinni mestu rausn, enda var kona hans hinn mesti skcrungur, ein af þcim mörgu húsfreyjum á íslandi sem allir lofa fyrir gestrisni þeirra hjóna og á þeirra fram færi voru ætíð eitt eða fleiri vandalaus börn eða ungling- ar, sem þau hjón höfðu sem sin börn og komu til manns, og tel ég efalaust, að margt fátækt heimili í Norðfirði, hafi átt þeim mikið að þakka í þeim efnum. Magnús sál. og þau hjón, bjuggu alltaf við fremur litil eíni, en bú þeirra gaf arð sem notaður var af hyggind- um og sparsemi í hófi, þess- vegna voru þau í raun jg vcru rík. Þau voru rík af góðsemi cg vinarþeli og velvilja til samferðamanna sinna á lífs- lciðinni, og þessvegna áttu þau svo marga vini, enda kom það glöggt í ljós á sjöt- ugsafmæli Magnúsar sál. í september 1941, en þá heiðr^ uðu Norðfirðingar hann og þau hjónin bæði með lieim- soknum og gjöfum o. fl. sem tar vott um óbiandið traust og vináttu. Ég vil að endingu þessara orða, um Magnús sál. Guð- mundsson, minnast þess að ég hef fáum mcnnum kynnst Sem ég á eins hugljúfar minn ingar um, eins og hann. minn ingar sem eru vottur þess að Magnús sál. var óvenju- lega góður og sannur maður, hreinn og beinn, laus við alla yfirborðsmennsku, fals- laus og raungóður. í opinberum málum tók Magnús mikinn þátt eins og áður er sagt og fyigdi hann Framsóknarflokknum, frá því hann var stofnaður, alla Hugleiðingar um sláturhús Eftlr Bras’a Stein- grímsson Ný reglugerð og lög um kjöt mat og fleira er gengin í gildi. Þessi lög munu reynast mjög þýðingarmikil í framtíðinni, bæði í sambandi við bætta kjötmeðferð og í sambandi við aukið heilbrigðislegt ör- yggi handa þegnunum, sem lögin veita. Mestan þátt , í lagasmíði þessari hefur Sigurður Hlíð- ar yfirdýralæknir átt. Frá upphafi hefur honum verið ljós þörfin á fullkominni reglugerð er þolað gæti sam- anburð við beztu reglur ann arra menningarþjóða í þess um efnum. Fyrsta boðorðið bæði í kjöt og fiskiðnaði er þrifnaður. Ekki geta íslendingar gert sér vonir um að verða sam- keppnisfærir við aðrar þjóð- ir í matvælaframleiðslu nema með þvi að innleiða fullkom- inn nútíma þrifnað. Tækni- legar framfarir 1 sambandi við aðalatvinnuvegi vora eru því að verulegu leyti háðar ýmsum skilyrðum t. d. að í matvælaframleiðslunni ríki hirðusemi, reglusemi og þrifn aður. — í þessu ljósi verða menn að virða fyrir sér reglugerð um kjötmat og fleira og þá verður það ljóst að reglugerð in var bráðnauðsynleg og í framhaldi af henni mun von andi takast að skapa fullkom in framleiðsluskilyrði fram- tíðarinnar. Vér skulum athuga ýms at riði úr reglugerðinni í sam- bandi við sláturhús. Kemur þá í ljós að sláturhús verða að vera mjög fullkomin. Við móttökudyr sláturhúss verður að vera hreinleg og góð að- staða og þar skal vera hæfi- lega stórt yfirbyggt hús — fjárrétt — með góðri loft- ræstingu og hreinlegu gólfi. Heilnæmi og hollusta eiga að ríkja í sláturhúsi, þessvegna á þar að vera hreint, bjart og loftgott. í sláturhúsi á að vera sljett steinsteypt gólf og veggir þar eiga að vera þiljaðir með sljettu efni (eða steyptir). Veggina á að mála (Framhald á 7. síðu.) tíð að málum, enda var hon- um í blóð borin trúin á land- ið sem við byggjum, trúin á þann atvinnuveg sen: hann starfaði að allt sitt líf, cg trúin á þann félagslega þroska, sem nú er farinn að bera ávöxt víðsvegar um sveitir landsins. Magnús sál. hafði þá óbifanlegu skoðun, að islenzkur landbunaður, væri sá hornsteinn sem þessi þjóðfélagsbygging hviidi á. Hans konungshugsun var, eins og Eggerts Ólafssonar — „bóndi er bústólpi, bú er land- stólpi“. Nú er þessi vinur okkar til moldar genginn, en við sem höfum frest, minnumst hans með vinarhug, sem hins besta