Tíminn - 02.11.1950, Page 4
4.
TÍMINN, fimmtudaginn 2. nóvember 1950.
244. bla*
Friðun rjúpunnar
Eftir Thoódór Gnninlangssoii, Bjarmalamli
Þessi grein er skrifuð í
samræmi við afgreiðslu
síðasta Albingis á tillögu um
alfriðun rjúpu um 5 ára
skeið. Alþing-i hefur nú end-
urskoðað afstöðu sína, svo að
sú friðun er ekki kominn til
framkvæmda, en sú með-
ferð málsins var ekki hafin
er greinin var skrifuð.
Á síðastliðnum vetri, þegar
útvarpið flutti þá fregn frá
alþingi, að búið væri að al-
friða rjúpuna og það í fimm
ár þótti mörgum hér að
skjótt hefði skipst veður í
iofti og það til mikilla bóta.
Ég vil hér með þakka hátt
virtum þingmönnum fyrir
þessa lausn á málinu og þá
fyrst og fremst þeim Bjarna
Ásgeirssyni og Jóni Pálma-
syni er fluttu tillöguna um að
alfriða hana. („Þess skal get-
ið, sem gert er“ sagði Grett-
ir). — Ég efast ekki um að
oft verður vitnað til þessara
staðreynda síðar, þegar rjúp
an okkar berst 1 bökkum,
eins og á árunum 1947 og
1948.. Þó vildi ég mega
treysta því að skjótar yrði
þá við brugðið.
í þeim deilum, sem staðið
hafa um rjúpuna síðustu ár
hefir margt torskilið og bros-
iegt skotið upp kollinum,
enda oft skammt öfganna á
milli þegar mál eru meira
sótt og varin af kappi en for
sjá.
Til gamans ætla ég hér að
rifja upp örfáar að þeim
skoðunum, er fram hafa kom
ið i sambandi við fækkun og
fjölgun rjúpunnar. Mætti
eins kalla það mjaðma-
hnykki eða hælkróka, sem
notaðir voru af báðum aðil-
um í þeirri kappglímu. Er þá
fyrst að geta um meðferð
þessa máls á alþnigi.
Árin 1947 og 1948 voru víða
uppi sterkar raddir um það
að friða bæri rjúpuna alveg,
þar sem hún var þá orðin al
varlega fáliðuð. í þeim hópi
var þá okkar ágæti fuglafræð
ingur dr. Finnur Guðmunds
son. En okkar háttvirtu þing
menn virtust þá á annari
skoðun. Ári síðar 1949 varð
óvænt og torskilin breyting á
bændaglímunni. Þá var dr.
Finnur Guðmundsson geng-
inn í þann flokk, sem vildi
að rjúpan yrði áfram ófriðuð,
á sama tíma og áður, og fór
hann með sigur af hólmi.
Þess skal getið, að þá voru
sýnileg merki þess að rjúp-
unni væri aftur að fjölga.
Nokkru síðar — eða snemma
á þessu ári var enn safnað
liði um að alfriða hana, eins
og áður er sagt. Varð þá dr.
Finnur ofurliði borinn enda
sumir þingmenn í andstöðu
flokknum orðlagðir glímu-
menn, en sú íþrótt fyrnist
seint.
Það er ekki ætlun mín hér
að leiða getur að því hvað
valdið hafi þessum skjótu
breytingum á báðar hliðar.
Hitt er víst að þeir sem bezt
hafa fylgst með hátterni
rjúpunnar allt árið t. d. hér
í Þingeyjarsýslum og einnig
hve miskunnarlaust hún hef
ir oft verið skotin, undrast
stórlega þá skoðun fuglafræð
inga, sem álíta að „almenn
skoðun“ sé sú, að einmtt þar
S£ að finna aðalástæðuna fyr
ir hinum umdeildu rjúpna-
leysistímabilum. Það er auð-
velt að sanna að suma þá
vetur, sem rjúpan hefir horf
ið hefir hún sést hundruðum
og þúsundum saman á viss-
um stöðum um og eftir þann
tíma, sem hún var ófriðuð,
en næsta vor og sumar kom
hún ekki fram, þ. e. a. s.
