Tíminn - 24.10.1950, Qupperneq 8
„ERLEIVT YF1RLÍT“ t DAG
Btekur og höfundar
,4 FÖRMJM VEG1“ t DAG
Erlendir vatnafiskar
Bílaleiðangur á ieið-
inni í lllugaver
Tveir íslendingar og' fjórir ESamlaríkja-
monn munn ganga á Vatnajökul
Hjálparleiðangur, sem fyrirhujað er, að taki þátt í
hjörgun skíðaflugvélarinnar af Vatnajökli, gisti í fyrrinótt j
að Galtalæk og lagði þaðan af stað í gærmorgun áleiðis j
i Illugaver. j
Þrír íslendingar, sex Banda-
rikjamenn.
Leiðangur þessi lagði af
stað úr Reykjavík eftir há-
degið á sunnudaginn og fór
að Galtalæk. Fararstjóri hans
er Guðmundur Jónasson frá
Múla, en einnig eru með hon
um tveir íslendingar Egill
Kristbjörnsson og Guðjón
Jónsson flugmaður Fóru þeir
á þrejn bílum, einum stórum
tíu hjóla vcrubíl og tveim
minni herbílum til fólksflutn
inga, með drifi á öllum hjól-
um. Gistu þeir á Galtalæk í
fyrrinótt. í förinni eru sex
Bandaríkj amenn.
Mikiil útbúnaður.
Leiðangur þessi hefir með
sér mikinn útbúnað til að
setja upp vel búna bækistöð
í Illugaveri, en þaðan mun
hafin ganga á jökulinn. Þang
að mun helikopterflugvél
flytja menn og nauðsynleg
tæki. Mun hún m. a. flytja
þangað sleðahunda, ef heppi-
legt þykir að nota þá til jök-
ulfararinnar.
gefið til að fljúga á þær slóð
i ir, sem bilaleiðangurinn er nú
á, en það mundi verða gert
þegar er fært yrði. Ekkert
samband var haft við bíla-
leiðangurinn í gær, og er þvi
ekki v.tað, hvernig honum
gengur fcrin austur frá Galta '
læk.
Koptir.n ckominn.
i Helikopti sá, sem annast á
flutninga austur í Illugaver,
er ekki kominn t'l landsins
enn, en hans er von bráðlega.
Mun hann síðan flytja þá
Árna Stefánsson og Friðþjóf
Hraundal, sem ganga með
Bandaríkjamcnnum á jökul-
inn, austur i Illugaver og e.
t. v. einn eða tvo Bandarikja
menn, þegar er veður gefur.
Sex ganga á jökul nn.
Á jökulinn munu ganga sex
menn, þeir Árni og Friðþjóf-
ur og fjórir Bandaríkjamenn,
tveir flugmenn og tveir véla-
menn, sem einnig eru vanir
jöklafarar.
Minkur veiddur
í Mývatnssveit
Frá fréttaritara Tímans
í Mývatnssveit.
Freysteinn Jónsson bóndi
á Vagnbrekku í Mývatns-
sveit náði í fyrradag mink
lifandi við læk vestan bæj
arins er nefnist Sortulæk-
ur. Braut Freysteinn upp
fylgsni minksins í lækjar-
bakkanum, og gróf upp
grenið unz hann náði lion-
um. Reyudist þetta vera
karidýr móbrúnt að lit á
stærð við lítinn kött.
Þetta er fyrsti minkur-
inn, sem veiðist í Mývatns
sveit, en slóðir eftir mink
hafa sézt þar áður. Eitt
dýr fannst einnig dautt
við Laxá vorið 1948.
Er þar með fullvíst að
skaðsemdardýr þetta hefir
numið land í Mývatnssveit
og stendur mönnum að
sjálfsögðu stuggur af því
fyrir varplöndin og veiðina
í vatninu.
SUNDMASKÍNA
Hingað til hefir ósynt fólk
orðið að láta sér nægja að busla
við ströndina á baðstöðunum.
En nú býðst því nýtt úrræði.
Franskur bátasmiður, Georges
de Saver, hefir nefnilega fundið
upp sundmaskínu. Þetta er blikk
dúnkur, sem búinn er þriggja
hestafla vél og skrúfu, og ijpessu
verkfæri getur ósynt fólk farið
yfir fimmtán kílómetra breitt
sund á einni klukkustund.
Koma meö bílana aftur.
