Tíminn - 28.10.1950, Síða 5
240. blað.
TÍMINN, laugardaginn 28. október 1950.
5.
Laugard. 28. oht.
Endurbætur á þing-
haldinu
Á Alþingi hefir nokkuð
verið rætt um upptöku á
ræðum þingmanna, útgáfu
þingtíðinda og fleira í því
sambandi. Tilefni þessara um
ræðna er tillaga frá þeim
Páli Zophóníassyni og Þor-
steini Þorsteinssyni þess efn
is, að umræður verði teknar
á stálþráð, en þingskriftir
lagðar niður.
í sambandi við þessar um-
ræður hefir ýmsum tillögum
öðrum verið hreyft um til-
högun þessara mála, en ekki
þykir ástæða til þess að ræða
hér nema eina þeirra, enda
fjallar hún um róttækustu
lausnina. Hún er sú, að þing-
skriftir og prentun á um-
ræðum falli alveg niður, en
þingmenn leggi hins vegar
meira kapp á að vanda frá-
gang þingskjala og láti þar
koma fram þær skoðanir sín
ar, er þeir vilja fá skjalfest-
ar vegna framtíðarinnar.
Jafnframt sé útvarp frá Al-
þingi aukið.
Það er víst, að þessi tilhög-
un væri í alla staði bezt og
ákjósanlegust bæði fyrir
þingið og þjóðina. Hún
myndi gera almenningi miklu
auðveldara að fylgjast jafn-
óðum með gangi málanna og
einnig auðvelda starf þeirra,
er síðar meir vildu afla sér
þekkingar um afstöðu þing-
manna til einstakra mála.
Hún myndi jafnframt tryggja
það, að þingmenn gætu feng
ið afstöðu sína til mála skjal
festa óbrenglaða og í því
formi, sem þeir vildu helzt
hafa hana.
Þá er það ekki lítill kostur
við þessa tilhögun, að henni
myndi fylgja verulegur sparn
aður. Allur kostnaður við
þingskriftir eða upptöku á
ræðum félli niður, og prentun
arkostnaður myndi minnka
stórlega. Mikil þörf er nú á
sparnaði hjá því opinbera og
væri vel, ef þingið gengi þar
sjálft á undan með gott for-
dæmi.
Aukið útvarp frá Alþingi
mætti hugsa sér í því formi,
að vissar umræður um meiri
háttar mál væru teknar á
stálþráð og þeim síðan útvarp
að, líkt og t. d. hefir verið
útvarpað frá fundum Stú-
dentafélagsins. Með slíku út-
varpi og bættum frágangi
þinskjala yrði þjóðinni
gert margfalt auðveldara að
fylgjast með störfum þings-
ins en nú á sér stað.
Fleira mætti nefna þessu
til stuðnings og má raunar
segja, að öll þau rök, sem
máli skipta, styðji það, að
horfið sé að þessari lausn.
Eina hindrunin, sem er í veg
inUm, er fastheldni við gaml-
an vana, þ. e. að taka upp
ræður þingmanna og prenta
þær síðan meira og minna
brenglaðar, þingmönnum
sjálfum oft og tíðum til leið-
inda og þjóðinni til einskis
gagns. Því fyrirkomulagi,
sem haft hefir verið á þess-
um málum, fylgja raunar
ekki annað en óþörf fjársóun
og ógreiði bæði við þingið og
þjóðina. Það er því vissulega
tími til kominn, að hér sé
ERLENT YFIRLIT:
Fimmtu herdeildinni mistekst
ByKiiig'artiIi’aiinin í Austurríki fór úí mzi
þiifur vegna fylgisleysis kominúnista
1 byrjun þessa mánaðar gerð-
ust atburðir í Austurríki, er
bentu til þess, að Rússar ætl-
uðu sér að nota fimmtu herdeild
sína þar til að knýja fram
byltingu eða a. m. k. á rússneska
hernámssvæðinu. Atburðir þess
ir gerðust í sambandi við verk-
föll, sem kommúnistar efndu til,
og í fyrstu virtusÞ njóta stuðn-
ings rússneska hernámsliðsins.
Bráðlega virtist þó Rússum hafa
snúizt hugur og er tvennt talið
valda þar mestu. Annað var
hinn litli stuðningur, sem kom-
múnistar hlutu hjá almenningi,
en hitt var það, að Rússar
munu hafa talið sér óheppilegt
að beita áberandi ofbeldi í Aust
urríki vegna „friðársóknar“
þeirra, sem Vishinski og Malik
eru nú látnir halda uppi á þingi
Sameinuðu þjóðanna.
