Tíminn - 20.10.1950, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.10.1950, Blaðsíða 7
233. blað. TÍMINN, föstudaginn 20. október 1950. 150000. Fergoson- dráttarvélin 150,000. Ferguson-dráttarvél ln, sem smíðuð hefir verið handa. Ferguson-félaginu í verksmiðjum Standard Motor félagsins í Coventry, var full- gerð í síöasta mánuði. En fyrstu sex dráttarvélarnar •/oru afhentar Ferguson-fé- iaginu í ágústmánuði 1946. Alls hafa 63,913 Ferguson- dráttarvélar verið seldar í brezka heimsveldinu, en 85, 087 annars staðar. Af Evrópu- og Afríkulöndum hafa þessi fengið mest af Ferguson- dráttarvélum: Frakkland 10,690, Danmörk 5770, Svíþjóð 5686, Nore'gur 2012, Alsír 1659, Finnland 1234, Holland 1123 og Belgía 1064. Auk þess hafa tugþús- undir af þessum dráttarvél- um verið fluttar vestur um haf. Mjög mikill hluti af öllum dráttarvélum, sem fluttar hafa verið út frá Bretlandi, eru einmitt Ferguson-vélar. Þannig hafa Argentínumenn einvcrðungu keypt á þessu ári Ferguson-vélar, írar 65%, , Austur-Afríka 72%, Pakistan Myndin er frá gúmmítrjáekrum á Malakkaskaga. Á hverjum 97%, ítalir 65%, Danir 78 degi er farið um ekrurnar og skorinn börkur af þeim trjám, %, SuSur-Afríka 56%, Frakk- sem þroskuð eru til að geía frá sér gúmmísafann. Síðan er ^J71%, Indverjar 58%, Alsír stungið í bolinn pípu og úr henni drýpur vökvinn í litlu krukkuna, sern sést neðst til hægri á myndinni 53%. | Heima fyrir hefir meira en | helmingur seldra dráttarvéla verið Ferguson-vélar. — ICvíkmyndir um hrogn- keSsaveiðar og útSlegur íslenzkar litmyntlir, er sýndar verða í Tjarnarhs© nm hcelgma Á laugardaginn verða sýnd ar í Tjarnarbíó íslenzkar kvik myndir er Ósvald Knudsen hefir tekið. Eru það tvær myndir og nefnist önnur „Tiöld í skógi," en hin „Hrogn keisaveiðar í Skerjafirði." Voru blaðamönnum sýndar þessar myndir í gær. Tjöld í skógi er byggð að nokkru leyti á sögu Aðal- steins Sigmundssonar og er hún tekin í Þrastalundi og nágrenni hans. í þessan mynd er m*rgf fauegra kafl:>, en í heild er myndin gölluð, bseSi frá tæknilegu og listrænu sjónar- : miði. Margar „senurnar" eru' allt of Jangdregnar og miklar endurtekningar & svipuðum köflum, eins og til dæmis gön^u drengja með strönd- iiini, en það atriði er alltof langdregið í myndinni og of tilbreytingarlítið. Það falle^- asta i þessari mynd, og það, sem bezt er, eru nærmyndir úr náttúrunni, af gróðri oti fuglalifi. Þetta gæti orðið góð mynd handa bórnurn, ef hún væri stytt um þriðjun^ og nokkrum nærmyndum bætt inn í hana til að auka íjlbreytn. Um hrognkelsavíiðirnar er svipað hægt að segja, nema hvað fyrri hluti hsnn- ar er talsvert verr gerður en myndin frá Soginu. Lýsingin er misjöfn og oft ekki réttar fjarlægðarstillingar á vél- inni, er orsakar óskýrleika á myndinni. Auk þess ber tals- vert á því að bessi mynd s* hreyfð, þar sem hægt er að nota þrífót undir vélina, o.j koma þannig í veg fyrir, að hreyfing handarinnar hafi á- hrif á hana, þegar myndin er tekin. Þetta á þó vitanlega ekki við um þaan þátt, er tekinn er á sjó, úr bát á hreyf ingu. — Beztur