Tíminn - 29.10.1950, Síða 4
4.
TÍMINN, suimudaginn 29. október 1950.
241. blaff.
Nafnlausi Heimdallardrengurinn
Heimdallardrengurinn
nafnlausi, sendir mér nokkr-
ar línur í Morgunbl. 20. okt.
Enda þótt sá maSur, er ekki
þorir að bera ábyrgð orða
sinna, heldur skríður á bak
við félagsheild, sé ekki svara
verður, þá eru málavei'jtir
og málfærsla þannig, að rétt
virðist að gegnlýsa þann
nafnlausa nokkru betur, en
þegar hefir verið gert.
Þessi nafnlausi Heimdallar
drengur hefir sjáanlega til-
einkað sér bardagaaðferð
áróðursmanna Sjálfstæðis-
flokksins í öllum meginat-
riðum, að hlaupa frá öllum
rökum, hirða ekkert um sann
leikann og endurtaka sífellt
sömu ósannindin grein eftir
grein. Sjálfstæðisflokkurinn
lifir á því, að rugla dóm-
greind manna, og brengla
alla rökrétta hugsun.
Bréf Heimdellings er ágætt
'sýnishorn þessarar málfærslu
Rökfærslan.
Heimdellingur krafðist
þess, að ég sannaði, að Sjálf-
stæðisflokkurinn vildi lög-
bjóða kaupmannaverzlun.
Ég sannaði að Sjálfstæð-
isflokkurinn hindraði með
valdboði, að neytendur fengju
að verzla þar sem þeir kysu
helzt.
Ég sannaði, að 20—40% af
öllum neytendum væru þving
aðir gegn vilja sinum til þess
að verzla við kaupmenn, með
alla þá vöru, er mestan arð
refur, að verzla með. Heim-
dallardrengurinn nafnlausi,
sem mun vera sonur eins af
stærri heildsölum Reykjavík-
ur, reynir ekki að færa nein
rök gegn þessu. Hann segir
orörétt um þessi mál: „Um
hvað eruð þér eiginlega að tala
Ég man ekki til, að hafa beð-
ið yður um neina sönnun.“
Er hægt að hugsa sér meiri
uppgjöf í nokkru máli.
Drengauminginn virðist
ekkert skilja, og ekkert vita.
í einfeldni sinni hefir hann
verið svo óheppinn að hefja
ritdeilur, sem hljóta að leiða
í ljós staðreynd, sem hann
kýs að dylja. í fátinu, sem
á hann kemur yfir því, að
hafa verið svo seinheppinn i
málflutningi fyrir Hörmang-
ara tuttugustu aldarinnar,
lýsir hann því hátíðlega yf-
ir, að hann hafi aldrei beðið
um neina sönnun fyrir því, að
kaupmenn rækju einokunar-
verzlun á landi voru.
Eigi mun ég hrærast til
meðaumkunar með Heim-
delling þessum, þótt hann
hafi í föðurhúsum fengið
bágt fyrir bjánaskapinn.
Þeir, sem Heimdellingur
þjónar, munu bráðlega fyrir-
gefa honum flónsku hans.
Þó mun hyggilegra fyrir hann
að leggja ekki í bráð út á þær
brautir, sem hann hætti sér,
er hann vildi sanna eínokun-
arstarfsemi á samvinnufélög
in. —
Ríkið, það er ég.
Hinn siðspillti konungur
Frakklands, sagði fyrr á öld-
um: „Ríkið, það er ég.“ Sami
hugsunarháttur ríkir hjá yf-
irráðaklíku Sjálfstæðisflokks
ins. Þegar hinn miður rök-
fimi Heimdellingur sér, að
vegna kjósendafylgis Sjálf-
stæðisflokksins hefir hann
vegið að heldur mörgum,
með því að segja, að allir þeir,
sem til Reykjavíkur hafa
flutzt á síðari árum, hafi flú-
ið, og skilið eftir eyðibýli. Þá
Eftir Hanncs Páh
reynir hann að klóra yfir
frumhlaup sitt og segja, að
þetta eigi aðeins við menn
eins og Hannes Pálsson, og
aðra þá, er ekki gerast auð-
sveipir þjónar reykvíska
auðvaldsins.