það mátti oft telja þær á
fingrum sínum í þeim sveit-
um, þar sem uppeldisstöðvar
hennar eru beztar. Þegar
þannig er ástatt fyrir henni
er réttmætt og skylt að krefj
ast þess að hún fái að hafa
frið fyrir skotum, þar sem
telja má að verið sé að greiða
þeim rjúpnastofni vísvitandi
rothögg. Á hina hliðina erum
við sammála um, að það er
ekki það sama að rota og
dauðrota. Alger eyðing rjúp-
unnar af völdum ofveiði eru
því öfgar. Þeirri skoðun brá
þó fyrir í einni glímunni, og
það, sem meira var, þá var
sjálfur fuglafræðingurinn
Finnur Guðmundsson grun-
aður þar um græzku. Slíkir
mótleikir eru nú daglegt
brauð í okkar viðskiptum.
Það er eðlilegt að leikmenn
eigi erfitt með að verjast
glímuskjálftanum þegar þeim
er sagt að rjúpan stráfalli
rétt ^ijð nefið á þeim úr
forsóttum og það án þess
þeir taki eftir. Slík fyrir-
brygði fá þeir seint skilið,
enda óþekkt um aðra fugia.
Þeir liggja nefnílega allir á
þeim stað, er þeir deyja
drottni sínum þegar fast land
er undir fótum og það gerir
rjúpan auðvitað líka.
Enn sem komið ver verður
tæplega ætiast til annars en
að hver trúi bezt sínum eigln
augum og þvi kemur það einn
ig illa við þá, sem rjúpuna
þekkja á flugi eins vel og
fingurna á sér — að fá það
beint framan í sig að þeir
hafi bara séð eintóma máfa.
Þegar minnst er af rjúp-
unni hafa oft heyrzt raddir
um það frá þeim er lítið
kynnast henni á öðrum tíma
árs en þegar hún er ófriðuð
að allt þetta stagl um rjúpna
leysi sé eintóm haugalýgi.
Rökin eru þau að t. d. veturna
1947 og 1948 hafi þeir séð
nokkra tugi eða jafnvel nokk
ur hundruð rjúpur á litlu
svæði upp til heiða í auðri
jörð þar sem þær hafa safn-
ast saman eða þá uppi á
snæviþöktum f j allabrúnum,
þar sem auðnan ríkir neðan
við, og notað þar gogginn á
fáum ferkílómetrum, meira
en félagar þeirra sem víða
höfðu farið en varla séð
rjúpu. Þeir fyrrnefndu hafa
sannfærst um að svona sé
þetta víðar aðeins ef nógu
vandlega er leitað.
Það er talið sannað, að ekki
vex upp ungi úr því æðar-
eggi, sem er rænt og það er
eins víst að sú rjúpan, sem
skotin er verpir ekki eggjum.
Það liggur því í augum uppi,
þegar rjúpunum fækkar
mest þá er það ómótmælan-
leg nauðsyn að vernda þær,
sem eftir eru fyrir eyðingu
af skotum, því að öðru jöfnu
fjölgar þeim fyr aftur. Á hina
hlið ætti það líka að vera öll
um ljóst að því fleiri, sem
rjúpurnar eru því meira ber
á þeim bæði dauðum og 3if-
andi. Og um það verður ekki
deilt að hundrað rjúpur leyn
ast miklu síður en t. d. tíu
hvort sem þær falla fyrir
sýklum, úr fæðuskorti eða
kulda. Út frá þessu kemur
mér til hugar sú tillaga, sem
hefir komið fram að hafa
rjúpuna friðaða þar til næsti
lágbylgjutími er um garð
genginn. Slíkt mundi án efa
geta orðið sigursælt á sviði
rannsóknanna. En þá yrði
líka að fylgjast vel með henni
alla tíma ársins, jafnt af
fuglafræðingum, sem leik-
mönnum, og um fram allt,
þurfa þeir að standa hlið við
hlið. Það má ekki endurtaka
sig að ímyndun og öfgar komi
þjötandi eins og stormbylur
yfir þá til skiptis, svo að hvor
ugur trúi öðrum og allt lendi
í handaskolum. Vísindin
tíndu t. d. upp ótal dauða
rjúpuunga eftir hinar „skæðu
forsóttir“, þar sem leikmenn
fundu enga eða þá dauða af
öðrum ástæðum. Dæmið gæti
líka snúist við þannig, að hin
ir síðarnefndu sæju rjúpna-
flota hátt í lofti, þar sem vis-
indi teldu ekkert annað en
tóma ísmáfa skratta.