íslendingarnir þrir, sem
með bifreiðarnar eru, búast
við að koma aftur ofan að
Galtalæk á miðvikudag eða
fimmtudag ef ferðin upp i
Illugaver gengur vel, en ann
ars getur það dregist, ef snjór
tefur ferð á fjöllum og ár eru
bólgnar. Blaðið átti í gær tal
við Sigurjón Pálsson, bónda
á Galtalæk. Sagði hann, að
leiðangursmenn hefðu lagt
af stað kl. 7—8 í gærmorgun.
Sagði hann, að nokkur snjór
hefði verið kominn á fjall-
lendið austur undan fyrir fá-
um dögum.
Flogið er veður gefur.
Blaðið átti einnig tal við
Chalefoux, flugumferðar-
stjóra á Keflavíkurflugvelli, í
gær. Sagði hann, að ekki hefði
Fjárveitinganefnd flýg-
ur til Akureyrar
Skoðar |iar ýmsar framkvæmdlr, sjjíikra-
lius. skölaliús, hafnarmannvirkl og’ flugvöll
Fjárveitinganefnd Alþingis er á förum til Akureyfar til
! að skoða með eigin augum ýmsar framkvæmdir sem þar er
í verið að vinna á vegum hins opinbera.
Hvanneyrarskóli
fullskipaður
Bændaskóiinn á Hvanneyri
var settur fyrT um það bil
viku síðan Er skólinn full-
skipaður að þessu sinni. Marg
ir nemendanna eru óreglu-
leg r, enda fer það nú í vöxt
að piitar með gagnfræðapróf
komi þangað til náms, en þeir
fá að ljúka skólanum á ein-
um vetri. Eru því. að þessu
sinni 31 í eldri deild, þar af
16 er ljúka námi eftir einn
vetur. Þrettán nemendur eru
í yngri deild og 7 í framhalds
de ld.
Einn stúdent er í skólanum
í vetur, sem ætlar sér síðan
að halda áfram sérnámi í bú-
vísindum.
Hefir staðið til undanfarna
vetur að þessi ferð yrði farin, j
enda er nauðsynlegt að þeir (
menn er skipta niður fé hins t
•opinbera er renna á til fram
kvæmda, geti haft aðstöðu til
að kynna sér sem bezt allar
aðstæður og háttu við fram-
kvæmdirnar. Verður þessi
ferð nú farin á morgun og
flogið til Akureyrar og aftur
til baka annað kvöld, ef veð-
ur leyfir.
Það sem skoðað verður á
Akureyri er fyrst og fremst
hinar miklu framkvæmdir
sem ýmist er verið að vinna
þar að, eða stendur til að
i hefjast handa um. Eru það
heimavistarhús menntaskól-
ans, sem verið er að byggja i
áföngum og sjúkrahúsið,
fjórðungssiúkrahús fyrir
NorðlencIingafjó’'ðung, sem
komið er langt á veg. |
Auk þess verður skoðuð
hafnarmannvirki, sem verið j
er aö vinna að á Akureyri og
athugað um næstu verkefni:
í þeim málum. Os: loks síðast
en ekki sizt verður athugað
um flugvallaframkvæmdir.
Hugsanlegar endurbætur á
Melgerðismelum og bygging
hins fyrirhugaða fiugvallar á
hólmunum í Eyjafjarðará1
skammt fyrir innan Akureyri.
Á laugardaginn fór fjárveit
inganefnd austur að Markar
fljóti til að skoða þar fyrir-
hleðslur.
Ekkert upplýst um
áverka Karls Guð-
mundssonar
Ekkert hefir enn komið
fram um það, hvernig Karl
Guðmundsson myndskeri
hlaut áverka þann, sem leiddl
nann til dauða, að því er saka
dómari tjáði Tímanum í gær.
Rannsókn málsins er þó
enn haldið áfram.
Afmælishóf Skiíla
GuÖimiiid.ssoiiar
Afmælishóf Skúla Guð-
mundssonar er i kvöld í Breið
firðingabúð. Þeir sem til-
kynnt höfðu þátttöku sina en
ekki sótt aðgangskort enn eru
beðnir að gera það sem allra
tímanlegast í dag.
Álit fulltrúafundar L.Í.Ú.
Fiskverðið svo lágt að
utgerðin ber sig ekki
Um 90 lnisuiid króna tap á vortíðarliát
inoð núverandi vrrðlagi
Fulltrúafundur Landssambands ísl. útvegsmanna var hald
inn hér í Reykjavik dagana fyrir helgina og mættu á honum
um 20 atkvæðisbærir fuiltrúar úr öllum landshlutum
nema Austfjörðum. Gerðar voru þar ýmsar samþykktir um
mál er aðallega varða bátaútveginn. Taldi fundurinn að
eins og væri með núverandi verðlag á bátafiski, það er 75
aurar fyrir kílóið væri ekki starfsgrundvöllur fyrir bátana
og þyrfti verðið að vera um kr. 1,30 ef bátarnir ættu að
bera sig.
