Tíminn - 04.11.1950, Síða 2

Tíminn - 04.11.1950, Síða 2
í. TÍMINN, laugardaginn 4. nóvember 1950. 24«. blaff s/u '/ til heiía | dtvarpið Útvarpið í kvöld: Fastir liðir eins og venjulega.. Kl. 20,30 ÚCVarpstrióið: Trió í G-dúr eftir Mozart. 20,45 Leik- rit: „Hver hringdi?“ eítir Folke Melvig. Leikstjóri: Ævar R. Kvaran. — Leikendur: Ævar R. Kvaran, Elín Ingvarsdóttir, Jón as Jónasson, Þóra Borg, Jón Aðils, Karl Sigurðsson, Svala Hannesdóttir, Erna Sigurleifs- dóttir, Baldvin Halldórsson, Ing veldur Guðlaugsdóttir og Pétur Einarsson. 21,35 Gömul dans- lög (plötur). 22,00 Fréttir og veðum'egnir. 22,10 Danslög (plöt ur). 24,00 Dagskrárlok. Hvar eru. skipin? Sambandsskip: M.s. Arnarfell er á ísafirði. M.s. Hvassafell er í Valencia. Rikisskip: Hekla fór frá Akureyri í gær- kvöld vestur um land til Reykja víkur. Esja er í Reykjavík. Herðu breið er í Reykjavík. Skjaldbreið var væntanleg til Reykjavíkur í nótt að vestan og norðan. Þyr- ill var á Vestíjörðum í gærkvöld á leið norður um land í hring- ferð. Straumey er á leið frá Hornafirði til Reykjavíkur. Ár- mann fer frá Reykjavík í dag til Vestmannaeyja. Eimskip: Brúarfoss fór frá Ceuta 27. 10. væntanlegur til Vestmannaey.ja í dag 3. 11. Dettifoss fór frá ! Reykjavík 2. 11. austur um land | til Reykjavíkur. Fjallfoss er í Keflavík. Goðafoss kemur til Reykjavikur kl. 16,00 í dag 3. 11. frá Siglufirði. Guilfoss er í Kaup mannahöfn. Lagarfoss er í Kefla vík. Selfoss fer frá Ulea i Finn- landi í dag 3. 11. til Reykjavik- ur. Tröllafoss kom til New York 31. 10. fer þaðan væntanlega 7. —8. 11. til Reykjavíkur. Laura Dan fermir í Halifax um 20. 11. til Reykjavíkur. Pólstjarnan fermir í Leith 6. 11. til Reykja- vikur. Heika fer frá Hamborg 4. 11. til Antverpen og Rotter- dam. skólans kl. 2 e. h. Séra Björn Magnúscon próíessor prédikar. Elliheimiiið. Guðsþjónusta kl. 10 árd. Séra Jón N. Jóhannesson. Reynivallapreslakall. Messað kl. 2 e. h. á morgun að Reynivöllum. Sóknarprestur. Úr ýmsum. áttum Reykvíkingar Rauði krossinn hefir mörg líknarmál fyrir ykkur með hönd i um. Gerist félagar með 10 kr. 1 árgjaldi eða 100 kr. ævigjaldi. Takið vel unga fólkinu, sem gengur í húsin á sunnudag til að safna félögum í Rauða kross inn. Óháði fríkirkjusöfnuðurinn. Messa í Aðventkirkjunni við Ingólfsstræti kl. 11 árd. Séra Emil Björnsson. Þjóðleikliúsið. íslandsklukkan hefir nú verið sýnd 36 sinnum, og hafa sýning argestir verið um 23 þús. Óvænt heimsókn hefir verið sýnd 13 sinnum. og Pabbi 14 sinnum. Hefir nær alltaf verið húsfyllir, er Pabbi héfir veriö sýndur. Einmunatíð er nú í Skagafirði, stillt veð- ur og sæmilega hlýtt um þetta leyti árs. Yfirleitt er nú haust- tíð góð um nær allt land. 72 ára bókbandsnenji. I Tímanum nýlesra var skýrt frá þvi, er Sisjurgeir Jónsson byggingarmeistari á Akureyri hóf bókbandsnám er bann var nær áttræðu. og styttir sér nú stundir eliinnar með bví að binda inn bókasafn sitt. Síðan betta \Tar ritað hefir | biaðið sannfrétt. að iðkanir j nvtsamra tómstundastarfa meðal aimennings eru nú meiri og almennari en nokkurn mun hafa órað fvrir og iafnframt sívaxandi. 