Tíminn - 28.10.1950, Side 6

Tíminn - 28.10.1950, Side 6
6. TÍMINN, Iaugardaginn 28. október 1950. 240. blatf. Strawberg Roam Skemmtileg ný amerísk cow boy-mynd í eðlilegum litum Gene Autry Glory Henry Jack Holt og hundurinn Champion. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. TRIPOLI-BÍÓ Sími 1182 INTERNGZZO Aðalhlutverk: Ingrid Bergmann Leslie Howard. Sýnd kl. 7 og 9. Tumi litll Sýnd kl. 5. NÝJA BÍÓ Þingmaður í kosningasnatti fThe Senator was Indiscreet) Bráðskemmtileg ný amerísk „brandara“ mynd. Aðalhlutverk: William Powell Ella Raines Sýnd kl. 5, 7 og 9. Hetjumyndin fræga með: Tyrone Power Sýnd kl. 3. Sala hefst kl. 11. f. h. BÆJARBÍÓ HAFNARFÍRÐI Kroppinbakur Hin arar spennandl skylm- ingarmynd eftir hinni heims frægu skáldsögu eftir Paul Féval. Danskur texti. Aðal- hlutverkið leikur franski skylmingarmeistarinn Pierre Blanchar Bönnuð innan 12 ára. . Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. ELDURINN gerir ekki boð á undan sér. Þeir, sem eru hyggnir, tryggja strax hjá Safnvinnutryggingum Nýja fasteigna- salan Hafnarstræti 19. Sími 1518 Viðtalstími kl. 10—12, 1—3 og 4—6 virka daga nema laugardaga kl. 10—12. I Fasteigna-, blf- | reilSa-, skipa- og I vorðbréfasala | Bergur Jónsson I s § \ Málaflutningsskrifstofa = I Laugaveg 65. Sími 5833. I Heima: Vitastíg 14. Köld borð og heitur matur | sendum út um allan bæ. 1 i SÍLD & FISKUR i E E Au sturbæjarbíó j Ræningjarnir Draugahiisið Mjög spennandi ný amerísk ! kúrekamynd í litum. Rod Cameron Ilona Massey Bönnuð börnum innan 14 ára Sýnd kl. 5, 7 og 9. Draugurinn í Leynidal Sýnd kl. 3. • Sala hefst kl. 11 f. h. TJARNARBÍÓ IJngur á nýjan leik (Alters herzverd widerjung) Bráðskemmtileg þýzk gaman mynd. Aðalhlutverk: Emil Janning Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11. f. h. GAMLA BÍÓ Dansmeyjar í Hollywood Amerísk söngva- og dans- mynd, kvikmynduð á leik- sviði frægasta „Burlesque" leikhúsi Ameríku: „Follies of Los Angeles". 1 aðalhlutverkinu: Aleene Dupree (frá „Follies Bergere“, Paris) Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Bönnuð innan 16 ára. MaMHIIIIIMIItlllllllHIUIIIIIIIIIllllimillUMllllllllMB HAFNARBÍÓ SINSOALIA Ný sænsk- frönsk stórmynd, gerð eftir skáldsögu Viktor Rydebergs. Sýnd kl. 9. HeiguIIinn (Branded a coward) Spennandi og fjörug amer ísk kúrekamynd. Aðalhlutverk: Johnny Mac Brown Aukamynd: Chaplin sem veggfóðrari. Sýnd kl. 3, 5 og 7. Sala hefst kl. 11 f. h. Kristileg vísindastarfsemi (Framhald af 3. síOu.J til úrlausnar nútíðar vanda- málunum. Walter S. Ross frá Fitcburg, Mass., sem er viðurkenndur Christian Sci- ence læknir og tilvonandi forseti móður-kirkjunnar, sagði meðal annars í setn- ingarræðu sinni: „Mönnum er þörf á dýpri skilningi á guði og lögmál- um hans til þess að geta tek- ið lífið réttum tökum í ó- skapnaði og öngþveiti nú- tíma ástandsins .... Til er svar við hinum dáleiðandi kennisetningum einræðis- harðstjórnar og skoðanakúg- unar, sem nú leitast við að breiða ógnaröld út yfir-stór svæði hnattarins. Svarið er að finna á hinu andlega sviði, og það er þegar tilbúið og á reiðum höndum.