í blaði norskra jafnaðar-
manna „Arbeiderbladet“ er gef
ið allgott yfirlit um þessa at-
burði í Austurríki í grein, sem
það birti 12. þ. m.. Grein sú fer
hér á eftir:
254 árangurslausir fundir.
un, svo að pæmi 10—18%. En
þegar sá samningur varð kunn-
ur og hið nýja verðlag sýndi sig
fyrir síðustu mánaðamót, varð
ærinn kurr í landinu og urðu
nokkur brögð að verkföllum í
mótmælaskyni.
Kommúnistar hugsuðu sér
gott til glóöarinnar við þessar
kringumstæður og gerðu ríkis-
stjórninni úrslitakosti. Þeir
heimtuðu stöðvun dýrtíðar og
nýjar kauphækkanir, en hótuðu
allslierjarverkfalli að öðrum
kosti. Kröfum þeirra var neit-
að, og verkfallið var ákveðið
4. október. Jafnaðarmenn hafa
mikinn meirihluta í alþýðusam-
bandi landsins, enda tók það
afstöðu á móti verkfallinu. Kom
múnistar eru ekki sterkir í
Austurríki, svo sem sjá má af
því, að þeir fengu aðeins 5%
greiddra atkvæða í síðustu þing
kosningum. Þrátt fyrir það
hófu þeir verkfallið. Víða höfðu
þeir öruggan stuðning hinna
nýju nazista, sem kalla sig „sam
band óháðra“ og eru miklir
stjórnarandstæðingar.
Leopold Figl,
forsætisráðherra Austurríkis
ar í sínar hendur og hindruðu
allt starf þeirra með fulltingi
og aðstoð rússneskra skriðdreka
og samgöngutækja. Lögregla og
hersveitir, sem ráku kommún-
ista á brott, hlutu þau fyrir-
mæli frá Rússum að hafast ekki
að. Kommúnistar byggðu götu-
vígi á höfuðstrætum Vínarborg-
ar og þar urðu blóðug átök milli
þeirra og starfsmanna spor-
vagna og járnbrauta, sem vildu
halda samgöngukerfinu gang-
andi. Einn dag mátti kalla, að
borgin væri einöngruð frá um-
hverfinu.
— Austurríki er nú í miklum
kröggum fjárhagslega. Þau vand
ræði stafa ekki sízt af því, að
Rússar hafa lagt hald á olíu-
brunna landsins og þýðingar-
mestu verksmiðjur af þeim á-
stæðum, að þetta hefðu verið
„eignir nazista“.
Það hefir verið unnið að undir
búningi friðarsamninga við Aust
urríki síðan 1947. Fulltrúar utan
ríkisráðherra sigurvegaranna
hafa átt 254 fundi um málið,
en allar tillögur hafa strandað
á mótspyrnu Rússa. Og ennþá
er landið hernámssvæði fjög-
urra framandi ríkja, Rússlands,
Bretlands, Bandaríkjanna og
Frakklands, sem hvert um sig
hefir sitt svæði til eftirlits og
umsjónar.
Hernámssvæði Rússa er allt
svæðið austan Dónár og auk
þess iðnaðarhéruðin á Dónár-
bökkum syðst í landinu.
Vínarborg er skipt á milli her
námsveldann fjögra, en annars
er hún hólmi á hernámssvæði
Rússa.
Austurríska stjórnin fer með
völd á hernámssvæðunum öllum
og hernámsríkin hafa skuld-
bundið sig til að virða löglega
stjórn ríkisins.
„Tækiiíæri" kommúnista.
Það er samsteypustjórn
kaþólskra og jafnaðarmanna,
sem situr að völdum. Minnkuð
Marshallframlög og hækkandi
verðlag á heimsmarkaði neyddu
hana til að minnka í september
innflutning þýðingarmikilla
neyzluvara, og má þar nefna
til kol, kornvörur og sykur.
Leiddi það m. a. til verðhækk-
unar á ýmsum sviðum. Með
samningum við stéttarsamtökin
var launþegum heitið kauphækk
Rússar studdu verkfallið.
Dagana síðustu áður en alls-
herjarverkfallið skyldi hefjast
var mikið um fjöldagöngur í
Vínarborg og á hernámssvæði
Rússa og stóðu kommúnistar
fyrir því. Það voru einkum vel
skipulagðir flokkar, sem voru í
þeim kröfugöngum og að veru-
legu leyti fólk frá verksmiðjum,
sem Rússar reka, USIA verksmið
unum, enda studdu Rússar verk
| fallsmenn opinberlega. Til dæm
| is var rússneskur liðsforingi
handtekinn sem höfuðsmaður í
| árás á stjórnarskrifstofu eina.
