Tíminn - 10.11.1950, Síða 4

Tíminn - 10.11.1950, Síða 4
4. TÍMINN, föstudaginn 10. nóvember 1950. 251.blað Réttur bænda tii að ráða sjálfir vali dráttarvéla, sem þeir fá Frumvarp frá fjóruni giáiigmönniim í neftri deild Fjórir þingmenn í neðri deild, Ásgeir Bjarnason, Jón Sigurðsson, Jón Gíslason og Skúli Guðmundsson flytja frum- varp um breyting á og viðauka við lög um innflutning og úthlutun jeppabifreiða til landbúnaðarþarfa o. fl. Aðalefni frumvarpsins er það, að bændur þeir, sem dráttarvél eiga að fá, geti sjálfir ráðið því hver tegund það verður. Frumvarpið er svohljóð- andi: 12. gr. laganna orðist svo: Meðan innflutningur og gjaldeyrisleyfi er háð ákvörð- nu ríkisvaldsins, skal úthlut- unarnefnd jeppabifreiða.sem um ræðir í 2. gr., einnig út- hluta til bænda þeim heimilis dráttarvélum, sem til lands- ins eru fluttar. Á eftir 12. gr. laganna komi 6 nýjar gr., svohljóðandi: a. (13. gr.) Stjórnir hreppa búnaðarfélaga skulu í október mánuði ár hvert gera skrá yfir þær heimilisdráttarvélar, sem eru í eigu manna á félags svæðinu. Skal þar tilgreina tölu, tegund og eigendur þess ara véla. Enn fremur ber stjórnum búnaðarfélaganna að taka á móti umsóknum bænda um heimilisdráttarvél ar, hver af sínu félagssvæði, og fer með þær eins og fyrir er mælt í 5. gr. eftir því sem við á. Skýrslur þessar ásamt um- scknum bænda um dráttar- vélar' skulu komnar til út- hlutunarnefndar fyrir lok nóvembermánaðar ár hvert. b. (14. gr.) Innflutningsyf- irvöldin ákveða tölu þeirra heimilisdráttarvéla, sem leyft1 er að flytja til lándsins, og tilkynna það úthlutunar- j nefnd’nni, sem síðan skiptir þeim dráttarvélum milli um- I sækjenda. En ákvörðun um það, hvaða fáanlegar vélateg- undir eru fluttar inn, er á valdi þeirra einstaklinga, sem fá úthlutað vélum frá nefnd- inni, sbr. 18. gr. Við skiptin skal nefndin hafa hhðsjón af þeim skýrsl- um, er fyrir liggja. Hún skal taka tillit til þess, hve marg- ar dráttarvélar og jeppar, sem notaðir eru til landbúnaðar- starfa, -«ru á félagssvæðinu. c. (15. gr.) Óheimilt er fyrst um sinn að úthluta heimilis- dráttarvél til einstaklings, sem áður hefur fengið slíka vél eða á hana í nothæfu á- standi. Sama gildir, ef hann á. jeppabifreið og hefur feng- ið undanþágu frá bifreiða- skatti. d. (16. gr.) Nú fær einhver út hlutað dráttarvél og ein- hyerra orsaka vegna kaupir hana ekki á því ári, sem leyf- ið er veitt fyrir. Skal hann þá tilkynna það úthlutunar- nefnd, sem þá úthlutar vél- inni til annars umsækjenda innan sama búnaðarfélags. Ekki má eigandi dráttarvé! ar selja hana, nema með sam þykki stjórnar búnaðarfélags, þar sem hann er búsettur. e. (17. gr.) Að sidptum loknum tilkynnir nefndin hlutaðeifandi umsækjendum úthlutun vélanna. f. (18. gr.) Sá, sem tilkynn ingu fær um úthlutun drátt arvélar, skal afhenda til- kjmninguna þeim innflytj- anda, er flytur inn þá drátt- arvélategund, er hann óskar að fá. Innflytjandinn af- hendir svo þær tilkynning- ar, sem honum hafa borizt, þeim valdhafa, er gjaldeyri úthlutar, og skal eiga rétt á gjaldeyrisleyfi samkvæmt því. Enn fremur skulu gjaid- eyrisyfirvöldin kosta kapps um að veita innflytjendum gjaldeyrisleyfi fyrir nauð- synlegum verkfærum og varahlutum tilheyrandi dráttarvélunum. Greinargerð: Með lögum nr. 43 23. maí 1949, um innflutning og út- hlutun jeppabifreiða til land- búnaðarþarfa o. fl., var á- kveðið að stofna sérstaka nefnd, er hefði með höndum úthlutun jeppabifreiða til landbúnaðarþarfa. Er nefnd- in skipuð fimm mönnum. Tveir þeirra eru tilnefndir af stjórn Búnaðarfélags íslands, tveir af stjórn stéttarsam- bands bænda og einn kosinn af landbúnaðarnefndum Al- þingis. Síðan nefnd þessi var sett á stofn, hefir ekkert verið flutt til landsins af jeppa- bifreiðum og nefndin því ekk ert verkefni haft við úthlut- un þeirra. En samkvæmt 12. gr. nefndra laga er heimilt að fela nefndinni úthlutun á dráttarvélum til landbúnað- arþarfa, og