Að lokum skal getið þeirr-
ar skoðunar, sem á talsvert
fylgi meðal leikmanna sér-
staklega. Er hún sú, að rjúp-
an hafi það til að hverfa héð
an af landi burt og eins að
hún komi aftur þegar betri
skilyrði eru til staðar. Það
hefir margt skeð furðulegt í
ríki fuglanna hér síðustu 30
árin. Mörg fyrirbæri gömul
og ný benda til þess að rjúp-
an sé ekki við eina fjölina
feld á þessu sviði eins og
ýmsir halda. Hitt er víst að
vísindin þykjast hér hafa
undirtökin, og brotið þennan
draug á bak aftur eins og
Grettir kvað hafa farið með
Glám forðum og er líkingin
tekin frá þeirra sjónarhóli.
Skal ekki á þessum vettvangi
vekja upp fleiri forynjur. Þó
er það trú mín, að báðir að-
ilar eigi eftir að reka upp
stór augu, áður en komið er
hér að kjarna málsins, og
innibyrgðar deilur og gjörn-
ingaveður, sem glepja okkur
sýn leysist sundur svo við
eygjum heiðríkjuna, þar sem
við getum glaðast yfir sam-
eiginlegum sigri.
Nú er veturinn seztur að
völdum hér á Norðurlandi,
því strax og komið er 150-200
m. yfir sjó er jörð öll þakin
klakabrynju. Rjúpan er flú-
in niður í byggðina og skóg-
lendið, þar sem hún hefir alls
nægtir. Og hún hefir meira.
Hún getur nú lifað í kyrrð og
friði á meðal mannanna eft-
ir sjö löng og viðburarík
ár. Ólýsanlegur munur eða
búa við dynjandi skothvelli
og allar þeirra afleiðngar
myrkranna á milli. í kyrð-
inni eigum við líka hægara
með að átta okkur á hlutun-
um Um fram allt megum við
ekki gleyma henni aftur held
ur sameinast um að skilja
hana. Því fyr sem við hefjurn
það starf því betra.
Minnumst þess, að . blessuð
rjúpan hvíta“ hefir oft sýnt
meiri þegnskap í sambúð-
inni við okkur en flest önnur
börn þessa lands og gæti það
vissulega verið okkur lær-
dómsríkt.
Bjarmalandi í Axarfirði
16. októb. 1950
/íuglifAit í Títnahum
Hér gengur um kvæðamaður.
Refur bóndi er kominn og ekki
að því að spyrja að honum
verða vísur á munni:
„Næstliðið sumar ferðaðist ég
allmikið um landið, og dvaldi
um tíma við sjómennsku norð-
ur á Raufarhöfn. Raufarhöfn
hefir sem kunnugt er verið dag
legt umtalsefni blaðanna að
undanförnu, en Raufarhafnar-
búar komu mér fyrir sjónir og
reyndust beztu menn. Á Raufar
höfn voru sólarlitlir dagar s. 1.
sumar og versta tíð eins og
víðast um Norður- og Austur-
land, og yfirleitt sjaldgæf sjón
að sjá þar sól skína í heiði —
Svo koma hér stökurnar. — Á
leið til Akureyrar varð eftirfar-
andi staka til, kveðin um bif-
reiðarstjórann er ók hægt af
stað, en hraðara þegar á
leið daginn:
Góður siður þykir það
þrek að geyma hjá sér.
Halda jafnan hægt af stað
en herða stöðugt á sér.
fátt af þeim verði hér birt.
Annars var Pétur bezti karl og
duglegur sjómaður. Um hann
kvað ég eftirfarandi stöku er
hann stóð við stýrið í slæmu
veðri:
Óttaslegið ægislið
orðið varla getur.
Mpðan sterkur stýrið við
stendur Sankti- Pétur.
Hér er svo önnur:
visa um Pétur, en hann var
duglegur við línudrátt:
Þó að Kári hafi hátt
hristi allt og bramli,
lýist ei við línudrátt
lykla- Pétur gamli.
Einhverju sinn var Pétur ó -
hreinn í frarnan svo úr hófi
keyrði, þá kvað ég:
Saman enn af saurnum hér
safnast nægur forðinn.
Sankti- Pétur sýnist mér
Svarti- Pétur orðinn.
Þegar mörg skip Iágu í
slæmu veðri á Raufarhöfn kvað
ég:
Ég fór með bifreið frá Akur-
eyri til Norðfjarðar. 1 Reykja-
hlíð við Mývatn bættust tvær
þýzkar stúlkur við farþegahóp-
inn og urðu sessunautar mínir
til Egilstaða. Um það kvað ég
eftirfarandi stökur:
Ekki virðist auðnan há
alveg við mig skilin
Hlýt ég Vindlandsvífum frá
vinstra meginn — ylinn.