samferðamanns, og við minnumst hans með þakk- læti, fyrir allt hið góða sem hann hefir auðsýnt okkur, og sú minning mun ler.g'. lifa þótt maðurinn sé látmn. Guð blessi minningu háns. Neskaustáð 23. júlí 1950. Björgúlfur Gunnlaugsson. Eitt af því furðulega, sem átt hefir sér stað á okkar ágæta landi er það, þegar heill togari var seldur allslausum glæfra- [ manni, sem þrásinnis hefir orð ið uppvís að klækjum og grip- I deildum og dæmdur fyrir þá1 óknytti. Glæframaðurinn var | allt í einu að formi til orðinn togaraeigandi. Hinn þraut- reyndi og glöggskyggni útgerð- armaður og kaupsýslumaður, Gísli Jónsson, seldi honum ann 1 an togara sinn. Hinn nýi eigandi keypti ekki togarann til að gera hann út, heldur til að brenna hann. Þetta lánaðist þó ekki. Gróðabragðið mistókst, líkt og þegar óhepp- inn útgerðarmaður ætlar að svíkja úndan skatti, með því að selja sjálfum sér eigur sínar, en gáir ekki að því, að skuldin, sem myndast hjá honum við að kaupa dýrt af sjálfum sér, verður reikningslega að tekj- um jafnframt, þar sem hann selur sjálfum sér dýrt. Slíkt er vitanlega mjög fjarlægt því, að brenna eigur sínar, en það er eins og sumum eignum fylgi þau álög, að ekki sé hægt að græða á þeim, hvernig sem að er farið. En óneitanlega eru það undarlegir verzlunarhættir hjá þrautreyndum verzlunarfull- trúa ríkisins að gera allslausan glæframann að togaraeiganda. En íslenzkt viðskiptalíf ber margvíslega ávexti. Fjárskiptum er nú að verða lokið á þessu hausti. Nú eru allir fylgjandi fjárskiptum og hver um sig vill að þau gangi sem fyrst fyrir sig hjá sér. Þeir, sem hafa fengið heilbrigðan fjárstofn, eru yfirleitt mjög á- nægðir með umskiptin. Það er eins og mönnum finnist þeir hafa losnað úr álögum og nú sé aftur gaman að búa og gam- an að lifa. Eitt, sem nefna má til dæmis um þessa breytingu, er það, að á þessu ári hefir aft- ur hafizt byggð á fimm eyði- býlum í Vestur- Húnavatns- sýslu. Þær jarðir höfðu að sönnu ekki verið lengi í eyði, en allar þó eitthvert skeið. Þessi straumhvörf eru fagn- aðarefni um allar sveitir lands ins. Menn gleðjast hvarvetna yfir því, að landið sé nytjað og sú fylking þéttist, sem stendur saman um það að bæta rækt- un landsins og bera uppi menn ingu sveitanna. Það er léttara um allt menningarlif í sveitum þegar byggðin þéttist og fólki fjölgar. Og framundan eru tím ar ræktunarbúskapar þegar hver maður lifir af minna landi að flatarmáli en áður var, og lifir þó betur. En það þarf margt að gera til þess, að sveitirnar geti byggst að nýju. Það þarf að létta ó- megð af þjóðinni, kalla fleira fólk út á starfssvið atvinnuveg- anna og rétta hlut þess. Þetta verður að gerast, svo að þróun in haldi áfram, heilbrigð og farsæl. Flóttinn frá sveitunum er oft nefndur, en flóttinn frá sjónum hefir líka átt sér stað, og hann er raunar önnur hlið sama þjóðarmeins. Það er flótt inn frá framleiðslunni. Það eru vissar tilfærslur í þjóðfélaginu, sem eru nauðsynlegar. Og að- alatrðið er, að hið vinnandi fólk við framleiðslustörfin í sveit og við sjó þekki vitjunar- tíma sinn og standi fast og drengilega saman um þær leið- réttingar sem þjóðfélaginu eru lífsnauðsynlegar. Um þá þróun skulum við tala fram og aftur frá ýmsum hliðum í vetur. Starkaður gamli. Alúðarfyllstu þakkir færum við öllum vinum og vandamönnum, fjær og nær fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför sonar míns og bróður okkar ÓLAFS GUÐBJÖRNS ÓLAFSSONAR frá Lækjarholti Guðbjörg Benjamínsdóttir og systkini OSTUR er holl fæða, sem aldrei má vanta á matborðið Samband ísl. samvinnufélaga Sími 2678 Auglýsingasími Tímans 81300

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.