Nefndarsklpan.
Á fundinum var samþykkt
eft'rfarandi tillaga:
Fundurinn lýsir yfir því, að
með óbreyttum aðstæðum, er
ekki unnt að starfráekja vél-
bátaflotann á komandi vetrar
vertíð.
Óskar fundurinn því eftir,
að Alþingi og ríkisstjórn velji
nú þegar menn, til að starfa
að þvi, ásamt stjórn og verð-
lagsráði L. í. Ú., að finna
lausn á vandamálum vélbáta
flotans fyrir næstu vetrarver-
tið, svo hægt verði að hefja
veiðar á eðlilegum tíma.
90 þúsund króna halli á
vertíðarbát.
Tillcgunni fylgdi alllöng
greinargerð, þar sem lýst var
ástandinu í útgerðarfnálum
bátaútvegsins, og einnig
rekstraráætlun fyrir 60 lesta
bát á vetrarvertíð við Faxa-
flóa. Samkvæmt þeirri rekstr
aráætlun yrði rösklega 90
þúsund króna rekstrarhalli á
bátnum, með núverandi fisk-
verði.
Hafa margir útgerðarliðir
hækkað mikið eftir gengis-
breytinguna, en fiskverðið hef
j ir staðið í stað til bátanna.
Sú hækkun er varð við geng-
isfellinguna hefir ekki gert
meira en vega á móti verð-
uppbótunum á fiskinn, sem
hættu með gengisbreyting-
unn'.
Núverandi verð er 75 aurar
fyrir kílógramm. Telja útvegs
menn sig þurfa að fá minnst
kr. 1.30 fyrir kg. til að út-
gerðin beri sig. Þessa hækkun
telja útvegsmenn að ekki
muni vera hægt að fá nema
með sérstökum aðgerðum. Út
litið í fisksölumálunum sé
þannig nú að ekki sé ástæða
til að vona að meira fáist fyr
ir fiskinn erlendis en verið
hefir.
Mestar hækkanir hafa orðið
(Framhald á 7. síðu.)
oniiiiiMi 11111111111111111111111111111111111111111111111111111111:11
| Aðalfundur F.U.F. |
í Reykjavík |
| Aðalfundur Félags ungra |
I Framsóknarmanna í I
| Reykjavík verður í Eddu- |
i húsinu á fimmtudagskvöld |
| io kemur, og hefst kl. 8,30. |
I Á þessum fundi verða f
f kosnir fulltrúar á flokks- |
| þing Framsóknarmanna í f
I haust. |
iiiiii ■111111111111111111111111111 iiiiimiiiiiiin 11 iiiiiiiiimiiiii*
Suðurherinn aðeins 70 km.
frá landamærum Mansjúríu
j Tók 2fi liiísimd fanga s. I. sólarhring'. — \ð-
oins 00 |ins. nndir vwpmiin í norðiirliorniim
Hersveitir S. Þ. í Kóreu tóku í gær járnbrautarborgina
Huichon, sem er á miðjum skaganum um 70 km. frá landa-
mærum Mansjúríu og um 150 km. austur af Sinuiju, sem
stjórn Norður-Kóreu hefir gert að síðasta aðsetursstað sín-
um í landinu.
Aðeins 69 þús. eftir
Sóknin hefir verið mjög
hröö síðustu tvo daga og er
nú orðin svo dreifð að erfitt
er að fylgjast með henni til
fullnustu. Síðasta sólarhring
hefir suðurherinn tekið 26
þúsund fanga, og eru fang-
arnir alLs orðnir um 140 þús.
Er talið að leifar norðurhers-
ins, sem enn eru undir vopn-
um, séu ekki nema um 60
þúsund.
Taka Iluirhon.
í gær tók suðurherinn járn
brautarborgina Huichon og
brauzt yfir Chongchon-ána.
Voru þar nokkrar varnir, en
urðu þó ekki til teljandi fyrir
stöðu.
Rannsóknaruefnd
skipuð.
Herstjórn S. Þ. telur, að
Norður-Kóreumenn hafi alls
myrt um 3. bús. Suður-Kóreu
menn og 200 Bandaríkja-
menn, er þeir hafa tekið til
fanga. Mun S. Þ. skipa sér-
staka nefnd til að athuga
þessi mál og safna gögnum.