“ Skýrslan bar með sér stöð- ugan vöxt og viðgang hinnar miklu starfsemi Christian Science. George Channing j forstjóri útgáfustarfseminn-1 ar, skýrði frá því, að sérfræð > I JOHN KNITTEL: FRUIN A GAMMSSTÖÐUM 14D. DAGUR Raflagnir — Viðgerðir Raftækjaverzlunln LJÓS & HITI h. f. Laugaveg 79. — Sími 5184 Fasteignasölu miöstöðin I Lækjarg. 10B. Sími 6530 | | Annast sölu fasteigna, | I skipa, bifreiða o. íl. Enn- | | fremur alls konar trygging 1 f ar, svo sem brunatrygging I I ar, innbús-, líftryggingar i 1 o. fl. í umboði Jóns Finn- } í bogasonar hjá Sjóvátrygg- \ | ingarfélagi íslands h. f. | [ Viðtalstími alla virka daga I 1 kl. 10—5, aðra tlma eftir i I samkomulagi. ingar um málefni líftrygg- inga og löggæzlu viðurkenndu . nú æ fleiri og fleiri hið mikla j gildi Christian Science-lækn inganna, og réttindi Christí- an Scientista til að starf- rækja trú sína, að treysta eingöngu á mátt bænarinnar til lækninga. Viðvíkjandi líkamsstarf- semi kirkjunnar, sagði Gor- don U. Comer, ritari móður- kirkjunnar, frá uppgjafaher- manni, sem hafði þjáðst af lömunarveiki, mállaus í 20 ár og ekki fær um að stíga í fætur í 8 ár. Þessi sjúkling- ur læknaðist á einni viku. John H. Hoagland, fram- kvæmdastjóri útgáfustarfs- ins, skýrði frá því, að vegur útgáfufyrirtækjanna hefði aldrei frá upphafi verið með slíkum blóma og nú á þessu ári, bæði hvað snertir hið mikla blað, „Christian Sci- ence Monitor og öll trúfræði- tímaritin hin árlegu, mán- aðarlegu og vikulegu. Skýrsl- ur um lækningar höfðu far- ið vaxandi frá fólki, sem hafði fengið fulla heilsubót með hjálp kristilegra vísinda. Kirkjan auglýsir ekki með- limafjölda sinn. En forset- inn sagði, að á hverju ári, síðan 1902, hefði árleg fjölgun farið fram úr 2784. en sú var fjölgunin á því ári samkv. skýrslu frú Mary Baker Eddy, sem var höfundur og stofn- andi Christian Science. Hvert hinna s. 1. 40 ára, hef- ir fjölgunin verið mörgum sinnum meiri. S. 1. ár bættust við 38 kirkjur, svo að nú eru þær orðnar á fjórða þúsund. Askriftarsírai: 2323 T I 911IV IV iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Anglýsin{fasimi Tímans ©r 81300 * «{■ * ÞJÓDLEIKHÚSID Laugard kl. 20 PABBI Uppselt ★ ÍSLANDSKLUKKAN Sunnud. kl. 20.00 Aðgöngumiðar seldir frá kl. 13,15 til 20.00. Daginn fyr ir sýningardag og sýningar- dag. — Tekið á móti pönt- unum. — Sími 80 000. — Já. Ég get sannað hvaða aula sem er, að ég myrti föður minn. Teresa hrökk við. Hún varð að fá hann til þess að hugsa um eitthvað annað. — Bíddu þar til barnið er fætt, sagði hún. Það gerbreytir öllu, og þá færðu annað að hugsa um. Hvað hefir þér dottið í hug að við ættum að gera, þegar ég er komin á fætur? Hann hristi höfuðið. — Ég skal segja þér það. Ég fer héðan eins fljótt og ég get. Þessir svörtu, gnæfandi klettar hér í Arnardalnum eru orðnir mér raun. Ég hefi ekki þrek til þess að berjast lengur við ógnir þessara svörtu hamra. Gottfreð ætlaði að segja eitthvað meira. En hún varð fljót- ari tU. — Ég veit, hvað þú ætlar að segja. Vertu óhræddur. Eng- inn mun lá ungri og ríkri ekkju, þótt hún fari héðan með barn sitt. Hún spennti greipar fyrir aftan hnakkann og hækkaði róminn. — Ég