kafli þessarar mynd' ar og sá, er gefur henni gildi, j eru nærmyndirnar úr f jöru- ! borðinu og af hrognkelsunum Ufandi í sjónum. Margt af því er mjög vel gert og vand- virknislega unnið. i KLUKKUNNI SEIN KAÐ Á sunnudagsnóttina kemur verður klukkunni seinkað um eina klukkustund, eins og venja hefir verið að gera fyrstu sunnudagsnótt i vetri undanfarin ár. — öjijrgasnar- ieiðangur 'Framhalá. o/ /. siðuj lögum við erfiðar aðstæður. Þessir þrír eru með f allhlífar og tilbúnir að svífa niður á jökulinn, hvenær, sem þörf gerist. Flugtakið. Flugmaðurinn, sem á að stjóma skíðavéiinni i hinu vandasama flugtaki af jökl- inum, er J. O. Hambridge, | gamail og þaulvanur flug- | maður, sem hefir mikia æf- jingu í að fljúga skíðailugvél- j um, lenda þeim og hefja til ' flugs af snjóbreiðum. Hann i er fyrir nokkru hættur reglu- | iegri herþjónustu, en tekst nú ! þetta hlutverk á hendur. Kem \ ur hann hingað f rá herstöðv- um bandaríska hersins á Labrador. Ekki er enn ákveðið, hve- ' nær leiðangurinn leggur af stað, en það mun verða inn- ; an fárra daga. í gær var flog- ið yfir stöðvarn?.r á iöklin- j um á flugvél úr Keflavík, til að athu°:a aðstæður. „Týrólska dýrið" (Framhald af 8. síðu). með valdi og fór með hana í hellinn. Þar hlekkjaði hann hana og nauðgaði henni, en um morg- uninn myrti hann hana og fól iíkið klæðlaust í urð. Þar fannst það nokkrum dögum síðar, og þegar Zingerle frétti það, flúði hann til fjalla og hefir hafzt þar við síðan. Hann hefir nú einnig j'átað að hafa myrt tvær eða þrjár konur aðrar og framið ýms ofbeldisverk. Zingerle hefir einu sinni áður verið dæmd- ur til dauða fyrir glæpi. Gól f teppa ger ðin (Framhald af 8. síðu). iðleikum bundið að koma hugmyndinni i framkvæmd.! Til þess að línan yrði nothæf til vefnaðar í dregla, þurfti að rekja hana í fínni þræði. Vélar til þessa starfs voru ekki til hér á landi. Leitaði forstjóri fyrirtækisins, Hans Kristjánsson, því tilboða er- lendis, bæði í Englandi, Nor- egi og írlandi, en fékk alls- staðar sama svar: „Smíðum einungis vélar til þess að búa til fiskilínur, en ekki til þess að rekja i sundur." TÖldu þeir þó, að hægt væri að búa vélar þessar til, en vildu ekki taka það að sér. Vélarnar smíðaðar hér. Átti Hans Kristjánsson þá tal við kunningja sinn einn, sem á vélsmiðju, og eftir miklar bollaleggingar varð það úr, að Daniel Vestmann, Akranesi, tók að sér að smíða vél þessa í samráði við Hans Kristjánsson. Lánaðist sú til- raun framar öllum vonum, og skilaði vél þessi því, er henni var ætlað, garni til dregla- gerðar. Á Daniel Vestmann miklar þakkir skilið fyrir dugnað í þessu máli. Athyglisvert framtak. Hér er um athyglisvert framtak að ræða í íslenzkum iðnaði. Hafin framleiðsla á nytsömum hlutum úr úrgangs efnum og til þess notaðar vél ar, smiðaðar og fundnar upp hérlendis. Hans Kristjánsson er með vissum hætti braut- ryðjandi í islenzkri iðnaðar- starfsemi. Hann hóf t. d. fyrst ur manna að gera olíufatn- að hér á landi og stofnaði Sjóklæðagerð íslands. Tónlistarskólinn á ísafirði Framhald af 