Tíminn - 04.11.1950, Side 4

Tíminn - 04.11.1950, Side 4
TÍMINN, laugardaginn 4. nóvember 1950. 246. blað Varnaðarorð til Valtýs Stefánss. Herra ritstjóri. Þér voruð ungur þegar ung mennafélögin hófu göngu sína í landinu. Með ung- mennafélögunum hófst ný öld bjartsýni, manndóms og drenglundar. Þér höfðu tæki færi til að njóta góðs af þess ari vakningu og vonandi haf ið þér gert það. Það skal ekki lastað þó að þér farið vel með það veganesti. Með ungmennafélögunum var íslenzka glíman endurvak in. í glímunni takast menn í hendur í upphafi og enda leiks eins og þér vitið. Á það að vera tákn þeirrar dreng- Jundar, sem sýna ber í leikn- um. Þá þótti ljótt að „bola“ í glímu og þykir enn. Þér „Sjálfstæðismenn" haf ið undanfarnar vikur átt í harðri deilu við einn vel rit- færan mann i ‘Framsóknar- flokknum. Kann að vera, að yður hafi fundist þér hrekj- ast fyrir honum 1 viðureign- inni, og er það mjög að von- um. Leikreglum bar yður þó að fylgja og forustugrein blaðs yðar i dag hefðu þér — vegna sóma yð'ar og minn inga uppvaxtaráranna — átt að láta óbirta. ' ■ - j.* II. Því er löngu slegið föstu i vitund alþýðu þessa lands, að einstök misstígin spor í einka lífi manns þurfi ekki að hafa nein áhrif á réttdæmi hans eða hæfileika til mats á mál- um og málaefnum. Þjóðsagan, þessi dásamlega gullvog alþýðunnar íslenzku, hefir fyrir óralöngu vegið þetta og metið. Stórskáldið Einar Benediktsson hefir far ið snillingshöndum sínum um þjóðsögu þessá. Þér kunn ið vafalaust Messuna á Mos- felli og þekkið þá litsterku mynd, sem skáldið dregur upp. Klerkurinn á Mosfelli drekkur. Hann er brotlegur í dagfari sínu. Svo koma til hans „höfðingjarnir úr Reykjavík", „kirkju og vald- stjórnarmenn“, til þess að svipta hann hempunni. — „Ég uppræti hneykslið hvar sem það finnst —“ segir biskupinn, tákn þeirra, sem vilja hvað eina meta eftir mismunandi litlum brestum í yfirborði dagfarsins. Svo messar hinn brotlegi klerkur og dómur þjóðsög- unnar í máli hans verður ekki rengdur eins og hann verður í höndum stórskálds- ins. Klerkurinn brotlegi berst baráttu hinnar ein- örðú hetju og höggin hans eru hrein en þung: „Hver brýnir mót öreigans bæn sinn róm, hver blettar sakleysið hörð- ustum dóm, hver grýtir ef gæfunni hnign ar? — Hver drápshönd slær mann- orð vort, dulin og sterk, Hver drýgir hugskotsins níðingsverk? Já, hvar er vor dómstóll? í hræsnarans kverk, hraksins er þýlundin tignar“. í þjóðsögunni hlaut þetta að hafa aðeins einn enda og hann allt annan en dýrkend ur yfirborðsins höfðu óskað. „Þeim brá. Hér var maður, sem sagði satt; margt sóma- fólk verður illa statt í kirkju Eftir Gunnlaiig Pétursson hjá hreinskilnum klerki“, jafnvel þó dagfari hans sé í einhverju ábótavant. „.. í minnum er höfðingja heimreiðin enn. Þeir hurfu í messulok allir í senn. Og það voru hljóðir, hógværir menn, sem héldu til Reykjavíkur“. Ef til vill er rétt að skýra brot yðar enn nánar fyrir yður og minna yður á atvik, sem gerðist fyrir mörgum árum síðan. Þér áttuð þá í deilu við Jónas Jónsson frá Hriflu, sem og oft áður og um það leyti, en of sjaldan síðan, því miður hans vegna. Hann drýgði þá sömu syndina og þér gerið yður sekan um 1. þ. m. með birtingu forustu- greinarinnar í Morgunblað- inu. Jónas sagði um yður gamla sögu, frá þeim tíma, þegar þér voru enn í Framsóknar- flokknum — eða áður en þér snérust formlega gegn hon- um. Þér áttuð að hafa pauf- ast dauðadrukkinn upp stiga í tilteknu húsi, tiltekna nótt, áliðna, án þess að þora að kveikja ljós. Þessi sögn Jónasar kom auðvitað ekkert við málum þeim, sem ykkur greindi á um, fremur en endranær, þegar þessum aðferðum er beitt. Og það skiptir engu máli hvort sögnin var sönn eða login. Hún var auðvitað sögð til þess eins að ófrægja yður. En mörgum mun hafa orðið þetta minnistætt þá um sinn og furðað það stór- lega, hvernig Jónasi gat orð- ið það á að „bola“ svona herfi lega í ekki erfiðari glímu. Vafalaust hafið þér einnig undrast þetta, og sennilega hefir yður þó gramist það, í svipinn. Hefði það átt að opna augu yðar fyrir því, hversu mög þessi vopnaburð- ur er varhugaverður og ó- heppilegur. III. Þá er eftir, herra Valtýr Stefánsson, að skýra yður frá hvers vegna ég vanda um við yður í þetta sinn. Það á sína sögu. Þér munuð minnast þess, að eitt sinn var hafin herferð gegn landhelgisbrjótum í þessu landi. Sagt var, að símahlustunum hefði verið beitt í þeirri baráttu. Flokk- ur yðar, „Sjálfstæðisflokkur- inn“, var í stjórnarandstöðu þegar þetta gerðist, — enda gat því aðeins orðið af her- ferðinni. Þér munið senni- lega eftir vörn yðar „Sjálf- stæðismanna“ gegn þessari árás á þetta „framtak ein- staklingsins". Það var varnar stríð sem sagði sex. - Hávaðinn var ægilegur, portfundir haldnir og mikið um dýrðir. Baráttuaðferðirn- ar voru ekki allar upp á marga fiska, mikið um per- sónulegar árásir og jafnvel nafngiftir, eins og hlaut að verða þegar málstaðurinn var svona herfilegur. Til dæmis um hina ódrengilegu glímu má geta þess, að starfsmenn símans voru hlífð arlítið svíviitir, og verður ekki í efa dregið, að þér haf- ið unnið fyrir kaupinu yðar í þann tíma. Einn ungur mað ur, Guðmundur nokkur Pét- ursson, varð alveg sérstak- lega fyrir barðinu á yður „Sj álf stæðismönnum“. Löngu síðar gerðist það í kosningabaráttu, að ég skrif aði grein í Tímann og setti aðeins undir G. P.,* en ekki fullt nafn. Yður hefir sennir lega verið skipað að svara og þér viljað verða við því, en ekki treyst yður til málefna- legra varna. Þá gripuð þér til hins gamalkunna ráðs að vekja upp draug. Hann var frá tímum þessa áminnsta „frelsistríðs“ landhelgisbrjót- anna, sem þér „Sjálfstæðis- menn“ háðuð fyrir þá — Stöfunum G. P. gáfuð þér merkinguna Guðmundur Pétursson, settuð saman ill- yrta getsakaklausu um „hlustanirnar“ og birtuð í dagbók Morgunblaðsins. Hús bændur yðar hafa vafalaust verið ánægðir við yður, en fegurðarverðlaun áttuð þér ekki skilið fyrir þessa glímu og byltan verður varlá dreg- in í efa. Þegar þetta gerðist kom ég því ekki við að ávíta yður fyr ir þessi leikspjöll, en hugs- aði mér að minnast þessa sið ar, þegar tækifæri gæfist. Og nú hafið þér aftur ,,bolað“. jafnvel enn verr en áður. Þér eruö ritstjóri flatarmesta blaðsins í landinu og þess- vegna varð ekki hjá því kom izt að hirta yður. V. Þér búið við þær aðstæður. Valtýr Stefánsson, að þér þurfið að hafa alveg sérstak- an andvara á yður hvað mál- efnalega glímu snertir. Þér höfðu í uppvextinum prýði- leg tækifæri til að temja yð- ur drenglyndi í baráttu, bjart- sýni og manndóm, í skjóli blómstrandi ungmennafélags hreyfingar, eins og vikið var að í upphafi þessa bréfs. Svo er að sjá, sem