Rússneskir skriðdrekar og vöru
bílar með rússneskum hermönn
um voru með í einni kröfugöng
unni í Vín. Rússneskir hermenn
vörnuðu austurrísku lögregl-
unni inngöngu í húsakynni
kommúnistablaðsins „Volks-
stimme“, en erindi hennar var
að leggja hald á eitt eintak
^ þess. Og útvarpsstöðin á her-
1 námssvæði Rússa flutti stöðugt
j hvatningar um þátttöku í verk-
I faliinu milli frétta um vaxandi
gengi verkfallsmanna.
Byltingarbragur
á atferli kommúnista.
Verkamenn tóku í raun og
veru afstöðu á móti verkfallinu,
og veittu viðnám þegar flokkur
| kommúnista reyndi að stöðva
j vinnu í verksmiðjum á hernáms
j svæði Rússa eða trufla allt
starfslíf með því að hindra um
! ferð á samgöngumiðstöðvúm. Á
| hernámssvæði vesturveldanna
j hélt öll starfsemi áfram eins og
ekkert væri.
i í reyndinni snerist allsherj-
arverkfallið upp í kommúníska
byltingarhreyfingu á hernáms-
svæði Rússa. Flokkar kommún-
ista tóku pósthús og símstöðv-
vikiö frá formi, sem engir
kostir fylgja.
Stefnan í þessum málum
þarf að vera sú, að þingið sé
opið þjóðinni og horfið
frá óþarfa eyðslu. Nú má
segja, að þingið sé lokað fyr-
ir öllum öðrum en þeim, sem
hafa tíma til að setja á þing-
pöllunum eða að lesa Þing-
tíðindi, sem koma út eftir
dúk og disk. Blöðin hafa ekki
rúm til að segja frá þing-
fréttum, svo að verulegu
gagni sé, og takmarkað er
hægt að fylgjast með þing-
inu af þingfréttum útvarps-
ins, nema formi þingskjala
verði breytt og það endur-
bætt. Heppilegasta lausn
þessara mála virðist sú, sem
hér hefir verið bent á, þ.e. að
bæta frágang þingskjala og
útvarpa meiriháttar umræð-
um, sem fara fram á þing-
fundum. Á þennan hátt
myndi þingið komast í líf-
rænt samband við alla þá,
sem vildu fylgjast með störf-
um þess. Það myndi og áreið-
anlega auka veg þingsins, ef
þjóðin fengi að hlusta þar á
rökstuddar umræður um þýð
ingarmikil mál í stað þess,
sem nú er yfirleitt ekki út-
varpað öðru frá Alþingi en
pólitísku pexi.
Það er svo ekki lítið atriði,
eins og nú er ástatt, að þessu
myndi fylgja verulegur sparn
aður. Það myndi auka veg
Alþingis hjá almenningi, ef
það gengi sjálft á undan með
gott fordæmi í þeim efnum.
Uppgjöf kommúnista.
En að tveim dögum liðnum
var það augljóst, að kommúnist
ar voru máttlausir alls staðar,
nema þar, sem Rússar studdu
þá. Verkamennirnir ráku þá úr
járnbrautarstöðvunum. Jafnvel
í USIA verksmiðjunum var meiri
hluti verkamanna á nlóti verk-
falli. Forstjórinn, sem vitanlega
er Rússi, varð að stöðva fyrir-
tækið sjálfur, svo að vinna héldi
þar ekki áfram. Að kvöldi
fimmtudagsins 5. október var
verkfallinu aflýst. Svo var látið
heita að kommúnísk fulltrúa-
nefnd hefði samþykkt það gegn
(Framhald A 7. síðn i
Raddir nábúanna
Alþýðubl. birtir grein í gær
um hrun kommúnista í lýð-
ræðislöndunum. Það segir m.
a.:
„Stjórnmálaþróunin í Dan-
mörku eftir ófriðarlokin sýnir
mætavel, hvert verða muni
framtíðarhlutskipti kommún-
ismans í hinum frjálsu lýðræð
isríkjum, enda þótt hún hafi
ekki verið eins hröð og í sum-
um öðrum löndum. Fyrir styrj
öldina sátu þrír kommúnistar
í danska fólksþinginu. En við
kosningarnar, sem fram fóru
árið 1945, skömmu eftir ófrið-
arlokin og frelsun Danmerkur,
unnu þeir mikinn kosninga-
sigur og bættu við sig hvorki
meira né minna en fimmtán
þingsætum og fengu alls kosna
18 þingmenn. En þetta reynd-
ist skammvinnur sigur. Við
kosningarnar 1947 féll heim-
ingurinn af þingmönnum
danska kommúnistaflokksins
aðeins 9 af 18 áttu afturkvæmt
í fólksþingið. Og í haust biðu
þeir enn nýjan ósigur og eiga
nú aðeins 7 fulltrúa í danska
fólksþinginu. Árið 1945 fengu
kommúnistar 12,5% greiddra
atkvæða í Danmörku; 1947
hrapaði svo fylgi þeirra niður
í 6,8%, og nú er það aðeins
4,6%!“
í dcnsku þingkosningunum
1945 fengu kommúnistar 255
þús. atkvæði, en í kosningun-
um í haust 94 þús. atkvæði.
