Tíminn - 26.11.1950, Side 7

Tíminn - 26.11.1950, Side 7
265. blaS. TÍMINN. sunnudaginn 26. nóvember 1950. 7. Framkvæmdir í A- Barðastrandarsýslií Vegamál. í sumar var unnið að vega- gerð úr Þorskafirði norðan- verðum, og er komið vega- samband að Brekku í Gufu- dalssveit. í Geitadal var unnið að Gautsdalsvegi, og á Reykja- nesi var lokið greftri á vegar skurði milli Reykhóla og Stað ar. í haust voru gerð nokkur ræsi á þessum vegi og ýtt úr ruðningi, svo að nú má kom- ast á jeppá út að Miðjanesi, þegar frost er. Bíða Reyknes ingar þess með eftirvæntingu að nægileg fjárveiting fáist til þess að fullgera þennan veg, sem verða mun akfær allt árið, hvernig sem viðrar. Símamál og skóiamál Sími var í haust lagður frá Skerðingsstcðum um Hamar land og Stað að Árbæ. Jafn- framt var endurbætt línan frá Reykhólum að Skerðings- stöðum og lagður sími í sund laugarhúsið á Reykhóluin, þar sem rekin er barna- og unglingaskóli við mjög þröng an húsakost. Hefir ekki enn fengizt fjárfestingarleyfi til þess að reisa heimavistar- barnaskóla að Reykhólum, þótt enginn skóli hafi nokkru sinni verið byggður í Austur- Barðastrandarsýslu, nema í Flatey. Ríkir óánægja yfir þessu vestra, enda engin að- staða fyrir heimiiin til þess að taka börn í farskóla. Fárviðri í Banda- ríkjunum Ofsaveður, fárviðri og fann koma gekk yfir austurhéruð Bandaríkjanna í gser og olli gífurlegu tjóni. Munu margir' menn hafa farizt, en aðrir | særzt, auk eignatjóns, sem' varð. Náði ofviðri þetta allt vestur í Ohio. ! í New York var slíkt fár- viðri, að ekki var komandi út úr húsum. í Pittsburg stöðvaðist allt af völdum raf magnsbilana, og í Cleveland hlóð n'ður svo miklum snjó, að allt tepptist af þeim sök- um. Talið er, að sjórokið hafi borizt tvo kílómetra á land upp. Framsókn hers S.Þ. í Kóreu Herlið S. Þ. í Kóreu sótti nokkuð fram í gær, en á ein um stað hóf norðurherinn gagnsókn. Munu það hafa ver ið kinverskar hersveitir. Kom ust þær um tíu kílómetra inn í herlínu sunnanmanna, er þær náðu lengst fram. Tvær allþýðingarmiklar borgir voru teknar af norður hernum. Voru það Chong-jú og hafnarborg'n Chongjin, um hundrað kílómetra frá landamærunum. Ragnar Jónsson hæstaréttariögmaður Laugaveg 8 — Sími 7752 Lögfræðisíörf og eignaum- sýsla. Lcirmiiiias'erð (Framhald af 1. slSu.f hagleiksmanns í fallegan og eigulegan mun. Leirinn lengi að þorna. En galdurinn er ekki all- ur, þótt hluturinn hafi verið mótaður. Hann verður að, þorna og það tekur allt frá1 4 dogum upp í þrjár vikur. j Eftir það fer hann til lita- j meistarans, sem málar hann en það er ekki lítill vandi. j iJLtrófið, sem þarna verður að fara eft r, er allt annað j en í hcridum venjulegs mál- ara, því að litirnir breytast við brennsluna og er það heil fræð grein að 'vita, hvernig hver litur á að vera til þess að skreytingin verði hin r'étta, þegar út úr ofninum kemur. Brennsluofnar verksmiðj-! unnar eru tveir, annar olíu kyntur, en hinn hitaður með rafmagni. H tinn er um 900 j stig en dálítið mismunandi' eft r litum þeim, sem á hlutn um eru. í sannleika íslenzkur iðn- aður. Það má með sanni segja, að leirmunagerðin sé íslenzk I ur iðnaður, því að hið eina j erlenda, sem til hennar þarf, j eru litirnir og þeir eru aðeins hverfandi hluti framleiðslu- j kostnaðar'ns. Hins vegar get j ur iðnaður þessi skapað mikl ar gjaldeyristekjur og seljast þegar margir minjagripir til ferðamanna úr leir, enda fék „Funi,‘ verðlaun í samkeppni sem Ferðaskrifstofa ríkisins efndi til um fallega og hent- ! uga minjagripi. Framleiðslan er heldur ekki einvörðungu skrautvörur,' heldur jöfnum hcndum nýtja vara svo sem matarílát og ætlunin