1 Reykjavík á Hand íðaskálinn etaiaust drýgstan bátt í bessu heillaríka menn- ingarsterfí. Er áhrifa skólans einnig forið að gæta úti um S. K.T. Eldrl dansarnlr 1 Q. T.-tiQslna 1 kvöld kl. 9. — Húslnu lokaff kl 10.30. — Aðgöngumlðasala kl. 4—6. — Slml 3355. — byggðir landsins. í námsskrá skólans 1950—51 eru um 20 námsgreinar, sem þar eru kenndar almenningi á síðdegis- eg kvöldnámskeið- um. Þátttakendur eru árlega 350—400, ailt frá barnsaldri og fram á fullorðins ár. Elzti nem andinn, sem nú stundar þar bókbandsnám, er 72 ára ald- ursári, Böðvar Jónsson, sem lengi veitti forstöðu Pípuverk smiðtnnni í Reykjavík. Þótt undarlegt megi virðast hefir rikissjóður að engu styrkt þessa merkilegu starfsemi þar til nú á þessu ári, að upp var tekin í fjárlöy 29 þús. kr. fjár- veitingu til skólans. Þessi styrk ur rennur þó ekki óskiptur til bessara námskeiða. Af þessum þúsundum, sem nú fara dag- rýrnandi að verðmæti sökum vaxandi dýrtíðar, er skólannm einnig ætlað að halda uppi myndlistardeildinni, sem starf að hefir um tug ára og verið hefir eini fasti dagskóli lands ins, sem veitt hefir sérmennt un í teiknun, listmálum og höggmyndalist og búið hefir nemendur undir framhalds- nám í þessum greinum við er- lenda listháskóla. Satt að segja virðist það lítt skiljanlegt, hvcrsu forráðamönnum skól- ans hefir tekizt að halda uppi starfi þessu með þeim myndar brag, sem raun hefir borið vitni. Er þess að vænta, að Alþingi það, er nú situr, bæti úr vanrækslu fvrri ára og veiti skólanum þá stoð, sem hann verðskuldar. Málfiindnhópiir F.l .F. Málfundahópur F.U.F. í Reykjavík heldur næsta fund sinn í Edduhúsinu, Lindar- götu 9A. kl. 8,30 á þriðju- dagskvöldið kemur. Umræðu efni er gengisfallið og áhrif þess, framsögumaður er Leif- ur Guðjónsson. Mætið öll vel og stundvíslega. IIiiKLBOKIN ferrr m x \u* mKi.m wvK mr> sr<Nf.n >3 m u ♦j ffNNSí4V.:xv>.<.j/.ú y'< lí'. ~' ..r. .a—^i m. 2 Seldist upp í fyrra Heklfcókin hefir nú verið endurprentuð í litlu upp- lagi. — Spyrjið um hana hjá næsta bóksala. HANDAViNNUIÍTGÁFAN :: :; :: TILKYNNING I ♦♦ Ákveðið hefir verið nýtt hámarksverð á blautsápu t: sem hér segir: 8 :: Heildsöluverð án söluskatts ♦J :: Heildsöluverð með söluskatti « Smásöluverð án söluskatts . Smásöluverð með söluskatti ., kr. 6,02 pr. kg. — 6,20 pr. kg. —7,35 pr. kg. — 7,50 pr. kg. Reykjavík, 3. nóv. 1950, Frárhagsráö iniinmaamau I Flugferðir Loftleiðir h.f.: í dag er áætlað að fljúga til: Akureyrar kl. 10.00 til ísafjarðar og Patreksfjarðar kl. 10.30 og til Vestmanneyja kl. 14.00. Á morg un er áætlað að fljúga til: Vest- manneyja kl. 14.00. Árnaó heilla Hjónaband: í gær voru gefin saman hjá borgarfógetanum í Reykjavík ungfrú Elinor von Zitzewitz frá Cratzig, Pommem, og Árni Kjart ansson, bóndi á Seli i Grim?