Tíminn - 26.11.1950, Qupperneq 6

Tíminn - 26.11.1950, Qupperneq 6
imuum'ijuiiuumuwuiiuuuuuiiuiiuumiuiuuiuiuimuuMiMituiM 6. TÍMINN. sunnudaginn 26. nóvember 1950. 265. blað. Kuban-kósakkar Rússnesk söngva og skemmti mynd í hi'num undurfögru Agfa-litum. Sýnd kl. 7 og 9. S»egar átti alS bygííja brautina Ame’rísk cowboy-mynd frá Columbia. Sýnd kl. 3 og 5. —.............. —mnniiinnniiininmniiiiuMniiiiiimHHw***/* TRIPOLI-BÍÓ Sími 1182 La Boiióme“ Louis Jourdan, Giséle Pascal. Sýnd kl. 9. Göi* og Cokke í eirkns Skemmtileg og smellin am- erísk gamanmynd með: Gög og Gokke. Sýnd kl. 5 og 7. ■■iiiiMiiiimmiiMMiii iiwffiiiMMiiiiimui NÝJA BIO Vermlar- vætturinn (Ride the Pink Horse) Spennandi, viðburðarik ný amerísk mynd. Aðalhlutverk Robert Montgomery Wanda Hendrix Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. írsku augun brosa Hin afburðaskemmtilega lit- mynd með: June Haver og Dick Haymes. Sýnd kl. 3. ■nMnntiiiiimiimfiiiiMfiiiiMmMiiiiiiiimiimfmn BÆJARBiO HAFNARFIRÐI ilefml grcifans af < : Moutc Cristo : Mjög spennandi ný amerísk i mynd. j Bönnuð innan 12 ára. ! Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. ELDURINN ferlr ekki boð á undan sér. Þeir, sem eru hyg.gnir, tryggja strax hjá Samvinnutryggingum Nýja fasteigaa- salan Hafnarstræti 19. Sími 1518 Viðtalstími kl. 10—12, 1—3 og 4—6 virka daga nema laugardaga kl. 10—12. i Fasteigna-, bif-i reiSa-, skipa- ojyf i veríSbréfasala H r Bergur Jónsson j Máiaflutningsskrifstofa I Laugaveg 65. Sími 5833. | Heima: Vitastig 14. Köld feorð og heitnr matnr sendum út um allan bæ. I SÍLD & FISKUR f Ansturbæjarbíó j Glatt á bjíilh Sýnd kl. 5, 7 og 9. Utii og stóri og smyglararnir Sýnd kl. 3 Sala hefst kl. 11 f. h. AiimmmiiMiiiiiimiiiM>fiiimm«iiMimmiMaai iiiiaxosiix 11111111111 iii i:iiiiiii>iiii*-<iiiiiMai:iii^si TJARNARBfÓ Rakari kommgsins (Monsieur Beaucaire) Bráðskemmtileg ný amerísk gamanmynd. Aðalhlutverk: Hinn heimsfrægi gaman- leikari Bob Hope og Joan Caulfield. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. mnmmumwiimiiwifiiumi.iiiimniiuiMWWin iiiiiu—Miuin.»iiiiiiiiiii»—«i.i«i»'in-'^iiMim**MaoBai GAMLA BÍÓ Kona biskupsins Aðalhlutverk: Gary Grant Loretta Yong Vegna fjölda áskorana verð ur þessi bráðskemmtilega mynd sýnd kl. 7 og 9. Mjallhvít o<£ dverg arnir sjö Sýnd kl. 3 og 5. Sala hefst kl. 11 f. h. IMMIMIMMIMMIMIIimUIIIIMMIMIIIMIIIIMMIMMlMani HAFNARBfÓ Drau$£aruir i Bcrkcleyn Nquarc (The Ghosts of Berkely Square). Spennandi og sérkennileg draugamynd. Aðalhlutverk: Robert Morley Folix Aylmer Yvonne Arnaud Bönnuð börnum innan 12 ára _____Sýnd kl. 5, 7 og 9._ Blástakkar Hin afar skemmtilega músík og gamanmynd með: Nils Poppe Sýnd kl. 3. Sala hefst kl. 11 f. h. M 1 Fasteígnasölu i miðstöðin : 1 Lækjarg. 