er að framleiða kaffi og matarstell ásamt mörgu fleira nytsamlegu. Eftirspurninni ekki full- nægt. Jafnframt því sem þessar miklu framfarir hafa orðið í leirmunagerðinni, hefir eft irspurnin aukizt eins og eðli legt er, og vantar mikið á, að „Funi“ hafi getað full- nægt þeirri eftirspurn, sem er á vörum frá verksmiðj- unni, og sala til þessa að mestu aðeins náð til stærstu bæja landsins. Sýningin hin athyglis- verðasta. Sýning þessi er hin fyrsta sem „Funi“ hefir efnt til á framleiðslu sinni síðan fyrir tækið var stofnað 15. sept. 1947. Engin tck eru á að lýsa þeim munum, sem þarna eru til sýnis, og verður þar sjón ein sögu ríkari, og óhætt er að hvetja fólk til að sækja sýn inguna og kynnast þeim framförum, sem orðið hafa í þessari listgrein. Sýningin er ókeypis. Munirnir eru núm- eraðir og eftir daginn í dag verða þeir til sclu, en ekki af hentir kaupanda fyrr en að sýningu lokinni. SaltfiskverKiiniit Framhald af 8. síSu. sem 30—40 stakkar eru þurrk aðir, er fjörugt athafnalíf á björtum sólskinsdögum. Fyr- ir klukkan átta er stór hópur af mannvænlegu liði kominn út á stakkstæðin, dreifir sér á stakkaria, og byrjar að breiða. Seglin eru leyst og skipulegar raðir þorskanna í stökkunum, sem venjulega1 eru 26 skippund, blasa við morgunsólinni. | Margar hendur eru á lofti í senn, og allar eru þær með hvítþvegna þorska. Fiskur-1 inn er borinn á handbörum úr stakknum út um staklc- stæðið. Oftast eru það karl- menn, sem láta fiskinn úr stakknum á börurnar og bera hann og varpa hlassinu við fætur kvennanna, sem leggja síðan fiskana, varfærnislega hlið við hlið á stakkstæðið. Þær finna JiOTskinum stað á grjótinu. Mikið ríður á að rétt sé breitt. Nota vei^ður stakkstæð ið til hins ýtrasta. Fiskurinn er lagður þannig að roðið snýr að grjótinu en hvítur opinn fiskurinn breiðir sig á móti geislum sólarinnar. Sporður er lagður að þunn- ildi næsta fisks og mynd- ast þannig samfelld breiða, þegar vel er breitt. Stúlkurnar eru fljótar að finna þorskinum stað á grjót inu og gera ekkert upp á milli þorskanna þó vitanlega séu þeir misjafnlega myndar legir eins og mennirnir. Þær verða að sýna hverjum fiski fulla kurte'si og gæta þess að þeir liggi ekki saman og rand irnar komi ekki hver ofan á aðra. Þá getur fiskurinn soðn að í heitu veðri og logni, það er að segja sá hluti neðri fisksins, sem liggur undir. Frímerkjaskipti Sendið mér 100 islenzk frí- merki. Ég sendi yður um hæl 200 erlcnd frímerki. JON AGNARS, Frímerkjaverzlun, P. O. Box 356, Reykjavík. Stakkstæðið verður að hvítri breiðu. Einnig getur verið hættu- legt að hlaða fisknum ört saman í stakkana á fyrsta þurrkunarstigi, ef hann er mjög heitur eftir lognværan sólskinsdag. Þá getur allur stakkurinn soðnað dins og kallað er og 26 skippund þannig eyðilagst sem mark- aðsvara í hinum suðrænu löndum. Mikið er undir því komið að vinnan á stakk- stæðinu fari eftir settum regl um. Venjulega er unnið að því fram undir hádegið að breiða.1 Þegar því er lokið hefir stakk | stæðið skipt um svip. í stað gljáandi grjótsins, er kominj hvít samíeld breiða .einkenni I legur hvítur akur, þar sem saltið titrar í tíbránni yfir breiðunni. Svartir bleítir i hvítan ak- urinn. í fáar klukkustundir ríkir kyrrð og friður á stakkstæinu nema hvað sólin heldur á- fram að þurrka. En upp úr kaffinu milli kl. 3 og 4 færist1 aftur nýtt líf í tuskurnar. Þá | er farið að taka saman. Þorsk inum er staflað aftur á hand j börurnar, hvert hlassið af: cðru er borið heim að stökk- I unum og svartir blett'r koma SKIPAUTGCKO RIKISINS „ESJA“ Esja vestur um land til Akureyrar 30, þ. m. Tekið á móti flutningi til áætlunar- hafna