Svipað hefir fylgishrun kom-
múnista verið í Svíþjóð, eins
og glöggt kom fram í bæjar-
stjórnarkosningunum í haust.
Augu fleiri og fleiri manna,
sem blekktust af áróðri kom-
múnista fyrst eftir stríðslok-
in, eru alltaf að opnast fyrir
því hverjir þeir í raun og veru
eru.
Vefnaðarvaran og
heimilin
Hér í blaðinu var nýlega
sagt frá fundi vefnaðarvöru-
kaupmanna og ályktunum,
sem þar voru samþykktar.
Ein áiyktunin var á þá leið,
að yrði að draga úr vefnað-
arvöruinnflutningi vegna
gjaldeyrisskorts, skyldi fyrst
og fremst minnkaður inn-
flutningur til iðnaðarfyrir-
tækja, sem vinna fatnað úr
vefnaðarvöru-
Fljótt á litið kann ýms-
um að þykja þetta ósann-
gjörn krafa og kaupmenn
vilji hér gera hlut sinn góð-
an á kostnað iðnaðarins. Við
nánari athugun fellur þó
þessi ádeila um sjálfa sig.
Það, sem hér er um að ræða,
er það, hvort heimilin, sem
vinna sjálf úr vefnaðarvör-
um, eigi að hafa forgangs-
rétt ellegar iðnaðarfyrirtæk-
in, sem vinna úr henni til-
búinn fatnað og nota þá að-
stöðu oftlega til óeðlilegs
hagnaðar á kostnað heimil-
anna. Því er fljótsvarað, að
heimilin eiga að hafa for-
gangsréttinn.
Eins og þessum málum er
nú háttað, búa heimilin við
hinn fyllsta órétt í þessum
efnum og ber enn ekki á nein
um vilja hjá viðskiptayfir-
völdunum til að bæta úr því.
Það má heita orðið hending,
að hægt sé að fá efni í kjól,
svuntu eða sængurver, ’svo
að nokkur dæmi séu nefnd,
en hins vegar er oft hægt að
fá tilbúna kjóla eða annan
fatnað. Langhelst eru það
kaupfélö^gin, sem eru undan-
tekning í þessum efnum.
Hinar stærri heildverzlanir,
sem fást við vefnaðarvöru-
innflutning, munu . margar
hverjar vera búnar að koma
sér upp saumastofum, þar
sem unnið er úr vörunum.
Heimilin verða síðan að
kaupa tilbúinn fatnað fvrir
miklu hærra verð en þyrfti
að vera, ef þau fengju sjálf
að annast þessa vinnu.
Það er alveg víst, að það
væri hægt að létta miklum
útgjöldum af mörgum heim-
ilum og draga þannig úr dýr-
tíðinni, ef komið væri í veg
fyrir þá óþörfu milliliðastarf
semi, — og oft og tíðum ok-
urstarfsemi, — sem hér á sér
stað. En viðskiptayfirvöldin
virðast hér bersýnilega meta
meira hag milliliðanna en
heimilanna.
Úr þessu hefði verið bætt,
ef verzlunarfrumvarp Fram-
sóknarmanna hefði náð fram
að ganga. Sjálfstæðísflokk-
urinn og Alþýðuflokkurinn
hafa sameinast um að hindra
framgang þess, svo að sú leið
er lokuð að sinni. Vegna þess
má þó ekki gefast upp við
að koma fram því réttlætis-
og hagsmunamáli heimil-
anna, er hér um ræðir, held-
ur verður að halda þeirri bar
áttu áram. Það verður að
knýja viðskiptamálaráðherra
og Fjárhagsráð til þess að
taka þessi mál öflugum tök-
um og beinlínis að gera það
að skilyrði fyrir leyfisveiting
um, að vefnaðarvara, sem
ekki er veitt iðnaðarfyrir-
tækjum beint, sé seld óunn-
in. Fyrirtæki, sem brjóta
þetta, á hiklaust að svipta
leyfum. Eftirlit með þessu á
að fela verðgæzlustjóra.
Gegn slíkri skipan geta ekki
orðið aðrir en þeir, scm bein
línis vilja láta arðræna heim
ilin með óþarfri milliliða- og
okurstarfscmi. X-j-Y,