10B. Sími 6530 I Annast sölu fasteigna, I skipa, bifreiða o. fl. Enn- | fremur alls konar trygglng I ar, svo sem brunatrygging | ar, innbús-, líftryggingar | o. fl. í umboði Jóns Finn- 1 bogasonar hjá Sjóvátrygg- I ingarfélagi íslands h. f. | Viðtalstími alla virka daga I kl. 10—5, aðra tlma eítir f samkomulagi. i Raflagnir — Viðgerðir - nitiii ilniiHW—Bll Raftækjaverzlunln LJÓS & niTI h. f. j Laugaveg 79. — Sími 5184 i j Ferðamenn ! Lítið inn. — Höfum i j rafmagnsefni og leggjum i j raflagnir. Seljum lampa j j og ljósakrónur með gler- j j skálum. — Askriftarsiral: 2323 TIMINIV Æskaii .... (Framhald af 3. síSu.) hins vegar ónotaðir fram- kvæmdamöguleikar landbún- aðarins. Hér er óunninn mikill vett vangur fyrir samvinnustefn- una. Það er fullkomlega tíma bært umhugsunarefni fyrir forvígismenn samvinnustefn unnar, hvort ekki sé rétt að beina fjármagni samvinnu- samtakanna að einhverju leyti til styrktar ungu fóiki,_ sem hefja vildi búskap á sam vinnugrundvelli, sem hefði nána samvinnu um bygging- arframkvæmdir og vélakaup og vélanotkun. Ég ætla ekki á þessu stigi málsins að ræða nánar skipu- lag né framkvæmdaratriði þessa samvinnubúskapar, en skýt hér fram þessari hug- mynd öllum aðilum til at- hugunar. Það eru á þessum tímum gerðar miklar kröfur á hend- ur ríkisvaldinu um styrkveit- ingar. Útvegurinn er styrktur og bændur fá aðstoð. Er heimskulegra að veita ungu fólki styrk til að byggja upp sveitir landsins? Veita því möguleika til að losna frá hús næðisleysi og atvinnuskorti bæjanna og hefja búskap. Hér er um stórfellt hags- munamál að ræða, sem al- þjóð varðar. Það er sannfær- ing mín, að á grundvelli sam vinnustefnunnar geti æska landsins búið sér bjarta fram tíð við ræktun moldarinnar. Erlent yfirlit (Framhald á 5. síðu) kosningar fari fram fjórða hvert ár en þær fara fram annað hvert ár nú. Kefauver telur, að hinar tíðu kosningar hafi mjög óheppileg áhriií á stjórnmál Bandaríkjanna. Kaupum Brotajárn (pott) Kopar Eir Blý Zink Alumininium Reylcjavík Sími 6570 Gerist áskrifendur að Zsímanum Áskriftarsími 2323 þjóðleÍkhúsið Sunnudag kl. 20 Jón biskup Arason Bönnuð börnum innan 14 ára. ★ Mánudag, kl. 20.00 PABBi ★ Þriðjudag, kl. 20.00 ÍSLANDSKLUKKAN ★ Aðgöngumiðar seldir frá kl. 13,15 til 20.00. Daginn fyr Ir sýningardag og sýningar- dag. — Tekið á móti pönt- unum. — Síml 80 000. JOHII KNITTEL: FRÚIN Á GAMMSSTÖÐUM --------------- 165. DAGUR---------------------- hjálpar hans hefði ég aldrei getað lokið námi vegna fátækt- ar. Hefði ég ekki notið hans við, væri ég ekki prestur. Ég segi þetta ekki til þess að hafa áhrif á þá, sem heyra þessi orð mín, heldur vil ég, að menn skilji, hve gagnkunnugur ég er Gottfreð. Auðvitað hefir það verið mér sár sorg að frétta af þessum málum, sem hér verða senn dæmd. Sak- sóknarinn virðist leggja á það mikla áherzlu að sannfæra menn um, að Gottfreð hafi keypt eitur i lyfjabúð Murglis í þeim tilgangi að granda föður sínum. Sumir eru kannske sannfærðir um, að svo hafi verið. Ég veit, að það var ekki markmið hans. Það er langt síðan ég vissi af eitrinu í fórum hans. Gottfreð var þá enn við lögðfræðinám. Vinátta okkar var einlæg, og á þessum árum játaði hann einu sinni fyrir mér, að hann væri ástfanginn af stjúpmóður sinni. Hann reyndi með öllum hætti að vinna bug á þessari ást, bæla hana niður. Einu sinni kom ég á næturþeli inn til hans. Hann sat við borðið og sneri baki við dyrum. Fyrir framan hann var vatnsglas, og í hendinni hélt hann á skeið, sem hann hristi í hvítt duft úr bréfi. Honum brá