Tíminn - 26.11.1950, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.11.1950, Blaðsíða 1
Rttitfóri: Pórorinn Þórariiumm rrtttaritstjórt: Jón Helgason Útgefandi: rromsóknarflokkurinn Skrifstofur i Edduhúsin* Frtttasimar: 11302 og 81303 Áfgreiðsluslmi 2323 Auglj/singasimi 81300 Prentsmiðjan Edda 34. árg. Rejkjavík, sunnudaginn 26. nóvember 1950. 265, blað> Starfsfólk að leirmunagerð í ,,Funa“. Stúlkurnar eru að l'ella leir í mót, skreyta blómavasa og lagfæra munina sem koma úr mótunum „Funi” efnir tii fjölbreyttrar ogf allegrar ieirmunasýningar Sýnlngin er opin alla þessa viku í hlónia- verzluninni „FIórui4 oj* gefur l.jósa lui“- inynd um framfarirnar á þessn sviði Leirbrennslan „Funi“ h. f. sem nú hefir starfað á fjórða ár, opnar í dag sýningu á munum, sem hún hefir framleitt úr íslenzkum leir í Blómaverzluninni Flóru, Austurstæti 8. Sýning þessi verður opin i dag kl. 1—6 og síðan alla daga þessa viku kl. 9—6 daglega. Framkvæmdastjóri „Funa“, ungfrú Ragna Sigurðardóttir bauð fréttamönnum að líta á sýningarmunina svo og verksmiðjuna og starfsemi hennar i gær. Samvinnuþvottahús And- kílinga reynist mjög vel Annað þvotlaliós að rísa upp að ISæ með samhjálp hrepps oí* kvcnfélags í rúmt ár hefir verið starfrækt samvinnuþvottahús £ gömlum verkamannabústað við Andakílsárstöðina í Borg- arfirði. Hafa konur úr Andakíl og neðri hluta Skorradals og víðar þvegið þar þvott sinn. Hefir þvottahúsið gefizt svo vel, að senn verður hafin starfræksla á öðru þvottahúsi að Bæ í Bæjarsveit Yfirgripsmikil list- sýning í Þjóð- minjasafninu Glæsilegasta sýning á íslenzkri myndlist, sem haldin hefir verið, var opnuð í þjóðminjasafninu nýja í gær. Eru á sýning þessari listaverk, sem send verða á listsýninguna í Osló. Á sýningu þessari eru yf ir tvö hundruð málverk og höggmyndir, og hafa ann- azt valið listmálararnir Jón Stefánsson, Jón Þor- leifsson, Sigurður Sigurðs- son og Þorvaldur Skúlason og myndhöggvararnir Ás- mundur Sveinsson, Magn- ús Árnason og Sigurjón Ólafsson. Almenningi hefir aldrei gefist jafn gott tækifæri til þess að kynna sér fjöl- breytni og glæsileik ís- lenzkar myndlistar á einni sýningu sem hér. Fastar flugferðir til Hellissands Á miðvikudaginn kemur mun Flugfélags íslands hefja reglubundnar flugferðir til Sands á Snæfelssnesi. Verð- ur framvegis flogið þangað einu sinni í viku fyrst um sinn. Milli Sands og Reykjavíkur er 35 minútna flugferð. Skammt frá kauptúninu er allgóður flugvöllur, sem end- urbættur hefir verið að und anförnu, og hafa Sandsbúar. lagt fram mikla sjálfboða- vinnu við gerð þessa flugvall ar. Ferðir til Sands hafa hins vegar verið strjálar, sérstak- lega á vetrum, og hafa menn þar vestra farið þess á leit við Flugfélag íslands, að teknar yrðu upp reglubundn- ar flugferðir. Hefir nú orðið að ráði að koma á föstum ferðum, og verður Sigmundur Símonarson, kaupfélagsstjóri á Sandi .umboðsmaður félags ins vestra. Er þess vænzt að þetta þyki mikils verð sam- göngubót, bæði fyrir íbúa kauptúnsins og hinna næstu byggðarlaga. Ráðstefna um mýraköldu Mikil framför í leir- munagerð. Undanfarið ár hefir orðið mjög mikil framför í íslenzkri leirmunagerð. Fjölbreytnin hefir aukizt til muna og auðséð er, að þessi list- eða iðngrein er í örri og skjótri framför. Það hefir líka kom ið á daginn, að íslenzkur leir er mjög vel hæfur til leirmuna gerðar, og margir álíta að þar eigum við fólgin auðæfi, sem vel geti fært þjóðinni miklar tekjur og skapað ís- lenzkum heimilum híbýla- prýði, sem þau skortir mjög. Leirmunir þeir, sem hér eru á sýningu, bera þessari öru þróun ljóst vitni. Fjölbreytni þeirra og listbragð bera ljóst vitni um nýja leit í linum og litum í þessari listgrein, og allt bendir til þess, að hér sé um að ræða upphaf merki legrar þróunar, þar sem mögu leikar eru því nær óþrjótandi. í Svíþjóð, og jafnframt verk- stjórninni gerir hann flestar skreytingar á ieirmunum þeim, sem framleiddir eru. Leir sá, sem aðallega er notaður, er tvenns konar. Vestur í Búðardal er fenginn þurr, brúnn leir, en austur á Laugarvatni feitur og plast borinn leir. Þessum tveim tegundum er blandað saman, Búðardalsleir að tveim þriðju en Laugarvatnsleir að einum þriðja. Leirblanda þessi geng ur síðan gegnum ýmsar vél- ar, er jafna hana og hnoða svo að úr henni fari loft