Þeir, sem eru kjósendur
Sjálfstæðisflokksins hafa, að
dómi Heimdellings flutzt til
Reykjavíkur „í von um líf-
vænlegri atvinnu og betri
menntunarskilyrði." Það eru
hinir réttu menn. Framsókn-
arhyskið hefir ekkert að gera
með lífvænlegri atvinnu og
betri menntunarskilyrði.
Framsóknarmenn eiga bara
að framleiða mjólk, kjöt og
garðávexti fyrir ihaldið. Þeir
mega ekki afla sér aukinnar
menntunar, allra sízt mega
þeir draga úr verzlunargróða
heildsalanna, með því að
taka verzlunina í sinar hend
ur. —
Kaupmennirnir eiga óá-
reittir að taka toll af öllu þvi,
sem neytendurnir þurfa að
kaupa. Framsóknarmennirn-
ir eru samkvæmt dómi Heim
dellings, aðeins latir, öfund-
sjúkir og illgjarnir.
Sönnunin fyrir þvi, að þeir
séu latir, öfundsjúkir og ill-
gjarnir er sú, að þeir gera
sig ekki ánægða með það, að
vera þrælkaðir af kaupmöng
urum og fjárplógsmönnum.
Heimdellingurinn, sem i fá-
fræði sinni heldur að skrif
sín séu rök, er bara svo
heimskur að opinbera sinn
innri mann með vaðli sínum.
Þessi drengur hefir aldrei
unnið ærlegt handtak, og .veit
ekkert hvað það er, að vinna
fyrir brauði sínu.
Hann hefir æft sig í þv
einu, að halda ræður á Heim
dallarfundum, og eyða því fé,
sem faðir hans hefir skaffað
honum. Honum finnst í
hroka sínum og einfeldni:
„Ríkið, það er ég.“
Aff forffast sannleikann.
Svo virðist; sem mörgum
þeim, er rita í Mbl., sé það
áskapað að segja aldrei satt.
Heimdellingur virðist hafa
tileinkað sér þá aðferð. Eitt
af því, sem Heimdellingi virð-
ist hvað þýðingarmest í þjóð-
lífi íslendinga, er hvaða störf
Hannes Pálsson hafi með
höndum. Mér virðist slíkt
Erlcnt yfirlit
(Framhald, at 5. slBu.)
að gera nokkuð, sem þeim er
á móti skapi. Einkum ber hann
mikla virðingu fyrir Ashraf, sem
ekki er óeðlilegt, því að hún er
tvíburinn frá honum.
Það var Cham konungssystir,
sem brá sér til Parísar, til að
skoða Saroyu, og athuga hvort
vert væri að lyfta henni á drottn
ingarstól.
Saroya hlýtur að hafa unnið
hjarta mágkonu sinnar tilvon-
andi, því að nýlega fór hún frá
París í flugvél, sem líka flutti
brúðarskart drottningarefnis, en
það var keypt í tízkuhúsunum
miklu í París. Og Ashraf tvíbura
systir virðist líka vera yfirunn-
in. Og nú er gleðistundin fram-
undan.
Fjölgað á norskiim
ski|iuni
Með tilliti til styttri vinnu-
tíma og meira öryggis en áður
hefir verið fjölgað í skipshöfn-
um á norska verxlunarflotanum
nú í haust.
sou frá ITndirfelli
engu máli skipta í rökræðum
um verzlunarmál. Það eitt
ætti að nægja, að þjóðin
vissi, að Hannes er hvorki
kaupmaður né kaupfélags-
stjóri, heldur aðeins einn af
mörgum neytendum þjóðfé-
lagsins, sem vill fá að verzla
við þá verzlun, sem býður
bezt kjör, og hefir heilbrigð-
astan starfsgrundvöll.
Heimdellingur sagði í næst
síðasta bréfi sínu, að ég væri
blaðamaður, nú segir hann,
að ég hafi „ekki einn ærleg-
an starfa á hendi“ heldur
lifi á nefndarstörfum og bitl-
ingum.