á þriðjudaginn. Farseðlar seldir á miðviku- daginn. ; ♦ | Glæsilegasta | yfiri'dssýning * íslenzkrar mt/ndlistar í H ♦♦ ntinjjasafninu, 2. hœð, ftpin * dag i; o(/ « morf/un kl. SQ—I2 f. h. ot[ kl. 1—id eftir hádet/i í hvítan akurinn á stakkstæð j inu og þeir stækka óðum og breiðast út. Fskstakkarnir hækka í loftinu. Þeir eru byggðir af kostgæfni og nákvæmni eins og byggingar, sem ætlað er að standa í áratugi. Hver fiskur er látTnn á sinn stað. Sporður á móti þunnildi og tveir fiskar látnir snúa saman, rétt eins og verið sé að leggja síðustu hönd á pökkunina. Handbörurnar eru á fleygi- ferð um stakkstæðið og pils- in blakta í kvcldgolunni. » í marglitu skini kvöld- sólarinnar. Svo kemur kvöldið á stakk- stæðinu. Hvitar yfirbreiðslur eru hátíðlega breiddar yfir stakkana, en unga fólk’ð held ur glatt og ánægt inn í kaup- stainn, þar sem alls konar ævintýri biða, þegar kvöldið færist yfir eru stakkarnir í sínum hvítu serkjum einir eft ir á athafnasvæði dagsins með angandi saltilminn í kringum sig. Þeir eru traust- legir og staðfastir í marglitu skini kvöldsólarinnar. — Kannske verður þurrkur á morgun. gþ. Átíræðnr (Framhald af 5. síBu.) var vel fær til opinberra starfa í hreppsfélagi sínu. Hann komst heldur ekki hjá þeim störfum, hann var lengi óslitið í hreppsnefnd, oddviti á tímabili og sýslunefndar- maður, enda þótt hann væri hlédrægur í þeim efnum. Hann var útsjónarsamur í sveitarmálum og fylginn sér ef á lá. Lengi fram eftir var fátækraframfærsla mikil 1 Bessastaðahreppi. Margt dug- legt og ungt fólk fluttist úr hreppnum um aldamótin. Varð þá fjárhagslega þungt fyrir fótinn í hreppnum og fátækliiigar þá hlutfallslega margir. Sá, sem þetta ritar, vann að þessum málum með Ólafi, og er það enn minn- isstætt, hve sterkur talsmað- ur hann var öllum sem bágt áttu. Samhliða er rétt að geta þess að þá bar hann allt af hæst útsvar, sem hann hefir gert fram á síðustu ár. Það er ekkert skrum þó að sagt sé, að Ólafur sé meira en miðlungsmaður. Ekkj fyr- ir það beinlínis, þó hann sé vel efnaður maður. Hann hef- ir ekki skreytt sig með efn- um sínum og ekki haldið sig ríkmannlega. Hann telur það lítilsvert. Aftur á móti mun hann hafa rétt þeim, sem bágt áttu, hjálparhönd, sem hann lét lítt bera á. Ólafur hefir stórfellda skapgerð og umfangsmikla. Hann er skap stór og ekki væginn, ef í það fer. Hann veltir mjög fyrir sér ýmsum ráðgát- um lífsins og hefir sín- ar sérstæðu skoðanir, sem hann mun ekki flíka með — við almenning. Hann heldur fast á málum sínum. Hann er ekki deigur hver sem í hlut á. Hann er glöggur og skýr á það, sem hann gefur sig að. Hann er því ekki lamb að leika sér við ef hann fer í þann ham. En á bak við þetta er góður maður, sem i raun- inni vill engum illt en vill ná rétti sinum á réttum forsend- um, en ekki með rangindum, en vill ekki sleppa neinu færi til þess að það rétta komi fram. Ólafur býr enn þá búi sínu með góðum árangri ásamt síö ari konu sinni Sigríði Sigurð- ardóttur, sem er mjög dugleg kona og stjórnsöm utan húss sem innan. í dag minnast margir fjær og nær Ólafs sem góðs og hreinskilins sæmdar- manns og við nágrannar hans ekki sízt. KI. Jónsson. Skrifstofur okkar eru fluttar á Klappastíg 26, fyrstu hæð. (Hús Silla & Valda á horni Hverfisgötu) Trolle ifi Rothe h. f. JÓNÍNA ÓLAFSDÓTTIR frá lljálmholti verður jarðsungin frá Fossvogskepeílu þriðjudaginn 28. nóvember kl. 1 yz síðdegis. Athöfninni verður útvarpað. Þeir, sem liefðu hugsað sér að senda blóm eða kranza, eru beðnir að láta andvírðið renna til Blindravina- félags íslands. Aðstandendur

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.