mjög, er hann varð mín var. Hann sagði mér, að hann gæti ekki framar litið glaðan dag, líf sitt væri vonlaust, og hann hefði ætlað að binda endi á það. Hann lýsti örvæntingu sinni’ og ofur- magni ásta,rinnar. Ég veit með fullri vissu, að hann keypti eitrið til þess að tortíma sjálfum sér. Við sátum á tali alla nóttina, og ég reyndi að hughreysta hann og teija hann á að byrja nýtt líf. Ég reyndi að fá hann til þess að gerast prest- ur, og seinna tók hann líka að leggja stund á guðfræðinám. Því miður veiktist hann, svo að hann varð að hverfa frá námi. Þá fór hann heim að Gammsstöðúm, og hann kom aldrei aftur í háskólann. Guð náði aldrei nógu sterkum tök- um á honum — heimurinn varð yfirsterkari. Meira get ég ekki sagt, en ég vona, að saksóknarinn falli frá þeirri röngu ákæru, að Gottfreð Möller hafi keypt eitrið í því skyni að ráða föður sinn af dögum. Ég fullyröi enn einu sinni, að sú ákæra er röng. Sé svo guð Gottfreð og Teresu Möller misk- unnsamur. Gottfreð og Teresa lutu bæði höfði. Það varð dauðaþögn sem í kirkju. — Séra Teódór Straub, mælti von Breitenwyl allt í einu. Álítið þér, að Gottfreð Möller hafi beðið tjón á heilsu sinni vegna þessa sálarstríðs? Teresa hvessti augun á séra Teódór. En ég sigraði samt, hugsaði hún. Séra Teódór las hugsanir hennar. Hann leit undan og hag- ræddi gullspangargleraugunum á nefinu. — Já, það gerði hann áreiðanlega. Það er alveg vafalaust. Síðan gekk presturinn brott, fölur og titrandi. Von Breit- enwyl fór á eftir honum, talaði við hann fáein orð og bað hann að dvelja um stund í Obwyl, ef hann gæti orðið Gott- freð til liðsinnis með frekari vitnisburöi. Það var kominn nýr vonarglampi í augu von Breitenwyl. Framburður prestsins hafði mildað huga margra og vakiö nokkra hlýju í garð Gottfreðs. Margir kinkuðu höfði þegj- andi. Jú — kannske var þessi fáheyrða ástarsaga mennskari en þeir höfðu gert sér grein fyrir. Kannskei hafði ekki verið þarna að verki aðeins nakin grimmd og skefjalaus, tilfinn- ingalaus illmennska. Vitnisburður séra T.eódrós virtist einn- ig hafa orkað nokkuð á þá, sem skipuðu kviðdóminn. Þeir töluðu ekki um annað en hann, meðan þeir snæddu 'há- degisverðinn. Auðvitað hlaut annaðhvort þeirra að hafa sett eitrið í flöskuna, og óneitanlega var það sennilegt, að þau hefðu bæði verið vítandi um þann verknað. — Hún var bláfátæk. Hún hefir bara ætlað sér aö hrifsa hálfa milljón með auðveldu móti, sagði fátækur kennarl frá Túni. — Það er óhugsandi. Ef svo væri, þá hefði það áreiðan- lega komið fram I ákærunni. — Þetta liggur allt í augum uppi, sagði kaupmaðurinn frá Interlaken. Þau vildu losna við gamla manninn. Hann var þeim þúfa í vegi. — Þetta er trúlegast, sagði annar. En hvílíkt föm — "til þess eins að fullnægja fýsnum sínum! — Presturinn sagði sannleikann, sagði ungur maður frá Beatenber, þunglindislegur á svip og rauðskeggjaður. Gott- freð Möller hefir ekki keypt eitrið í því skyni að ráða föður sinn af dögum. — Presturinn hefir ekki sagt annað en það, sem satt var, sögðu fleiri. — Ég er ekki viss um, að Teresa sé sek, sagði maðurinn

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.