hefir nefndin haft slíka úthlutun með höndum árið 1949 og 1950. Fyrir skömmu mun fjár- hagsráð hafa ákveðið, að veita innflutningsleyfi fyrir nokkrum heimilsdráttarvél- um, og hefir n. ákveðið, hverjir af þeim bændum, sem hafa sent umsókn um kaup á vélum, skuli fá þær að þessu sinni. En verkefni nefndar- innar er ekki þar með lokið. Fjárhagsráð ákveður, hve margar vélar af hverri teg- und eru keyptar til landsins, og mun svo nefndínni ætlað að úrskurða um það, hvaða vélategund hver bóndi fær að kaupa. Dráttarvélar, sem leyft er að flytja til landsins, eru mis jafnar hvað gæði og verð snertir, og skoðanir bænda eru skiptar um það, hvaða vélategund sé heppilegast að kaupa. Einn bóndi vill fá þessa vélategund og annar hina. En með því fyrirkomu- lagi, sem nú er á úthlutun vélanna, eru bændur sviptir ákyörðunarrétti um það, hvaða vélategund þeir kaupa. Þetta er óviðunandi með öllu. Þegar hægt er að fá fleiri en eina tegund af vélum. á hver bóndi, sem fær leyfi til kaupa á heimilsdráttarvél, sjálfur að ráða því, hvaða vélategund hann kaupir. Með frumvarpi þessu er lagt til, að úthlutunarnefnd jeppabifreiða hafi ekki aðeins heimild til að úthluta heim- ilisdráttarvélum, heldur sé henni skylt að gera það og fylgja þeim reglum, sem frumvarp þetta felur í sér. Á meðan innfiutningur heimilisdráttarvéla er tak- margaður og tiltölulega fá- ir, sem eiga þannig tæki, er mjög nauðsynlegt að haga út hlutun vélanna á þann hátt, að sem flestir geti notið þeirra. j Landbúnaðurinn byggist j fyrst og fremst á aukinni og ! bættri ræktun. Það er þess vegna ekki síður nauðsyn þjóðarheildarinnar en bænd- anna, að úthlutun og dreifing j heimilisdráttarvéla sé fyrst 1 og fremst byggð á, þeim verk- i efnum, sem fyrir liggja, og að engar sveitir séu alveg án þessara tækja. Séu upplýs- ingarnar frá stjórnum hreppa búnaðarfélaganna glöggar, hefir úthlutunarnefndin góð an grundvöll til að byggja á og dreifa vélunum jafnt eft- ir þörfum. Á meðan ekki er til nein stofnun hér á landi,sem sann reynir gæði dráttarvéla, þá liggur það í hlutarins eðli, að bændum á að vera tryggður réttur til að fá þá dráttar- vélategurtd, sem þeir óska eftir. Með frumvarpi þessu er reynt að tryggja þetta, og verður framkvæmdinni þá hagað þannig, að innflutn- ingsyfirvöldin tilkynna út- hlutunarnefndinni, hvað margar .dráttarvélar verði leyft að flytja til landsins á hverjum tíma, og nefndin út hlutar þeim vélum til um- sækjenda samkvæmt ákvæö- um laganna. Eftir að nefndin hefir sent viðkomandi bænd- um tilkynningu um, að þeir fái leyfi til kaupa á vélum, sendir hver bóndi tilkvnningu um það, hvaða vélategund hann óskar að kaupa, og skal þá úthlutun innflutnings- og gjaldeyrisleyfa fyrir vélunum hagað í samræmi við það. Með þesum ákvæðum, ef samþykkt verða, er það tryggt, að bændur geti sjálf- ir ráðið því, hvaða tegundir þeir kaupa af þeim dráttar- vélum, sem fáanlegar eru, jafnframt því sem starf út- hlutunarnefndarinnar verð- ur miklu auðveldara og form- fastara en verið hefir. Forðizt eldinn og eignatjón Framleiðum og seljum flestar tegundlr handslökkvl tækja. Önnumst endurhleðslu á slökkvitækjum. Leitið upp- lýsinga. Kolsýruhleðslan s.f. Sími 3381 Tryggvagötu 10 Reykjaviu l’m flakkarann Símon hefir Elías Mar seut mér þennan pistd: „f vikunni sem leið birti „Tím inn“ grein eftir Indriða nokk- urn Þorsteinsson, þar sem vitn- að er óbeint í ummæli eftir mig um Simon Dalaskáld, tekin upp úr grein, sem ég skrifaði hér í blaðið fyrir mörgum árum, um það leyti sem öid var liðin frá fæðingu skáldsins. Greinarhöf- undur gefur í skyn, að það hafi komið sér nokkuð á óvart, að ég skuli kalla Símon flakkara. Það verður varla deiluefni, að Símon var flakkari mikinn hluta ævinnar. Slík ummæli eru enginn skáldskapur, og ég er ekki fyrsti maðurinn, sem hefur getið þess i ritum um hann. Hins vegar vil ég mega taka það fram, að hvergi í grein minni er flakk