og vatn. Þá er leirinn tilbúinn til mótunar. í verksm’ðj- unni eru tveir rennibekkir, þar sem munirnir eru renndir að mestu í höndunum, og er það hið mesta vandaverk og unun að sjá hvernig óásjá- legur leirhnykill breytist á skammri stundu í höndum (Framhald á 7. síðu.) 4lllllllllllllllllllllllllllllll|ll|l||||l||||||||||||||||||||||||||tl | F. U. F. í | Reykfavík I Félag ungra Framsókn- i \ armanna í Reykjavík held i i ur fund í sámkomusalnum i i í Edduhúsinu á íhiðviku- i i dagskvöldið keniur. Fund- i | urinn hefst kl. 8,39. i 111111111111111111111111111111111tllllllillllillllllllllllllllllllllii Fyrirgreiðsla hreppsins Tíðindamaður frá Tíman- um átti í gær tal við Sigurð Jakobsson oddvita í Varma- læk, og spurðist fyrir um þess ar nýjungar. — Hreppsnefndin tók þessi mál til umræðu að ósk kven- félagsins í sveitinni, sagði Sigurður, og það varð að ráði að sveitarfélagið keypti þvottavélarnar og lánaði þær til starfrækslu vaxtalaust. Þær voru sænskar og kostuðu fjórtán þúsund krónur og taka í einu fimmtiu pund af þvotti. Fylgir þvottavélunum vinda, sem þykir hið mesta þing, og skilar þvottinum nær þurrum. Mjög góð reynsla. Þetta þvottahús hefir reynzt mjög vel. Það þarf ekki annað að gera en færa þvottinn upp og skola, og kostnaðurinn við þvottana hefír ekki oriíið nema fimm krónur á hverja klukkustund, sem vélarn- ar eru í notkun. Þær kon- ur, sem byrjað hafa að nota þær, snerta ekki við þvottum heima. Fara þær gjarna saman frá tveim- ur eða þremur heimilum i einu. Til dæmis um það, hve fljótlegt er að þvo, get ég nefnt það, að á mið- vikudaginn fóru þrjár kon ur með stórþvott af þrem- ur heimilum og voru þær fjóra klukkutíma að þvo. Nýtt þvottahús að Bæ. Eini gallinn við þvottahús ið við Andakílsá hefir verið talinn sá, sagði Siguður, að þangað er alllangt að sækja úr Bæjarsveitinni, efsta hluta Andakilshrepps. Þess vegna hafa konur þar gengizt fyrir bygingu nýs sam vinnuþvottahúss við 60—70 stiga heita laug að Bæ í Bæjarsveit en hrepps- nefndin hefir ákveðið að kaupa og leggja til í það með scmu skilyroum vélasam- stæðu ,sem þó verður allmiklu stærri og dýrari. Er leyfið fengið til þess að kaupa hana og kemur hún væntanlega um miðjan vetur. Þetta nýja þvottahús munu konur úr Bæjarsveitinni nota og auk þess utansveitarkonur, sem þess kunna að óska. Húnvetningafélagið hyggur á skógrækl í Vatnsdalshólum Á framhaldsaðalfundi Hún. vetningafélagsins á fimmtu- dagskvöldið var samþykkt til laga frá nefnd þeirri. sem sá um minningarhátíðina í. Borgarvirki í sumar, um fjár framlög frá félaginu til skóg- ræktar i Húnaþingi. Var sérstaklega bent á Vatnsdalshóla sem heppileg- an stað í þessum sambandi. og er fyrirhugað að leita eft- ir samstarfi við skógræktar- félög í báðum sýslunum og jafnvel ungmennafélög hér- aðsins. Tilboð hafa komið frá ýms um bændum nyrðra um land til skógræktar og jafnvel styrktarfé, en vegna staðhátta þykja Vatnsdalshólar álitleg astir. Málverkabók Kjar- vals komin út Tímanum hefir borizt þriðja listaverkabók Helga- fells. Það er bókin um Jó- hannes Sveinsson Kjarval en áður - eru út komnar bækut Jóns Stefánssonar og Ás- gríms Jónssonar. í þessari Kjarvalsbók eru 24 litprentaðar myndir af málverkum og 55 myndir aðrar. Fremst í bókinni er all löng ritgerð um meistarann eftir Halldór Killjan Laxness, prentuð fyrst á íslenzku og síðan á ensku. Með þessari bók eru íslenzk ar bókmenntir auðgaðar og stuðlað að almennari þekk- ingu og snertingu lands- fólksins við list hins mikla meistara íslenzkrar málara- listar. Sambandsrskl Abessiníu Sameinuðu þjóðirnar á- kváðu í gær, að Eritrea skyldi verða sambandsríki Abess- iníu í framtíðinni. Innan skamms mun hefj- ast í Kenýu ráðstefna um mýrarköldu og varnir gegn henni. Það er talið, að 300 milljón- ir manna séu að jafnaði með mýrarköldu, og milljónir manna deyja árlega úr henni. Sóttarsvæðið nær um helm- ing jarðarinnar eða því nær það. Búðardals- og Laugar- vatnsleir. „Funi“ fékk fyrir rúmu ári gott og rúmmikið húsnæði í Fossvogi, en áður var starf- að í litlu og óhentugu kjall- arahúsnæði við Rauðarár-1 stíg. Þarna starfa nú níu I manns, og er Ragnar Kjart- ansson, leirkerasmiður, verk- stjóri. Hann hefir stundað | framhaldsnám í þessari grein j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.