þrái sólskin. Sólskin og yl. Sólin er svo máttug, að hún getur afmáð allt, sem blettar fegurðina í ríki náttúr- unnar. Og þú verður að koma með mér, Gottfreð, til fegurri og sólríkari landa. Þú verður að koma með mér. Við förum með allar bækurnar okkar og byrjum nýtt líf.... — Og endurminningar okkar? — Við förum með allt, sem okkur má að haldi verða og getur veitt okkur hamingju. Við öðlumst lækningu eftir martröð þessa hræðilega vetrar. Hvað heldurðu, að faðir þinn segði um okkur, ef hann gæti litið til okkar? Hann myndi segja, að við værum eins og heimskir krakkar. Mér dettur ekki í hug, að hann myndi bregða sér í draugslíki til þess að hræða okkur og hefna sín á okkur. Hann var íhug- ull maður og ekki uppnæmur að jafnaði, og ég get ekki í- myndað mér, að hann hafi breytzt í hefnigjarna ófreskju í kistunni. Ég stóð við líkbörur hans, og mig tók sárt örlög hans. Og ég bað hann fyrirgefningar á því, sem ég hafði gert, og ég öðlaðist þá sannfæringu, að hann hefði fyrirgefið mér. Ég hugsa þeim mun vingjarnlegar um hann sem ég hugsa oftar um hann. Ég varð honum þung í skauti, en þó hefir aldrei hvarflað að mér það hugboð, að hann sæti um mig eða vildi koma fram hefndum á mér. Ég er viss um, að hann hefir fyrirgefið mér. — En heldurðu, að ég sé hræddur við það, að pabbi gangi aftur? spurði hann. — Nei, svo barnalegur ertu ekki. En þú ert hræddur við fólk. Það eru lög mannanna að heimta líf fyrir líf. Þú ert hræddur við lögregluna, og' þú ert hræddur við það, að hún muni heimta lífið í brjósti þér til endurgjalds fyrir líf föð- ur þins. Hann langaði til þess að grípa fyrir kverkar henni. — Hvað er að þér? spurði hún skelkuð. — Ekkert, svaraði hann og byrgði andlitið. — Svefn! Svefn! Ég þrái svéfn og frið, stundi hann. En svo rak hann upp hlátur. — Þú ert þó ekki að missa vitið? sagði hún. — Missa vitið?- Síður en svo. Ég var bara að renna niður tilhugsuninni uuí allt sólskinið, sem þú lofaðir mér. Hann hló lágt. Og Teresa sá í einni svipan, að milli þeirra Gottfreðs hafði myndazt sú gjá, sem ekki varð brúuð. Henni fannst sem jörðin hefði opnazt fyrir fótum henni. < LI. Hlákan kom í marzmánuði. Nú var náttúrunni alvara. Sólin hækkaði sinn gang dag frá degi, og hlýir, suðrænir vindar blésu í gegnum fjallaskörðin. Snjórinn slaknaði og varð að krapi, og krapið varð að vatni, sem flóði yfir engin á bökkum ánna.,Sums staðar brustu fram hengjur, þegar snjórinn seig saman og vatnið þyngdi hann. Ein slík snjó- skriða féll ekki langt frá Gammsþorpinu. Niður úr þessum sama skorningi hafði snjóskriða fallið svo að segja á hverju ári, og í þetta skipti kom hún skömmu fyrir hádegi, einn af fyrstu hlákudögunum. Fyrst heyrðust þungir dýnkir frá fjall- inu, og fólkið leit óttaslegið upp. Svo heyrðust skruðningar, og nú gat að líta breiða tungu af snjó byltast niður hlíðina og ryðja með séf grjóti, trjám og frosnum moldarbörðum. Snjóskriðan fór«kki ýkjahratt yfir í fyrstu, en hraðinn jókst og tungan hófst æ hærra og breikkaði að sama skapi. Og nú dundi hún Hleð dómadagshávaða niður fjallið, og nam

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.