Símonar lagt út á verri veg, síður en svo. Það er enginn blettur á mannorði Símonar, frá mínu sjónarmiði séð, þótt hann hafi orðið að selja bækur sínar sjálfur og ganga með þær milli landshorna. Slík söluaðferð er í mesta lagi ómildur dómur um þann tíma, sem skáldið lifði á — og þó. Símoni mun hvarvetna hafa verið vel tekið, enda tek ég það beinlínis fram í áður- nefndri grein. Þótt menn — en þó einkum munnmæli — kunni að hafa haft skiptar skoðanir á borgaralegri kurteisi hans við einstök tækifæri, á það ekki að þurfa að kasta rýrð á skáldið. Skemmtilegar sögur um mæt- ustu menn, skáld sem aðra.Taafa jafnan orðið til, allt frá lýsing- um á drykkjusiðum Egils Skalla grímssonar til þjóðsagna- kenndra skrítlna um lifandi menn“. Svo er Brynjólfur bóndason kominn hérna með athugasemd í tilefni af bréfi Sigurðar E. Hlíðar dýralæknis: „í baðstofuhjali Tímans 11. okt. birtist svar til mín frá Sig- urði E. Hlíðar yfirdýralækni og formanni Dýraverndunarfélags íslands. Svarið er mjög fræð- andi, og í þetta sinn tek ég mér aðallega penna í hönd til að þakka formanninum fyrir upplýsingar, sem ég hafði ekki hugmynd um — og ég efast um að nokkur hafi haft þær. En það er eitt sem ég skil ekki í svarinu, og það er þegar form. fer að tala um óþarfa fugladráp. Ég hélt nú að íslenzka þjóðin hefði nægan mat, að minnsta kosti enn sem komið er, og það þyrfti því enginn að vaða yfir landið og drepa og ræna sak- lausa fuglana vegna skorts. Það er þess vegna sem ég hélt, að þarft fugladráp væri alls ekkí til. Sigurður minnist á Dýra- verndarann og segir, að ég hafi víst aldrei séð hann. Það er hár- rétt — ég hef aldrei séð hann — ekki einu sinni heyrt neitt um hann, nema að ég rétt vissi að hann væri gefinn út. Ég hef aldrei heyrt neitt sem hvetti menn til að kaupa hann, ekki einu sinni séð auglýst, hvert þeir menn, sem vildu kaupa hann, ættu að snúa sér.. Sigurður segir ennfremur, að Dýraverndunarfélagið hafi orðið að fara í útvarpið til að minna fólk á að gefa smáfuglunum, og það eina, sem minnir fólk á að félagið sé til, eru þessar aug lýsingar. Mér finnst félagið svo innibyrgt og afsíðis, að það sé óskaplega lítils virði, nema það víkki starfsemi sína, og að mín um dómi á Dýraverndunarfélag ið að hafa eftirlit með meðferð dýra í öllu landinu. Þetta er auðvitað erfitt og umfangs- mikið — en hægt, með því að hafa sérstakan mann i sinni þjónustu, t. d. í hverjum hreppi, sem hefði eftirlit um meðferð skepna hjá bændum og gerði Dýraverndunarfélaginu aðvart ef hann teldi þess þurfa með. Þetta Iæt ég mér nú nægja til Sigurðar E. Hlíðar, en nú lang- ar mig að segja nokkur orð til Finns Guðmundssonar. Þeg- ar ég var að byrja að lesa grein yðar í Morgunblaðinu „Rjúpur og rjúpnaveiðar“, var ég að því kominn að leggja blaðið frá mér, vegna þess hvað mér fannst greinin fráleit í alla staði. En þegar ég kom að setning- unni: „Rökrétt afleiðing af nefndaráliti allsherjarnefndar sameinaðs Alþingis væri því (frv.) að alfriða rjúpuna um alla framtíð. Ég fyrir mitt leyti hefði líka ekkert á móti þeirri lausn málsins, ef almenningsálitið í landinu krefst þess“, ákvað ég að halda áfram, en því miöur fann ég enga brú á greininni nema framangreinda setningu. Og fyr ir þeirri setningu vildi ég hrópa „ferfallt húrra“, og ég veit, að það vildu flestir gera, sem lesið hafa greinina. En síðar í grein- inni stendur, að frá 1924 hafi rjúpur átt að vera alfriðaðar 7. hvert.ár, en i skýrslunni um útflutning rjúpna stendur, að rjúpan hafi verið alfriðuð árin 1940, 1941 og 1942, en ekki 1947 eins og átti að vera eftir 7. hvers árs friðuninni. Hvers vegna það var ekki gert, langar mig til að vita, — eða hvort þetta er ein- hver misskilningur?" Starkaður gamli. Ágætt Saltað folaldakjöt vel verkað og ódýrt, seljum vér ♦♦ :] í heilum, hálfum og kvarttunnum. Saraband ísl. samvinnufélaga Sími 2678

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.