Sól til hægri í heiði sést
—henni verð ég feginn. —
Samt mér ornar allra bezt
vinstra megin — ylinn.
Svo kemur hér staka sem kveð
in var á Grímstöðum á Fjöllum:
Bezta fæða á borðum er
boðin mönnum öllum.
Gestrisnin hún gildir hér
á Grímstöðum á Fjöllum.
Meðal ferðafélaga minna frá
Akureyri voru þeir Bjarni bæj-
arstjóri á Norðfirði og Lúðvík
Jósefsson alþingismaður. Voru
þeir hinir beztu og skemmtileg
ustu ferðafélagar.
Á Reyðarfirði var gist vegna
þess að leiðin til Eskifjarðar var
ófær af völdum skriðuhlaupa.
Urðu þeir Bjarni og Lúðvik leið
togar ferðalagsins eftir það.
Um þá kvað ég:
Oss að liði urðu þeir
—óhöpp hjá oss sneiddu.
Bjarni og Lúðvík báðir tveir
bezt úr vanda greiddu.
Einhver sagði í gamni við mig
að Lúðvík myndi gjöra mig að
kommúnista. Þá varð þessi
staka til:
Aldrei hafa orðin tóm
í mér náð að hræra.
Kannske Lúðvíks kristindóm
kunni ég þó að læra.
Frá Reyðarfirði var farið með
vélbát til Eskifjarðar. Þá varð
eftirfarandi staka til:
Hrannir eyðast, haf er slétt
hæg svo leið oss yrði
Áfarm skeiðin özlar létt
út úr Reyðarfirði.
Þegar ég fór fram hjá stór-
um hlaða af tómum síldartunn
um á Seyðisfirði datt mér þessi
staka í hug:
Síldin löngum svikul er
suma leikur illa.
Þessar tómu tunnur hér
tekst þeim ei að fylla.
Því miður varð víst svo.
Meða! skipsfélaga minna s. 1.
sumar var maður sem hét Pétur
eins og pöstulinn forðum.
Hann var af okkur félögum
hans kallaður sankti Pétur og
jafnvel fleiri nöfnum. Um hann
kvað ég nokkrar stökur, þó
Enn er rok um ægis-svið
eykur þetta vanda.
Flotinn liggur festar við
fæst ei nokkur branda.
Eins og ég gat um áður í
þessu bréfi, voru oft sólarlitlir
dagar á Raufarhöfn s. 1. sum-
ar. Stuttu áður en ég fór þaðan
var það sunnudag einn, að ég
var árla á fótum og tók mér
göngu að vitanum er stendur
á allháum höfða við sjóinn
skammt frá þorpinu.
Þá var bjart og gott veður.
Urðu þá þessar hendingar til:
Nú er logn um láð og dröfn
ljómar heiður dagur.
Gulli roðar Raufarhöfn
röðull geisla-fagur.
Svo koma hér stökur, sem
kveðnar eru við önnur tækifæri.
Um sjálfan mig kvað ég:
Labbað hef ég Ianga hríð
lífs á vegi breiðum.
Ég hef verið alla tíð
á æfintýraleiðum.
Einhverju sinni fékk ég
slæma veiki í augun og varð
sjóndapur. Þá varð þessi staka
til:
Brúnaljós þótt bíði tjón
bugast skal ei hjarta.
Meðan heil er sálarsjón
síst er þörf að kvarta.
Á fimnítugsafmæli mínu kvað
ég:
Eftir hálfrar aldar bil
ég það vita mætti
að lífið allt er lukkuspil
líkast happa-drætti.
1 sveitunum er að sumrinu
mikið um skemmtanir, svo að
stundum duga sunnudagaripr
eigi til að halda dansleika.
Um það kvað ég:
Svo að æskan ör og djörf
uni betur högum.
Finnst mér vera fyllsta þörf
að fjölga helgidögum.
Fyrir stuttu síðan kom ég
í verzlun eina snemma dags og
var þar verið að selja morgun-
kjólaefni á kvenþjóðina. Þar var
þröng á þingi.
Þá urðu þessar hendingar til:
Klæðaverzlun vífin þrá
vöknuð upp af svefni.
Meyjar vilja að morgni fá
morgunkjólaefni.
Nú fer vist að verða komið
nóg af svona góðu, en þetta
að endingu:
Botninn skal í bréfið slá af
bragasmiði.
Veröldin þó verði á iði
verið þið öll í drottins friði.“
Við þökkum bónda kveðskap
inn.
Starkaður gamli.