8. siðu. siðasta starfsári. Sjóðinn á að mynda með framlögum frá Tónlistarfélaginu, tónlistar- skólanum og öðrum stofnun- um og einstaklingum, er óska að gerast meðstofnend- ur. Fé úr sjóðnum á að verja til verðlauna við tónlistar- skólann. Á síðastliðnu ári efndi Tón- listarfélag ísafjarðar til fjög- urra hljómleika, en auk þess voru tveir hljómleikar haldn- ir á vegum þess. Stjórn félagsins skipa nú Kristján Tryggvason klæð- skerameistari formaður, Jón Jónsson frá Hvanná og Krist- ján H. Jónsson hafnsögumað ur. Framkvæmdastjóri er Páll Jónsson. . =. . Sinfóníuhljómsveitin Anglýsið í Tinianunt. TÓNLEIKAR sunnudaginn 22. október kl. 3 siðdegis i Þjóðleikhúsinu. Viðfangsefni eftir Mozart og Prekoffieff Stjórnandi dr. Urbantschitsch Þulur Lárus Pálsson. Aðgöngumiðar á 15 og 20 krónur seldir hjá Eymundsson, Lárusi Blöndal og Bókvim og ritföngum. Frá Fræðafélaginu eru nýkomin tvö rit í safninu íslenzk rit síðari alda: Spánverjavígin 1615, Sönn frásaga eftir Jón Guð- mundsson lærða og Víkingsrímur, Jónas Kristjánsson bjó til prent unar og Móðarsrímur og Móðars þáttur, Jón Helgason bjó til prentunar. Áður er komið í sama ritsafni: 1. Ármannsrímur og Ármannsþáttur, 2. Deilurit eftir Guðmund And résson. 3. Nikulás Kiím eftlr Ludvig Holberg. í undirbúningi eru m. a: Hugrás eftir séra Guðmund Einarsson, Kvæði eftir Halla Magnússon, Biblíuþýðingar Gissurar bisk ups Einarssonar. Enn fæst talsvert af eldri rit- um Fræðafélagsins, bæði Safni og Jarðabókinni, en óvarlegt er að draga lengi úr þessu að kaupa þau rit, sem yður leikur hugur á að eignast. Verðið er óbreytt — gjafverð. Af Ársritinu fást enn nokkrir árgangar. Skrifið og við sendum í póst- kröfu umbeðnar bækur. Bóka- söfn ættu að nota tækifærið og kaupa Fræðafélagsbækur, með- an enn er tækifæri. Bókaverzlun Snæbjarnar Jónssonar & Co. Auseturstræti 4, sími 1936. NÝ BÓK: Fornar smásögur úr Noregskonunga sögum Edwin Gardiner gaf út. Með formála eftir Sir William A. Craigie. Útgefandi þessarar bókar, Edwin Gardiner, er brezkur kaupsýslumaður sem numið hefur íslenzku á undanförn- um árum hjá Sir William A. | Craigie og tekið miklu ást- fóstri við islenzkar bókmenn- ir fornar og nýjar. Hann hef- 1 ur safnað sögum þeim, er hér ! birtast úr Flateyjarbók, en þar er fjöldi af smásögum, í sem greina frá atburðum og mönnum í Noregi, Svíþjóð og víðar. Tuttugu sögur af þesu tagi birtast í þesari bók og munu þær flestar almenningi I ókunnar. Allar eru sögurnar skemmtilegar og vel ritaðar, og sumar sýna þær íslenzka frásagnarlist í hámarki sínu. Allir þeir, sem fornbók- ! menntum unna, kaupa þessa bók og lesa hana sér til ó- blandinnar ánægju. Aftan við bókina eru orða skýringar á ensku. H.F. LEIFTUR Þingholtsstræti 27. Simi 7554. Vestfjarðaíerðir M.S. HUGRÚN lestar eftir næstu helgi til Patreksfjarðar, Flateyrar, Súgandafjarðar, Bolungavík- ur, ísafjarðar og Súðavíkur. — Vörumóttaka daglega hjá afgr. LAXFOSS. Ennfremur er tekið dag- lega á móti vörum til Vestmannaeyja. Auqlfyii í Tíntanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.