Engan ósóma teldi ég það,
þó ég lifði á nefndarstörfum,
því til slíks eru að jafnaði
valdið glöggskyggnir menn.
Bitlingastarf er lítt skil-
greint, en er mjög þekkt starf
hjá ýmsum gæðingum Sjálf-
stæðisflokksins. Gallinn er
bara sá, að mér er ekki kunn
ugt um að ég starfi nú í nokk
urri launaðri nefnd eða hafi
nokkurn bitling.
Starf mitt hin síðari ár er
venjulegt skrifstofumanns-
starf. Það eru margir íbúar
Reykjavíkur, sem lifa á slík-
um störfum. Ég get engan
veginn verið sammála hin-
um hrokafulla Heimdelling,
sem ekki telur slík störf ær-
lega vinnu. Öll sú vinna, sem
þjóðfélagið þarfnast, er ær-
leg vinna, þó störfin geti ver
ið mismunandi þýðingarmik-
il fyrir þjóðfélagið.
Heimdellingur hefir ein-
hversstaðar heyrt, að til að
skrifa góða grein þurfi að
fylgja þremur reglum. „Hugsa
skýrt, forðast endurtekningar
og reyna að þræða brautir
sannleikans." Það mun ekki
i bráð verða hægt fyrir þann
nafnlausa, að fylgja þessum
boðorðum, og má það teljast
glettni örlaganna, að þessi
málsvari Heimdallaræskunn-
ar skuli vera að flagga með
slíkum boðoröum, í smágrein,
þar sem hann verður ber að
því að þverbrjóta þau öll.
Flestir dómbærir menn, er
nenna að lesa bréf hans,
munu sjá, að hugsun hans er
þokukennd, sannleiksvið-
leitnin engin, en þrástagast
á marghröktum fullyrðing-
um.
Enn nin Stcfán . ..
(Framhald af 5. siOu.)
Enn á ný skal þaff sagt, að
sá, sem þetta ritar, óskar
ekki eftir slíkum mannaskipt
um og hann telur þaff jafn
vítavert, hvort heldur sem
það eru kommúnistar eða
andstæffingar þeirra, sem
þess óska, að fréttir séu um-
skrifaffar, ekki til aff verffa
sannar og réttar, heldur til
þess að hafa áróðursgildi fyr
ir ákveðnar stefnur og skoð-
anir. X+Y.
Dnfiir í lier|ij«nn.«itu
Bandaríkjaher hefir 1300 bréf
dúfur í sinni þjónustu og er ætl
unin að grípa til þeirra ef á
liggur og tæknin bregzt. 800 af
dúfunum eru fullnuma en 500
eru enn að stunda skólanám, en
engin dúfa hefir lokið námi fyrr
en hún hefir farið mjög langa
sendiferð, — allt að þúsund km.
Nokkrar dúfur, sem voru í
fyrri heimstyrjöldinni, njóta nú
eftirlauna sinna í sérstökum
dúfnagarði.
Nokkurt umtal hefir verið í
blöðum og manna á milli um
flutning erlendra frétta í út-
varpinu, eins og lesendur Tím-
ans hafa orðið varir við. Vísir
hefir þar haft forgöngu, en
Alþ.bl. stutt hann fast og Mbl.
líka. Vísir er almennt talinn
blað menntamálaráðherrans.
Til dæmis um hörkuna í þessari
sókn Vísis er það, að blaðið hefir
látið sér sæma að segja, að
flestir starfsmenn fréttastofu
útvarpsins hafi skrifað undir
Stokkhólmsávarpið. Hitt mun
þó sannast, að einungis einn af
starfsmönnum hennar hefir lát
ið nafn sitt þar undir, hversu
mikið sem það kemur nú frétta
flutningi við.
Alþbl. segir í gær, að það þurfi
að skipta um menn í fréttastofu
útvarpsins. Það hefir líka geng-
ið sá orðrómur í Reykjavík und
anfarna daga, að Jóhann Haf-
stein ætli að verða útvarpsstjóri
en Ivar Guðmundsson frétta-
stjóri útvarpsins. Ég segi frá
þessu, svona sem hverri annarri
skrítlu, en ekki af því, að ég
haldi að þetta sé réttara en
hvert annað slúður, sem stund-
um læðist manna á milli. En
svo vildi ég minnast á hina al-
varlegri hlið þessa fréttamáls.