áhrifa þessa bjarta umhverfis hafi gætt hjá yður fram á full- orðsins ár. En þá viltust þér af leið og genguð á mála hjá braskaravaldinu og hafið síð- an orðið að feta skuggsýnan stig. Stigagöngusagan hans Jón- asar okkar hefir sitt tákn- ræna gildi að þessu leyti. Það er mjög auðskilið, að þeim, sem þræða verður myrka leið og ógreiðfæra, er hætt við að rasa eða misstiga sig. Hoii um er alveg sérstök hætta bú in, ef hann hefir ungur van- ist öðrum og bjartari götum og því göngulagi, sem við þær á. Þessvegna verðið þér að vaka yfir sjálfum yður og gæta varúðar við hvert fót- mál. Birting forustugreinarinn- ar í Morgunblaðinu- í dag var ein af þessum rösunum, sem þér þurfiö að varast. Og þér berið, sem ritstjóri, á- íbirgð á birtingu greinarinn- ar, þótt annar kunni að hafa sett hana saman. Það er eðlilegt, að þér og samstarfsmenn yðar verðið rökþrota fyrir mönnum eins og þeim, sem forustugreinin á að vinna á. Auðvitað hlýtur yður „Sjálfstæðismönnum“ að sárna það, enda rétt það, sem áður er haft eftir stór- skáldinu Einari Benedikts- syni, að (Framhald á 5. síðu) Sveinn Sveinsson frá Fossi í Mýrdal ræðir hér um fjár- ^ skiptin: Síðan niðurskurður hófst hér á landi, vegna mæðiveikinnar í sauðfénaði, hefir mér alltaf þótt það mjög varasöm ráðstöf un að hafa fjárskiptin á sama hausti og niður er skorið, það hefði átt að vera sjálfsögð regla , að flytja ekki inn í það hérað nýjan fjárstofn fyrr en að ári liðnu eftir niðurskurð, því víð- (ast hagar svo til á landinu, , bæði í afréttum, heiðum, og eldhraunum, að eftirlegu- og flökkukindur eru að koma fram eftir öllum vetri, eða ganga úti sumstaðar, og ætti þvi meira að ! segja að fyrirskipa leitir að vor og haustlagi, milli fjárskipta svo að tryggt væri, að engin kind gæti verið til í plássinu af gamla fjárstofninum, þegar nýi fjárstofninn er fluttur inn í héraðið. Afleiðing þessara mis taka hefir nú í haust komið í ljós að Einholtum í Hraunhreppi í Mýrasýslu, að flökku eða eftir legukind hefir komizt saman við nýja fjárstofninn, og er það þó fyrir sig hjá mönnum, sem eru svo samviskusamir, að þeir hika ekki við að eyða fjárstofn inum ef kindur af fyrra fjár- stofninum hafa komizt saman við þann nýja. En mér finnst það hefði ekki verið nema sjálf sögð hyggindi að slá alveg var- naglann, og treysta ekki á það, að allir menn væru jafn sam- viskusamir, að segja til með það ef kind slæddist af fyrra fjárstofninum saman við þann nýja, og eiga þá á hættu að nýi fjárstofninn yrði þá tafarlaust skorinn niður. Það er ekki ofmælt þó að mað ur segi það, að það er mikil freistni fyrir menn sem í það komast, og gæti líka heppnast að smitun hefði ekki orðið, ef kindin reyndist hraust, og þó hún hefði ekki farið undir rann sókn n. 1. ef kindinni væri eytt heima án þess að gefa það upp. Það sem hér hefir verið sagt, er ekki meira en ýmislegt annað, sem fram kemur i mannlegum breyskleika, og þegar úr vöndu er að ráða, þá er alltaf hyggi- legra að búast við því verra, því það góða skaðar ekki. Máltækið segir, betra er seint en aldrei. Það ætti því, með allt það sauðfé, sem enn er óeytt í þeim héruðum landsins, sem til stendur að niðurskurð- ur verði á eldra fjárstofninum, að leyfa alls ekki fjárskipti sama haustið og niður er skorið, eða ekki fyrr en að ári liðnu, í þeirri von, að með því gæti heppnast að mæðiveikin færi ekki nýja hringferð um héruð landsins.