- nesi. Sextugur er í dag Guðmundur R. Ólafs son, starfsmaður í Landsbankan um, Týsgötu 4C. Messur á morgun Laugarneskirkja. Messa kl. 2 e. h. — Ferming. Athugið: Barnaguðsþjónustan fellur niður þennan dag vegna fermingarinnar. Minningarguðsþjónusta vegna fráfalls Hans Hátignar Gustafs konungs verður haldin í Dómkirkjunni útfarardaginn, fimmtudaginn 9. nóvember, kl. 2 e. h. Nesprestakall. Messað verður í kapellu há- -JL ornum vec^i Sveit og kaupstaðir Það er því miður stundum reynt að ala á sundurþykkju milii þeirra, sem búa í sveitum og kaupstöðum eða kauptúnum. Það mun þó jafnan reynast, að hagur vinnandi fólks fer mjög saman, hvort sem það býr úti við. sjóinn eða inn til dalanna. En sundurþykkja hinna fjöl- mennustu vinnustétta i landinu er háskalegt fyrirbæri. Dulín ó- vild kaup.taðarbúans í garð sveitafólksins eða bóndans úti á landsbyggðinni í garð kaup- staðarfólksins leiðir ekki gott af sér. Hér er gagnkvæmur skiln ingur hollur. Fyrrum voru traust bönd tengd milli verstöðvanna, er voru upphaf flestra kauptúna landsins, og fólksins i sveitun- um. Sveitamenn fóru í verið um vertíðina, og fólkið í sjávarbyggð unum fór í kaupavinnu á sumr- in. Þetta hefir hvorfc tveggja breytzt mjög. En er ekki hægt að finna nýja leíð til þess að giæða samhug og skilning milli fólks við sjó og í sveit? Kennari einn í allstóru héraði, sem fjölbyggt sjávarþorp hefir vaxið upp í, gerir þetta mál að umræðuefni í bréfi nýlega. Hann minnist á það, að alls ekki sé laust við, að sumt af fólkinu í kauptúninu hafi horn í síðu fólksins úti í sveitunum, og í sveitunum séu aftur til menn, sem láti sér fátt um finnast um þorpsbúana. Þessi kennari stingur upp á þvi, að reynt sé að efla gagn- kvæman velvildarhug meðal ungu kynslóðarinnar. Hann stingur upp á því, að sveitirnar bjóði öllum börnum í kauptún- inu á vissum aldri um héraðið einu sinni á vori eða sumri. Þeim séu sýndir þar allir sögu- staðir og sagt, hvað þar hefir gerzt, þeim séu sýndir fegurstir staðir héraðsins og það sé farið með þau á myndarleg heimili og þeim sýnd allt, sem að bú- skapnum lýtur. Á sama hátt vill hann að sveitabörnum sé boðið í kauptúnið og látin njóta þar hliðstæðrar gestrisni. Þannig hyggst þessi maður draga úr þeirri hættu, sem er á aukinni tvídrægni, og giæða gagnkvæm an skilning og vináttu. Þessari hugmynd er hér komið á framfæri að ósk bréfritarans. J. H. AÐALFUNDUR Nemendasambands Kennaraskóla íslands, verður haldinn í Kennaraskólanum á morgun, sunnu- dag 5. nóv., kl-. 2 e. h. — Dagskrá samkvæmt félagslögum. Lagabreytingar. Stjórnin. Húsgagnasalan Þórsg. 1 Sími 6205. höfum á boðstólum fjölbreytt úrval af allskonar hús- gögnum, til dæmis: Stofuskápa Bókahillur og bókaskápa Kommóður (margar gerðir) Klæðaskápa Stofuborð, margar gerðir Sængurfataskápa Útvarpsborð og blómasúlur Ennfremur stoppuð húsgögn o. m. fl. Sendum gegn póstkröfu um land allt. WAWAV.V.VV.YAV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.% Áskorun Þeir kaupendur, er enn hafa ekki greitt blaðgjald ■I ársins 1950, eru mjög alvarlega áminntir um aff Ijúka V greiðslu þess fyrir áramót. Innheimta TÍMANS /AV.V.V.V.V.V.V.W.V.V.V.VV.V.V.W.V.V.V.V.VV.V. v.v.v.v.v.v.v.v.vw.v.v.w.í

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.