Tíminn - 19.11.1950, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.11.1950, Blaðsíða 4
c. TÍMINN, sunnudaginn 19. nóvember 1950. 259. bia® Hugleiðingar um samvinnumál IV. Preg útborgun heitir grein, .,em nýlega birtist í ísafold. \'l grem þessari er rætt um ið kaupfélögin greiði seint cyrir framleiðsluvöru þær, æm þau fá til sölumeðferðar. >að leiöir af skipulagi kaup- felags, að sala framleiðslu- vara bænda og annarra, sem ifhenda samvinnufélagi vör- ur sínar tíl sölumeðferðar, er .írein umboðssala. Þess vegna >ir bændum greitt fullt and- /irði vöru sinnar. En ef bóndinn á að fá greitt raun- /erulegt söluverð, er ekki .íægt að gera það fyr en var- un er að fullu seld og greidd ;il kaupfélagsins. En vegna Dc s að fæstir bændur eru ,vo efnum bunir, að þeir geti beðið eftir að varan seljist, 'ufur sú venja skapazt hjá kaupfélögunum að greiða á- ætlaðan hluta verðsins undir nns og félagið hefir veitt /örunni móttöku. Þetta út- borgaöa verð er reynt að hafa MOKkru lægra en vonast er eftir að endanlegt söluverð verði. Aðaltilgangurinn með bes.su íyrirkomulagi er sá að eyna að komast hjá því að itborgað verði meira en fyrir /oruna fæst, til þess að fyrir- 'jykgja, að til þess komi að burfi að endurkrefja hjá : nnieggjendum þann halla, >em kynni að verða á þessari '/erzlun. Undir eins og end- ænlega er vitað hvað fyrir vöruna fæst að lokum er reiKningur sá, er um er að : æöa, gerður upp og inn- Eftir Siu’urð Vilhjáliussftii stæðu í honum skipt niður og greitt eða fært í viðskipta- reikning bóndans. Þetta er sú aðferð, sem er viðhöfð til þess að ákveða endanlegt söluverð. Vitanlega fellur ýmiskonar kostnaður á vörur þessar, sem leiðir af því að búa vöruna fyrir ýmsa mark- aði og selja hana. Ef veru- legur dráttur verður á því að afreikna vöruverðið eftir að það er endanlega vitað, verð- ur að áfellast starfsfólk fé- lagsins fyrir það en ekki kaupfélagið eða skipulag þess. Þetta, sem að framan er sagt, snýr að félaginu. At- hugum nú lítilsháttar hvort þessi regla er óhentug fyrir bóndann. Rétt er að taka dæmi. Bóndi hefir lagt inn 100 dilka haustið 1948 og hefir þá fengið greitt fyrir þá kr. 100,00 pr. lamb. Raunveru- legt verð reynist t. d. krón- ur 160.00. Hann fær þá kr. 60.00 uppbót á lambið 1949. Haustið 1949 leggur hann aftur inn 100 lömb og fær þá undir eins greiddar kr. 100.00 eins og 1948. 1949 seljast lömbin eins og 1948 og kostn- aður er hinn sami. Árið 1949 hefir hann því fengið lambs- verð greitt að fullu, en á þá væntanlega eftir að fá greitt 1950 svipað og árið áður. Þetta þýðir nánast það, að bóndi í kaupfélagi hefir kom- ið fyrir sig tryggingarfé fyrir úttekt sinni framan af hverju ári, sem hann svo greiðir inn við endanlegt uppgjör söluvörunnar. Hin trega útborgun, sem greinar- höfundurinn í ísafold vill nota sem ádeilu á kaupfélög- in, er einmitt einn höfuð- kostur þeirra fyrir bændur. Þessi sami höfundur heldur, að það væri eitthvert bjarg- ráð fyrir bændur á óþurrka- svæðinu, að kaupfélögin greiddu nú út væntanlegt söluverð undir eins. Senni- legt þykir mér, að bændur á þessu svæði þurfi á öllu að halda á næsta ári og að það kæmi sér eins vel að spara sér uppbótina til ársins 1951. Erfiðu árin verða alltaf þung og draga afleiðingar í kjöl- fari. En víst er, að aldrei ríður meira á varfærni og at- orku en þegar illt árferði iþjakar og það getur oltið á sjálfsafneitun hvers og eins, hvernig honum farnast framvegis. Svo virðist, sem forystumenn Sjálfstæðis- flokksins hafi ekki tekið það með í reikninginn, að á ís- landi er árferði mjög duttl- ungafullt og þess vegna þurfa íslendingar að vera var- færnir og duglegir, hvernig sem árar. Athugum svo, hvort óréttlátt er að haga útborgun fyrir framleiðslu- vörurnar eins og kaupfélög- in gera. Sláturtíð hefst í september og endar í október. Á þeim tíma leggja bændur vörur sínar inn og fá þá útborgað nokkurn hluta verðs þess, sem fæst fyrir framleiðslu þeirra, t. d. % hluta. Ef t. d. gærur eru seldar í desember verða þær greiddar fyrir nýjT ár. En seljist þær ekki fyr en á næsta ári, hefir kaupfélag- ið varið % hlutum gæru- verðsins af rekstrarfé sínu til greiðslu til bænda. Kjötið hefir allt verið selt á inn- lendum markaði undanfarin ár. í sláturtíðinni mun seljast eitthvað meira af því en á öðrum tímum, en hvergi nærri helmingur þess, hvað þá %. Meðan % hlutarnir eru að seljast, hefir kaupfélagið orðið að leggja út fé til bænda. Segjum að % hlutar kjötsins séu seldir í marzlok. Þá hefir kaupfélagið fengið sitt. % hlutar eru svo að seljast fram í ágúst og á þeim tíma er bóndanum að skapast ný útborgun og inn- eign hans í kjötreikningi fer þá smávaxandi uns allt er selt og hægt er að ákveða endanlegt verð til útborgun- ar. Innlendi markaðurinn er ekki fljótvirkari en þetta. Af- leiðingin af því verður óhjá- kvæmilega treg útborgun. Mér er nær að halda, að varla sé hægt að hafa réttlátara form á þessu en kaupfélögin hafa. Enda eru það í langflestum tilfellum bændur, sem hafa tekið upp þessar reglur. Það er hreinasta firra að halda því fram, að starfshættir kaupfé- laganna séu ákveðnir af ein- hverjum einstökum mönnum. Kaupfélögin og SÍS eru til orðin fyrir starf fjölda ein- staklinga, sem hafa lagt hver sinn skerf fram, mismun- andi stóran og giftudrjúgan, allt eftir skilningi sínum og getu. Saga kaupfélaganna geym- ir nokkur nófn, sem munu vaxa því lengra sem líður og blessun samvinnu verður aug- ljósari alþjóð. Það er sama hvað öfundsjúkir samkeppn- ismenn reyna að halda fram, verk hinna stórvirku sam- vinnufrömuða munu dafna meðan grundvallarreglum samvinnufélaganna er fylgt. Svo virðist í sumum skrif- um Sjálfstæðismanna, að hugmyndir þeirra um efna- hag félaganna séu einkenni- lega fráleitar. Ef menn gera sér ljóst hvernig efnahags- kerfi samvinnufélags er byggt ættu menn ekki að vera í vafa um það, að kaupfélögin eru engin auðfélög. Eignir þeirra er hús og áhöld, vöru- birgðir, innstæður o. fl. Fjár- magn það, sem þau vinna með er alls ekki eign kaupfélagsins í sama skilningi eins og skuld- laus eign kaupmanns. Athug- um þá hvernig starfsfé kaup- félags er til orðið. 1. Venjuleg bankalán eða önnur slík lán. 2. Innstæður viðskipta- manna í viðskiptareikningi. 3. Sparifjárinnstæður í inn- lánsdeild. 4. Stofnsjóður viðskipta- manna í stofnsjóði. 5. Varasjóður og aðrir ó- skiptilegir sjóðir. Allt eru þetta fjármunir, sem kaupfélag eða önpur samvinnufélög ávaxta fyrir aðra. Sjálfseign þessara stofn- ana þekkist ekki. En hinar ýmsu innstæðugreinar eru háðar vissum reglum um útborgunarskyldu. Skal það athugað nánar. 1. Bankalánin fara eins og önnur bankalán eftir samn- ingi við bankann. (Framhald á 5. síðu) NÝJAR BÆKUR Jrcí 3öajoÍclarprentótniéiu 1. Snorrahátíðin 1947—1948. Þetta er merk bók og fróðleg, og á erindi til allrar þjóðarinnar. Jónas Jónsson ritar uppistöðu bókarinnar, en auk þess eru þar birt öll þau erindi, innlendra og erlendra manna, er flutt voru á hátíðahöldunum og í sambandi við þau. í bókinni er mikill fjöldi mynda af einstökum mönnum og hátíðahöldunum. Kostar í góðu bandi 50 kr, 2. Lífið og ég, eftir Eggert Stefánsson. ~ ~ Hér er á ferðinni bók, sem vekja mun athygli. Friðrik Ásmundsson Brekkan segir: „Þessi bók, þetta fyrsta bindi æviminninganna, hefst á fegurðaráhrifum á barnssálina frá Reykjavíkur tjörn, „miðdepli alheimsins,“ frá útsýninu yfir flóann til Snæfellsjökuls á kyrrlátum vorkveldum vestur í fjöru og endar með fasistaupphlaupinu, mitt í fegurðinni suður í Mílanó.“ — Ritstjóri Tímans segir: .... „Eggert hefir víða farið og margt kannað, en það hefir ekki veikt íslendingseðli hans, heldur eflt það og styrkt. Á því hafa hvorki erlend áhrif né tómlæti landa hans unnið. Það eitt væri ástæða til þess að endurminningar Eggerts hlytu miklar vinsældir. En því til viöbótar kemur svo, að þessi víðförli og fjölfróði íslendingur er sérstæður og hugmyndaríkur rithöfundur, er lætur það eitt frá sér fara, sem er fágað og göfugt.“ — Lífið og ég kostar 50 krónur. 3. íslenzk fyndni, 14. hefti. Fyndni Gunnars Sigurðssonar frá Selalæk, er orðin fastur liður í jólaskemmtunum landsmanna. Þegar jólin nálgast, þá kemur nýtt hefti, og hingað til hafa menn ekki orðið fyrir vonbrigðum. Tryggið ykkur þetta nýja hefti, hin eru farin. Heftið kostar 12,50. 4. Tvöföld bókfærsla, eftir Þorleif Þórðarson. Þessi bók er ætluð til kennslu í skólum, en hún er ekki síður ætluð þeim, sem vilja gera sér grein fyrir undirstöðuatriðum bók- færslunnar, og ætlast höfundur til þess, að bókin ein geti verið nægileg hjálp hverjum manni, sem vill hafa bókfærslu sína í lagi. Tvöföld bókfærsla kostar 25 krónur. Bókaverzlun ísafoldar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.