“ Svo er Jón úr Flóanum hér með aðra hugleiðingu: „Ég las fyrir skömmu grein í ísafold, sem bar fyrirsögnina „Flóttinn úr sveitunum.“ Ég var greinarhöfundi ekki í öllu sammála, og varð það til þess að ég ákvað að láta til mín heyra í baðstofunni, því hingað til hef ég aðeins verið þar hlustandi. Hefi ég fylgst með hvað þar hefir verið sagt af mér reyndari og vitrari mönnum. Þar sem ég er einn af hinum yngri les- endum Tímans, hefur mér stund um fundist það draga úr hin- um heimilislega blæ, sem nafn ið á þessum þáttum ber, hve fáir jafnaldrar mínir láta þar til sín heyra, þótt oft sé glatt á hjalla í baðstofunni, svo sem vera ber. í ofannefndri grein er sagt frá skýrslum lækna um fólks- fækkun í sveitum, en síðar er leitt getum að, hvort „heitu skól arnir“ þar sem látin sé í té lítilsverö bókleg fræðsla, eigi ekki sinn þátt í því, að nem- endur snúi baki við framleiðslu störfunum. Það má vel vera, að margir séu sömu skoðunar og greinar- höfundur, en ég er það ekki. Ég hef verið nemandi í hér- aðsskóla, hituðum með hvera- vatni, ef það er það sem greinar höfundur á við með hinu skáld lega nafni, og hefi ég aldrei haft meiri áhuga á því að taka virkan þátt í slíkum störfum, en á vorin eftir að hafa setið við hinn „lítilsvérða bókalestur." Fráleitt eru þeir margir, sem þá hafa löngun til þess að býrja vinnu við búðar- eða skrifstofu störf. En þó svo færi, að þeir tækju að sér slika vinnu, þá á ekki ýera þeirra á skólunum þar hlut ’að máli. Gæti ekki heldur verið, að sá æskumaður úr sveit sé betur undir það búinn að taka við starfi feðra sinna, sem hefir að einhverju leyti aukið þekkingu sína með námi og safnað kröft um uridir aukin átök, heldur en sá, sem orðið hefur að stunda sín heimilisstörf allan ársins hring frá fermingu, og borið á ungum herðum sinn hluta af búsáhy ggj unum ? Sá síðarnefndi fær ef til vill leiða á sínu hlutskipti og löng- un til annars, sem hann enn- þá síöur en hinn getur gert sér greiri fyrir hvað er. Ég ætla að víkja að öðru. Fyrir skömmu var ég þar við staddur er rætt var um skurða- gerð og framræslu. Meðal ann- ars lokræsi gerðum með kíl- plóg. Þótti sá galli við þau, að ræs- in héldu sér ekki ef jarðvegur væri ekki hentugur. Kom þá fram sú uppástunga að hafa hnífinn, sem kíllinn er festur við, holan innan og láta þar renna niður sand, möl eða vikurmulning, sem fyllti ræsið og héldi því opnu fyrir vatnið. Því ekki það? Að síðustu. Baðstofuhjalið er vinsæll þáttur. En yrði ef til 1 vill enn vinsælli ef hann flytti öðru hvoru efni, sem líktist meira því sem bar á góma í gömlu baðstofunum, þegar gesti bar að garði og fróðir menn sögðu frá þrekraunum, sem ein stakir menn lentu í, öðrum at- burðum eða einkennilegum fyrir brigðum. Frá slíku er sagt í endurminn ingum, sem komið hafa út í bókaformi. En margir kunna frá sliku að segja þó ekki sé efni í heila bók. Væri ekki nokk urs vert ef Baðstofan gæti bjarg aö slíkum frásögnum frá gleymsku? Hvaða þátt áttu gömlu baðstofurnar i því að halda slíkum verðmætum til haga?“ Ljúft væri mér að fá frá- sagnir eins og hér er óskað eftir. Starkaður gamli. Frestið ekki lengur, að gerast áskrifendur TÍMANS Al Gn siXGASÍlII T I M A IV S ER 8130«

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.