Það er alvarlegur hlutur hvern
ig fréttir eru fluttar. Það hefir
verið svo síðustu árin, að Mbl.
Þjóðv., Alþbl. og Vísir hafa mið-
að flutning útlendra frétta við
áróður en ekki fræðslu. Þessi
blöð segja yfirleitt ekki fréttir
frá útlöndum til þess, að láta
lesendur sína vita hvað er að
gerast í heiminum, heldur til
þess að hafa áhrif á afstöðu
þeirra með eða móti Rússum.
Fréttastarfið svokallaða er æs-
ingastarf en ekki upplýsingar.
Það er þáttur í hinni pólitísku
baráttu. Og þeir, sem hafa brjál
ast af þessum áróðri, segja stund
um, að Tíminn sé ónýtur póli-
tískt í fréttastarfi.
Hvað hafið þið lesið í öðrum
íslenzkum blöðum en Tímanum
um það, að Truman forseti sé
' á móti kommúnistalögum Banda
ríkjaþings og telji þau hættu-
leg eða um gagnrýni og ádeilur
þær, sem Kardelj utanríkisráð-
herra Júgóslavíu flutti á Rússa
á þingi Sameinuðu þjóðanna?
Það eru til einstakir merkisvið-
burðir, sem á hvorugan veg falla
inn í trylltan áróður um Rúss-
land og komast því hvergi að
hjá íslenzkum dagblöðum nema
Tímanum. Og þó er hitt miklu
meira vert, að öllum heimsfrétt-
um er þannig hagað í meðferð
þessara málgagna, að úr því
verði áróður.
Það væri sannarlega ekki gott,
ef einhver af þessum blöðum
væru fyllilega ánægð með frétta
þjónustu ríkisútvarpsins. Það
vona ég, að komi aldrei fyrir.
Ef það yrði, væri fréttastofan
farin að miða störf sín við það
sama og þau. Þá væri hún orðin
áróðursstofnun eins og frétta-
stofur einræðisríkjanna.
Þess er ekki langt að minnast
að kommúnistar fluttu harðar
ádeilur á fréttastofu útvarps-
ins enda er meginhlutinn af er-
lendum i fréttumÞjóðviljans,
Banaríkjarógur, sem ekki kem-
ur í útvarpið. En þjóðin mun
óska þess, að fréttastofan verði
fræðslustofnun en ekki áróðurs
tæki ríkisstjórnar á hverjum
tíma. Alþbl., Mbl. og Vísir skyldu
minnast þess, að þau og þeirra
flokkar studdu einu sinni Brynj-
ólf Bjarnason í menntamálaráð-
herrastól. Það er staðreynd,
hvort sem heppilegt þykir eða
ekki að segja þær fréttir nú.
Það sé fjarri mér að halda
því fram, að fréttaþjónusta út-
varpsins sé alfullkomin og ekk-
ert megi að henni finna, enda
mun seint verða þannig að
henni unnið, að ekkert mætti
betur fara. Hitt er mest um vert,
að í meginatriðum virðist hún
vera á réttri leið og miða starf
sitt við frjálsan fréttaflutning,
einns og verður að vera, ef þjóð
in vill ekki láta draga belg of-
stækis og einræðis á höfuð sér.
Starkaður gamli.
ÞAD BEZTA
í sinni röð er spaðkjöt frá okkur. Höfum fyrirliggj-
andi í heilum, hálfum og kvarttunum úrvals dilkakjöt
frá Barðaströnd og Breiðafjarðardölum.
Samband ísl. samvinnufélaga
Sími 2678
::::::::::::::::::::::::::::::::::
::::::::::::::
Dugleg stúlka
óskast strax. Góð laun. Nýtt hús, rafmagnsþægindi.
í Reykjavík upplýsingar í síma 81029.
Tilraunastööin Reykhólum
A.-Barðarstrandars.
Sími Króksfjaröarnes